Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG RUNÓLFSDÓTTIR frá Hvammsvík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 4. mars. Fyrir hönd vandamanna, Halldór Kr. Magnússon, Rafn Magnússon, Eva Guðmundsdóttir, Inga Magnúsdóttir, Ingvi Jónsson, Þorbjörg J. Magnúsdóttir, Ólafur Halldórsson, Kristrún I. Magnúsdóttir, Ingólfur Hjaltalm. Sæunn og Jón Mýrdal. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Óðinsgötu 21, Reykjavík, lést á hjúkrunardeild Landakotsspftala föstudaginn 3. mars. Hallgerður Gunnarsdóttir, Hannes Guðmundsson, Hrefna Swanson, Guðrún Gunnarsdóttir, Óli Örn Tryggvason, Sigríður Andrésdóttir, Arnar Aðalbjörnsson, María Finnsdóttir, Ragnar Hólmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐBJARTUR B. FRANSSON + Guðbjartur Bergmann Fransson fæddist í Reykjavík 12. sept- ember 1920. Hann lést á Borgarspítal- anum 24. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Frans Ágúst Ara- son og JÞórunn Stefánsdóttir sem bjuggu á Lindar- götunni alla sína búskapartíð. Sysk- ini hans voru fjög- ur, og va'r Guð- bjartur elstur. Hin eru Ari Bergþór, Ragnar og Magnea. Þau eignuðust eina hálfsystur, samfeðra, Þórunni. Árið 1942 kvæntist Guð- bjartur Guðrúnu Dagbjörtu Frímannsdóttur, f. 16.7. 1923. Þau eignuðust fimm börn. Elst var óskírt stúlkubarn, sem lést í fæðingu; Birgir, f. 1944, d. 1988; Frans, f. 1946; Davíð, f. 1948; og María, f. 1951. Útför Guðbjarts fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 15.00. GÓÐUR vinur minn og félagi, Guðbjartur Bergmann Fransson, Krossar ttt ^^^^Uiöoni^^náloöi^™ Mismunandi mynsnjr, vönduö vinna. Sliwl 91-35929 oq 35735 lést á Grensásdeild Borgarspítalans eftir stutta en erfiða legu. Bjartur var fæddur og uppalinn á Lindargöt- unni. Hann var elstur systkina sinna. Ungur missti hann móður sína og er að mestu alinn upp af seinni konu föður síns. Hann var bráðþroska og snemma mikið hraust- menni og vann fyrst hjá Kolum og salti, þar sem faðir hans var verkstjóri. Á stríðsár- unum ók hann vörubíl hjá Þrótti. Árið 1947 hóf hann störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og þar stundaði hann akstur, þar til hann veiktist 1985. Reyndist hann traustur og öruggur ökumaður öll þessi ár. Hann var stofnandi að Bæjar- leiðum 1955 og vann þar við akst- ur. I aukavinnu í nokkur ár eftir það stundaði hann ökukennslu, meðan heilsan entist. Hann var mikill áhugamaður um veiðiskap og laxveiði, það var hans aðaláhugamál. Hann var einn af fyrstu mönnum er gengu í Stanga- veiðifélag Reykjavíkur og var þar félag: nr. 7. Einnig hafði hann gaman af að spila brids. Það er margs að minnast á þeim mörgu árum, sem við stunduðum veiðiskap og spilamennsku ásamt þeim Þorkeli Þorkelssyni og Svav- ari Magnússyni, sem er látinn fyr- ir nokkrum árum. Einnig mætti nefna fleiri félaga. Það var oft glatt á hjalla í þess- um veiðitúrum og var Bjartur manna skemmtilegastur, góður söngmaður. og sagði skemmtilega frá. Hann var við veiðar í Kjarrá í Borgarfirði þegar hann veiktist 1985 og var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Hann lá á Landspítal- anum í sex mánuði, lamaður á hægri hendi og fæti. Næstu ár voru honum erfið, en með miklum vilja og æfingum gat hann spilað og farið með okkur í veiðiferðir, sem áhorfandi og hafði hann mikla ánægju af, nú síðast í sumar fór hann slíkar ferðir. Þorkell á Bæjar- leiðum var duglegastur að taka hann með og á hann þakkir skildar fyrir. Ég vil ljúka þessum skrifum með veiðisögu af Bjarti. Dagur er að kveldi kominn. Bjartur er ásamt nokkrum veiðimönnum á neðsta svæði í Laxá i Hreppum. Sól og blíða hefur verið allan daginn. Þetta er um mitt sumar, menn hafa verið að reyna án árangurs en séð eitthvað af fiski. Bjartur hefur ekkert reynt, en nú eru kom- in birtuskil. Þá hnýtir hann á flugu nr. 8 og byijar að kasta á góðum veiðistað. Fyrst nokkur létt köst yfir hylinn, en síðan lengir hann köstin, þar til hann nær niður á brotið. Eftir nokkur köst efst á brotinu kemur þungt högg á línuna og syngur í veiðihjólinu. Vænn lax hefur tekið hjá honum. Hann þreytir fiskinn fumlaust og eftir góða stund og mikil átök tekur hann fiskinn traustum höndum, 18 punda lax og Bjartur brosir og hlær. Þannig vil ég eiga minningu um hann. ' Konu hans og börnum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðj- ur. Narfi Hjartarson. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! 20-50% afsláttur , af skíðafatnaði 1. 10. mars Raðgreiðslur • Póstsendum samdægurs. _______________________________ -3KAKAK fRAMMK Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45 mm mmmmm—m■_______———____________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.