Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ JAFNRÉTTI 1 ÍLAUNUM JAFNRETTI ISTÖRFUM; JAFNRETTI 1 KYNJANNA ALÞJÓÐLEGUR BARATTUDAGUR KVENNA a alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru konur um allan heim Jr að krefjast réttlætis. Við krefjumst réttlætis í launamálum og réttlætis hvað varðar atvinnuöryggi, stöðuveitingar og tækifæri í starfi. Um leið krefjumst við þess að hlúð verði að fjölskyldunni og staða hennar styrkt þannig að báðir foreldrar geti axlað og deilt með sér fjölskylduábyrgð með jafnrétti að leiðarljósi. Alþýðub;ui(laJagið og óháðir efna til eða taka þátt í sameiginlegum baráttufundum 8. mars í öllum kjördæmum. Við hvetjum konur til að taka þátt í fundunum og leggja þannig mannréttindabaráttu kvenna lið. Reykjavík Baráttufundur i Ráðhúsi Reykjavfkur kl. 20.00. Fjölbreytt menningardagskrá á vegum MFÍK, ASÍ, BSRB, Félags leikskólakennara, Jafnréttisnefndar Reykjavíkur, HÍK, KÍ, Meina- tæknafélags íslands og Sjúkraliðafélags íslands. Ávörp flytja: Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands sem skipar 3. sæti G-listans á Reykjanesi, Þórunn Magnúsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Guðrún Alda Harðardóttir og Björg Vilhelmsdóttir. Fundarstjóri er Guðrún Helgadóttir. Við minnum á útifund Stígamóta á Ingólfstorgi kl. 18.00. Reykjanes Baráttufundur i Skálanum, Hafnarfirði kl. 20.30. Vilborg Guðnadóttir stjómmálafræðingur fjallar um niðurstöður rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun. Lára Sveinsdóttir starfsmaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar flytur ávarp. Kristín Ómarsdóttir rithöfundur les úr verkum sínum. Krisiín Á. Guömundsdóttlr rfaÉ Vilborg Guðnadóttir Vesturland Baráttufundur Hátel Borgarnesi kl. 20.30. Á dagskrá m.a.: Erindi um nýútkomna skýrslu um launamyndun og kýmbundinn launamun - Ánna Guðrún ÞórhalIsdóttir, í 3. sæti G-listans á Vesturlandi. Jóhann Ársælsson alþingismaður og Guðrún Geirsdóttir í 6. sæti G-listans flytja ávörp. Pallborðsumræður. Anra Cllð™'l Þórtalkdöuir Vestfirðir Baráttufundur gegn launamisrétti f Hæsta- kaupstaðarhúsmu, Aðalstræti 42, ísafirði kl. 20.30. Frummælendur: Bryndís Friðgeirsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir frá G-listanum og Magdalena Sigurðardóttir frá Framsóknarflokknum. Almennar umræður, kaffiveitingar. Norðurland vestra Baráttufundur gegn launamisrétti á Kaffi Krók, Sauðárkróki, kl. 20.30. Ávörp flytja Anna Dóra Antonsdóttir frá Kvennalista, Anna Kristín Gunnarsdóttir Alþýðubandalagi og Herdís Sæmundardóttir Fram- sóknarflokknum. Anna Sigríður Helgadóttir syngur baráttusöngva Ijlja Raíncy Magnúsdóllir Anna Krisl/n Gunnarsdólíir Norðurland eystra Opið hús Jafnréttisnefndar Akureyrar Hótel KEA kl. 20.30. Þema: Það sem við vissum hefúr verið staðfest. Kjör kvenna eru g lakari en kjör karla í sambærilegum störfúm og með sambærilega menntun. Og hvað svo? Rannveig Sigurðardóttir formaður töl- fræðihóps Norræna jafiilaunaverkefnisins greinir frá niðurstöðum rannsóknar á launamayndun og kynbundnum launamun. RannvcigSiiiurðanlótur Austurland Baráttufundur gegn launamisrétti f Hótel Valaskjálf kl 20:30. Þuríður Backman sem skipar 2 sæti G-listans fjallar um niður- stöður rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun. Fjölbreytt menningardagskrá með söng, upplestri og tónlist. Kaffiveitingar. 711 I’uríður Backman Suðurland Baráttufundur á Hótel Selfossi kl. 20.30. Þverpólitískur fúndur hóps kvenna á Suðurlandi. Hansína Stefáns- 1 .Jitf j dóttir formaður Afþýðusambands Suðurlands flytur framsögu um nýbirta skýrslu Jafnréttisráðs um kynbundinn launamun. Iljnsinil Slcfánsdóuir Fulltrúar framboðslista flytja stutt ávörp og á eftir verða almennar umræður. JQFNTÆKIFÆRI JOFNÁBYRGÐ JOFNÁHRIF _________MINNIIMGAR RAGNAR STEINBERGSSON + Ragnar Stein- bergsson fædd- ist á Siglufirði 19. apríl 1927. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Seli á Akureyri 26. febr- úar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 6. mars. LIÐINN er dagur og því ætlunarverki, sem hinn hæsti ætlaði þér, er lokið. Hann hefur veitt þér frið og losað þig undan þeim þján- ingum og veikindum, sem þú hefur barist við síðustu þrettán mánuði. Að minnast elskulegs tengdaföður með mikilli Iofgrein ætla ég mér ekki, því hann var þannig sjálfur, að öll þau miklu verk, sem hann tók að sér, vildi hann sem minnst tala um. Að fá að kynnast þér, umgang- ast þig og fá að vera vinur þinn tel ég að hafí verið viss forréttindi. Það var sjálfsagt jafn erfitt fyrir okkur báða að kynnast við þær aðstæður er forsjónin leiddi okkur fyrst sam- an, en frá fyrstu stundu og þar til yfír lauk reyndistu mér ekki aðeins góður tengdafaðir, heldur einnig góður vinur, sem alltaf var hægt að leita til, þegar eitthvað bjátaði á. Líkt og stuðlaberg stóðstu vörð um fjölskylduna, er á þurfti að halda. Það verður erfitt að hugsa til þess að fá þig ekki lengur til sín yfír áramótin, eins og verið hefur síðustu sjö ár, og ég veit að áramót- unum 1993, aðeins nokkrum dögum áður en þú veiktist, gleymi ég aldrei. Þú varst svo hress og við lékum okkur eins og unglingar sam- an, síðan kvöddum við gamla árið, og þú varst eins og alltaf manna hressastur við að skjóta og sprengja í burt það gamla til að taka við hinu nýja. Ekki sprengdir þú gamla árið í burtu núna. Það gerðum við hins vegar. Þú ert aftur á móti búinn að taka við hinu nýja á nýjum stað, sem ég er fullviss um að þú verðir leiddur í gegnum af jafn miklum hlýhug og styrk og hönd þín leiddi mig á þeirri braut sem ég bað þig að fylgja mér á fyrir nokkrum árum. Sú stund gleymist mér aldrei. Elsku Lauga mín, missir þinn er mikill og okkar allra, en minningin um ástkæran eiginmann, föður, tengdaföður og afa lifír meðal okk- ar. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir ailt. Kristinn Tómasson. Góður drengur hefur gengið sitt æviskeið og skilur eftir skarð sem ei verður fyllt. Ragnar Steinbergs- son og Sigurlaug móðursystir okkar hafa ætíð skipað stóran sess í lífi okkar bræðra, allt frá því við vorum smápollar á Akureyri og ekki síður eftir að við fluttum til Reykjavíkur. Það voru alltaf fagnaðarfundir þeg- ar Raggi, Lauga og dæturnar komu suður yfír heiðar til að gista í Mjóuhlíðinni. Ekki brást það að þau kæmu færandi hendi og var þá glatt á hjalla í kotinu. Raggi var hrókur alls fagnaðar á slíkum stundum og var stutt í dillandi hlátur- inn. Þegar við bræð- urnir áttum í hlut barst talið oftast að íþrótt- um, en þar var Raggi vel heima. Hann hafði þó sérstakan áhuga á knaftspyrnu, brids og golfi. Ragnar var ákaf- lega viðFæðugóður og þótt við vær- um ungir að árum, eyddi hann gjarnan dijúgum tíma í að ræða við okkur og fræða, um þessi sam- eiginlegu áhugamál. Hann var traustur maður og tryggur sínum. Hann reyndist ömmu okkar Ingi- björgu, sem lést á síðasta ári, góður tengdasonur, enda hafði hún það oft á orði. Hann var alltaf boðinn og búinn til að gera eitthvað til að gleðja hana, eins og að fara með hana í lengri eða skemmri bíltúra, hvort sem það var norðan heiða eða sunnan, en því hafði hún yndi af. Til að sýna eitt dæmi um þá greiðvikni og góðvild sem hann sýndi móður okkar og ömmu langar okkur að minnast á eitt atvik, þó af mörgu sé að taka. Eitt sinn þeg- ar Raggi gisti Mjóuhlíðina fyrir rúmum tveimur áratugum, sem hann gerði oftast þegar hann átti erindi suður, þá hafði sjónvarpið okkar gefíst upp. Ekki voru til pen- ingar fyrir nýju tæki og útlit fyrir að heimilið yrði sjónvarpslaust um hríð. Raggi reiddi þá fram sem á vantaði og sagðist ekki geta verið fyrir sunnan án þess að fylgjast með því sem væri að gerast. Hann hafði ekki fleiri orð um það. Svona var hann þegar eitthvað bjátaði á. Miklu meira væri hægt að bæta við, en það væri of löng saga að segja frá í stuttu máli. Hinsvegar má segja að saga Ragnars Stein- bergssonar sé saga manns sem braust úr fátækt til metorða og virðingar án þess að hreykjast af, enda hógværð og fórnfýsi í blóð borin. En nú er komið að sögulok- um. Elsu Lauga frænka og dætur Guð blessi ykkur á þessari stund, sem og alltaf. Kristján Róbert, Ingólfur Björgvin og fjölskylda. Það mun hafa verið á haustdög- um 1942 að fundum okkar Ragnars Steinbergssonar bar fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri og ætluðum við báðir að ganga menntaveginn. Hann stóð við það myndarlega en ekki ég. Það var óneitanlega mikils virði fyrir mig sveitamanninn að eiga hann að fé- laga og vini og um leið hans kunn- ingja sem voru fyrst og fremst syst- ur tvær í næsta húsi, Margrét og Sigurlaug Ingólfsdætur, en seinna varð Lauga eiginkona hans. Það var ekki mikið um skemmtana- eða næturlíf á þessum árum hjá okkur, Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar piinnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 omm ►**‘~V* en oft farið í heimsókn til systranna og gripið í spil og rabbað saman yfir kaffibolla. Við Ragnar tókum mikinn þátt í skíðaæfingum í Hlíðarfjalli með Hermanni Stefánssyni íþróttakenn- ara sem seinna byggði upp skíðaað- stöðuna í Hlíðarfjalli, en Mennta- skólinn átti skíðaskálann Útgarð og þangað fórum við oft gangandi á sídðum. Það hefur margt breyst í áranna rás. Ég held að það hafí verið þeg- ar við vorum í þriðja bekk að lands- mót skíðamanna var haldið á Siglu- firði. Hermann var búinn að þjálfa eina tíu stráka og við vorum búnir að fá bláa skíðabúninga með rauð- um bryddingum og skólameistari Sigurður Guðmundsson búinn að gefa leyfí að við færum á mótið. En einhverra hluta vegna gat Ragn- ar ekki farið þegar til kom. Þegar meistara var skýrt frá þessu varð honum að orði: „Það var slæmt, því hann var sá eini sem hafði efni á þessu,“ og meinti út af gagnfræða- prófinu um vorið. Við hinir vorum ekki hátt skrifaðir. Eftir prófíð fór ég í iðnnám. Þá minnkaði samvera okkar og þegar ég flutti suður 1958 slitnaði alveg sambandið og var það leitt, en ég vil með þessum línum bæta ögn úr því. Þó hef ég haft fréttir af þeim hjónum og vissi að hann varð fyrir þungu áfalli fyrir ári síðan og hugg- un er það nokkur, Lauga, að fá hvíldina eftir svo þungt högg. Lauga mín, Ragnar er nú horfinn frá okkur á æðra plan og eftir lifir minningin um góðan dreng og um- fram allt réttsýnan. Hann mun þar taka á móti okkur í fyllingu tímans. Ég votta þér og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Jóhann Indriðason. Skyndilega er dagur liðinn, vinur og samstarfsmaður burt kallaður. Ragnar Steinbergsson vinnufélagi okkar andaðist í hjúkrunarheimilinu Seli hinn 26. febrúar sl. Rúmt ár er síðan hann fékk hjartaáfall, þá staddur á vinnustað sínum. Upp frá því var heilsa hans tæp og kallið kom því ekki alveg á óvart. Dauð- inn er þó það skref sem við erum alltaf jafn óviðbúin að mæta. Ragnar var ráðinn til Sjúkrasam- lags Akureyrar árið 1970 og veitti því forstöðu. Hann var virtur af öllu samstarfsfólki fyrir ljúfa og göfugmannlega framkomu. Allir sem til hans leituðu fengu hjá hon- um úrlausn og trausta þjónustu. Hann, sem stjórnandi, var undir- mönnum sinum sem jafningi og gott var að starfa undir hans stjórn. Við sem störfuðum með Ragnari viljum senda þessa vinarkveðju og geymum í hjarta okkar minningu um góðan dreng. Vertu sæll, vinur, þér þökkum öll hér þessar samverustundir. Far þú í friði og famist vel þér á ferð þinni’ um ókunnar grundir. (SÓ) Eiginkonu, börnum svo og öðrum aðstandendum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Samstarfsfólk við Sýslumannsembættið á Akureyri. GENGINN er góður vinur og fé- lagi. Eftir harða baráttu við erfið veikindi, sem varað hafa frá 24. janúar 1994, er Ragnar Steinbergs- son hæstaréttarlögmaður látinn. Þótt vitað væri upp á síðkastjð að hveiju stefndi með heilsufar hans, verð ég að viðurkenna að mér brá þegar Sigurlaug hringdi í mig um hádegi sunnudaginn 26. febrúar sl. og sagði mér að Ragnar hefði Iátist þá um morguninn. Það er margs að minnast og margt að þakka. Fyrstu kynni okk- ar voru í barnaskóla. En þessi vel gefni maður fór í langskólanám, nam lögvísindi. Að námi loknu hófst starfsævin, á henni gegndi Ragnar fjölmörgum trúnaðarstörfum. Auk þess var hann liðtækur íþróttamað- ur. Sérstaklega átti golfíþróttin huga hans um margra ára skeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.