Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 41 + Borghildur Pét- ursdóttir fædd- ist i Heydölum í Breiðdal 2. nóvem- ber 1917. Hún lést á Droplaugarstöð- um í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 6. mars. GÓÐ vinkona mín, Borghildur Pétursdótt- ir, er látin. Þegar nánir vinir kveðja eftir langa samfylgd leitar hugur- inn yfir farinn veg, leitar að mynd- um og minningum frá samveru- stundum og atburðum sem hafa mótað lífsbrautina. Aðeins fáar af mörgum góðum minningum komast á blað. Við kynntumst sem unglingar í skóla fyrir um sextíu árum. Allan þann tíma höfum við fylgst hvor með annarri ýmist úr nálægð eða fjarlægð eftir því hvar við vorum staddar á lífsleiðinni. Vináttan var varanleg enda var Borghildur þeirr- ar gerðar að auðvelt var að bindast henni vináttuböndum. Ég minnist hennar þegar við ungar að árum áttum heima í Vest- urbænum. Meðbyr og mótbyr eru oftast óhjákvæmilegir og það var ekki auðvelt fyrir unga stúlku að sjá sjálfri sér farborða á keppuárun- um. Samt er bjart yfir minningum frá þessum tíma. Ég var tíður gest- ur á heimili hennar hvort sem það var á Ásvallagötunni, Bollagötu 8 eða á Laugavegi 39. Hvar sem hún bjó var einstök heimilishlýja og ævinlega eins og einskis væri vant, allt á sínum stað til að bjóða gesti velkomna og veita þeim aðeins það besta. Það sama fylgdi henni á vinnu- stað, röð og regla á öllum hlutum, allt hreint og fágað. Ég dáðist oft að því hversu eiginlegt henni var að geyma ekki til morg- uns það sem gera þurfti í dag. Á þessu tímabili vann hún við verslunarstörf. Það var svo um 1950 að Bebba, eins og okkur var tamt að kalja hana, tók þá ákvörðun að fara til Banda- ríkjanna en þar átti hún ættfólk í röðum Vestur-íslendinga. Fyrir hennar tilstilli hittumst við þar ári síðar og dvöldumst í Kaliforníu allt næsta ár. Báðar höfðum við reynt nokkurn mótbyr árin á undan og finnst mér að þessi tímabundna tilbreyting hafi orðið okkur til mik- ils ávinnings síðar á ævinni. Marg- ar minningar á ég frá þessu sólríka ári okkar í Suður-Kaliforníu, frá heimili frænku hennar í Fresnó og frá gestrisni frændfólks hennar hjónanna Pálínu og Egils Shield í Los Angeles. Hjá þeim áttum við báðar athvarf og ógleymanlegar stundir. Þau tóku mér af sömu alúð og umhyggju og frænku sinni, sem segja mátti að væri eins og eitt af þeirra eigin börnum. Marga góða daga áttum við einnig á heim- ili Dillu systur hennar sem bjó í sömu borg. Eftir tveggja ára dvöl sneri Borghildur aftur heim til ís- lands. Hún dvaldi ekki lengi heima held- ur sneri aftur til Los Angeles. Reyndist það henni hin mesta gæfu- för. Skömmu eftir komuna þangað kynntist hún mætum manni, Guð- mundi Guðlaugssyni sem varð seinni maður hennar. Þau gengu í hjónaband 1957. Guðmundur hafði dvalið í Dan- mörku og síðar áratugi í Los Angel- es. Þar stofnuðu þau heimili sitt og bjuggu næstu níu ár eða þar til þau ákváðu að flytja heim til íslands 1966. Fullyrða má að öllum vinum þeirra og vandamönnum var það mikið ánægjuefni að fá þau alkom- in heim. Sjálf sögðu þau oft að eft- ir þeirri ákvörðun hefðu þau aldrei séð. Guðmundur vann strax hugi allra sem kynntust honum enda var hann einstakur öðlingur. Þau bjuggu lengst af á Laugateigi 12, þar sem þau áttu fallegt og vistlegt heimili. Þar voru allir innlendir sem erlendir gestir velkomnir og því oft gestkvæmt. Síðar fluttu þau á Hringbraut 47 og bjuggu þar sín síðustu ár. Á heimili þeirra áttum við Einar margar góðar stundir, hvort sem við komum óvænt inn úr dyrunum eða meira var við haft. Guðmundur lést 1989. Fór þá sem oft gerist, að lífsþróttur hennar fór dvínandi og ef til vill lífslöngun- in einnig. Bæði höfðu þau Guð- mundur þá bjargföstu trú að líf tæki við eftir þetta líf. Vil ég trúa að svo sé og að þau séu saman á ný. Við söknum samfylgdar hennar sem verið hefur hluti af tilverunni svo lengi. Þegar ég lít til baka sé ég hversu sterk ítök hún hefur átt í lífi mínu. Börnin mín hafa þekkt hana frá því að þau muna eftir sér og á sama hátt man ég son hennar frá barnsaldri. Ég vissi hversu mik- ið hún unni honum og fjölskyldu hans allri. Sveini syni hennar og fjölskyldu sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Þuríður Árnadóttir. BORGHILDUR PÉTURSDÓTTIR INGVELDUR JÓNSDÓTTIR + Ingveldur Jónsdóttir var fædd í Syðri-Gróf í Villingav holtshreppi 2. júní 1912. Hún andaðist 9. febrúar síðastliðinn. Ingveldur var jarðsungin frá Villingaholtskirkju 18. febrúar. ELSKU amma okkar í sveitinni. Okkur langar til að kveðja þig og senda þér bestu kveðjur héðan frá Spáni. Okkur finnst leiðinlegt, elsku amma, að komast ekki í jarðarför- ina þína og við söknum þín, en við vitum að nú ertu búin að hitta afa, Gunnu systur, Þórð bróður og alla vinina þína sem fóru á undan þér. Við vitum að þér líður vel og við viljum muna þig pijónandi í rauða stólnum þínum, bakandi flatkökur og brúnu tertuna góðu með hvíta kreminu. Elsku besta amma okkar. Við Blómastofa Fnðfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öít kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og biðjum guð að blessa þig og elsku afa. Ástarþakk- ir fyrir að vera alltaf þessi góða yndislega amma sem hélt fjölskyld- unni saman og kenndi okkur að vera góð hvert við annað. Minning þín og afa í litla fallega húsinu, með prjónavélarherberginu sem við gistum svo oft í, lifír að eilífu með okkur afkomendum ykkar. Megi guðs friður fylgja ykkur, elsku amma okkar. Gestrisni, hugljúf, gjafafús góðkvendis merki öll hún bar, opið lét standa hjarta og hús hveijum sem þörf á greiða var. (Bólu-Hjálmar.) Þessi vísa lýsir þér svo vel, elsku .amma. Enn og aftur þökk fyrir yndislegar samverustundir. Þínar sonardætur, Lóa Dagbjört og Drífa Björk. t JÓN JÓNSSON, Broddanesi, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki viö sjúkrahúsið á Hólmavík fyrir umhyggju og alúð í hans garð. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, ERLING VALUR ÁRNASON, Sólheimum 40, andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 5. mars. Útförin verður auglýst síðar. Einar Róbert Árnason, Ingi R. Árnason. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, KARL FERDINANDSSON, Heiðarvegi 7, Reyðarfirði, lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 3. mars. Guðný Sigurðardóttir, Jóhanna Karlsdóttir. t Bróðir okkar, GÍSLI KRISTINSSON frá Hlemmiskeiði, andaðist þann 24. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Líney Kristinsdóttir, \ Auður Kristinsdóttir. t Bróðir okkar og mágur, BJÖRN PÉTURSSON, Víðinesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 8. mars kl. 13.30. María Pétursdóttir, Ásthildur Pétursdóttir, Ásgeir Nikulásson, Jón Birgir Pétursson, Fjóla Arndórsdóttir, Stefanía Ingibjörg Pétursdóttir, Páll Bragi Kristjónsson. t t Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, dóttir, systir og mágkona, HREFNA EINARSDÓTTIR, Berjarima 21, verður jarðsungin frá Áskirkju miðviku- daginn 8. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningargjafasjóð Landspítalans. Einar Marteinsson, Sigurgeir Snæbjörnsson, Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Sigurlaug Einarsdóttir, Erna Ejnarsdóttir, Einar Örn Einarsson, Katrín Tanja Sigurgeirsdóttir, Einar J. Gfslason, Bogi Þórðarson, Gylfi Jónsson, Bergþór Einarsson, Hulda S. Haraldsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi stýrimaður, Týsgötu 8, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 4. mars. Gréta Ingólfsdóttir, Ingólfur Guðmundsson, Sjöfn Þráinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergljót Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Ásbjörn Ólason Blöndal, Þórir Guðmundsson, Vilborg Þórsdóttir og barnabörn. t Útför SIGFÚSAR ARNAR SIGFÚSSONAR verkfræðings, sem lést þann 27. febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. mars kl. 10.30. Margrét Jensdóttir, Elín Guðbjartsdóttir, Gerður Sigfúsdóttir, Viktor A. Ingólfsson, Valgerður Geirsdóttir, Jens Ingólfsson, Þóra Jensdóttir, Sigríður Sigfúsdóttir, Björn Kjaran, Helga Sigfúsdóttir, Hjalti Stefánsson, Guðbjartur Sigfússon, Ragnheiður M. Ásgrfmsdóttir. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu mér samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar SVAVARSÁRNASONAR fyrrv. oddvita og organista, • Borgarhrauni 2, Grindavík. Sérstakar þakkir til sóknarnefndar og bæjarstjórnar Grindavíkur. Sigrún Högnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.