Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 49 FRETTIR Sjötugt skátafélag vill byggja SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar hélt upp á sjötugs afmælið sitt 22. febrúar sl. með fjölbreyttum uppá- komum. Þessi dagur er einnig afmælisdag- ur Baden Powell, stofnanda skátahreyf- ingarinnar. Skátarnir söfnuð- ust saman undir stjórn félagsforingja upp við Hraunbyrgi, sem er núverandi skátaheim- ili Hafnfirðinga. Það- an var svo gengið í blysför með fylktu liði undir íslenskum fána og félagsfánum að þeim stað sem næsta Hraunbyrgi á að rísa en það er við Víðistaðatún, rétt hjá Víði- staðakirkju. Pétur Már Sigurðsson, félags- foringi, flutti ávarp ásamt bæjar- stjóra og fleiri gestum en síðan vígði sr. Sigurður Helgi Guð- Pétur M. Sigurðsson, félagsforingi, flutti ávarp í tilefni sjö- tugsafmælisins. mundsson, sóknar- prestur við Víðistaða- kirkju, lóðina þar sem hið nýja skátaheimili á að rísa. Loks tók lít- il skátastúlka fyrstu skóflustunguna og á eftir fylgdu svo allir ylfingar og ljósálfar og tóku hver sína skóflustungu með litl- um barnaskóflum. Skátar höfðu á meðan merkt útlínur svæðis- ins með eldi að fornum sið. Að þessari athöfn lokinni var haldið til kirkju og fór þar fram stutt athöfn. Fór þar m.a. fram vígsla ylf- inga, ljósálfa og skáta. Unnu þeir svo heit sín og klæddust fullum búningi. Að því loknu var kvöld- vaka. Þar voru félaginu fluttar kveðjur og færðar gjafir. Lauk svo hátíðinni með skátakakó og kök- um fyrir alla viðstadda. |lf» Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson ÞAÐ VORU ylfingar og Ijósálfar sem tóku fystu skóflustunguna að nýju skátaheimili. Dagbækur bónda úr Stein- grímsfirði FÉLAGSFUNDUR í Sagnfræðinga- félaginu verður haldinn í Þjóðskjala- safni íslands í kvöid. Dr. Sigurður G. Magnússon sagnfræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Listin að lifa á 19. öld“. Sigurður fjallar um dagbækur Halldórs Jónssonar frá Miðdalsgröf við Steingrímsfjörð sem hann hélt síðasta aldarfjórðung 19. aldar. Halldór var bóndasonur, varð síðan lausamaður og loks bóndi. í fyrir- lestrinum verður gerð tilraun til að bera saman það sem vitað er af eldri rannsóknum um daglegt líf alþýðu- fólks á 19. öld við þessa persónulegu frásögn eins manns. Sigurður notar niðurstöður doktorsritgerðar sinnar í þessu skyni en hún fjallar um dag- legt líf á Islandi 1850-1940. Nýlega fann Sigurður einnig dagbækur bróður Halldórs og verða þær einn- ig til umræðu. Fundurinn hefst kl. 20.30. Samkirkjuleg bænavika að hefjast NÚ ER að hefjast hin árlega sam- kirkjulega bænavika kristinna manna, og hefst hún með guðsþjón- ustu í Kristskirkju í Landakoti mið- vikudaginn 8. mars kl. 20.30. Ræðu- maður kvöldsins verður sr. Halldór S. Gröndal. Næstu þijú kvöld verða einnig kvöldsamkomur, sem hefjast kl. 20.30. Á fimmtudagskvöld verður samkoma í Herkastalanum og þar verður ræðumaður sr. Sjgurður Sig- urðarson, vígslubiskip. Á föstudags- kvöld verður samkoma í Aðvent- kirkjunni og ræðumaður þar verður Michael Fitzgerald. Á laugardags- kvöid verður samkoma í Fíladelfíu- kirkjunni og ræðumaður þar verður Eric Guðmundsson. Bænavikunni lýkur með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni á sunnudag kl. 11 og þar préd- ikar Hafliði Kristinsson. Það er Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga sem stendur að bænavik- unni, en nefndina skipa eftirtaldir fulltrúar: Daníel Óskarsson yfirfor- ingi Hjálpræðishersins á Islandi, Eric Guðmundsson forstöðumaður Aðventsafnaðarins, Hafliði Kristins- son forstöðumaður Hvítasunnusafn- aðarins, sr. Patrick Breen, sóknar- prestur í Landakoti, dr. theol. Hjalti Hugason dósent við guðfræðideild Háskóla íslands og sr. Hjalti Guð- mundsson, dómkirkjuprestur, sem er formaður nefndarinnar. Greitt hefur verið fyrir þjón- ustu með skóla- gjöldum í ÁLYKTUN félagsfundar nem- endafélags öldungadeildar Mennta- skólans við Hamrahlíð,sem haldinn var 2. mars 1995, er skorað á ríkis- stjórnina að semja strax við kenn-. ara. „Á það skal bent að nemendur hafa borgað fyrir skólavist vorönn 1995 og með því að hefta skóla- starf eru stjómvöld að ganga gegn þeirri þjónustu sem búið er að inn- heimta með skólagjöldum. Þar af leiðandi ítreka fundarmenn kröfu sína um að stjórnvöld taki á málun- um hið fyrsta svo skólastarf í land- inu geti hafist á ný,“ segir í ályktun- inni. S AA heldur fræðslufund fyrir foreldra SÁÁ VERÐUR næstu mánuði með reglulega fræðslufundi fyrir for- eldra um vímuefnaneyslu unglinga. Fyrsti fræðslufundurinn verður haldinn í dag, þriðjudaginn 7. mars, í húsakynnum SÁÁ við Síðumúla 3-5. Tilgangurinn með þessari for- eldrafræðslu er að hjálpa foreldrum til að skilja aðstæður unglinganna og til hvaða ráðstafana hægt er að grípa til að koma í veg fyrir að unglingar hefji neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Ástæða þess að SÁÁ leggur áherslu á foreldrafræðslu er sú að í viðtöium við unglinga, kennara, foreldra, íþróttaþjálfara, áfengis- ráðgjafa, sálfræðinga og fleiri, kom í ljós að flestir töldu að foreldra skorti þekkingu til að taka raun- hæft á vímuefnaneyslu barna sinna. Fræðslufundirnir verða jafnt haldnir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Fundirnir í Reykja- vík verða haldnir á þriðjudagskvöld- um í marsmánuði og hefjst kl. 20. Þeir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Fræðslufundir SÁÁ fyrir foreldra verða haldnir víða um iand á næst- unni. Reykjavík 7., 14. og 28 mars. Egilsstaðir 10. og 11. mars. Nes- kaupstaður 11. og 12. mars. Stykk- ishólmur 15. mars. Vestmannaeyjar 18. mars. ísafjörður 24. og 25. mars. Siglufjörður 31. mars. Akur- eyri 1., 2. og 27. apríl. Hvamms- tangi 6. apríl. Selfoss 10. apríl. Akranes 12. apríl. Fyrirlestur um framleiðsluf eril kísiljárns DR. HELGI ÞÓR Ingason flytur fyrirlestur þriðjudaginn 7. mars kl. 17.15 í stofu 158 í VR II. Fyrirlest- urinn nefnir hann „Hol rafskaut við framleiðslu kísiljárns". Framleiðsluferli kísiljárns er lýst í grundvallaratriðum. Sagt er frá verkefninu „Hol rafskaut" í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga, er byggðist á tilraunum á 36MW framleiðsluofni fyrir kísiljárn (FeSi 75%), ásamt þróun og notkun reiknilíkana. Fjallað verður um helstu þætti verkefnisins sem eru: Framkvæmd tilrauna og gagnasöfn- un, úrvinnsla gagna og helstu niður- stöður mælinga, þróun og notkun sérstakra reiknilíkana fyrir: a) upp- hitun gass og agna sem falla í miðju rafskauts, b) hitabreytingar og hita- spennur í rafskauti. Helgi Þór Ingason lauk prófí í vélaverkfræði frá HHÍ 1989 og var fyrstur til að ljúka M.Sc.-prófi við verkfræðideild HÍ 1991. Hann lauk Dr.ing.-gráðu í verkfræði / Process pietallurgy frá NTH 1994. Allir velkomnir. Þrír aukavinm ingar hjá SVFÍ DREGNIR hafa verið þrír aukavinn- ingar í fyrsta útdrætti happdrættis Slysavarnarfélags íslands. Aðeins var dregið úr seldum miðum og komu vinningar á eftirtalin númer: 1. Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Mallorca eða Benidorm, miði nr. 5590. 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, miði nr. 50099. 3. Ferð fyrir tvo til Dublin, miði nr. 54142. Rætt um launa- jöfnuð á fundi framsóknarkvenna HINN 8. mars nk., sem er alþjóðleg- ur baráttudagur kvenna, stendur Freyja, félag framsóknarkvenna, fyrir málþingi um launajöfnuð á Digranesvegi 12 í Kópavogi. Velt verður upp spurningum eins og hvers vegna hefur aukin mennt- un kvenna ekki skilað konum hærri launum en nýútkomin skýrsla um laun kynjanna gefur til kynna? Sig- urbjörg Björgvinsdóttir setur mál- þingið kl. 20.30. Frummælendur verða Helga Sig- uijónsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Fundarstjóri er Unnur Stefáns- dóttir. Málþingið er öllum opið. ■ TRÍÓ ÞÓRIS Baldurssonar leikur á Kringlukránni á morgun, miðvikudag 8. mars. Á efnisskránni verða þekkt orgelverk úr smiðju jass- og rokkhöfunda. Með Þóri leika þeir Björn Thoroddsen á gítar og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. ■ FRÆÐSL USAMTÖK um kyn- líf og barneignir halda fræðslu- og umræðufund um getnaðarvarnir 9. mars, á Hótel Lind, Rauðarár- stíg 18, kl. 13-15.30. Fundurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu. Ókeypis aðgangur. 7.3. 1995 Nr 366 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4543 3700 0014 2334 taxt úr umferö og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- tyrir að klótesta taxl og visa á vágest. VISA ISLAND Álfabakka 16 - 109 Reykjavik Sími 91-671700 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 04.03.1995 8^14X20 29 X 30 VINNINGAR 4. 3al5 FJÖLDI VINNINGSHAFA 125 3.977 UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 4.869.523 491.420 6.780 490 Helldarvinningsupphæ&: 8.157.173 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR PORCELANOSA' CERAMICA Flísar fyrir vandláta ALFABORGV KNARRARVOGI 4 • » 686755 Ný sending Litir: svart rúskinn. y brúnt leður, sandieður. 2.990 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 41754. ÍTALSKI BOLTINN 9. leikvika , 5.mars 1995 Nr. Leikur: Röðin: 2. 3. — 5. 6. ~T. 8. 9. 11. 12. 13. Sampdoria - Roma 1 - - Intcr - Juvcntus - X - Lazio - Fiorentina 1 - - Torino - Parma Cagliari - Bari Padova - Napoli - - 2 1 - - I - - Foggia - Crcmonese - - 2 Brescia - Milan - - 2 Fid.Andria - Vicenza - X - Salernitana - Cesena 1 - - Acireale - Ancona - X - Ascoli - Palermo 1 - - Verona - Cosenza - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 16 miHjón krónur 13 réttir: | 1.424.320 | kr. 12réttir: |~ 22.410 I kr. 11 réttir: 1.290 I kr. lOréttir: | J kr. 9. leikvika, 4. mars 1995 Nr. Leikur: Röðin: 1. Liverpool - Newcastle 1 - - 2. Notth For. - Tottcnham - X - 3. Aston V. - Blackburn - - 2 4. Leeds - Sheff. Wed - - 2 5. Wimbledon - QPR - - 2 6. Norwich - Manch. City - X - 7. Manch. l)td. - Ipswich 1 - - 8. Leicester - Everton - X - 9. Southampt. - Coventry - X - Reading - Watford Barnslcy - Oldham l.uton - Millwall 1 - - - - 2 - X - 13. Stoke Derby X - Heildarvinningsupphæðin: 117 milljón krónur | 13 réttir: 2.835.380 | kr. 12 réttir: 69.390 | kr. 11 réttir: | 5.360 | kr. 10 réttir: | 1.300 | kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.