Morgunblaðið - 12.03.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.03.1995, Qupperneq 52
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík ® 563 7472 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(g>CENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Biskup um útimessu á nýársnótt árið 2000 Afar forvitni- leg hugmynd Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Þorskurinn kætir ERLENDUR Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður hefur borið upp þá hug- mynd við biskup íslands að haldin verði sameiginleg útimessa um gjörv- allt ísland á nýársnótt árið 2000. Hugmyndir Erlends gera ráð fyrir að umgjörð og yfirbragð hverrar messu verði afar einfalt, aðeins stuðst við kross og altari. Sjónvarpað yrði beint frá messuhaldi á Þingvöll- um og messumar samtengdar í gegnum sjónvarp. Tvær nefndir á vegum þjóðkirkju HEILDARÚTGJÖLD til heilbrigðis- og tryggingamála hafa lækkað á því kjörtímabili, sem nú er senn á enda, um 3% að raungildi, miðað við verð- vísitölu landsframleiðslu. I krónum talið nemur sú lækkun 1.500 milljónum kr., en þar af er áformað að um 900 milljónir komi fram á árinu 1995. Á síðustu fjórum árum hafa sömu- og ríkis undirbúa nú hátíðarhöld árið 2000 til að fagna því að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á íslandi. Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, sem situr í forsæti nefndanna, segir hug- myndina afar forvitnilega, einkum þó ef hægt væri að tryggja að veður yrði eftirlátt við þetta tækifæri. Ákvörðun liggi ekki fyrir, en til greina komi að framkvæma hug- mynd Erlends á öðrum árstíma. ■ Kvikmyndaver drottins/B4 leiðis um eða yfir þrír milljarðar ver- ið færðir frá ríki og yfir á einstak- linga í formi þjónustugjalda í heil- brigðiskerfinu og áætlað er að þær aðgerðir, sem beinst hafa að þeim, sem bjóða þjónustuna, hafi skilað samtals tveimur til tveimur og hálf- um milljarði. ■ MilIjarðasparnaður/10 SJÓMENN á Suðurnesjum kætast nyög þessa dagana yfir stórum og vænum þorski sem þeir segja meir en nóg af í sjónum við Reykjanes og í Faxaflóa. Sú gleði er þó ekki óblandin, því að kvóti flestra er á þrotum eða svo gott sem og því óheimilt að veiða þrátt fyrir hina miklu fiskgengd. Þrátt fyrir að þessi böggull fylgi skammrifi, gat Hjörvar Orn Brynjólfsson skip- veiji á Ósk KE ekki annað en verið kampakátur með þennan myndarlega feng, en skipið land- aði 25 tonnum af blönduðum þorski á föstudag. Sennileg skýring á þessari miklu þorskgengd er að nú er þorskurinn á leið inn til hrygn- ingar. Auk þess fylgir hann loðn- unni, en hún hefur gengið vestur með landinu undanfarnar vikur. Misstu línubala Máekki leitaá banndegi Grímsey. Morgunblaðið. ,,VIÐ erum alveg gáttaðir," sagði Öli Ólason útgerðarmaður á Öla Bjamasyni EA279 í Grímsey en hann óskaði eftir því við veiðieftirlit sjávarútvegsráðuneytisins á föstu- dag að fá leyfi til að slæða upp fimm línubala, sem þeir misstu í síðasta róðri, en fékk neitun. Veður hafa verið válynd og lítið hægt að róa frá Grímsey síðustu vikur. í fyrradag reru feðgamir á Óla Bjamasyni, þó að hreint ekki hafi verið gott sjóveður en með því skásta sem gerist. Þeir lögðu 22 bala. en misstu 5 þeirra vegna veð- urs. Áætlað er að verðmætið sem fór í sjóinn sé um 100 þúsund krónur. Þótti þeim feðgum sárt að sjá á eftir þessum verðmætum í sjóinn og þar sem um helgina em bann- dagar krókaleyfisbáta í gildi hafa þeir ekki leyfi til að róa og brá Óli því á það ráð að fá leyfi veiðieftir- lits sjávarútvegsráðuneytisins til að freista þess að finna línuna. Fékk hann þau svör að um slíkt væri ekki að ræða, þeir fæm undir engum kringumstæðum á sjó. Veður var einstaklega gott í gær, líklega það besta á þessu ári, sól og blíða. „Við emm virkilega svekktir yfir þessu,“ sagði Óli. Heilbrígðisútgjöld á kjörtímabilinu Raunlækkun er 1,5 milljarðar Morgunblaðið/RAX Bágborið atvinnuástand á Akureyri en ýmis jákvæð teikn eru á lofti 150-170 ný störf gætu skapast í bænum á árínu UM 600 manns eru á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri en Guðmundur Stefánsson, formaður atvinnu- ^JjJj^álanefndar, er fullviss um að úr rætist er líður á árið og 150-170 ný störf skapist á árinu. Nokkm fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra og setur' hinn harði vetur þar að einhveiju leyti strik í reikninginn. Ríflega 600 vom á atvinnuleysisskrá um mán- aðamót og sagði formaður atvinnumálanefndar að bærinn hefði haft forgöngu um atvinnuátaks- verkefni síðustu misseri, en mörg þeirra starfa væri ekki hægt að vinna endalaust og óhægt " væri um vik með alla útivinnu. Starfshópur hefur verið skipaður til að skoða hugmyndir að nýjum átaksverkefnum, en sífellt erf- iðara verður að finna verkefni. Eigi að halda áfram á sömu braut verði að leggja fram vemlega fjármuni. Það er margt að gerast „Þrátt fyrir þetta era ýmis jákvæð teikn á lofti,“ sagði Guðmundur. Loðnufrysting væri hjá ÚA og hrognataka hjá Krossanesi. Verið væri að ráða starfsfólk að veiðistjóraembættinu sem flutt var til Akureyrar fyrir skömmu. Á vegum SH væri unnið að eflingu atvinnulífs sem hefði í för með sér 80 ný störf og samstarf Samheija við Royal Greenland um pökkun á rækju skapaði allt að 50 störf. Umfangsmiklum hafnarframkvæmdum verður haldið áfram. Framkvæmdir við að útbúa leguað- stöðu fyrir flotkví verða boðnar út innan skammt. Þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir við skólabygg- ingar og við sjúkrahúsið. Guðmundur sagði verkefnastöðu Slippstöðvar- innar-Odda vera góða, rekstur Skinnaiðnaðar gengi vel og starfsfólki hefði verið fjölgað hjá fóðurverksmiðjunni Laxá. Gera mætti ráð fyrir auknum umsvifum í þjónustu í tengslum við HM-95. Innan tíðar yrði haldinn stofnfundur Upp- lýsingamiðstöðvar ferðamanna á Akureyri. Skaftár- jökull á hreyfíngu SKAFTÁRJÖKULL, skriðjökull- inn sem teygir sig vestur úr Vatnajökli milli Síðujökuls, sem lijjóp í fyrra, og Tungnaárjökuls sem er á ferðinni í vetur, tók að hreyfa sig fyrir hálfum mánuði. Skríður nú nær öll jökulröndin fram á 8-9 km svæði. Þessi mynd var tekin við rönd Skaftáijökuls í vikunni en þá fóru menn frá Landsvirkjun á snjóbílum upp að jökulröndinni að kanna ástandið og mæla skrið jökulsins. ■ Jökullinn skríður/16B

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.