Morgunblaðið - 17.03.1995, Side 15

Morgunblaðið - 17.03.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 15 Hugsum við með heilanum? DR. MIKAEL M. Karlsson heimspekingur flytur opin- beran fyrirlestur á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri í húsi skólans við Þingvallastræti á morgun, laugardaginn 18. mars, kl. 14.00 í stofu 24. Fyrirlesturinn nefndi Mikael „Hugsum við með heilanum?“. Þar mun hann fjalla um hvort það sér rétt skilið að maður hugsi, skynji, finni til o.s.frv. með heila sín- um, hvort hugsun fari fram í heilanum og hvort hún sé e.t.v. ekkert annað en heila- starfsemi. Dr. Mikael er dósent í heimspeki við Háskóla ís- lands, hann hefur ritað um hin ýmsu svið heimspekinnar og flutt fyrirlestra víða um lönd. Á síðasta ári fékk hann alþjóðlega viðurkenningu vegna brautryðjandastarfs á vegum Erasmus-áætlunar- innar er snýst um stúdenta- og kennaraskipti milli há- skóla í Evrópu. Fyrirlesturinn er ætlaður almenningi. Fyrirlestur um vefjagigt OPINN fyrirlestur um vefja- gigt verður haldinn á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri, samkomusalnum, á morgun, laugardaginn 18. mars, frá kl. 10.00 til 12.00. Fyrirlesari er Sigrún Bald- ursdóttir sjúkraþjálfari sem mikið hefur aðstoðað vefjag- igtarfólk á Reykjavíkursvæð- inu. Fyrirlesturinn er öllum opinn, aðgangseyrir er 500 krónur. Samið verði við kennara STJÓRN Foreldrafélags Glerárskóla ítrekar fyrri áskorun til stjórnvalda og kennarasamtaka að nú þegar verði gengið til samninga um kaup og kjör kennara, svo ófremdarástandi því sem nú ríkir linni, segir í ályktun frá stjórn félagsins. „Hver dagur sem líður án þess að samningar náist er nemendum og framtíð þjóðar- innar dýrkeyptur," segir enn- fremur í ályktuninni. AKUREYRI Allir vegir ófærir og flugi aflýst í blindbyl Hestamenn í Olafsfirði sendir með talstöð til gegninga BLINDBYLUR var norðanlands í gær og útlit fyrir að veður verði slæmt áfram. „Það er vitlaust veð- ur hér en fáir á ferli,“ sagði lög- reglumaður í Ólafsfirði síðdegis. Allir vegir voru ófærir og flugi var aflýst. Snjóflóðahætta í Ósbrekkufjalli Snjóflóðahætta var í Ósbrekku- fjalli gegnt Ólafsfjarðarbæ en hest- húsahverfi bæjarbúa eru undir fjall- inu. Eigendum hrossanna var gert að koma við á lögreglustöðinni og taka þar talstöð áður en farið var til gegninga en aldrei máttu fleira en þrír fara í einu, að sögn lögreglu í Ólafsfirði. Fyrir um 10 árum féll stórt snjóflóð úr Ósbrekkufjalli og hreif með sér fiskihjalla. Mikil ófærð var í bænum og varla jeppafært um sumar götur. Morgunblaðið/Rúnar Þór BLINDBYLUR var á Akureyri í gær eins og víða á Norður- landi og reyndu þeir sem gátu að halda sig innandyra, en bens- ínafgreiðslumenn neyddust öðru hverju til að skjótast út. Björgunarsveitir á Dalvík að- stoðuðu fólk við að komast til og frá vinnustöðum í gærdag, en þar var vonskuveður. Þá fór sveit björgunarmanna til aðstoðar öku- mönnum á Árskógsströnd sem þar höfðu lent í vandræðum, en að sögn lögreglu á Dalvík var kolófært inn til Akureyrar. Snjóflóðahætta var einnig norð- an Dalvíkur, en þar hafa iðulega fallið flóð. „Það veit enginn hvort flóð hafi fallið þar núna, það kemst enginn neitt, það verður bara skoð- að þegar veðrinu slotar,“ sagði lög- reglumaður á Dalvík. Mikill erill var hjá lögreglumönn- um á Akureyri í gærdag en margir ökumenn lentu í ógöngum þar sem var mjög blindað og lentu því marg- ir upp í skafli og sátu þar fastir. „Við höfum ekki undan,“ sagði varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Valgerður Jónsdóttir, móðir handboltakappanna Erlings og Jóns Kristjánssona Gat ekki heilshugar haldið með öðm liðinu Morgunblaðið/Rúnar Þór VALGERÐUR Jónsdóttir, móðir þeirra Erlings og Jóns Kristjánssona sem leika með liðum sínum, KA og Val, til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. „Þ AÐ vona ég að guð gefi að þetta gerist ekki aftur," varð Valgerði Jónsdóttur, móð- ur handboltakappanna Erlings KA-manns og Jóns Valsara Kristjánssona, að orði eftir æsispennadi bikarúrslitaleik KA og Vals á dögunum. Henni varð ekki að ósk sinni, þeir bræður munu etja kappi í úrslitaleikjum um Islandsmeistaratitilinn í handknattleik og verður sá fyrsti í Reykjavík á morgun, Iaugardag, þegar KA-menn sækja Hlíðar- endaliðið heim. Valgerður starfar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, tekur þar hjarta- og lieilal- ínurit og þá er hún varabæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar og formaður leikskólanefndar. Blendnar tilfinningar „Þetta var erfitt fyrst, en venst,“ sagði Valgerður en tilfinningarnar voru í fyrstu blendnar; hún átti i erfiðleikum að ákveða með hvoru liðinu hún átti að halda, Erlings eða Jóns. Mér þótti alltaf erfitt að horfa á leiki og geta ekki alveg heilshugar haldið með öðru liðinu, það hafa alltaf verið dálítið blendnar tilfinningar þegar lið strákanna eigast við. I bikarúrslitaleiknum hélt ég hins vegar heils hugar með strákunum í KA, mér fannst þeir eiga skilið að vinna titil, Valsmenn eru svo vanir því,“ sagði Valgerður „og ég held nú líka með þeim núna og vona að þeir vinni.“ Rólyndir „Það eru iðulega miklar stimpingar milli þeirra bræðra á vellinum og mér fannst erf- itt að horfa á það fyrst, en þeir eru búnir að vera svo lengi í handboltanum að ég er hætt að taka það nærri mér. Þeim hefur allt- af komið vel saman bræðrunum, þeir er ró- lyndir, voru litlir slagsmálamenn," sagði hún. Ekki ánægð með ömihuna Valgerður átti von á að sitja spennt við sjónvarpstækið þegar sýnt verður frá úr- slitaleikjunum. „Eg var að passa barnabarn- ið mitt þegar bikarúrslitaleikurinn var og hún var orðin dálítið reið við ömmu sína, sem mátti ekkert vera að því að leika við hana, þetta var ótrúlega spenna. Eg átti ekki von á að þessi iið mundu lenda saman aftur og ég þyrfti að upplifa þessa tilfinn- ingu á ný. Eg hélt kannski að KA-menn yrðu saddir af einum titli, en þeir virðast eflast við hverja raun,“ sagði Valgerður, en vildi ekki spá neinu um úrslitin, „... en KA-menn hafa náð ótrúlega langt og alveg eins trúlegt að þeir fari alla leið.“ Glit hf. hefur starfsemi í Ólafsfirði 15 starfsmenn við keramikframleiðslu GLIT hf. í Ólafsfirði hefur starfsemi í dag, föstudag. Ólafsfjarðarbær á meirihluta í fyrirtækinu, 98%, en það var keypt úr Reykjavík í vetur. Guðbjartur Ellert Jónsson fram- kvæmdastjóri sagði að starfsemin færi hægt af stað, en hún ætti að vera komin vel í gang eftir nokkrar vikur. „Við ætlum aðeins að átta okkur á þessu áður en við byrjum á fullu og þá erum við enn að vinna að undirbúningi, setja upp fleiri tæki og annað sem til þarf.“ Fyrirtækið er til húsa á efri hæð frystihússins og hafa 15 starfsmenn verið ráðnir til starfa við framleiðsl- una. „Þetta er mjög góð búbót við atvinnulífið hérna,“ sagði Guðbjart- ur. Hraunaðir vasar til útflutnings Glit mun framleiða keramikvörur af ýmsu tagi fyrir innanlandsmarkað, bæði gjafa- og nytjavörur. Þá er unnið að því að koma framleiðslunni á markað erlendis, þar er einkum um að ræða hraunaða vasa sem Guð- bjartur sagði að vakið hefðu athygli ferðamanna og væru vonir bundnar við þann útflutning. Loks er fyrirhug- að að bjóða til Ólafsfjarðar listamönn- um á þessu sviði sem unnið gætu að hönnun og listsköpun með það í huga að fyrirtækið gæti hafíð fram- leiðslu á afrakstri þess starfs. „Við væntum góðs af slíku samstarfi og teljum það muni vera vöruþróun á vegum fyrirtækisins til heilla.“ Ingibjörg Lára S. Marteinsdóttir Rafnsdóttir Tónleikar í Deiglunni INGIBJÖRG Marteinsdóttir söngkona og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari halda tónleika í Deiglunni, Akureyri, sunnudaginn 19. mars kl. 17. Á efnisskránni eru m.a. íslensk og spænsk sönglög og óperuaríur. Ingibjörg hefúr sungið á Akureyri m.a. með Karlakórnum, Passíukórn- um og síðast hlutverk Rósalindu í Leðurblökunni sem LA sýndi vetur- inn 1993. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Laust er skálavar&arstarf í Laugafelli á sumri komandi Varsla er fró 10. júlí til 10. september. Tungumálakunnátta nauSsynleg og þekking á íslenskri náttúru. Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. Umsóknir skulu sendast til Ferðafélags Akureyrar, pósthólf 48, 602 Akureýri. Upplýsingar hjá Ragnhildi, sími 96-25798 og Sigurði, sími 96-12191, eftir kl. 19daglega. Stjórn FFA. ÁRÍÐANDI TILKYNNING! Þeir, sem ætla að gista í skálum Fer&afélags Akureyrar, Bræðrafelli, Þorsteinsskála, Dreka, Dyngjufelli, Laugafelli og Lamba, á tímabilinu mars til júní 1995, skulu panta gistingu hjá Ferðafélagi Akureyrar. Þeir, sem hafa pantað og hafa kvittun fyrir gistingu, sitja fyrir. Stjórn FFA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.