Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skjálfta- hrina við Hveragerði SKJÁLFTAHRINA hófst norðan við Hveragerði um fjögurleytið í fyrra- dag. Aðfaranótt föstudags, nánar tiltekið klukkan hálffimm, urðu síðan skjáiftar norðvestur af Hveragerði að styrkleika 2-3 á Richters-kvarða. „Tíu mínútur yfír sjö í gærmorgun mældist síðan skjálfti sem var um tveir á Richter og dálítil hrina af smáskjálftum, um fjóra kílómetra norðvestur af Hveragerði, fylgdu í kjölfarið," segir Ragnar Stefánsson j arðskj álftafræðingur. Einhveijir skjálftar fundust síð- degis í gær að hans sögn en þeir fóru minnkandi. ♦ ♦ ♦---- Stúlka varð fyrir bíl STÚLKA var flutt á slysadeild síð- degis í fyrradag eftir að hafa lent fyrir bíl á Norðurbrún í Reykjavík. Stúlkan hljóp aftur fyrir strætis- vagn sem stöðvaði. Úr gagnstæðid átt kom bíll sem stúlkan lenti á. Ökumaðurinn náði að beygja frá stúlkunni en hún lenti samt sem áður á hlið bílsins og var flutt á slysa- deild með minniháttar meiðsl. Oku- maður bílsins var miður sín eftir slys- ið og var einnig fluttur á slysadeild. -----♦ ♦ ♦---- Þrír árekstrar í Artúnsbrekku ÞRÍR árekstrar þar sem átta bílar komu við sögu urðu nokkurn veginn á sama tíma í Ártúnsbrekku á níunda tímanum í gærmorgun. Árekstramir urðu allir á mjög stuttum kafla í brekkunni. Fyrst lentu tveir bllar saman, síðan fjórir og í þriðja árekstrinum tveir. Flytja þurfti farþega úr einum bílanna á slysadeild. Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um á annan tug árekstra í gær og tvö umferðarslys þar sem minni- háttar meiðsl urðu á fólki. FRÉTTIR STYTTAN af Nonna er 2,70 metrar á hæð og við hlið hennar er Heinz Plein eigandi fyrirtækisins Kunstgiesserei Plein. Morgunblaðið/Sigurþór Einarsson FRUMMYND Nínu Sæmundsdóttur af Nonna við hlið bronsaf- steypunnar, sem gerð hefur verið í Þýskalandi. Darmstadt. Morgnnblaðið. LOKIÐ hefur verið við bronsaf- steypu af styttu Nínu Sæmunds- dóttur af rithöfundinum Jóni Sveinssyni, Nonna. Afsteypan var gerð í Speicher í Þýskalandi og er styttan væntanleg til landsins í júni næstkomandi en frummynd hennar, sem er úr gifsi, var gerð árið 1958. Anna S. Snorradóttir fann styttuna á lofti Korpúlfsstaða þann 9. október 1992 og hafði þá ekki verið hugað að henni í um 20 ár. Það var fyrirtækið Kunstgiesse- rei Plein í bænum Speicher í Þýskalandi sem annaðist gerð bronsafsteypunnar, en bærinn er í nálægð Kölnar þar sem Jón Sveinsson bjó og starfaði um ára- bil, auk þess sem gröf hans er í Köln. Fyrirtækið óskaði þess við eiganda styttunnar, Zontaklúbb Búið að steypa Nonna í brons Akureyrar, aíl fá að nota hana á vörusýninguni Stone + Tech í Niirnberg í lok maí, og var orðið við því. Eigandi fyrirtækisins, Heinz Plein, sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkuð sjaldgæft sé að fá svo stórar styttur til af- steypu og því sé skemmtilegt að geta stillt Nonnastyttunni upp á sýningunni í Niirnberg. Styttan af Nonna er rúmir 2,70 metrar á hæð. „Einnig væri skemmtilegt ef einhver sýningargesta kannast við Nonna“, sagði Plein. „Sjálfur hafði ég ekki heyrt á hann minnst þegar styttan kom hingað en margir samstarfsmanna minna þekktu nafn hans undir eins og líktu hon- um við H.C. Andersen og Grimms- bræður." Jón Sveinsson skrifaði bækur sínar á þýsku og náðu þær töluverðri útbreiðslu hér í landi. Þá nutu sjónvarpsþættimir um Nonna og Manna sem sýndir voru í Þýskalandi fyrir fáum árum vin- sælda. Plein sagði að styttan hefði komið í október og verkinu hefði lokið um miðjan mars. „Þetta er eðililegur tími við gerð svona stórrar styttu en við vinnum vepju- lega aðeins tvær til þijár slíkar á ári, auk tíu til fimmtán styttna í eðlilegri líkamsstærð. Okkar helsta framleiðsla er hins vegar hverskyns smávara úr bronsi, ekki síst fyrir kirkjugarða, en slíkar vörur seljum við um Mið-Evrópu alla“. Fyrirtækið hefur um 150 starfs- menn og hefur starfað linnulítið allt frá aldamótum. Styttan er sem fyrr segir í éigu Zontaklúbbs Akureyrar, sem held- ur uppi minningu Nonna. Henni hefur ekki verið valinn endanleg- ur staður, en líklegt er að hún muni standa í námunda við Nonna- hús. V erkfallsréttur sterkari rétti til menntunar Morgunblaðið/Júlíus FRÁ ráðstefnu um sljómsýslulög, upplýsingaskyldu og aðgengi að sjúkraskrám. Aðgangur að sjúkraskrám nær ætíð leyfður frá 1972 RÁÐSTEFNA um stjórnsýslulög, upplýsingaskyldu og aðgengi að sjúkraskrám var haldin á Hótel Loftleiðum í gær, en að ráðstefn- unni stóðu Félag um heilbrigðis- löggjöf, Landssamband sjúkra- húsa og Landssamtök heilsu- gæslustöðva. Fjallað var um nú- verandi réttarástand í sambandi við sjúkraskrár, meðal annars með tilliti til ákvæðis stjórnsýslulag- anna frá 1993 um upplýsingarétt. Á ráðstefnunni var skipst á skoðunum um hvort það ástand sem nú ríkir varðandi aðgengi að sjúkraskrám væri hið besta sem völ væri á eða hvort einhverra breytinga á því væri þörf. í um- ræðunni kom fram að mögulegt væri að hagsmunir heilbrigðis- þjónustunnar annars vegar, af því að hafa undir höndum tæki til að vinna með að hagsmunum sjúkl- inga, og hins vegar hagsmunir annarra, og þá einkum sjúklinga, af því að hafa aðgang að sjúkra- skrám gætu vegist á. Lög fyrst sett 1981 Lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga voru fyrst sett hér á Iandi árið 1981 og I þeim var ákvæði um rétt aðila til að fá upplýsingar úr sjúkraskrám, en með ákveðnum takmörkunum þó. í sömu lögum frá 1989 er svo vís- að í læknalögin um aðgang að sjúkraskrám, en þau banna engan aðgang. í máli Ólafs Ólafssonar landlæknis kom fram að hér á landi hefðu almenn viðhorf lækna hins vegar lengi verið þau að leyfa sjúklingi að lesa sjúkraskrá, og auk þess tilviks sem Hæstaréttar- dómur féll nýverið um væri honum aðeins kunnugt um eitt tilfelli frá 1972 þar sem sjúklingi hefði verið neitað um að lesa sjúkraskrá sína. Ólafur sagði að frá 1973 hefði landlæknir leyft sjúklingum að lesa eigin sjúkraskrár eftir samráð við lækna þeirra, sem nær undan- tekningalaust hefðu gengið eftir því. Nú sýndi Hæstaréttardómur að þetta hefði verið rétt þrátt fyr- ir að ekki hefði verið að fínna ákvæði um slíkt í lögum. UMBOÐSMAÐUR barna telur að réttur kennara til verkfalls gangi framar almennum rétti um skóla- skyldu bama og rétti þeirra til menntunar. Hins vegar sé með öllu óheimilt að aftra börnum og ung- mennum frá því að taka þátt í fé- lags- og tómstundastarfi, jafnvel þótt það fari fram í skólahúsnæði, nema það teljist vera liður í skóla- starfinu sjálfu. Landssamtökin heimili og skóli leituðu til umboðsmanns barna í febrúar og inntu meðal annars eftir því hvort það væri brot á mannrétt- indum barna að loka skólum vegna verkfalla. í áliti sínu rifjar umboðs- maður upp ákvæði um skólaskyldu, sem tryggi börnum rétt til menntun- ar. Hins vegar veiti lög um kjara- samninga opinberra starfsmanna kennurum heimild til verkfalls. Ann- ars vegar sé því um að ræða lögvar- inn rétt kennara til að leggja niður vinnu og hins vegar lögákveðna skólaskyldu barna og rétt þeirra til menntunar. Augljóst sé að þessi rétt- indi séu ósamþýðanleg. Það sjónar- mið hafi verið ríkjandi að hinn sér- tæki réttur, í þessu tilviki réttur kennara til að gera verkfall, gangi framar hinum almenna rétti, þ.e. skólaskyldu barna og rétti þeirra til menntunar, því að öðrum kosti væri hinn sértæki réttur, verkfallsréttur- inn, þýðingarlaus. Fús til viðræðna Landssamtökin heimili og skóli inntu umboðsmann barna einnig eft- ir því hvort hann hefði í hyggju að hafast eitthvað að til að koma I veg fyrir það í framtíðinni að kjaradeilur kennara bitni á skólagöngu barna. Umboðsmaður svarar á þann hátt, að í fljótu bragði virðist afnám eða takmörkun verkfallsréttar kennara eina urræðið sem gæti komið í veg fyrir að deilur kennara og hins opin- bera um kaup og kjör bitni á skóla- göngu barna í framtíðinni. Það sé aftur á móti ekki í verkahring um- boðsmanns barna að taka afstöðu til Þess hvort slíkt bæri að gera. „Með hagsmuni barna að leiðarljósi er ég hins vegar að sjálfsögðu reiðu- búin til viðræðna við þá aðila, sem hlut eiga að máli, um hugsanlegar leiðir til að fylgja eftir þeirri stefnu- mótun um nám og kennslu, sem lög kveða á um, ef það mætti verða til þess að koma, I framtíðinni, I veg fyrir að kjaradeilur bitni á skóla- göngu barna,“ segir Þórhildur Lín- dal, umboðsmaður barna, í áliti sínu. I I \ I i I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.