Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 13

Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 13 FRÉTTIR Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins á sljórnmálafundi á Akureyri Sterkari G-lista þarf til að koma stj órninni frá OLAFUR Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði á stjórnmálafundi á Akur- eyri á fimmtudagskvöld að hann vissi þess engin dæmi að stjóm- málaflokkur færi fram með höfuð- mál sitt í kosníngabaráttu sem byggt væri á hreinu og kláru rugli og vísaði þar til Alþýðuflokksins sem kynnt hefði að fyrsta árið innan EES hefði skilað hverri fjöl- skyldu í landinu 44 þúsund króna tekjuaukningu og að verð búvara myndi lækka um 30-40% við inn- göngu í Evrópusambandið. Ólafur Ragnar sagði Alþýðu- flokksmenn hafa gleymt að kanna staðreyndir. Heildarútflutnings- magn sjávarafurða á Evrópusvæð- ið hefði ekki aukist á liðnu ári, en aftur á móti tvöfaldast til Jap- an. Byggt á tjöru Hann gerði einnig að umtalsefni matarkörfu þá sem Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, hefði kynnt í Bónus á dögunum með þeim orðum að frá fyrsta degi aðilar að Evrópusam- bandinu myndi verð búvara lækka um 30-40%. Alþýðubandalagsfólk hefði aflað sér upplýsinga frá opin- berum aðilum í Svíþjóð um verð búvara þar í landi og samkvæmt þeim hefði verð búvara hækkað um 1% frá því landið gekk í Evr- ópusambandið. Örlítil lækkun hefði orðið í Finnlandi, mun minni en menn væntu. Það málefni sem Alþýðuflokkurinn setti á oddinn í kosningabaráttunni væri því byggt á hreinu og kláru rugli og vissi Ólafur Ragnar þess engin dæmi að stjórnmálaflokkur færi fram í kosningabaráttu með höfuðmál sitt „byggt á annarri eins tjöru,“ eins og hann orðaði það „og er búinn að eyða 5-6 milljónum í að kynna þessa dýrð.“ Formaður Alþýðuflokks- ins segi af sér Steingrímur J. Sigfússon efsti maður á lista Alþýðubandalags og óháðra á Norðurlandi eystra sagði það furðu sæta að menn kæmust upp með að fara með slíkt fleipur. Jón Baldvin Hannibalsson hefði orðið ber að blekkingum á síðustu árum, sem kostað hefðu sambæri- lega stjórnmálamenn erlendis starfið. Nefndi hann sem dæmi ónákvæmni af frásögn dansks stjómmálamanns um símtal sem aldrei átti sér stað, hann hefði misst trúverðugleika og sagt af sér í kjölfarið. „Það er kominn tími til að formaður Alþýðuflokksins sem orðið hefur ber að grófum blekkingum axli ábyrgð og segi af sér,“ sagði Steingrímur. Slæmur viðskilnaður Formaður Alþýðubandalagsins dró upp dökka mynd af viðskilnaði núverandi ríkisstjórnar, skuldir hins opinbera hefðu tvöfaldast á kjörtímabilinu, skattbyrði hefði hækkað umtalsvert og væri hærri en nokkru sinni hefði þekkst, sjúk- lingar væru skattlagðir sérstak- lega og atvinnuleysi væri meira en þekkst hefði síðustu 30 ár. Stöðugleikinn væri nánast það eina sem ríkisstjórnarflokkunum hefði ekki tekist að spilla á kjör- tímabilinu, en hann væri árangur fyrri ríkisstjórnar. Þjóðin væri þannig á vegi stödd að hún ætti enga möguleika á að standast samkeppni ef ekki kæmu til afgerandi breytingar á sviði atvinnumála. Stöðnun væri ríkj- andi og út úr því ástandi væri brýnt að brjótast. íslendingar sem vildu bera höfuðið hátt á nýrri öld yrðu að horfa til fleiri átta en gömlu nýlenduveldanna í Evrópu og nefndi Ólafur Ragnar mörg dæmi þess að fyrirtækjum sem haslað hefðu sér völl utan Evrópu- ríkja hefði vegnað vel. Atvinnuleysi meinsemd í þjóðfélaginu „Það er verkefni okkar í þessum kosningum að knýja á um breyt- ingar á þeirri stöðnun og því mis- rétti sem ríkt hefur síðasta kjör- tímabil," sagði Ólafur Ragnar. Aukinn styrkur G-listanna gæti komið ríkisstjóminni frá völdum, FUNDARMENN á fundi Alþýðubandalagsins. Frummælendur voru Ólafur Ragnar Grímsson, Stein- grímur Sigfússon, Bryndís Hlöðversdóttir og Árni Steinar Jóhannsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór ÓLAFUR Ragnar ræðir við unga kjósendur á Akureyri. hann réði úrslitum um að ekki tæki við enn verri íhaldsstjórn eft- ir kosningar, stjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Bryndís Hlöðversdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins í Reykjavík hafði einnig framsögu á fundinum og ræddi m.a. um útflutningsleiðina. Ráðast yrði til atlögu við atvinnuleysisvandann sem væri mikil meinsemd í þjóðfé- laginu og yrði það höfuðverkefni nýrrar ríkisstjórnar. Mikilvægt væri að reyna nýjar leiðir í þeim efnum, fólk vildi nýjar áherslur. Nefndi hún m.a. vaxtarmöguleika í grænni ferðaþjónustu. Fjárfesta þyrfti í hugviti og þekkingu fólks- ins sem væri grundvöllur allra framfara, því væri atlaga núver- andi ríkisstjórnar að menntakerf- inu beinlínis hættuleg. Þá ætti það áð vera hlutverk stjórnvalda að greiða fyrirtækjum leið í leit að nýjum mörkuðum. Árni Steinar Jóhannsson, sem er í 2. sæti á lista Alþýðubanda- lags og óháðra á Norðurlandi eystra, sagði í framsöguræðu sinni að stóriðjutækifæri íslendinga lægi í fullvinnslu sjávarafurða sem menn væru nú að byija að fíkra sig áfram með. Kvaðst hann binda vonir við að sú umræða sem orðið hefði um fisksölumál á Akureyri í vetur hefði opnað augu manna fýrir þessum möguleikum. Líka risanna, fisksölufyrirtækjanna, en á þeim bæjum væri ekki auraleys- inu fyrir að fara þegar opna ætti verksmiðjur úti í heimi til úr- vinnslu afla af íslandsmiðum. Umræðan hefði leitt það af sér að þeim væri nú skylt að líta til byggða landsins hvað þetta varðar. Hagnýta á stuðning við menntakerfið Afskiptaleysi ráðherra, per- sónulegur metnaður frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi að afgreiða grunnskóla- frumvarpið og að þættir eins og breyting á vinnutíma og starfstil- högun í skólum .hefðu verið uppi á borði, sagði Ólafur Ragnar Grímsson að spillt hefðu mjög fyr- ir lausn deilunnar við kennara, en formaður Alþýðubandalagsins var spurður til hvaða ráða flokkurinn hefði gripið til að leysa kennara- verkfallið hefði hann verið í ríkis- stjórn. Ólafur Ragnar sagði að hagnýta ætti sér ríkan vilja allra flokka sem kepptust nú við að lýsa yfir stuðn- ingi sínum við menntakerfið í land- inu. Hann hefði á tilfinningunni að hægt væri að ná fram breiðri samstöðu um veija auknu fé til að efla menntakerfið og leysa deil- una. Fjölmargar fyrirspurnir bárust framsögumönnum, m.a. um veru hersins á Keflavíkurflugvelli, heil- brigðismál, jafnlaunastefnuskýrsl- una, skattamál, afnám verndar- tolla á innfluttum bjór og um vanda sauðfjárbænda svo eitthvað sé nefnt. Fjármálaráðherra á fundi á Hvammstanga Heildarskattar lækk- aðir á kjörtímabilinu Hvammstanga. Morgunblaðið. HÚSFYLLIR var á fundi sem Sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra boðuðu til á Vertshúsinu, Hvammstanga, sl. miðvikudag. Aðalframsögumaður var Friðrik Sophusson ijármálaráðherra, en einnig fluttu efstu menn fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu stuttar framsögur. Fram kom hjá fjármálaráð- herra, að í fyrsta sinn um langt árabil, skilaði ríkisstjórn þeim ár- angri við verðbólguna, að hún mældist innan 5% á öllu kjörtíma- bilinu. Hann sýndi með glærum árangur ríkisstjórnarinnar í lækk- un ríkisútgjalda og batnandi greiðslujöfnunar við útlönd, sem nú væri jákvæður þriðja árið í röð. Þýddi þetta, að svigrúm gæf- ist til greiðslu erlendra skulda. Skattlagning lækkuð Ráðherrann sagði að heildar- skattlagning á íslandi hefði lækk- að um 1,9 milljarða króna á kjör- tímabilinu, en hjá fyrri ríkisstjóm jukust skattar um 11 milljarða króna. Þáverandi ráðherrar töluðu nú hæst um skattpíningu og gerðu kröfu um aukin ríkisútgjöld. Væri tal þeirra um tafarlausa samninga við kennarastéttina aðeins ávísun á mikið launaskrið og stóraukna verðbólgu. Ráðherrann sagði að störfum hjá hinu opinbera hefði fækkað mjög á þessu kjörtímabili, þótt atvinnuframboð hafi aukist. Hann sagði einkavæðingarstefnuna hafa leitt til sölu ríkisfyrirtækja um 1,8 milljarða, en þar hefðu 2.200 ein- staklingar eignast hlut í seldum fyrirtækjum. Ráðherrann sagði glænýja þjóð- hagsspá gefa Iandsmönnum vonir um áframhaldandi bata í íslensku þjóðarbúi, Sjálfstæðisflokkurinn hefði leitt þjóðina í gegnum afar erfítt tímabil og ekki mætti fóma áunnum árangri í samsteypu margra vinstriflokka ríkisstjórnar eftir kosningar. Ný atvinnutækifæri Vilhjálmur Egilsson ræddi einn- ig batann í íslensku þjóðfélagi, þótt benda mætti á margt sem betur þyrfti að fara. Sagði hann 1.500 ný atvinnutækifæri hafa skapast á liðnu ári og útlit fyrir 1.300 á þessu ári. Ein aðalfor- senda fyrir árangri væri rétt skráð gengi íslensku krónunnar, það eitt skipti sköpum fyrir landsbyggðina. Sjávarútvegsfyrirtæki fengju sum hver nú tilboð frá bönkum um við- skipti, í stað bónarvegar fyrrum. Hjálmar Jónsson sagðist finna mikla bjartsýni hjá íjölda viðmæl- enda. í Vestur-Húnavatnssýslu væm sífellt fleiri að auka tekjur sínar af ferðamennsku og væri það að þakka markvissu starfi heima- manna. Sigfús Jónsson sagði mjög áríð- andi að finna lausn á afurðasölu- málum sauðijárbænda, sífellt minni framleiðsluréttur setti stór- an hluta stéttarinnar á hausinn. Átak verði að hefja í markaðsleit og aukinni úrvinnslu. Neysluvenj- ur fólks og óskir kaupenda væru sífellt að breytast. Fylgja yrði því eftir. Margar fyrirspurnir komu, einkum til fjármálaráðherra, um skattlagningu á endurvinnslu brotamálma, plastefna o.fl. Rætt var um kennaraverkfall, spamað í heilbrigðiskerfi og launajöfnun. Leystu fmmmælendur úr fyrir- spurnum eftir bestu getu. í fundarlok færðu sjálfstæðis- menn fjármálaráðherra mynd- bandsspóluna Bændur og býli, en hún er tekin á árunum, þegar Friðrik var ungur drengur hjá frændfólki á Auðunnarstöðum í Víðidal. Ungir sjálfstæðismenn með útvarp Ungir _ sjálfstæðismenn starf- ræktu „Útvarp XD“ á Hvamms- tanga þennan sama dag. Fengu þeir m.a. fjölda viðmælenda úr héraðinu og um kvöldið var út- varpað frá fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.