Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarráð Ólafsfjarðar Sóun við úreldingu smábáta BÆJARRÁÐ Ólafsfjarðar harmar þá gegndarlausu sóun á verðmæt- um sem felst í því að þegar smá- bátar eru samþykktir í úreldingu eru þeir venjulega malaðir mélinu smærra, áður en úreldarstyrkur- inn er greiddur út, eins og segir í ályktun bæjarráðs. Gætu hentað sem skemmti- bátar fyrir ferðamenn Stór hluti þeirra báta sem feng- ið hafa úreldingarstyrki og hafa verið eyðilagðir hefðu hentað vel sem skemmtibátar fyrir ferða- menn, segir í ályktun bæjarráðs. Uppbygging þessarar iðngreinar er kostnaðarsöm og það er hörmu- legt til þess að vita að einfaldasta leiðin til að koma bátum varanlega af skipaskrá verði þannig til þess að önnur grein nái ekki að nýta sér þessa kostnaðarlækkun smá- báta sér til eflingar. Bæjarráð Ólafsfjarðar skorar á alþingismenn að íhuga hvort ekki megi fínna aðrar leiðir sem séu færar sem komi í veg fyrir hvort tveggja, að stöðva óhreyrilega sóun verðmæta og tryggja að bátar sem fengið hafa úreldingarstyrki komi ekki inn á skipaskrá á ný. -----» «------ MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11.00 á morg- un. Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14.00 á sunnudag. Michael Jón Clark syngur einsöng í athöfninni. Aðalsafnaðarfundur Akureyrar- sóknar í Safnaðarheimilinu eftir messu. Guðsþjónusta á dvalar- heimilinu Hlíð á sunnúdag kl. 16.00. Kór Glerárkirkju syngur. Organisti Jóhann Baldvinsson. Prestur sr. Gunnlaugur Garðars- son. Æskulýðsfélagið heldur fund í kapellunni á sunnudag kl. 17.00. Bibíulestur í Safnaðarheimili mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10.00 árdegis á sunnudag og í Hlíð kl. 16.00. Biblíulestur og bænastund í dag, laugardag, kl. 11.00. Barnasamkoma kl. 11.00 á morgun. Messa kl. 14.00. Sigur- björn Einarsson biskup prédikar. Kvennakór kirkjunnar syngur. HJÁLPRÆÐISHERINN, Hvanna- völlum 10: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, Hjálpræðissam- koma kl. 20.00 sama dag, Miriam Óskarsdóttir talar. Heimilasam- band fyrir konur mánudag kl. 16.00. Hjálparflokkur kl. 20.30 á fimmtudag, flóamarkaður á föstu- dag frá 10-18 og Ellefu plús kl. 18.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Vakningarsamkoma á morgun kl. 15.30, stjórnandi Rúnar Guðnason. Biblíulestur á miðviku- dag kl. 20.30, KKSH á föstudag kl. 17.15, Vakningarsamkoma með biblíukennaranum og predikaran- um Absolon Dlamini frá Swazi- landi, en hann er einnig orku- og umhverfisráðherra landsins. KFUM og KFUK í Sunnuhlíð: Há- tíðarsamkoma á morgun, sunnu- dag, kl. 16.00. Ræðumaður verður dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Björg Þórhallsdóttir syngur ein- söng og fleira verður á dag- skránni. Öllum boðið í afmæli- skaffi á eftir. Þessari samkomu sem efnt er til í tilefni af 10 ára vígsluafmæli hússins varð að fresta vegna ófærðar sl. sunnu- dag. AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Frambjóðendur keppast við að kaupa inn STEINGRÍMUR J. Sigfússon sigraði aðra þá fram- bjóðendur í Norðurlandskjördæmi eystra sem þátt tóku í innkaupakeppni sem efnt var til vegna Norðlenskra daga sem Kaupfélag Eyfirðinga stendur fyrir þessa dagana. Tilgangur daganna er að minna neytendur á norðlenska framleiðslu. Frambjóðendur fengu í upphafi keppni minni- smiða með yfir 20 vörutegundum og höfðu þeir sjö mínútur til að safna vörunum saman í inn- kaupakörfuna. Sigurvegari varð sá sem gerði hagstæðustu innkaupin á sem skemmstum tíma og vitanlega var sérstakur plús gefinn fyrir þær norðlensku vörur sem voru í innkaupakörfunni. Gleðihlátur hinna dalvísku hagsýnu húsmæðra, Elínar Antonsdóttur, Kvennalista og Svanhildar Árnadóttur, Sjálfstæðisflokki, raskaði ekki ró sig- urvegarans meðan hann gæddi sér á risaijómat- ertu, en formaður Neytendafélags Akureyrar, Vilhjálmur Ingi Árnason, keppandi Þjóðvaka, hyggst greinilega fá nánari upplýsingar frá Stein- grími um galdurinn á bak við hans hagstæðu inn- kaup. Stofnun hlutafélags um Glerárgötu 26 vísað til bæjarráðs Bæjarfulltrúar skoði kostnað við breytingar SAMÞYKKT var á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í vikunni að vísa stofnun einkahlutafélags Akureyrarbæjar og Lífeyrissjóðs Norðurlands um rekstur fasteign- arinnar Glerárgötu 26 til bæjar- ráðs með heimild til fuilnaðaraf- greiðslu. Fyrir fundi bæjarstjórnar lágu drög að stofnsamningi og sam- þykktum félagsins en tilgangur þess er eign, útleiga og rekstur fasteignarinnar Glerárgötu 26. Þangað er fyrirhugað að flytja starfsemi Félagsmálastofnunar Akureyrarbæjar, Fræðsluskrif- stofu Norðurlands eystra og Svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra á Norðurlandi eystra. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, lagði til á fundi bæjarstjórnar að málinu yrði frestað þar til fyrir lægi hver kostnaður yrði við breytingar á húsnæðinu en áætlun þar að lút- andi mun verða tilbúin innan skamms. Hann sagði ekkert knýja bæinn til að taka ákvörðun í málinu. Athuga hver kostnaðurinn verður Gísli Bragi Hjartarson sagði málið lengi hafa verið til umfjöll- unar og varla skipti ein vika til eða frá máli varðandi hvenær fé- lagið yrði stofnað. Væri það ein- hverra hagur að ræða málið leng- ur væri sjálfsagt að verða við því. Björn Jósef Arnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, benti á að það væri hygginna manna háttur að festa sig ekki í snörunni, betra væri að skoða hver kostnaður yrði við breytingar á húsnæðinu áður en bærinn færi inn í slíkt hlutafélag, ef vera kynni að kostnaður yrði bæjarfulltrúum ekki að skapi. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, taldi bæjarfulltrúa alla samstíga í að koma húsnæðinu í gagnið, en væntanlega vildu menn ekki koma sér í þá aðstöðu að geta ekki bakkað út ef í ljós kæmi að kostnaður yrði meiri en menn héldu. Hún Iagði því til að málinu yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar og með heimild til fullnaðarafgreiðslu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Foreldrar þungbúnir FJÖLMENNUR fundur foreldra barna í grunnskólum sem hald- inn var í Dynheimum á Akureyri í fyrrakvöld lýsti yfir miklum áhyggjum vegna þess ástands sem skapast hefði í kjölfar verk- falls kennara. Skoraði fundurinn á deiluaðila að ganga nú þegar til samninga svo þeirri miklu óvissu sem ríkti um framhald skólastarfs yrði aflétt. Foreldrar voru þungbúnir og allt annað en kátir yfir ástandinu, en það voru foreldrafélög í grunnskólum bæjarins og landssamtökin Heim- ili og skóli sem efndu til fundar- ins. Pólskir tónlistar- menn a ferðinni TVEIR pólskir tónlistarmenn, Tomasz Tomaszewski fiðlu- leikari og Jarzy Tosik Warsawik píanóleikari, koma fram á tónleikum í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 26. mars, kl. 20.30. Tónlistarmennirnir verða á ferð um landið nú í marslok, en tónleikarnir á Akureyri eru þeir fyrstu. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, W.A. Mozart, J. Brahms og H. Wieniawski. Thomasz er konsertmeist- ari þýsku óperunnar í Berlín, kennir við Listaháskólann í borginni og heldur regulega námskeið fyrir lengra komna nemendur. Jerzy hefur starf- að við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar frá árinu 1992, sem píanókennari og undirleikari. Gígja sýnir í Gallerí AllraHanda GÍGJA Baldursdóttir opnar málverkasýningu í Gallerí AllraHanda, Grófargili á Ak- ureyri, í dag, laugardaginn 25. mars kl. 15.00 Gígja er fædd í Reykjavík 1959, stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykja- vík 1980 -’81, Óslo Maleskole árið á eftir og síðan í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1982-’86. Hún lauk SFA- gráðu frá Iowa State Univers- ity 1992. Þetta er fimmta einkasýn- ing Gígju, en hún hefur sýnt bæði heima og erlendis. Sýningin er opin á opnun- artíma Gallerísins og henni lýkur sunnudaginn 9. apríl næstkomandi. Vakningar- kvöld áhuga- mannaleik- félagsins Júlíu „VAKNINGARKVÖLD“ ný- stofnaðs áhugamannaleikfé- lagsins Júlíu á Akureyri verð- ur haldið nk. mánudagskvöld á Bjargi við Bugðusíðu og hefst kl. 20.00. Þar fer fram samlestur úr leikriti og sýnd verður mynd- bandsupptaka af uppfærslu áhugamannaleikfélags af sama leikriti. Félagið var stofnað nú ný- lega og er öllum opið. For- maður Júlíu er Jón Hlöðver Áskelsson. Félagsvist í Hamri FÉLAGSVIST verður spiluð í Hamri, félagsheimili Þórs á morgun, sunnudaginn 26. mars kl. 20.00. Veglegir vinn- ingar, allir velkomnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.