Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 15

Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson í fannfergi á Flateyri Flateyri - Hér hefur veturinn ríkt með miklu fannfergi svo sem annars staðar á Vestfjörð- um. Þessa mynd tók einn af ljósmyndurum blaðsins fyrir nokkru af biðskyldumerki á gatnamótum Hafnarstrætis og Oidugötu og samkvæmt því á umferð um Oldugötu að víkja fyrir umferð um Hafnarstræti. En í slíkri færð þurfa menn sjáifsagt ekki að hafa áhyggjur af hver skuii víkja, nema menn séu þá á snjósleðuin. Á hinni myndinni sést niður á útidyr húss, sem er hálffennt í kaf. Væntanlega hafa skaflarnir eitthvað minnkað i hlákunni undanfarið. LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 15 LANDIÐ Fjárhúsþak gefur si g Vaðbrekku, Jökuldal - Eftir kóf- skakið og síðast byljina nú á dögun- um fór að bera á að snjór hefði safnast á þök bygginga í Jökuldals- hreppi og Hlíðarhreppi. Fjárhúsþak að Þórisstöðum sem eru beitarhús frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal gaf sig undan snjóþunga aðfaranótt miðvikudags. Þykkur snjóskafl sem lá á þakinu sligaði þakið þegar hlákan kom á dögunum því við það þyngdist snjórinn svo mikið að þakið sligað- ist'. Betur fór en á horfðist þar sem aðeins ein stoð brotnaði en við það brotnaði dregari og þijár sperrur. Dæld kom við það í þakið sem þó rofnaði ekki við það og féð sem í fjárhúsunum var varð ekki meint af. Fólk af nágrannabæjum, Eiríks- stöðum og Brú, brást skjótt við og kom til hjálpar og var snjónum mokað af þakinu með þess hjálp til að forða frá frekari skemmdum. Önnur fjárhús að Laugarhúsum fyrir innan Aðalból sluppu við skemmdir þó mikill snjór sé á þaki þeirra en bóndinn þar náði að setja viðbótarstoðir undir þakið áður en það gaf sig. Við sláturhúsið á Foss- völlum safnaðist mikill snjór á gæruskála og hluta fjárréttar við sláturhúsið. Að sögn Jónasar Guðmundsson- ar, sláturhússtjóra, var mikill snjór ofan á gæruskálanum en hann var í kafi og einn metri ofan á mæni hans og þrír metrar ofan á þak- Morgunblaðið/Sigurður Aðaisteinsson Betur fór en á horfðist þegar mikill snjóskafl myndaðist á þaki fjárhússins á Þórisstöðum. Stoð brotnaði en þakið rofnaði ekki sem var mildi fyrir féð sem var þar inni en ekki mátti tæp- ara standa eins og sjá má á myndinni. Fólk af nágranna- bæjum Þórisstaða brást skjótt við og hjálpaði til við mokstur. skegg. Var fengin traktorsgrafa til að moka húsið upp en ekki urðu skemmdir þó miklar en Jónas taldi það hafa bjargað miklu að auka- stoðir voru settar undir þakið í vetur. Þakið seig dálítið undan snjónum og ekki brotnaði nema dregari og tvær sperrur. Þá hafði fréttaritari spurnir af því að moka þurfti af fjárhúsþaki á Hvanná í bylnum á dögunum. Snjó mokað af þökum húsa Skagaströnd - Björgunarsveit nema með aðstoð stórvirkra vinnu- snjór og í vetur. Bílar hafa ekið á Slysavarnadeildarinnar hefur verið véla sem mokað hafa rásir meðfram sköflum frá því um miðjan janúar köjluð út nokkrum sinnum að und- húsunum svo hægt sé að koma nema um aðalgötuna sem reynt anförnu til að moka snjó af þökum snjó af þökunum ofan í rásirnar. hefur verið að halda opinni nema í húsa.' Er það samdóma álit manna að allra verstu veðrum. Hefur það stundum reynst erfitt hér hafi aldrei komið eins mikill Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Allt á kafi á Hvammstanga Hvammstangi - Mikið fannfergi varð á Hvammstanga, sem ann- ars staðar á Norðurlandi. Á efri myndinni er Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólasljóri við annan mann að leita að leikskóla kauptúnsins, en hann stendur efst í kauptúninu. Á neðri mynd- inni er ung Hvammstangamær, Sunna Mary Valsdóttir, komin upp á ljósastaur. Alla jafna væri slíkt stórhættulegt, en fallið er nú ekki mjög hátt, slíkt er fannfergið og þá einnig mjúkt undir. Skíðasvæði opnað á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn - Unnendur skíðaíþróttar- innar kætast nú hér á Þórshöfn því togbraut fyrir skíðamenn hefur verið komið upp í Fossárbrekkunum rétt við þorpið. Brautin er 230 metra löng og skiptast starfsmenn Þórs- hafnarhrepps og liðsmenn Björgun- arsveitarinnar Hafliða á að standa vaktir við togbrautina. Skíðaáhugafólk hefur nýtt sér aðstöðuna og einkum hafa börn og unglingar verið þar tíðir gestir því þau hafa úr nægan tíma nú í kenn- araverkfallinu. Brautin verður í gangi alla daga frá kl. 13 til 17, a.m.k. á meðan verkfall kennara varir. Allmörg ár eru síðan skíðatog- braut var síðast starfrækt hér um slóðir því aldrei var nægilega mikill snjór til þess. Börnin njóta sín vel þegar snjórinn er mikill og kunna mun betur að meta hann en full- orðna fólkið. Morgunblaðið/Valur Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.