Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
SAMTÖK fiskvinnslustöðva án útgerðar vilja að allur fiskur fari um markaði. Hér er verið að bjóða
upp fisk hjá Fiskmiðlun Norðurlands.
Allur afli af Islandsmið-
um fari um fiskmarkaði
Umræðufundur SFAU um mismunun í fiskverslun
LOGI Þormóðsson framkvæmda-
stjóri fiskvinnslufyrirtækisins Tros
í Sandgerði og Benedikt Valsson
framkvæmdastjóri Farmanna- og
fiskimannasambandsins telja brýnt
að opna augu stjórnmálamanna fyr-
ir mikilvægi þess að allur afli sem
veiddur er í landhelgi Islands fari
um fiskmarkaði. Bar lagasetningu
jafnvel á góma í framsöguerindum
þeirra á almennum félagsfundi sem
Samtök fiskvinnslustöðva án út-
gerðar (SFÁÚ) efndu til á fimmtu-
dagskvöld undir yfírskriftinni sam-
keppnismismunun í fískverslun.
Það vakti jafnframt nokkra at-
hygli á fundinum að frambjóðendur
stjórnmálaflokkanna sem kvöddu
sér hljóðs skyldu í grundvallaratrið-
um taka í sama streng. Mörður
Ámason Þjóðvaka, Kristín Sigurð-
ardóttir Kvennalista og Hjálmar
Árnason Framsóknarflokki lýstu
sig öll fylgjandi hugmyndinni.
Kristján Pálsson Sjálfstæðisflokki
kvaðst einnig vera á svipaðri skoðun
og framsögumenn en sagði að þær
breytingar sem farið væri fram á
þörfnuðust mikillar umfjöllunar
enda miklir hagsmunir í húfi.
Stj ór nmálamenn
bera ábyrgð
Að mati Loga Þormóðssonar er
það ekki rétt í samfélagi sem bygg-
ir afkomu sína alfarið á auðlindum
hafsins að sami aðili hafí aflaréttinn
og ráðstöfunarréttinn. „Það þarf
nefnilega alls ekki að vera að hags-
munir kvótaeigandans og hagsmun:
ir þjóðarbúsins séu þeir sömu.“
Logi sagði að stjórnmálamenn
bæru ábyrgð á þessu ástandi enda
hefðu þeir sett lög um stjórnun físk-
veiða en ekki um fiskvinnslu. Sam-
keppnismismunun í sjávarútvegi
væri því jafnframt á þeirra ábyrgð.
Hann bar að vísu blak af þeim
stjórnmálamönnum sem settu lögin
sakir þess að aðstæður í sjávarút-
vegi hefðu verið aðrar á þeim tíma.
Nú væru hins vegar nýir tímar
gengnir í garð, tímar sem kölluðu
á breytingar.
í huga Loga er lausnin sú að
allur afli sem veiddur er í lögsögu
íslands fari í gegnum fískmarkaði.
„Það verður að reka áróður og
byggja upp rök sem svara bulli
sægreifanna um eigið ágæti og
gefa stjórnmálamönnum þannig
rétta innsýn og sjálfstraust til að
þora að standa uppi í hárinu á þessu
liði. Það verður að berjast fyrir því
að réttur vinnslunnar sé metinn til
jafns við veiðamar og tryggja að
þjóðin fái alltaf hæsta mögulegt
verð.“
Logi sagði að íslendingar væm
vel í stakk búnir til að selja físk á
markaði. ÖIl rök sem hnigju að
öðru væru á þrotum, þar með talin
rökin fyrir því að fiskmarkaðir
stuðli að byggðaröskun. „Þetta er
ekki frekja í okkur kvótalausum
ræflunum. Við erum aðeins að biðja
um að fá að taka þátt í því að skapa
þjóðinni eins háar tekjur og hægt
er að fá upp úr þessari langstærstu
auðlind hennar."
Fiskverð ákveðið einhliða
Benedikt Valsson hóf mál sitt á
þeim orðum að kerfí verðmyndunar
á fiski væri að ýmsu leyti ábóta-
vant hér á landi. „Þessi galli birtist
helst í því að ekki er um að ræða
eina alhliða reglu eða eitt samræmt
kerfi. Þess í stað myndast fiskverð
með ólíkum hætti þannig að seljend-
ur og kaupendur á físki sitjaækki
allir við sama borð.“
Að sögn Benedikts eiga sjómenn
undir högg að sækja sakir þess að
verð á fiski er víða ákveðið einhliða
af útgerðum. Lögum samkvæmt
eigi sjómenn hlut í afla og velti
framkvæmdastjórinn því fyrir sér á
fundinum hvort ekki sé verið að
brjóta landslög þegar sjómenn fá
ekki aðgang að samningum um
fískverð.
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið vill að allur fískur fari um
fískmarkaði. Benedikt. sagði hins
vegar að sú von væri orðin veik.
Nefndi hann tvær ástæður í því
sambandi. „I fyrsta lagi bendir allt
til þess að hlutdeild markaða muni
minnka á næstunni vegna þess að
litlum útgerðum sem hafa selt hvað
mestan afla á markaði hér innan-
lands fer fækkandi. í annan stað
virðast ekki miklar líkur á því að
útgerð sem er í samrekstri með fisk-
vinnslu komi til með að auka fram-
boð sitt á afla á mörkuðum hérlend-
is á næstunni."
Benedikt telur því að grípa verði
til lagasetningar til að tryggja að
allur fískur fari um fiskmarkaði.
Verði það gert megi fastlega reikna
með ávinningi til sjávarútvegsins
og þjóðarbúsins í heild vegna betra
hráefnis, aukinnar sérhæfingar og
vöruþróunar í greininni. „Þetta
skapar ekki aðeins aukin verðmæti
heldur er einnig rennt styrkari stoð-
um undir jafnari samkeppnisskil-
yrði milli fiskvinnsluaðila með og
án útgerðar. Slík skilyrði veita jafn-
ari aðgang að sameiginlegri auðlind
landsmanna."
Ólögmæt mismunun?
Jón Steinar Gunnlaugsson lög-
maður gerði á fundinum grein fyrir
erindi sem hann hefur fyrir hönd
SFÁÚ borið upp við Samkeppnis-
stofnun en samtökin vilja vita hvort
fískvinnslustöðvum án útgerðar
annars vegar og með útgerð hins
vegar sé mismunað með ólögmæt-
um hætti.
í erindinu kemur fram að þau
fyrmefndu hafi ekki sama aðgang
að fiski til vinnslu - bæði með til-
liti til magns og verðs - fyrir þær
sakir að þau eigi ekki kvóta. Talið
er að þessi aðstaða hafi augljóslega
hamlandi áhrif á samkeppni. í er-
indinu segir ennfremur að aðalmis-
mununin felist í því að þau fyrir-
tæki sem bæði reki fiskvinnslu og
útgerð og fengið hafi úthlutað kvóta
endurgjaldslaust frá ríkinu geti
flutt íjármuni beint og óbeint frá
útgerð til fískvinnslu þó í raun sé
um tvær atvinnugreinar að ræða.
Að sögn Jóns Steinars snýst er-
indið ekki um núverandi stjórnkerfi
fískveiða heldur um það að lög-
skylt sé að framkvæma það kerfi
sem þar var komið á. „Það mætti
til dæmis komast hjá samkeppnis-
tmflunum af þessu tagi með því
að láta allan físk upp úr sjó fara
um fiskmarkaði áður en hann fer
til vinnslu eða að minnsta kosti að
fiskverð utan markaðanna taki mið
af meðalverði á mörkuðunum."
I máli Jóns Steinars kom fram
að í erindinu væri beðið um al-
menna umfjöllun um skilyrði til við-
skipta á sviði fiskvinnslu en ekki
ætlast til þess að Samkeppnisstofn-
un grípi til beinna afskipta af
ákveðnum viðskiptum.
I samkeppnislögum stendur að
telji Samkeppnisstofnun að ákvæði
laga og stjórnvaldsfyrirmæla stríði
gegn markmiðum laganna og tor-
veldi frjálsa samkeppni í viðskiptum
þá skuli vekja athygli ráðherra á
því áliti.
Að mati Jóns Steinars standa
vonir til þess að sjónir beinist að
þessu atriði sem muni síðan leiða
til þess að stofnunin komist að þeirri
niðurstöðu að hér megi betur fara
um framkvæmd á þessu sviði. „Eg
held að það yrði sterkt innlegg í
almenna umfjöllun um þau skilyrði
sem um ræðir.“
FRÉTTIR: EVRÓPA
Schengen tekur gildi á sunnudag
Óvissa um ósk-
ir Norðurlanda
um aðild
SJÖ af fímmtán aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins fella á sunnudag
niður eftirlit á landamærum gagn-
vart hvor öðru en þá tekur Scheng-
en-samkomulagið gildi. Samkomu-
lagið var undirritað í bænum
Schengen í Lúxemborg árið 1985
af Belgíu, Hollandi, Lúxemborg,
Þýskalandi og Frakklandi. Spánn
og Portúgal gerðust aðilar að sam-
komulaginu árið 1992.
Frá og með sunnudeginum munu
farþegar sem fljúga á milli þessara
ríkja fara frá innanlandsflugstöðv-
um í stað alþjóðaflugstöðva og eng-
in tolla- eða vegabréfsskoðun mun
fara fram.
Á móti verður ytra landamæra
eftirlit hert til muna og byggt hefur
verið upp sameiginlegt tölvukerfi
til að fylgjast með glæpamönnum.
Það má þó búast við að brösulega
muni ganga í fyrstu. Til dærais
geta ríkisborgarar ESB-ríkja, sem
standa fyrir utan samkomulagið (og
íslendingar og Norðmenn), átt von
á strangari vegabréfaskoðun í
fyrstu, en þeir hafa átt að venjast
til þessa.
Á flugvöllum í ríkjunum hafa
verið byggðar nýjar flugstöðvar til
að þeir geti tekið á móti þrenns
konar farþegum og ekki hefur náðst
að klára þær allar í tæka tíð.
Einungis ESB-ríki
Ekkert Norðurlandanna er aðili
að Schengen-samkomulaginu og á
síðasta Norðurlandaráðsþingi var
ákveðið að reynt yrði að viðhalda
vegabréfafrelsi innan Norðurlanda
með því að ísland og Noregur tækju
að sér ytra landamæraeftirlit sam-
kvæmt Schengen ef Danmörk, Sví-
þjóð og Finnland, gerðust aðilar að
samkomulaginu. Alain Lamassoure,
Evrópuráðherra Frakklands, asgði
hins vegar á blaðamannafundi í vik-
unni að þetta væri óraunhæft.
„Noregur getur ekki orðið aðili að
Schengen þar sem ríkið er ekki
aðili að Evrópusambandinu," sagði
Lamassoure.
Italía og Grikkland hafa undirrit-
að samkomulagið en geta ekki gerst
aðilar að sameiginlega upplýsinga-
kerfínu. Austurríkismenn eru enn
sem komið er áheyrnarfulltrúar.
Bretar andvígir
Bretar eru eina ESB-ríkið sem
alfarið hefur hafnað aðild að
Schengen og ef írland gerðist aðili
myndi það þýða að settar yrðu upp
landamærastöðvar á milli írlands
og Norður-írland. 80% þeirra er
fara frá írland fara annað hvort til
Norður-írlands eða Bretlands.
„Eg held nú að um leið og hinir
bresku vinir okkar sjá að farþegi á
milli Heathrow og Roissy verður
að sæta jafn ströngu eftirliti og
farþegi frá Washington muni þeir
átta sig á hagkvæmni þess að ger-
ast aðilar að Schengen," sagði Lam-
assoure.
Bjerregaard
gagnrýnd
RITT Bjerregaard, fulltrúi
Dana í framkvæmdastjórn-
inni, hefur verið harðlega
gagnrýnd af þýskum fjöl-
miðlum og Evrópuþing-
mönnum undanfama daga.
Ástæða þess er að Bjer-
regaard ákvað að fara í
skíðaferðalag til Noregs í
síðustu viku í stað þess að
sitja fund í framkvæmdastjórninni
þar sem tillögur hennar til aðgerða
gegn gróðurhúsaáhrifum voru af-
greiddar. Hún gat heldur ekki setið
fund með Evrópuþinginu um sama
mál. Loks mætti hún ekki á undir-
búningsfund í Bonn vegna mikillar
umhverfíssráðstefnu, sem haldin
verður í Berlín í lok mánaðarins.
„Þegar maður tekur vetraríþróttir
fram yfír mikilvægar umræður um
koltvísýring þá hefur maður ekki
áttað sig á alvöru málsins," sagði
Karl-Heinz Florenz, fulltrúi Þjóð-
veija í umhverfísnefnd Evrópuþings-
ins.
Fjölmiðlamenn sátu heldur ekki á
vandlætingu sinni á blaðamanna-
fundi í framkvæmdastjórninni fyrr í
vikunni. John Iversen, talsmaður
• FRAMKVÆMDASTJÓRNIN
hefur ákveðið að taka til skoðunar
samstarfsáætlanir hollenska stál-
fyrirtækisins Hoogovens og þýska
fyrirtækisins Klöckner á sviði stál-
framleiðslu. Á nýja samstarfs-
fyrirtækið að bera nafnið ODS-
Hoogovens Handel BV. Fram-
kvæmdastjórnin segir að við
fyrstu sýn virðist sem þetta sam-
starf brjóti í bága við ákvæði sam-
keppnisreglna ESB um að fyrir-
tæki megi ekki fá yfirburðastöðu
á markaðnum.
Bjerregaard, neitaði að tjá
sig um hvaða mikilvægu
verkefnum hún hefði þurft
að sinna. Hann sagðist vera
talsmaður fyrir umhverfis-
málastefnu hennar en ekki
einkalíf.
Þá kröfðust þýskir fjölm-
iðlamenn svara við því hvort
að nýir fulltrúar í fram-
kvæmdastjórninni ættu rétt á leyfi
eftir einungis um mánaðarstarf.
Talsmaðurinn sagðist ekki geta svar-
að því né heldur vildi hann tjá sig
um það hvort að aðrir fulltrúar í
framkvæmdastjóminni væru sáttir
við að fulltrúi umhverfísmála væri
fjarverandi er mikilvægar ákvarðanir
væru teknar.
Bjerregaard vísar allri þessari
gagnrýni á bug. Hún segir að koltví-
sýringsáætlunin hafí þegar verið
fullfrágengin fyrir fundinn og að
Christos Papoutsis, sem fer með
orkumál, hafí komið í hennar stað.
Þá ættu fulltrúar í framkvæmda-
stjórninni, sem hefðu verið að búa
sig undir hið nýja starf frá því í
haust, vissulega rétt á vikuleyfi að
hennar mati.
• GUNHILD Oyangen, land-
búnaðarráðherra Noregs, segir að
nú verði norsk sljórnvöld að reyna
að draga sem mest úr slæmum
áhrifum þess, að standa fyrir utan
ESB. „Stefna stjórnarinnar er sú
að reyna að ná sem bestum skil-
yrðum fyrir norskt atvinnulíf með
samningum við ESB. Það er hins
vegar umhugsunarefni að fyrir-
tækin sjálf kváðu sér ekki hljóðs
fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og
vöruðu við þeim vandamálum sem
við stöndum nú frammi fyrir.“