Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 26

Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 26
26 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ PATRICIA Cochran brestur í grát í dómssal í Los Angeles er hún lagði fram stefnu á hendur ástmanni sínum, Johnnie L. Cochran, aðalverjanda O.J. Simpson. Krefst hárra bóta af veij- anda Simpsons Los Angeles. Daily Telegraph. JOHNNIE Cochran, aðalveijandi banda- rísku fótbolta- og sjónvarpsstjömunnar 0.J. Simpson, sætir nú lögsókn úr annarri átt. Fyrrverandi ást- kona hans hefur stefnt honum fyrir rétt og krefst rúmlega einnar milljónar doll- ara í bætur fyrir að hann hætti fram- færslugreiðslum til hennar. Patricia Cochran er 55 ára og segist hafa helgað honum 30 af bestu árum sínum. Samband þeirra hófst árið 1966 er hann var lögmaður hennar í skilnaðarmáli. Lögmaðurinn gekk tvisvar upp að altari og yfirgaf seinni konu sína til að hefja búskap með hinni nýju hjákonu sinni. Hún tók sér eftir- nafn hans 1976 þó þau gengju aldrei í hjónaband og ól honum son, Jonathan, sem nú er 21 árs. Lögmaðurinn stöðvaði greiðslur til hennar er hún kom fram í við- talsþætti í sjónvarpi þar sem hún ræddi um samband þeirra og hafði eftir honum ófögur ummæli um aðra lög- menn í veijendahóp Simpsons. Patricia Cochran krefst 70 milljóna króna skaðabóta en segist í raun aðeins vilja að Johnnie Coc- hran hefji framfærslu- greiðslumar á ný, en þær námu 4.000 doll- urum á mánuði, auk þess að leggja henni til bifreið og standa straum af ýmsum út- gjöldum öðrum. Johnnie Cochran er ekki fyrsti lögmaðurinn í Simpson- málinu sem verður fyrir því að einkalíf hans kemur fyrir almenn- ings sjónir. Saksóknarinn Marcia Clark á sömuleiðis í málastappi við fyrrverandi eiginmann sem stefndi henni fyrir rétt. í máls- skjölum fullyrðir hann að starf hennar að málinu hafi gert það að verkum að hún vanrækti böm þeirra tvö. Neitar hann henni um auknar framfærslubætur og fer jafnvel fram á að fá yfírráðarétt yfír bömunum. Johnnie L. Cochran ERLENT Forystugrein breska tímaritsins The Economist Verðum að íhuga sambúðina við islam OFSTÆKISFYLLSTU stuðnings- menn islams eru að ná athygli umheimsins með ofbeldi sínu, seg- ir í leiðara breska tímaritsins The Economist. Uppreisnarmenn í Als- ír skera hvem þann á háls sem dirfíst að andmæla þeim. Skoðana- bræður þeirra fara hamförum í Tyrklandi og í Pakistan eru menn dæmdir til dauða fyrir guðlast. Ungir menn eru reiðubúnir að fóma lífinu fyrir Allah ef þeir geta í leiðinni tekið nokkra ísraela með sér. „Þetta er hræðilegt þegar þróuninni er lýst á þennan hátt og eðlilegt að fólk um allan heim sé hrætt", segir Economist. „En ætli ráðamenn Vesturlanda að velta fyrir sér samskiptunum við heim múslima á skynsamlegan hátt verður að hafa nokkurn hem- il á óttanum. Það er rangt að líta svo á að viðgangur herskárra afla meðal múslima sé tákn um einsleitt, illt ferli. Því fer fjarri. Islömsk heittrú- arstefna (heiti sem er ekki gott en er samheiti yfír margar stefnur bókstafstrúar meðal múslima) er af ýmsu tagi, kraftbirting hennar er jafn margvísleg og túlkun kór- ansins. Þegar best lætur er róttæk islamstrú afl sem bætir, hún lætur fólki í té siðferðislegan grundvöll í heimi þar sem svo sannarlega er þörf á slíku. Slæmu þættimir varpa, eins og svo oft gerist, skugga á þá góðu.“ Economist bendir á að Vestur- veldin geti ekki spornað við hreyf- ingu öfgafullra múslima og hryðjuverkum í nafni hennar með gagnárás, allt sem minni á kross- ferðir kristinna gegn islam muni hafa slæm áhrif. Ummæli Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, þess efnis að islamskir heittrúarmenn væru að taka við hlutverki kommúnista og verða hættulegustu fjendur Vest- urlanda, hefðu verið ógætileg. Hann hefði með þessu gefið í skyn að Vesturveldin gætu aðstoðað vinveittar ríkisstjómir í heimi múslima í baráttunni við ofstækið og haft sigur. „Þau geta veitt aðstoð en aðeins í litlum mæli. Tyrknesk stjórnvöld ættu auðveldara með að beijast Reuter Pakistan mótmæla áfrýjunardómi yfir kristnum mönnum sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir guðlast. við sína öfgamenn ef þau gætu sýnt fram á efnahagslegan ávinn- ing af samstarfínu við Vesturlönd, t.d. með öflugri tengslum við Evr- ópusambandið. Ef til vill gætu Evrópuríkin beitt sér meira í Norð- ur-Afríku en Vesturveldin ættu að gæta ýtmstu varkámi áður en þau fara að taka þátt í leysa þessi mál með hervaldi." Economist segir að vissulega hafí sums staðar tekist að beygja hreyfínguna með því að myrða mörg þúsund liðsmenn hennar, eins og Assad Sýrlandsforseti hafí gert 1982. Hann hafí hins vegar ekki brotið þessa andstæðinga sína endanlega á bak aftur, þeir bíði þess eins að hann hverfí af sviðinu. Rétta leiðin fyrir Vesturlönd sé að styðja þær stjórnir sem reyni að fá heittrúarmenn til að taka þátt í opinberu stjómmálalífí landsins, þótt þessi stefna hafi einnig hættur í för með sér. í Als- ír hafí ráðamenn farið á taugum þegar ljóst var að heittrúarmenn, er nýttu sér óánægju almennings með gjörspillta og vanhæfa stjóm, hlytu að sigra í kosningum. Afleið- ingin hafí orðið grimmileg borga- rastyijöld þar sem skæmliðum vaxi stöðugt ásmegin. Vafasöm lýðræðisást Viðurkennt er að lýðræðisást heittrúarmanna sé ekki treyst- andi. Vel geti verið að þeir ætli að styðja við bakið á fijálsu mark- aðskerfí í löndum sínu. Enginn skuli hins vegar halda að treysta megi loforðum þeirra um að vilji þjóðarinnar verði virtur þótt írönsku klerkamir hafi að vísu veitt þegnunum nokkur lýðræðis- réttindi, segir Economist. Ritið segir að Vesturveldin eigi ekki að reyna að einangra á al- þjóðavettvangi ríki sem heittrúar- menn múslima stjórni nema þau leggi undir sig land granna sinna, styðji við bakið á hryðjuverka- mönnum erlendis eða misbjóði herfilega réttindum eigin þegna. Aðeins skuli beita refsiaðgerðum, efnahagslegum eða stjómmálaleg- um, í sérstökum tilvikum og til þess að ná vel skilgreindu mark- miði. „Er hægt að leggja ákveðinn grundvöll til viðmiðunar? Islömsk heittrúarstefna er sannarlega ekki. eins og kommúnisminn, nokkuð sem beijast skal gegn með eddi og egg. Hún er ef til vill líkari sósíalisma, margþætt stefna sem að sumu leyti fellur alveg að lýð- ræðinu, er að öðm leyti andvígari því, í sumum tilvikum alger and- stæða þess. Sambúðin við islam krefst þess að við gemm greinar- mun, ekki síður en þess að við séum á varðbergi.“ í DAGFRÁKL.10-16 SIEMENS #9 í verslun okkar ‘•"'að Nóatúni 4. Siemens eignast. fjölda tækja. Sérstök afeláttarkjör gilda þennan dag. Bjóðum ýmis lítil raftæki á algjöru kjallaraverði. Heitt á könnunni. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Sérstök kynning á hinum margrómuðu Siemens sjónvarpstækjum, myndbandstækjum og hljómtækjasamstæðum. Góð fermingartilboð í gangi. é SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.