Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 27

Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 27 ERLENT Hermenn af götum Belfast BRESK yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu stöðvað allt eftir- lit hermanna á götum Belfast- borgar í fyrsta sinn í 25 ár. Er þetta gert til þess að fá Sinn Fein, stjórnmálaarm írska lýðveldishersins, til að taka þátt í viðræðum háttsettra embættismanna um lausn vandans á N-írlandi. Genarofi fundinn SVISSNESKIR vísindamenn kveðast hafa fundið erfðarofa eða aðallykil að arfberanum sem stýrir því að augu mynd- ast í dýrum. Til að sanna mál sitt ræktuðu þeir ávaxtaflugur með augu á vængjum, fótum og fálmurum. Nýi arfberinn nefnist ey og sagði einn vís- indamannanna það „alveg undravert. Það er fullkomið dæmi um yfirstjórnunargenið sem gangsetur þúsundir ann- arra gena til að búa til líffæri." Forsetafrú meinaður aðgangur FULLYRT er að Danielle Mit- terrand, eiginkonu Frakklands- forseta, hafi verið meinaður aðgangur að einni byggingu Bandaríkjaþings er hún neitaði að fara í gegnum málmleitar- hlið sökum þess að hún er með gangráð. Verk McCartneys frumflutt PAUL McCartney, fyrrum Bít- ill, hélt á fimmtudagskvöld tón- leika þar sem frumflutt var sí- gilt verk sem hann samdi fyrir píanó. Verkið kallast „Lauf“ og var góður rómur gerður að flutningi Rússans Anja Alexíjev. frökum leyft að selja olíu BRETAR og Bandaríkjamenn búa sig nú undir að leggja fram tillögu fyrir öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna sem gerir ráð fyrir að Irökum verði veitt leyfi til að selja olíu fyrir sem svarar 2 milljónum dollara á sex mán- uðum, til að byija með. Er ætlunin að fá íraka til þess að kaupa mat og hjálpargögn fyr- ir söluandvirðið. Fölsuð gögn um alnæmis- sjúkling? GÖGN sem talin eru sanna það að Breti sem lést á sjötta ára- tugnum hafi verið fyrsta fórn- arlamb alnæmisveirunnar, kunna að vera fölsuð, að sögn breska blaðsins Independent. Telja bandarískir vísindamenn að líkamsvefur sá sem rannsak- aður var, sé úr bandarískum sjúklingi sem lést úr alnæmi árið 1990 en ekki úr Bretanum. Reynist þetta rétt grefur það undan þeim kenningum sem settar hafa verið fram um upp- runa sjúkdómsins. Reuter Mæður mótmæla í Argentínu MÆÐUR þeirra sem biðu bana eða hurfu í stríði hersins í Argentínu gegn vinstrimönnum á áttunda áratugnum efndu til mótmæla við skóla hersins í Buenos Aires í gær. Þær kröfðust þess að herinn birti lista yfir þá sem voru drepn- ir. Á myndinni er Hebe de Bonaf- ini, formaður hreyfingarinnar Mæður Plaza de Mayo, sem ásamt þúsundum annarra Argentínu- manna hafa aldrei fengið að vita fyrir víst um örlög ættingja sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.