Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Afturhvarf til
samyrkjubúa?
Sófíu. Reuter.
ÞÚSUNDIR manna mótmæltu fyrir-
huguðum breytingum á jarðalögum
i Búlgaríu sem þeir sögðu marka
afturhvarf til ríkisrekins landbúnað-
ar. Búist var við að frumvarpið yrði
að lögum fyrir helgi.
Stuðningsmenn Sambands lýð-
ræðisfylkinga (UDF) og Landbúnað-
arflokks Þjóðarsambandsins (PU)
efndu til mótmælagöngu úr sitthvor-
um enda höfuðborgarinnar Sófíu og
gengu til miðborgarinnar veifandi
fánum og mótmælaborðum.
„Þið tókuð frá okkur landið með
blóðsúthellingum, við ætlum að ná
því aftur með blóði,“ sagði á borð-
um. Stjómarflokkurinn, Sósíalista-
flokkur Búlgaríu, sem er arftaki
gamla kommúnistaflokksins, beitti
sér fyrir lagabreytingum sem tak-
marka rétt smábænda. Verður þeim
bannað að stunda viðskipti við
granna sína og verða skyldaðir til
að rækta sömu afurð og þeir.
Með þessu verða upprætt lög, sem
UDF, þáverandi valdhafar, settu
1992. Með þeim vom samyrkjubú
aflögð og land, sem kommúnistar
lögðu undir ríkið eftir stríð, fengið
fyrri eigendum eða erfingjum þeirra
í hendur. í hlut þeirra komu um 59%
alls ræktarlands í Búlgaríu.
„Boðaðar breytingar em and-
stæðar vilja markaðsins, eru í and-
stöðu við stjórnarskrána og munu
hamla efnahagslegri framþróun.
Þær em til þess fallnar að innleiða
aftur ríkisrekinn landbúnað," sagði
Anastasia Moser, leiðtogi PU. „Nýtt
járntjald er að falla á Búlgaríu og
tilgangurinn með því er að afmá þau
fáu lýðræðisskref sem stigin hafa
verið á undanfömum ámm,“ sagði
Moser.
„Orð sem ættu
ekki að vera til“
London. Reuter.
KARL Bretaprins tel
ur að „rétt“ enska,
þ.e. eins og hún er
töluð af menntuðu
fólki í Bretlandi, eigi
að vera helsta tunga
í samskiptum manna
um allan heim en
bandaríska útgáfan
af henni hafi „mjög
spillandi" áhrif.
Prinsinn sagði á
fundi iijá bresku
menningarstofnun-
inni British Council,
sem reynir að breiða
út bresk menningar-
áhrif og tungu um
allan heim, að ekki
væri hægt að ofmeta þann hagnað
sem Bretar hefðu af útbreiðslu
málsins. Meira en 700 mil(jónir
manna um allan heim notuðu
ensku sem sitt fyrsta eða annað
tungumál. Um 80% af öllum tölvu-
upplýsingum í heiminum væru á
ensku.
Karl sagði að menn yrðu að
keppa að því að'hin eina, sanna
enska héldi stöðu sinni sem helsta
heimstungan langt fram á næstu
öld. Notendur enskr-
ar tungu í öðrum
löndum væru stöðugt
að „finna upp ný
nafnorð og sagnir og
búa til orð sem ættu
ekki að vera til.“
Hann sagðist telja að
fólk yrði að gæta
nokkurrar varkárni í
þessum efnum „ann-
ars verður þetta ein-
tóm ringulreið".
Fyrir réttu ári
gagnrýndi prinsinn
harkalega hnignun
móðurmálsins í hei-
malandi sínu, sagði
meira að segja að oft
væri töluð betri enska utan Bret-
lands en í landinu sjálfu.
Enskukennsla á vegum einka-
stofnana er umfangsmikil iðja, að
sögn talsmanna British Council
er samanlögð velta í slikri kennslu
nær 50 milljarðar króna á ári í
heiminum. Bretar óttast mjög
samkeppni af hálfu Bandaríkja-
manna á nýjum mörkuðum í Aust-
ur-Asfu og í fyrrverandi kommún-
istaríkjum í Evrópu.
Karl Bretaprins
UNGAR konur í sértrúarsöfnuðinum Aum Shinri Kyo ráfa um á lóð safnaðarins
í þorpinu Kamikuishiki. Lögreglumenn gjóta til þeirra augum.
Reuter
Gassprengingin í Tókýó
Efni til sprengjusmíði
hjá sértrúarsöfnuði
Tókýó. Reuter. Daily Telegraph.
EFNI til þess að búa til dínamit
fannst í miklu magni í áhlaupi lög-
reglu á vörugeymslu leynilega sér-
trúarsafnaðarins Aum Shinri Kyo
í borginni Kofu í Japan í gær.
Áður hafði efni til þess að búa til
taugagasið sarin fundist í Tókýó.
Sértrúarsöfnuðurinn hefur verið
bendlaður við eiturgastilræði á
járnbrautarstöðvum í Tókýó sl.
mánudag. í vöruhúsinu í Kofu
fundust hundruð tunna af saltpét-
urssýru og glýseróli, sem eru uppi-
stöðusambönd dínamits.
Geymslan var leigð á nafn konu
sem tilheyrir sértrúarsöfnuðinum.
Blaðið Sankei Shimbun sagði frá
fundinum en lögreglan vildi ekki
staðfesta frétt þess.
Auk fundsins þar hefur lögregl-
an fundið efnasambönd í tonnatali
í þorpinu Kamiku Isshiki, sem er
100 km vestur af Tókýó.
Sértrúarsöfnuður-
inn sneri vörn í sókn
í gær og hélt því fram
að tilræðið á járn-
brautarstöðunum væri
honum allsendis óvið-
komandi. Neitaði hann
einnig að söfnuðurinn
hefði átt eiturefnin til
framleiðslu taugag-
ass. „Þau voru ætluð
til notkunar í friðsam-
legum tilgangi, til leir-
kerasmíði og fram-
leiðslu illgresiseyðis,"
sagði Shoko Asahara,
safnaðarleiðtogi, á
myndbandsupptöku
sem söfnuðurinn fékk birta í sjón-
varpi.
Efnafræðingar dróu sannleiks-
gildi yfirlýsinga Asahara vægast
sagt mjög í efa.
Heilaþvottur
Um 50 áhangendur
sértrúarsafnaðarins,
sem fundust illa haldn-
ir af næringarskorti
og hálf meðvitundar-
lausir í kapellu safnað-
arins í Tókýó, voru
fómarlöm skelfilegrar
hreinsunarmeðferðar,
að sögn fyrrverandi
safnaðarmanns.
Tilgangur hreinsun-
arinnar var að brjóta
niður mótspymu liðs-
mannanna svo auð-
veldara yrði að heila-
þvo þá. Var þeim haldið í pínulitl-
um gluggalausum klefum og
neyddir til að drekka óheyrilegt
magn af vatni. Jafnframt var þeim
gefíð raflost reglulega.
Shoko Asahara
PANTANIR A GRÆNU BOKINNI!
Vegna mikillar eftirspurnar er upplag Grænu bókar-
innar á þrotum. Þeir sem hafa hug á að tryggja sér
eintak eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til
l kosningaskrifstofa G-listanna og láta skrá pöntun
I sína. Bókin verður þá póstsend sé hún ekki til á
■ viðkomandi skrifstofu.
■ Græna bókin er nú komin á Veraldarvefinn -
Internet - og þeir sem hafa aðgang að honum
m geta kynnt sér hana eftir þeirri leið.
Netfangið er http://strengur.is/~abl/
Alþýðubandalagiö og óháðir
Vitnaleiðslur yfir Bemard Tapie
„Búinn að vera“
Parls. Reuter.
FRANSKI kaupsýslu- og stjóm-
málamaðurinn Bemard Tapie sagði
við vitnaleiðslur fyrir rétti í borginni
Valenciennes á miðvikudag að hann
væri „búinn að vera“. Tapie er grun-
aður um að hafa staðið fyrir því að
úrslit í leik liðs hans Olympique
Marseille og Valenciennes árið 1993
hafl verið ákveðin fyrirfram. Mar-
seille vann leikinn með einu marki
gegn engu.
Jean-Pierre Bemes, sem til
skamms tíma var nánasti aðstoðar-
maður Tapie, sakar hann um að hafa
mútað leikmönnum Valenciennes.
Lögmaður Tapie reyndi að sannfæra
dómara um að engar haldbærar sann-
anir lægju fyrir í málinu. Til skamms
tíma hélt Tapie því fram að hann
hefði verið á fundi með sósíalískum
samráðherra sínum, Jacques Mellick,
þann 17. júní 1993, daginn sem hann
er sagður hafa átt fund með þjálfara
Valenciennes. SI. laugardag viður-
kenndi Mellick að hann hefði logið
við fyrri vitnaleiðslur og ekki komið
á skrifstofu Tapie þennan dag.
Tapie var fullur sjálfstrausts
fyrstu daga réttarhaldanna og hróp-
aði ókvæðisorð að öðrum vitnum og
saksóknara. Við lok réttarhaldanna
var hann hins vegar niðurlútur og
fámáll. Dómur verður kveðinn upp
í málinu þann 15. maí en saksóknar-
inn hefur farið fram á sex mánaða
fangelsisdóm.
Vinnur þú á laugardögum?
Landsleikurinn okkar!