Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 29

Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 2'. ERLENT Ráðmenn í Kína reyna með öllum ráðum að tryggja stöðu sína að Deng Xiaoping gengnum Peking. Reuter. Jiang’ Zemin hyllt- nr á veggspjöldum NYTT veggspjald með mynd af Jiang Zemin, leiðtoga kommúnista- flokksins, og Deng Xiaoping, voldugasta manni landsins, hefur verið kynnt í Kína. Spjaldið er eftirprentun af málverki sem lista- maður á vegum hersins í Nanking gerði og ber það yfirskriftina „Kátur og áhyggjulaus". Myndin sýnir Jiang brosandi, með hendur krosslagðar á maganum og hann horfír með mikilli virðingu á hinn aldna Deng er stend- ur fyrir framan hann, styður sig við staf og réttir fram aðra höndina. Búin hafa verið til 10.000 veggspjöld og 50.000 dagatöl með myndinni og þeim dreift í verslanir í Peking. „Málverkið sýnir hve nánir mennirnir tveir eru - arkitektinn Deng og Jiang sem nú er forystumaður- inn“, sagði Nie Dawei, ritstjóri útgáfufyrir- tækis ríkisins í samtali við fréttamann Reut- ers. Nafnið á myndinni minnir á ummæli sem höfð voru eftir Mao Tse Tung, fyrsta leið- toga kínverska alþýðulýðveldisins, um Hua Guo Feng sem Mao hafði skipað eftirmann sinn: „Með þig við stjórnvölinn get ég verið áhyggjulaus". Hua hvarf þó fljótt í skugg- ann af Deng eftir andlát Maos 1976. Deng, sem er níræður og orðinn heilsu- veill, hefur ávallt forðast að láta efna til taumlausrar persónudýrkunar á borð við þá sem Mao, Jósef Stalín og fleiri kommúnista- leiðtogar víða um heim notuðu til að treysta sig í sessi. Öðru hveiju hafa birst fréttir af Deng í kínverskum blöðum að undanförnu þar sem mörgum þykir gæta dýrkunar og segja sér- fræðingar í kínverskum fjölmiðlum að mærðin vaxi þegar heilsufar leiðtogans sé talið óvenju lélegt en síðan dragi úr henni þegar hann verði hressari. Heimildarmenn segja að Jiang, sem á sér öfluga keppinauta, sé ekki búinn að tryggja sér æðstu völd að Deng gengnum en ljóst sé að hann og stuðningsmenn hans reyni nú að treysta stöðuna með öllum ráðum. Lítill halli hjá Bretum HALLI á viðskiptum Breta við útlönd minnkaði verulega í fyrra og var þá sá minnsti í níu ár. Var hallinn aðeins 168 millj- ónir punda en 11,8 milljarðar punda 1993. í fyrra dró úr at- vinnuleysi, útflutningur jókst og verðbólgunni var haldið í skefjum. Stjórn íhaldsflokksins vonast til, að þetta bæti stöðu hennar í skoðanakönnunum þótt þess sjáist engin merki enn. Bolshoi- stjórnandi endurráðinn VLADÍMÍR Kokonín, sem sagt var upp sem stjórnanda Bols- hoi-ballettsins fyrir viku, var skipaður aftur í stöðuna í gær. Búist er við, að það muni kynda undir nýjum deilum innan bal- lettsins en Kokonín hefur átt í útistöðum við ýmsa stjómendur hans og dansara. Er meðal ann- ars deilt um hvort taka skuli upp tímabundna samninga við dansara í stað æviráðningar. Hveitibrauðs- dögum lokið TVEGGJA daga viðræður Warrens Christophers, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og Andrejs Kozyrevs, utanríksráð- herra Rússa, lauk í fyrradag í Genf án nokkurs árangurs. Var umræðuefnið Tsjetsjníja og áætlanir um stækkun Atlants- hafsbandalagsins. „Hveiti- brauðsdögunum er lokið,“ sagði Kozyrev eftir fundinn. Hjúkrunar- fræðingar semja FJÖGURRA vikna verkfalli - fmnskra hjúkrunarfræðinga lauk í gær eftir að samkomulag náðist um 4,5 - 4,7% launa- hækkun en krafist var 10% hækkunar. Um 80.000 hjúkr- unarfræðingar voru í verkfalli. Dollar fellur enn SKAMMVINN hækkun dollars á gjaldeyrismörkuðum rann út í sandinn í gær þrátt fyrir að- gerðir, Japana til að styrkja dollar. Hafði gengi han farið niður í 88 jen er gengi hans styrktist nokkuð. I lok gær- dagsins hafði gengi hans fallið að nýju. Vinsælustu hliómtækjasamstæðurnar hió okkur til fermingagjafa, með geislaspiiara, Karaoke-möguleika o.fl Sjónvarpstæki með breiðtj Hi-Fi Nicam Stereo, Black C TELEFUNKEN myndbandatækninni uk Pro-Logic Surround hótalarabúnaðar o.fl. MTX í bílinn It sem seaia ! Gos og snokk fyrir ollo og heitt kaffi á könnunni SKIPHOLTI 19 SÍMI29800 fÍL ÁLLT ÁÖ ZÁ MÁIVAOA NORDMEINIDE IMORDMENDE RAOGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.