Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 31
LISTIR
BANDARÍSKI sendiherrann, Parker W. Borg, (fyrir miðju)
ásamt Gunnari Kvaran forstöðumanni Kjarvalsstaða og Guð-
rúnu Jónsdóttur, formanni menningarmálanefndar.
Tjarnar-
kvartettinn í
Logalandi
Borgames. Morgunblaðið.
TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarðar
stendur fyrir tónleikum í Logalandi
sunnudaginn 26. mars nk. kl. 16 en
þá er von á Tjamarkvartettinum úr
Svarfaðardal.
Tjamarkvartettinn fæst einkum við
A capella-söng, þ.e. söng án hljóðfæra-
undirleiks, en einnig eiga þau til að
syngja hvert með sínu nefi eða tvö
og tvö saman við eigin undirleik. Efnis-
skráin er fjölbreytileg: Gamlir evrópsk-
ir madrigalar, negrasálmar, íslensk og
erlend þjóðlög, jazz og dægurlög.
Síðasta haust sendi kvartettinn frá
sér sinn fyrsta hljómdisk sem hlotið
hefur ágætar viðtökur og í ágúst nk.
hefur honum verið boðið að koma fram
fyrir íslands hönd á alþjóðlegu leiklist-
arhátíðinni í Tamperer í Finnlandi.
fyamarkvartettinn skipa þau Rósa
Kristín Baldursdóttir, sópran, sem
jafnframt er stjómandi, Kristjana Am-
grímsdóttir, alt, Hjörleifur Hjartarson,
tenór, og Kristján Hjartarson, bassi.
Síðasta verkefni Tónlistarfélags
Borgarfjarðar á þessu starfsári verða
svo einleikstónleikar Ingibjargar Þor-
steinsdóttur í Borgameskirkju á sum-
ardaginn fyrsta.
Bandarísk
bókagjöf
FIMMTUDAGINN 23. mars af-
henti sendiherra Bandaríkj-
anna, hr. Parker W. Borg,
bókasafni Listasafns Reykja-
víkur á Kjarvalsstöðum, um-
fangsmikla bókagjöf. Hér er
um að ræða bækur um banda-
ríska list, annars vegar
fræðibækur sem snerta lista-
sögu og listfræði og hins vegar
ríkulega myndskreyttar lista-
verkabækur. Þetta er mikil við-
bót við hið ört vaxandi bóka-
safn Listasafn Reykjavíkur.
Bókasafn Listasafns Reykja-
víkur var sett á laggirnar árið
1993. Uppisthðan í safninu eru
einkabókasöfn Kjarvals, Ás-
mundar Sveinssonar og Errós,
en safninu hafa líka borist veg-
legar gjafir svo sem stór bóka-
gjöf frá franska ríkinu. Aðal-
áherslan hefur verið lögð á
myndlist 20. aldar en einnig eru
í safninu bækur um ýmis tíma-
bil listasögunnar, uppsláttarrit
um listamenn, efni og aðferðir
og ýmist fræðileg efni tengd
myndlist.
Nú þegar eru rúmlega 2.600
skráð eintök í bókasafninu fyr-
ir utan einkaafn Jóhannesar
Kjarvals sem eru um 550 ein-
tök. Safnið er stöðugt að
stækka og þróast, og er þessi
höfðinglega bókagjöf frá
Bandaríska sendiráðinu mikil-
vægur þáttur í þeirri þróun.
Bókasafnið er opið í samráði
við bókavörð alla virka daga
frákl. 8.15-16.15.
Undir forystu Alþýðuflokksins er nú verið að ráðast í eitt stærsta
nýsköpunarverkefni sem stjórnvöld hafa staðið að hér á landi.
Iðnþróunarsjóður veitir á þessu ári styrki og fjármagn til nýsköpunar og
áhættuverkefna. A næstu 15 mánuðum verður varið 230 milljónum
króna til nýsköpunarverkefna og útflutnings á tækni- og verkþekkingu.
Nýsköpun í atvinnulífinu snýst þó ekki aðeins um nýjungar í fram-
leiðsluvörum og framleiðsluaðferðum, eða nýjungar í þjónustugreinum.
Hún snýst einnig um markaðssetningu og útflutning. Efla þarf stuðnings-
kerfi ríkisins við útflutning og markaðsöflun og samhæfa krafta þeirra
fyrirtækja sem stefna að útflutningi. Aðstoð við smáfyrirtæki herur hins
vegar verið stóraukin á síðustu árum. Minna má á styrki til þróunar
smáiðnaðar í dreifbýli, styrki til vöruþróunar og markaðsstarfs og styrki
til minni fyrirtækja til markaðsstarfs á evrópska efnahagssvæðinu. Þess er
að vænta að Iðnþróunarsjóður geti í auknum mæli stuðlað að þróun
smáiðnaðar.
Miklar breytingar urðu einnig til batnaðar á samkeppnisstöðu lítilla
fyrirtækja í kjölfar EES-samningsins þegar um er að ræða viðskipti milli
íslands og EES-landa.* Markaðurinn er nú opinn og starfsskilyrði
fyrirtækja svipuð. Evrópskar samkeppnisreglur tryggja rétt lítilla
fyrirtækja gagnvart stórum markaðsráðandi fyrirtækjum og stjórnvöldum
sem vilja vernda eigin heimamarkað.
*Alger umskipi urðu í íslenskum iðnaði á síðasta ári. Heildarvelta i iðnaði jókst um 7,2% og útflutningsverðmœti
um 27%. íslemkur iðnaður er því kominn í stórsókn. Nær 70% af útflutningi þjóðarinnar fer til fanda
Evrópusambandsins.
ínm í/iww.
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands
Hægt er aö nálgast eítirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöövum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál,
Sjávarútvegsstefna ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfnun kosningaréttar,
Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótastefna jafnaðarmanna, Heilbrigðismál, Umhverfismál,
Ungir jafnaðarmenn, Jafnaðarstefnan - mannúðarstefha okkar tíma. Upplýsingasímar: 552 92 44 og 552 80 17.
Fleiri
sögukvöld
í Kaffileik-
húsinu
FYRSTA sögukvöldið var
haldið í Kaffileikhúsinu í Hlað-
varpanum miðvikudaginn 15.
mars. Það kvöld var aðsóknar-
met slegið í Kaffileikhúsinu,
135 gestir komu til þess að
hlýða á sagnakonur og sagna-
menn kvöldsins.
Næsta sögukvöld verður
miðvikudaginn 29. mars.
Sögukvöld er samvinnuverk-
efni Rithöfundasambands ís-
lands og Kaffileikhússins. Til-
gangur þeirra er að fá fólk til
að koma saman og segja og
hlýða á góðar sögur og rækta
um leið sagnahefðina.
Sagnamenn og -kona ann-
ars sögukvöldsins verða:
Erpur Þórólfur Eyvindarson
fulltrúi ungu kynslóðarinnar,
Eyvindur Erlendsson leikari,
skáld og kvikmyndagerðar-
maður, Hlín Agnarsdóttir leik-
stjóri, Jón Böðvarsson ritstjóri
og sagnaþulur, Sveinn Krist-
insson Strandamaður, veiði-
maður og kennari, Tryggvi
G. Hansen torfhleðslumaður
og hofsmiður.
Kvikmynd
eftir leikriti
Kaj Munks
í NORRÆNA húsinu sunnu-
daginn 26. mars kl.16 verður
sýnd danska kvikmyndin
„Ordet“, myndin er gerð eftir
leikriti Kaj Munk og leikstjóri
er Carl Th. Dreyer. Lars Brink
prófessor við Háskóla íslands
mun flytja inngang að mynd-
inni.
Árið 1924, þegar Kaj Munk
sendi verk sitt „En Idealist“
til Det kgl. Teater, æskudrama
sem fjallar um Herodes hinn
mikla, áttu eftir að líða fjögur
ár þar til verkið að lokum var
sett upp á fjalir leikhússins.
Biðtíminn var erfíður og Hans
Brix, listrænn ráðunautur leik-
hússins, sem strax hafði tekið
eftir hæfileikum Munks, ráð-
lagði honum árið 1925 að
skrifa leikrit um bændur á
meðan hann biði átekta, því
að „við höfum engin stykki
sem taka bændur alvarlega“.
Þetta gerði Munk, og á sex
dögum árið 1925 varð „Ordet"
til.
• •
Pétur Orn
sýnir í Gerðu-
bergi
PÉTUR Örn Friðriksson opnar
myndlistarsýningu í Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi
sunnudaginn 26. mars. kl. 15.
Þar hefur verið sett upp
„tilraunastofa" þar sem gerðar
verða athuganir á ljósi og
ýmsum eiginleikum þess fram-
kvæmdar af „tölvuvæddum
átjándualdar vísindamanni“.
Pétur Örn stundaði nám í
myndlistarskólanum á Akur-
eyri 1985-1986, Myndlista-
og handíðaskóla íslands
1987-1991 og AKI i Enschede
í Hollandi 1991-1994.
Þetta er fyrsta einkasýning
Péturs Arnar hérlendis en
hann hefur áður tekið þátt í
ýmsum sýningum.
Sýningin er opin frá kl.
13-19 mánudaga-fimmtu-
daga og frá kl. 13-16 föstu-
daga-sunnudaga.