Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 39
AÐSENDAR GREINAR
Fyrirtæki vemduð
af hinu opinbera
ÞAÐ ER mikið fagn-
aðarefni að stjóm
Reykj avíkurborgar
skuli loksins hafa tekið
ákvörðun um að endur-
skoða það viðskipta-
fyrirkomulag sem ríkt
hefur í fleiri áratugi
varðandi plöntukaup og
kaup á þeirri þjónustu
sem tengist umsjón með
unglingavinnu.
Aðeins eitt fyrirtæki,
Skógræktarfélag
Reykjavíkur, hefur
fengið að njóta sér-
stakra viðskiptakjara,
sem fela í sér að fyrir-
tækið sjálft, að lang mestu leyti,
hefur getað ákveðið hvað á að selja
Reykjavíkurborg, hvað mikið af því
og hvað það á að kosta. Þetta er
að sjálfsögðu óskastaða hvaða fyrir-
tækis sem er, enda hefur Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur haft ríflegan
hagnað. Fyrir hagnaðinn sem það
hefur skammtað sér, hefur það get-
að byggt upp myndarlega gróðrar-
stöð með allan nýjasta tæknibúnað
og getað ráðið gnótt af hæfu starfs-
fólki til starfa.
Ég hef oft orðið var við að al-
menningur haldi að Skógræktarfé-
lag Reykjavíkur sé rekið af Reykja-
víkurborg en svo er ekki. Félagið
er sjálfseignarstofnun sem rekur
venjulegt framleiðslufyrirtæki. Fé-
lagið hefur í gegnum tíðina haft
mjög góðan aðgang að fjölmiðlum
og hefur getað skapað vissan dýrð-
arljóma í kringum starfsemi sína.
Einkareknu gróðrarstöðvarnar
hafa ekki fengið sömu athygli fjöl-
miðla og jafnframt hefur málflutn-
ingur eigenda þeirra um sérstöðu
Skógræktafélaga og annarra opin-
berra garðyrkjufyrirtækja verið ýtt
út af borðinu bæði af opinberum
aðilum og einnig að miklu leyti af
fjölmiðlum.
Tilefni fréttaumfjöll-
unar núna er að borg-
arstjóm réð fyrirtækið
Ráð hf. til að gera út-
tekt á þessum viðskipt-
um og koma með tillög-
ur um nýtt fyrirkomu-
lag sem væri í • sam-
ræmi við úrskurð sam-
keppnisráðs frá 8. júní
1994. Úttekt er nú iok-
ið og hefur skýrsla um
þessi viðskipti verið
birt.
Fyrirtæki með
geislabaug
I kjölfar skýrslunn-
ar hefur síðan framkvæmdastjóri
Skógræktarfélagsins komið fram í
fréttum og skrifað langa grein um
ágæti félagsins og starfs þess og
hagað sér í alla staði sem fórnar-
lamb, hann gengur meira að segja
svo langt að ásaka borgarstjórn um
pólitískar ofsóknir. Mér þykir nú
lágmarkskurteisi að löðrunga ekki
besta viðskiptavin sinn.
I Morgunblaðinu 7. febrúar 1994
fer framkvæmdastjórinn, í tilraun
sinni til að réttlæta sig og fegra
starf félagsins, með rangt mál í
nokkrum atriðum.
í fyrsta lagi nefnir hann að eng-
ir aðrir en Skógræktarfélag
Reykjavíkur og Skógræktarfélag
Eyfirðinga hafi ræktað í 150 rsm
íjölpottabökkum. Þetta er ekki rétt,
aðrir framleiðendur hafa einnig
ræktað í þessari pottastærð þó í
minna mæli vegna þess hvað potta-
brettin eru hlutfallslega miklu dýr-
ari fyrir þá aðila, en brettin eru
framleidd af Skógræktarfélagi
Reykjavikur og Skógræktarfélagi
Eyjafjarðar. Einnig er rangt að
þeir einir hafi framleitt lerki og
furu skv. útboði landgræðsluskóga,
það voru framleiddar 200.000 fur-
ur, 100.000 lerki og 500.000 birki-
Einkareknar gróðrar-
stöðvar hafa ekki, að
mati Péturs N. Ólason-
ar, fengið sömu fjöl-
miðlaathygli og Skóg-
ræktarfélagið.
plöntur á vegum einkaaðila á verði
sem hefur verið mjög erfitt fyrir
skógræktarfélögin o.fl. að sætta sig
við.
Einnig heldur hann því fram að
útboð sé ávöxtur brautryðjenda-
starfs félagsins, sem er alrangt,
þeir eru skelfingu lostnir yfir að
þurfa að horfa til framtíðar með
þessi útboðsviðskipti og hafa ör-
ugglega ekki stefnt að því. Segir
hann í greininni að forsenda sam-
starfs borgar og Skógræktarfé-
lagsins sé sú að þeir einir hafi get-
að látið í té nægilegt magn af plönt-
um og sérhæfða umsjón.
Engir aðrir hafa verið spurðir
um afkastagetu sína né fengið að
sýna hæfileika sína fyrr en útboð
komu til sögunnar. þetta þýðir líka
að reglur Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar hafa í mörg ár
verið þverbrotnar. Að lokum má
nefna vegna þess að félagið er sí-
fellt að hreykja sér af miklum
„gæðum“ í plöntum að það þarf
engar sérstakar „gæðaplöntur" í
Heiðmörk og Hólmsheiði umfram
aðra staði og að gæði plantnanna
eru ekki undir því komin í hvaða
stærð af pottum þær eru ræktaðar
eins og má skilja af útskýringum
framkvæmdastjórans.
Er allt með felldu?
Það er kannski ekki í þessu máli
bara við Skógræktarfélag Reykja-
Pétur N. Ólason
víkur að sakast, þeir hafa verið
duglegir að rækta sambönd sín við
stjórnmálamenn og embættismenn
borgarinnar, enda hafa ávallt ein-
hveijir embættismenn úr borgar-
kerfinu setið í stjórn félagsins. Það
eru þessir menn sem hafa sýnt dóm-
greindarleysi og verið án eftirlits
og aðhalds.
Fórnarlömbin eru skattborgar-
arnir og einnig einkareknar gróðr-
arstöðvar í borginni sem ekki hafa
fengið aðgang að þessum viðskipt-
um. í þessu samhengi má benda
landsmönnum á að í allri óráðsíu
og bruðli er fólgið auðlindarán og
kjaraskerðing fyrir almenning. Full
ástæða er því til þess að beita ýtr-
asta aðhaldi í öllum viðskiptum hins
opinbera.
Leiðir þetta hugann að ársreikn-
ingum félagsins en í þeim er ýmis-
legt að finna sem vekur upp spum-
ingar um það hvort allt sé með felldu
í viðskiptum þess. Mig langar því
að fá nánari skýringu á eftirfar-
andi. Hjá skattstjóra er Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur skráð með sölu
á leikföngum, minjagripum og
sportvörum, en ekki plöntufram-
leiðslu. Er það eðlilegt?
í upplýsingum frá skattstjóra
kemur fram að virðisaukaskattskil
fyrir 1992 er kr. 2.806.891 og
tryggingagjald í staðgreiðslu er kr.
2.125.644. Þetta gjald segir okkur
að greidd vinnulaun séu kr.
79.286.521 og eru það laun annarra
en unglinganna.
Ef teknar eru tölur sem við koma
virðisaukaskattskilum úr ársreikn-
ingum félagsins fyrir 1992 og þær
skoðaðar höfum við í fyrsta lagi
telqur sem eru aðallega:
A. Plöntusala: 59.094.522
B. Framlög til skógræktar:
115.490.890
Síðasta talan er líklegast það sem
borgin greiddi fyrir laun handa
unglingavinnunni, umsjón með
henni og annan verkkostnað.
í öðru lagi útgjöld sem eru aðal-
lega vinnulaun auk ijárfestingar og
rekstrargjöld sem era með virðis-
aukaskatti hinn svokallaði innskatt-
ur.
C. Vinnulaun unglinganna eru:
72.804.259
D. Laun annarra starfsmanna:
62.435.520
E. Öll hugsanleg rekstrargjöld
með innskatti: 35.364.891
Ef laun unglinganna er dregin frá
„framlagi til skógræktar“ stendur
eftir upphæð sem hlýtur að vera
útseld þjónusta og vörar í sambandi -
við unglingavinnuna.
F. Mismunurinn milli B. og C.
era því: 42.686.631
Virðisaukask. á liðina A. og F.
era: 24.936.381
Frá þessari upphæð er dreginn
innskattur af E.: 6.959.356
Þannig að virðisaukaskattskil
ættu að vera: 17.977.026
Ef virðisaukaskattskattur er að-
eins af plöntusölunni A. að frá-
dregnum innskatti af E. er skattur-
inn: 7.518.224
Það þarf ekki mikla reiknimeist-
ara til að sjá að hér er maðkur í
mysunni. Það væri fróðlegt að fá
skýringu á þessum tölum, ef þessar
leikfléttur eru í samvinnu við borg-
arstjórn og átalalaust frá hendi
skattstjóra er hér um stórfelld lög-
brot að ræða.
Víða pottur brotinn
Reykjavíkurborg rekur líka sína
eigin gróðrarstöð, Ræktunarstöðina
í Laugardal, það er sjálfsögð krafa
að hún sé rekin sem sérstakt fyrir-
tæki, með eigið virðisaukabókhald.
Er það eina leiðin til þess að sann-
reyna hvort Ræktunarstöðin er rek-
in í þágu borgarbúa eða hvort hún
sé til óþurftar. Plönturnar, sem
borgin þarf að nota, er alltaf hægt
að kaupa hjá gróðrarstöðvum í
einkageiranum annað hvort með
útboðum eða með ræktunarsamn-
ingum.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með hvort borgarstjórn muni takast
að leiðrétta viðskiptaumhverfi garð-
yrkjunnar og hún má treysta því
að fá athygli gróðrarstöðvaeigenda.
Það verður líka fróðlegt að fylgjast
með hvernig öðram aðilum eins og
Skógræktarfélagi Eyjafjarðar og
öðram skógræktarfélögum, bæjar-
félögum, Skógrækt ríkisins og land-
búnaðarráðuneytinu fyrir hönd
Barra hf. tekst til við að fóta sig í
nútímaviðskiptaháttum. Þetta er
hagsmunamál allra landsmanna.
Maður er ekki nema mátulega bjart-
sýnn, því það er erfitt að kenna
gömlum hundi að sitja.
Höfundur er garðyrkjubóndi.
Snjóbrettaíþróttin
FYRSTU klúbbar
snjóbrettamanna voru
stofnaðir í Japan 1983.
Það liðu þijú ár þar til
fyrstu klúbbarnir voru
stofnaðir í Evrópu og
Ameríku, þ.e. haustið
1985. Róttæki snjóbret-
taklúbburinn í Zurich
stóð fyrir fyrstu keppn-
inni í Evrópu vorið
1986, í St. Moritz, sama
vor sáust strákar á
brettum í skíðalöndum
Reykvíkinga. Vorið
1987 vora tvö stór sam-
bönd stofnuð, SEA,
Snowboarders' Europe-
an Association, og NASBA, North
American Snowbo.arder Association.
Þar sem ekkert alheimssamband var
við lýði var heimsbikarkeppnin hald-
in með fimm mótum í báðum heim-
sálfunum tímabilið 1987/88. Sama
form var á mótahaldi árið eftir. Sam-
hliða þessu skipulagði Grundig-sam-
steypan sex móta röð í Evrópu sem
félögum í SEA var boðið að taka
þátt í.
ISA, International Snowboard
Association, var stofnað í Avoriaz í
mars 1989. Þar sem í þessu alþjóða-
sambandi voru einungis þjóðasam-
bönd var einstökum keppendum
einnig boðið að gerast félagar. Þetta
fyrsta ár gengu fimm sambönd til
liðs við ISA og 120 einstaklingar.
Um haustið gengu bæði Bandaríkja-
menn og Japanir úr sambandinu og
neituðu að taka þátt í heimsbikar-
keppninni 1989/90 sem var 12 mót,
þar af sex sem Grundig skipulagði,
og voru nú orðin opin-
ber mót.
Atvinnumannasam-
band, Pro Snowboard-
ers' Association, var
stofnað í mars 1990 í
Lenzerheide í Sviss,
skipað atvinnumönnum
í greininni. PSA og ISA
sameinuðust síðan um
mótahald og veturinn
1990/91 voru haldin
sextán mót á þeirra
vegum, og heimsálf-
urnar þijár sameinuð-
ust um að endurvekja
heimsbikarkeppnina og
voru haldin þijú mót.
Samvinna þessara þriggja heims-
álfa Asíu, Evrópu, Norður-Ameríku,
atvinnusambanda og þjóðasam-
banda, leiddi síðan til stofnunar
þeirra alheimssamtaka sem starfa
enn, ISF, International Snowboard
Federation. Aðalstöðvar eru í Vail,
Colorado Bandaríkjunum. Félögum
fjölgar stöðugt og þegar fyrsta
heimsmeistarakeppnin var haldin í
þeirra nafni í Ischgl í Austurríki í
janúar 1993 mættu 246 keppendur
frá snjóbrettasamböndum 20 landa
í 4 heimsálfum.
Sumarið 1993 var framleiðendum
vöru fyrir snjóbrettaiðkun, svo og
vetraríþróttastöðum boðin þátttaka
í ISF. Þetta varð til þess að i janúar
1994 var fyrsta heimsmeistara-
keppni unglinga á aldrinum 13 til
18 ára haldin í Rogla í Slóveníu. Þar
mættu til leiks 246 keppendur frá
18_löndum í 4 heimsálfum.
I dag er heiminum skipt í fjögur
Forsvarsmenn skíða-
svæða, segir Egill Kol-
beinsson, hafa tekið vel
á móti brettafólki.
svæði innan ISF, Asíu, Evrópu,
Norður-Ameríku og svokallað suð-
urhvel sem er í raun Suður-Amer-
íka. Innan hvers svæðis mynda fjög-
ur sambönd hveija stjórn. Fyrst skal
nefna ISA, sem má líkja við FIS,
alþjóðaskíðasambandið. I öðra lagi
PSA, sem er samband atvinnumanna
á brettum. I þriðja lagi ISRA, Intern-
ational Snowboard Resorts Assoc-
iation, sem er samband þeirra vetr-
aríþróttastaða sem standa fyrir
keppni og vilja koma þessari íþrótt
á framfæri sem almenningsíþrótt. í
ijórða lagi ISF, International
Snowboard Industry, en það samein-
ar þau fyrirtæki sem framleiða vörur
fyrir þessa íþrótt.
ISF gefur út punktalista yfir alla
þá sem keppa á viðurkenndum mót-
um og er hægt með honum að bera
saman alla keppendur hvar sem þeir
eru í getu.
ISF skiptir mótum á sínum vegum
í eftirfarandi flokka:
1. Masters World Cup. Þau eru
haldin á hveiju ári en ekki fleiri
en tvö á hverju svæði.
2. World Series Events. Þau eru
haldin á hveiju ári en ekki fleiri
en 10 á hveiju svæði.
3. Continental Opens. Þau eru hald-
in á hveiju ári og er um ótak-
markaðan íjölda að ræða á hveiju
Egill Kolbeinsson
svæði. í þessum mótum hefja
byijendur alþjóðlega keppni.
Þar að auki eru haldin eftirfar-
andi mót:
1. Heimsmeistaramót sem er haldið
annaðhvert ár í mismunandi
heimsálfum.
2. Heimsálfumeistarakeppni er
haldin á hveiju ári í mismunandi
löndum.
3. Heimsmeistarakeppni ungiinga
er haldin á hveiju ári og er dreift
á milli mismunandi landa og
svæða.
4. Nations’ Cup er sveitakeppni
milli þjóða og er haldin á hveiju
ári.
Innan hvers lands er lögð áhersla
á eftirfarandi mót:
1. Challengers, sem er það sama
sem við köllum landsmót og sá
sem vinnur er landsmeistari, hér
íslandsmeistari.
2. Svæðamót. Samanlagður árang-
ur á þessum mótum segir til um
keppnisröð á landsmóti.
3. Unglingamót. Keppendur á þess-
um mótum eru 17 ára og yngri
og má skipta þeim í fleiri aldurs-
hópa.
Hér á undan hef ég leitast við að
skýra frá skipulagi og uppbyggingu
snjóbrettaíþróttarinnar eins og hún
gerist erlendis. Mikils misskilnings
hefur gætt meðal skíðamanna í garð
þessarar vetraríþróttar, talað er um
að þarna séu á ferð illa uppaldir og
frekir unglingar sem ekkert eigi
heima í skíðabrekkum innan um
annað fólk. Þetta er á miklum mis-
skilningi byggt sem kemur kannski
til af því að þeir klæða sig öðruvísi
en við eram vön. Unglingar hafa
alltaf haft þörf fyrir að vera öðru-
vísi þegar þeir eru að bijótast undan
foreldravaldinu og er það hluti af
þroska þeirra í átt að sjálfstæðum
einstaklingum. Sumir segja að snjó-
bretti séu meira en íþrótt, þau séu
lífstíll. Hvað er betra en að uppreisn-
in beinist að heilbrigðu lífí sem snjó-
brettaíþróttin er?
Hér á landi hafa forsvarsmenn
skíðasvæða tekið vel á móti bretta-
fólki, sýnt mikinn skilning og hjálpað
því við að skapa aðstöðu til æfinga
og keppni. Framsýnir menn innan
skíðadeildar KR stofnuðu fyrir
nokkrum áram innan sinna vébanda
brettadeild til að þeir sem þessa
íþrótt stunda gætu haft aðgang að
þeirri starfsemi sem þegar fer fram
á skíðasvæðum Reykvíkinga.
I dag er talið að í heiminum séu
rúmar 14 milljónir virkra skíða-
manna og tæpar tvær milljónir
brettamanna. Brettamenn eru á bil-
inu 12 til 25 ára, 90% þeirra eru
karlkyns en 10% eru kvenkyns. í
áætlunum sem gerðar hafa verið er
talið að fjölgun innan snjóbretta-
íþróttarinnar verði um það bil 260%
fram að aldamótum, það eru bara 5
ár, en fækkun verði hjá skíðamönn-
um um 16%. Árið 2000 er talið að
helmingaskipti verði milli skíða-
manna og brettamarina i aldurs-
hópnum 6 til 17 ára en í aldurshópn-
um 18 til 24 ára verði skiptingin
65% skíði én 35% bretti. Við lauslega
könnun hjá þeim verslunum í
Reykjavík sem selja brettavörar kom
fram að salan í haust var yfir hundr-
að bretti og er mikil eftirspum eftir
þeim, bæði nýjum og notuðum.
Reynsla okkar sem höfum starfað
við íþróttir segir okkur að mikill
fjöldi unglinga hættir iðkun á aldrin-
um 14 til 16 ára. Margir sem hætta
á skíðum snúa sér að snjóbrettum
og margir sem aldrei hafa komið
nálægt skíðum fara að stunda snjó-
bretti. Hlúum því að þessum vaxtar-
broddi vetraríþrótta með bættri að-
stöðu og breyttu viðhorfi.
Höfundur er forsvarsmaður
brettadeildar KR.