Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Eru hvalveiðar = náttúruvernd? Eg er EKKI Grænfriðungur! ÉG VAR staddur á fyrirlestri Fiskifélags íslands nú nýverið þar sem frummælandi var Magnús Guð- mundsson kvikmyndagerðarmaður. Magnús var á fundi þessum að skýra frá nýjustu herferð Grænfrið- unga (Greenpeace) á hendur fisk- veiðiþjóðum, þ.e. að banna þurfi tiltekin veiðarfæri til að koma í veg fyrir það að sjómennimir (vondu kallamir) veiði síðasta þorskinn eða í raun síðasta fiskinn í sjónum. Það er margbúið að sýna fram á í sjónvarpi, og svo var einnig gert á þessum fundi með Magnúsi, að Greenpeace-samtökin hika ekki við að falsa staðreyndir til að koma áróðri sínum á framfæri til almenn- ings í þeim aðaltilgangi að græða peninga til að geta haldið áfram að græða meiri peninga. Allt okkar samfélag virðist snú- ast um peninga og helst til að hagn- ast sem mest á einfaldan hátt! Skiptir í mörgum tilfellum engu hvort heiðarlega er staðið að gróða- leitinni eða ekki. Magnús Guðmundsson hefur að mínu mati staðið sig vel við að elta uppi falsanir og lygi Grænfriðunga en fyrr má nú rota en dauðrota. Magnús þarf að sjálfsögðu áð hafa laun fyrir sína vinnu eins og aðrir. Mín tilfinning er að Magnús hafi, eins og stofnandi Greenpeace forð- um, farið af stað í baráttu sinni af hugsjón einni saman. Spurningin sem ég velti nú fyrir mér er sú hvort Magnús sé eftir margra ára starf orðinn líkur umrædd- um samtökum, þ.e. að megintilgangur- inn sé orðinn sá að græða á málefninu. Til þess freistast hann til að þyrla upp eins miklu ryki og mögulegt er og reyn- ir þar með að fá fleiri aðila til að styrkja þessa einkaherferð sína á hendur mjög svo mistækum frið- unarsamtökum. Ég tek fram að ég hef enga þekk- ingu á því hvað Magnús hefur lagt út í fjárhagslega í upphafi baráttu sinnar og vel getur verið að hann eigi fyllilega rétt á því að fá þá umbun sem hann nú hlýtur. Ég tel hins vegar fullvíst að Magnús þurfi að gæta að því að líkjast ekki þessum svokölluðu „grænu hryðjuverkasamtökum“ í gífurlegum fullyrðingum sínum. Magnús hélt því t.d. fram á fundi Fiskifélagsins að það væri algjört kjaftæði að regnskógamir væru í hættu og að í raun skiptu þeir litlu sem engu máli varðandi lífríkið á jörðinni. Jafnafdráttarlaus fullyrð- ing kom fram varðandi kjarnorku- ver í Skotlandi eða Eng- landi sem og kjarn- orkukafbát er liggur sokkinn í Barentshafi. Hann telur að það skipti engu máli hvort geisla- virkt úraníum fari í sjó- inn eða ekki því slíkt muni engu breyta í lífríki jarðar. Þetta finnst mér álíka sennileg fræði og að hella mjólk í skál og halda því fram að engu máli skipti hve miklu hellt sé, aldrei muni flæða yfir barmana. Ég tek fram að ég hef enga sérþekkingu til að meta hvort Magnús fer með rétt mál í þessum tilfellum eða ekki, aðeins heilbrigða skynsemi. Ég tel aftur á móti að almenning- ur trúi fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum sem halda því fram að við jarðarbúar séum að vinna skemmdarverk á ýmsum hlutum náttúrunnar, þ.á m. með gengdar- lausri eyðingu regnskóganna og með losun úrgangsefna í jörð og haf. Samkvæmt fullyrðingum Magnúsar Guðmundssonar er engin ástæða til að óttast þetta, því þessi áróður er, samkvæmt hans skilningi aðeins sprottinn af gróðahugmynd- um Grænfriðunga. Það sama á lík- lega við um eyðingu ósonlagsins? Ásbjörn Björgvinsson 25. mars kl. 13.00-16.00 Skálanum Hótel Sögu Kl. 13.00 Eiga Reykvíkingar þingmenn? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Kl. 13.20 Skyldur höfuðborgar og réttindi Svavar Gestsson alþingismaður Æft&r Kl. 13.40 Skóli og dagvistun í Reykjavík isfi&m Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi Málefni fatlaðra í Reykjavík Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalagsins Húsnæðisvandi í Reykjavík Leifur Guðjónsson starfsmaður Dagsbrúnar Kl. 14.10 Almenningssamgöngur í Reykjavík Lilja Ólafsdóttir forstjóri SVR Kl. 14.25 Atvinnuleysi í Reykjavík Sigrún Harðardóttir og Óttar Ólafsson atvinnuráðgjafar Vinnumiðlunar Reykjavíkur Kl. 14.45 Reykjavík borg athafna og atvinnu eða borg vaxandi atvinnuleysis og fátæktar Ögmundur Jónasson formaður BSRB Bryndís Hlöðversdóttir lögfræðingur ASÍ Kl. 15.15 Kaffihlé Kl. 15.30 Fyrirspumir og almennar umræður Kl. 16.00 Reykjavík-betriborg Guðrún Helgadóttir alþingismáður Kl. 16.15 Ráðstefnuslit Fundarstjóri Guðrún Ágústsdóttir Alþýðubandalagið og óhóðir Ég hef því áhuga á að fá fram álit náttúruvísindamanna eða eðlis- fræðinga á þessum fullyrðingum Magnúsar, þ.e. þeirra sérfræðinga sem ekki eru tengdir alþjóðlegum umhverfíssamtökum því að þeim trúir maður síður eftir að Magnús hefur lagt spilin á borðið. Hérlendis sem og erlendis hafa veiðar úr einstökum fiskistofnum minnkað. Aðalástæðan fyrir minni afla er ekki sú að sjómenn vilji ekki lengur draga fisk úr sjó heldur sú að þeir hafa á undanförnum árum veitt of mikinn fisk. Eða er það eingöngu vegna þess að selir og hvalir éta of mikið af físki eins og sumir segja ? Fyrr á öldinni voru selveiðar og hvalveiðar stundaðar við strendur fiestra landa á norðlægum slóðum og nóg var af físki í sjónúm. Síðan íslendingar eiga að koma fram sem nátt- úruverndarsinnar á heimsvísu, að mati Asbjörns Björgvins- sonar, og hafa að kjör- orðum: Vemdun og veiðar fara saman. hófu umhverfissamtök baráttu fyrir friðun hvala og sela áður en, að þeirra mati, síðasta hvalnum yrði útiýmt. Ég hef ekki heyrt sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar mótmæla því að sumar hvalategundir hafí vissulega verið í hættu, s.s. Græn- landssléttbakurinn og fleiri hæg- vaxta hvalategundir. Bágt ástand hvalastofnanna varð vegna ofveiði þessara tegunda. Síld- in kom og fór og er að koma aft- ur. Af hveiju hvarf síldin ? Var það vegna þess að sela- og hvalafjöldi var allt of mikill á þessum tíma, svo haldið sé nú áfram í sama dúr? Nei, vegna þess að um þetta leyti voru sumir hvalastofnar í lágmarki vegna ofveiði en aðrir í ágætu ásig- komulagi. Að mínu mati átti selur og hval- ur ekki stærstu sökina á því að síld- in hvarf heldur við sjálfir. Á þessum tíma, eins og undanfarna áratugi, var íslenski fískveiðiflotinn að end- urnýjast, stærri og afkastameiri fiskiskip komu til sögunnar og við veiddum meira en nokkru sinni og græddum í samræmi við það. Það má leiða líkur að því að á undanförnum öldum eða árþúsund- um hafí ávallt verið mikið af fiski og sjávarspendýrum í heimshöfun- um því veiðar voru auðvitað mjög takmarkaðar af frumstæðri tækni þeirra tíma. Þegar alvöruveiðar á fiski og hval hefjast er nóg af hvoru tveggja í sjónum. Merkilegt! Sjávarspendýr- in höfðu ekki étið allan fiskinn þrátt fyrir að hafa haft til þess árþúsund- ir. En á einni öld er svo komið að fískur er takmarkaður og sumar tegundir sjávarspendýra í útrým- iCITIZEN Fermingartilbqp Falleg, vatnsvarin stálúr með gyllingu. Urin eru sériega þunn og fara þess vegna vel á hendi Stelpuúr Verð áður kr. 15.200,- Tilboðsverð kr. 10.600,- Strákaúr Verð áður kr. 15.900,- Tilboðsverð kr. 10.900,- úra- og skartgripaverslunj Axel Eiríksson úrsmiður ISAnRDI.AOALSTRÆ-I'l 22-SlMI 94-3023 ALFABAKKA 16.MJ0DD-SIMI 870706 Póstsendum fritt ingarhættu. Hverjum er þetta að kenna? Ég bara spyr! íslendingar! Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæmir þegar við gagnrýnum þá aðila sem stuðla vilja að umhverfísvernd, þ.e. þá sem nota réttmætar aðferðir og rök við gagnrýni sína á veiðar í úthöfunum eða eyðingu regnskóganna og óson- lagsins. Það er í okkar eigin þágu að vernda náttúruauðlindir hafsins. Við höfum stærstra hagsmuna að gæta þegar horft er til viðgangs fiskistofna og sjávarspendýra og við verðum að vera menn til að axla þá ábyrgð er fylgir því að við- halda lífríki sjávar. Það þýðir lítið að ofveiða fisk eða önnur sjávardýr og kenna svo bara einhverjum öðrum um og bölva þessum „hryðjuverkasamtökum" sem ekkert gera annað en að gagn- rýna okkur og rífa niður ímynd sem okkur hefur mistekist að viðhalda, þ.e. þá skyldu að vernda og nýta sjávarfang skynsamlega eins og flest okkar vilja. Fiskifræðingar og tillögur þeirra eru hundsuð og sagt að nóg sé af fiski í sjónum, það sé bara árans selurinn og hvalurinn sem éti allt frá okkur. Ég mótmæli því ekki að hrefnu og sel þarf að veiða og það í nokkuð stórum stíl. Bæði selur og hrefna virðast stefna í offjölgun miðað við núverandi ástand físki- stofna nema gripið verði inn í og þessum dýrum fækkað verulega. Að þessu þarf að stefna, en með ýtrustu gætni. Ég tek fram að ég er leikmaður í þessum efnum en hef haft gaman af því að kynna mér þessi mál. Ég vil forðast öfgar í báðar áttir, jafnt ofverndun lífríkis sem ofveiði úr líf- ríkinu. En margs er að gæta. Þá ber sérstaklega að varast málflutn- ing á borð við þann sem Magnús Guðmundsson hefur í frammi. Magnús fullyrðir að það sé aðeins eitt af áróðursbrögðum Grænfrið- unga að bera út sögusagnir um að fiski sé fleygt frá skipum okkar af því að ekki henti að koma með hann að landi. Svona málflutningur er ekki til þess fallinn að auka til- trú á vinnubrögðum Magnúsar eða annarra sem hafa uppi samskonar fullyrðingar. Ég tel að við íslendingar höfum ekki staðið okkur sem skyldi við veiðar og verndun og að í einstaka málum höfum við klúðrað málunum þannig að andstaða við afstöðu okkar hefur jafnvel leitt til öfga- fullra atburða, sbr. árásir á mark- aði með íslenskan fisk. Þegar allt kemur til alls verðum við að taka til í okkar garði áður en við skjótum á nágrannann fyrir að laga ekki til hjá sér. Með því að laga til hjá okkur sjálfum eigum við að geta orðið góði gæinn í huga almennings í stórborgum erlendis. Fremur auðvelt er að höfða til fólks þar eins og sést á árangri Grænfrið- unga. Islendingar eiga að koma fram sem náttúruverndarsinnar á heims- vísu og leggja á það áherslu að skynsamleg nýting og umgengni við allt lífríki á jörðinni sé heiminum fyrir bestu. Fjármagni og mannafla verður að vetja til þessa verkefnis svo áhrifin komi fram sem fyrst. Við eigum að taka forystu í þessum efnum og vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Ég geri það að tillögu minni, að á meðan hvalveiðar liggja niðri verði allir hval- og hrefnuveiðibátar okkar sendir til Evrópu og Bandaríkjanna í áróðursherferð fyrir málstaðnum: Verndun og veiðar fara saman. Ég er viss um að það vekti meiri athygli en mótmæli öfgasamtaka á borð við Grænfriðunga. Einnig á tvímælalaust að dreifa upplýsingabæklingum um núver- andi og tilvonandi verndunarsjón- armið okkar íslendinga til allra er- lendra ferðamanna sem hingað koma til þess að þeir fari héðan upplýstir um mikilvægi náttúru- verndar. Höfundur er áhugamnður um skynsamlega nýtingv sjávarfangs og náttúruvernd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.