Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 50

Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 50
,50 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ RAGNHILDUR ASTA G UÐMUNDSDÓTTIR + Ragnhildur Ásta Guð- mundsdóttir fædd- ist í Lambhaga í Vestmannaeyjum 30. ágúst 1911. Hún lést á öldrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 17. mars síðastliðinn á át- tugasta og fjórða aldursári. Foreldr- ar hennar voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir frá Kúfhól A-Landeyj- um og Guðmundur Guðmundsson sjómaður frá Seli í A-Landeyjum. Ragnhild- ur missir föður sinn 1912 og er aðeins ársgömul tekin í fóst- ur til föðursystur sinnar Ástríðar Guðmundsdóttur og manns hennar Ólafs Jónssonar bónda í Götu í Hvolhreppi og ólst hún þar upp. Ragnhildur stundaði nám í Kvennaskólan- um 1929-1930 og var nokkra vetur í vist á árunum 1930- 1940. Hún útskrifaðist ljós- móðir frá LMSÍ árið 1941 og starfaði sem yós- móðir í Hvolhreppi og A-Landeyjum 1941-1981. Hinn 27. maí 1944 giftist Ragnhildur Jóni Guðnasyni (f. 23.2. 1918, d. 10.9. 1991) búfræðingi og hófu þau búskap í Götu í Hvolhreppi árið 1944. Börn þeirra eru: 1) Ástríður, gift Guðmundi Snorra Guðmunds- syni og eiga þau fimm börn. 2) Bjarghildur, gift Helga Ein- arssyni og eiga þau fjögur börn og þijú barnabörn. 3) Ásgeir Vöggur (d. 26.4. 1961). 4) Guðni Vignir, kvæntur Þór- unni Birnu Björgvinsdóttur og eiga þau þijú börn en Guðni á son frá fyrri sambúð. Einnig ólst upp hjá þeim dóttursonur- inn Ómar Jón. Útför Ragnhildar fer fram frá Stórólfshvolskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.00. ELSKU amma okkar í sveitinni er nú farin frá okkur. Margar góðar minningar koma upp í hugann við svona tímamót. Það var alltaf mik- il tilhlökkun að komast í sveitina til ömmu og afa og dveljast þar sumarlangt. Þetta var þroskandi og lærdómsríkur tími. í sveitinni byij- uðum við á að vera kúarektor og svo hækkuðum við í tign eftir því sem okkur óx fiskur um hrygg. Gaman var að hjálpa við sauðburð- inn og mikil töm því æmar voru margar. Ef burðurinn gekk illa kom amma ánum til hjálpar og leysti það vel að hendi enda ljósmóðir til margra ára. Rúningar, smölun á fjall og heyskapur voru einnig minnisstæðir timar. Amma og afi áttu góða hesta og var oft brugðið sér á bak þegar timi gafst. Við höfðum gaman af að hjálpa henni við mjaltirnar og þegar við eltumst leystum við hana af hólmi á sumrin sem var henni kærkomið frí. Það var oft margt um manninn í Götu og alltaf var borið fram veisluborð. Sérstaklega minnumst við brúnkökunnar sem henni var einni lagið að baka. Ömmu var margt til lista lagt og var sauma- skapur eitt af því. Hún var góð saumakona og á fyrstu búskaparár- um sínum saumaði hún fyrir aðra samhliða ljósmóðurstarfinu. Það er eins og saumaskapur sé í blóðinu því nöfnur hennar eru einnig lagnar við saumaskap. Amma var ljósmóðir í Hvolhreppi og A-Landeyjum og um tíma í Fljótshlíð. Oft þurfti hún þá að fara á bæi hvort sem var á nóttu eða degi í stormi eða blíðu. Hún var lánsöm í starfí og þau böm sem hún hefur tekið á móti skipta tug- um. Amma var fyrsta manneskjan sem við augum litum því hún tók á móti okkur öllum systkinunum, því síðasta þegar hún var á sjötug- asta aldursári. Af þrettán barna- börnum tók hún á móti átta. Amma hafði yndi af því að ferð- ast. Fór hún í nokkur ferðalög með dætram sínum og fjölskyldum þeirra. Ferðin norður á land er okk- ur sérstaklega minnisstæð. Amma lék á als oddi eins og endranær, svo ung í anda og létt á fæti. Við mupum ekki eftir henni öðravísi. Áramótin vora einnig minnis- stæður tími en það var árlegur svið- burður að fjölskyldurnar komu sam- an í Götu. Þá var eins og lífið í Götu væri eitt lítið samfélag með sér áramótabrennu og einka flug- eldasýningu. Elsku besta amma, hjartans þakkir fyrir allar samverastundim- ar sem við áttum hjá þér í sveit- inni. Við munum alltaf búa að þeirri hjartahlýju sem þú gafst okkur. Blessuð sé minning ömmu. Ragnhildur, Ómar, Siguijón, Hilmar og Pálmar. í dag kveð ég í hinsta sinn elsku- lega ömmu mína Ragnhildi Ástu Guðmundsdóttur eða Oddu eins og hún var oftast kölluð. í hugann streyma margar ljúfar minningar sem gott er að ylja sér við. Þegar ég fer að hugsa um hinar góðu stundir sem ég fékk að njóta í ná- vist hennar fyllist ég jafnframt söknuði. Amma var glaðlynd og létt í lund, sífellt að gera að gamni sínu og það dró bamabömin að henni. Þó að veikindi hafi sett strik í reikning- inn hin síðari ár var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Þannig mynd vil ég hafa í huga þegar ég minnist hennar. Þau vora ófá sumrin sem ég fékk að aðstoða hana og afa heitinn við + Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför móður, tengdamóður og ömmu okkar, Dcnníiíi i FRIÐBJARIMARDÓTTUR, AAalgötu 5, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurnesja. Sigurður Jónsson, Ragnar F. Jónsson, Maria Einarsdóttir, Guðný Jónsdóttir Thordersen, Ólafur Á. Jónsson, Emma Hanna Einarsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Árni Júli'usson, Erna Jónsdóttir, Kristján Valtýsson, Gunnar Jónsson, Þórey Eyþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MIIMNINGAR sveitastörfin. Alltaf tók hún á móti mér með bros á vör, hlátri og létt- leika. Þannig mun ég halda minn- ingu hennar á loft. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú þegar ég kveð ömmu langar mig að votta mömmu, Ástu og Guðna mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur. Jón Ásgeir Helgason. Mig langar að hitta langömmu aftur, sagði dóttir mín eftir að ég sagði henni frá andláti ömmu. Það langar mig líka og söknuðurinn er sár. Fallegar minningar um ömmu munu lifa í huga mér. Endurminningar um mörg yndis- leg sumur í sveitinni hjá ömmu og afa koma upp í hugann. Á vorin var tilhlökkunin mikil, um leið og skóla lauk lá leiðin austur í Götu. Þar tók amma blíðlega á móti okk- ur með opinn faðminn. Hún var einstaklega blíð og glaðleg kona og það var falleg útgeislun frá henni. Ég bar alltaf sérstaka virðingu fyr- ir ömmu. Ég minnist þess hversu stolt ég var þegar amma kallaði mig kaupakonuna sína fyrsta sum- arið mitt í sveitinni. Ég hafði gam- an af því að aðstoða ömmu og það var vel launað með blíðlegu brosi sem yljaði um hjartarætur. Þegar frí gafst frá bústörfum var oft setið við eldhúsborðið og spjallað saman. Það var gaman og fróðlegt að tala við ömmu og oftar en ekki slegið á létta strengi. Skemmtileg- ast þótti mér að heyra sögur frá því í gamla daga, sögur af ömmu þeg- ar hún var ung stúlka í Kvennaskól- anum í Reykjavík og síðar í Ljós- mæðraskóla Islands. Amma sagði mér frá ljósmæðrastarfinu og því þegar hún tók á móti mér og öðram bamabömum sínum í Götu. Minningar um yndislegar sam- verastundir með ömmu era eitt af því dýrmætasta sem ég á. Ragnhildur Helgadóttir. EYÞÓR EINARSSON + Eyþór Einars- son fæddist í Hjarðarhaga í Að- aldal 19. apríl 1964. Hann lést á Húsavík 17. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Fríða Eydís Krisljánsdóttir, f. 2. júlí 1936, og Ein- ar Jónsson, f. 24. nóvember 1927. Þau eru búsett að Hjarðarhaga í Að- aldal. Systkini Ey- þórs voru: Kristján, f. 11. maí 1954, kona hans er Bryndís Marías- dóttir, börn þeirra eru Amdís, Ármann og Rut; Jón, f. 24. júlí 1957, kona hans er Guðný Bára Magnúsdóttir, böm þeirra em íris, Einar og Alma; Kristín Hrönn, f. 8. desember 1965, dætur hennar eru Guðlaug Eydís og Aldís Sif. Eyþór dvaldist í foreldrahúsum og var um tíma vistmaður á Sól- borg á Akureyri. Síðastliðið haust flutti hann í nýtt sam- býli á Húsavík. Útför hans verður gerð frá Neskirkju í Aðaldal í dag. ÞEGAR pabbi hringdi í mig síðast- liðinn föstudag, til að segja mér frá því að þú hefðir sofnað að eilífu þá um morguninn, þyrmdi yfír mig. Af hveiju núna, þegar þú varst aftur kominn í nábýli við mömmu þína, pabba og Badda þinn? En kannski kemur rétti tíminn aldrei. Ég fór að hugsa um allar stundim- ar okkar saman, um þær Móra, Goltu og hænumar sem vora í sér- stöku uppáhaldi hjá þér. Þú tókst ekki öllum, sumt fólk vildir þú ekki tala við og svaraðir ekki, þegar þér fannst asnalega spurt. Stundum skoðuðum við myndir saman og þú vissir alltaf hver var hver. Manstu þegar ég píndi í þig Vilkósúpunni, vakti þig á morgnana með því að lyfta öðra augnlokinu á þér sem þú síðan nokkram áram seinna gerðir við mig í leik. Það rifjast fleiri og fleiri minning- ar upp í huga mér. Fyrsta minningin er þegar Jónsi var að elta þig um alla móa og þú tókst Gumma bróður upp á höfðinu. Þú sagðir líka oft þegar pabbi minn kom: „Þarna kemur Simmi á sítrónunni.“ Svo sættir þú færis og læstir þig inni í bílnum. Það var mjög vinsælt, svo stóð fólk, rólegt til að byija með, en það gat kámað gamanið þegar þú bara sast inni í bflnum og neitaðir að opna. Eða kókdrykkjan. Það varð að vera kók í stórri flösku, „með gati“, og ekki nóg með það, heldur varð að vera „rétt gat“ á botninum líka. Þú gast haldið á sömu flöskunni allan dag- inn og svo allt í einu þambað í botn. Pylsurnar vora líka í sérflokki. Baddi sauð og sauð pylsur, því að þær vora sko ekki verstar hjá Badda. Það var viss passi að fara til hans þegar þú komst heim. Hann var þér alltaf svo einstaklega góð- ur. Lánaði þér tug af skrúfjámum til að hafa undir koddanum, öllum til hrellingar, lék við þig, gaf sér góðan tíma til að tala við þig og svo í seinni tíma gastu farið í heita pottinn til hans, sem var sko ekk- ert slor. Þegar þú komst í heimsóknir til okkar, þá þurftirðu fyrst að labba einn hring um allt, áður en þú sett- ist og fékkst þér kaffi þjá Úllu. Mamma þín og pabbi vora óþreyt- andi að taka þig heim þegar þú varst á Sólborg. Nú ertu farinn til Jónsa afa og beggja ammanna, vonandi hleypurðu þar um móana og leitar að hreiðram og líður vel. Mömmu þinni, pabba, Badda og öllum hinum sendi ég samúðar- kveðjur. Takk fyrir allt. Sigrún Fanney. GUÐMUNDUR * + JOHANNES HALLDORSSON + Guðmundur Jó- hannes Hall- dórsson á Þinghóli í Tálknafirði fædd- ist 8. júlí 1901. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 19. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldór Ólaf- ur Einarsson, f. 15.11. 1874, d. 9.5. 1924j og Magnfríð- ur Ivarsdóttir, f. 25.11. 1875, d. 13.1. 1958. Alls voru systkini Guðmundar níu og eru fimm þeirra á lífi: Jónína Bergþóra, f. 1903, d. 1903; ívar Rósin- krans, f. 1904, d. 1978; Bjarni Trausti, f. 1906, d. 1975, Guð- LÁTINN er á nítugasta og fjórða aldursári afabróðir minn, Guð- mundur Jóhannes Halldórsson, eða Jói frá Gröf eins og hann var yfir- leitt kallaður af kunnugum. Hann var elstur í stóram systkinahópi, sem fæddur var og uppalinn á Móbergi á Rauðasandi. Hann bjó fram á miðjan aldur í nokkurs kon- ar félagsbúi með móður sinni og bróður á jörðunum Króki og Gröf á Rauðasandi. Þær era nú báðar komnar í eyði fyrir allnokkru og flest hús þar horfin af yfirborði jarð- ar. Bræðurnir brugðu búi árið 1955 þegar móðir þeirra gat ekki lengur haldið heimili með þeim vegna þverrandi heilsu. rún, f. 1908; Ingi- mundur Benjamín, f. 1910; Sigurður Breiðfjörð, f. 1913; Sigríður, f. 1915, dáin 1977; Halldór Kristinn, f. 1918; og Ólafur Halldór, f. 1921. Hinn 24. nóvem- ber 1958 kvæntist Guðmundur Jó- hannes Guðríði Helgadóttur, f. 20.2. 1915, d. 12.10. 1991, frá Fróðhús- um í Borgarfirði. Þau voru barnlaus. Útför Guðmundar verður gerð frá Sauðlauksdalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Upp úr því fluttist Jói til Reykja- víkur, þar sem hann bjó ætíð síðan. Hann vann þar lengst af sem verka- maður, að mestu hjá Eimskipafélagi Islands. Hans mætti sinni miklu gæfu í lífínu árið 1958, þegar hann kvæntist Guðríði Helgadóttur, ætt- aðri úr Borgarfirðinum. þau héldu saman fallegt og hlýlegt heimili meðan aldur og heilsa leyfði. Guð- ríður lést árið 1991, eftir að hafa stutt og styrkt Jóa áram saman eftir því sem ellin færðist yfir hann, sem meðal annars svipti hann' heyminni. Eftir lát hennar hefur Jói dvalið á Sólvangi í Hafnarfirði. Ég kynntist Jóa ekki fyrr en á efri áram hans, enda aldursmunur töluverður. Hann kom þá ætíð ásamt konu sinni í heimsókn vestur á Rauðasand á sumrin og vitjaði þá æskustöðva sinna og heilsaði upp á vini og kunningja. Þau fóru yfírleitt gangandi milli bæja í sumarheimsóknum sínum vestur á Sandi. Jói stikaði á undan, stór og skrefdijúgur, eins og hann gæti varla ráðið við sig af eftirvænt- ingu að sjá kunnuglegan stein, brekku eða læk sem vöktu upp ótaldar endurminningar. Nokkram skrefum á eftir gekk síðan Gudda, lægri og skrefsmærri, en hafði þó ætíð við bónda sínum. í þessum heimsóknum var ætíð tekinn góður tími til að ræða málin. Jói rifjaði þá upp gamlar stundir og skemmti- légar minningar, gjarna kryddaðar með vísukorni sem oftast var hans eigið. Gudda var þá oft eins og uppflettirit fýrir bónda sinn, þegar hann rak í vörðumar. Jói var glaðsinna og mikill sel- skapsmaður og laundijúgur yfír því sem honum þótti hann hafa vel gert. Hér á árum áður lék hann gjama fyrir dansi á harmoniku í iitla ungmennafélagshúsinu á Rauðasandi sem ungmennafélagið Von reisti á fyrri hluta aldarinnar. Hann var vel hagmæltur og stund- aði vísnasöfnun af mikilli natni á efri áram sínum. Hann er einn þeirra aldamótamanna sem mundu tímana tvenna og mættu miklum breytingum á ævinni. Með þeim hverfur mikill fróðleikur og þekking á lífi fyrri kynslóða. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Gunnlaugur Júlíusson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.