Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 55 Ófá átti hann símtölin við Jón Pét- ursson skipstjóra síðustu ár útgerð- arinnar, eftir að farsíminn kom til sögunnar, þegar honum varð mögu- legt að hringja beint um borð. Heimsóknir til okkar átti gamli maðurinn margar. Með fylgdu sög- ur og frásagnir úr Aðalvík. Vel mátti greina í orðum Jóns Magnús- sonar þá lotningu og virðingu sem hann bar fyrir samferðafólki sínu að norðan. Minnið var fram á síð- ustu stund afburða gott, ná- kvæmnin í frásögnum slík, að við sem hlustuðum á lifðum okkur inn í atburðarásina með honum. Stund- um var sagt frá örlagaríkum at- burðum, frásögninni lauk og okkur setti hljóð. Enn einu sinni höfðum við komist í snertingu við andrúms- loft liðinna daga, þar sem lífsbjörg- in var sótt með áræði og ótrúlegum dugnaði í harðbýlli sveit. í Aðalvík, engum duldist, sem á hlýddi, að þar var hugur hans, þar var hans heima. Þessi fátæklegu orð eru alls ófull- nægjandi til að lýsa þessum stór- brotna manni. En með þeim viljum við samt þakka einstökum heiðurs- manni samfylgdina. Ættingjum sendum við okkar samúðarkveðjur. Sigurður Sveinsson og fjölskylda. Sá aldni heiðursmaður Jón Magnússon móðurbróðir minn frá Stað í Aðalvík er nú látinn á nítug- asta og fyrsta aldursári. Á æskuárum Jóns Magnússonar var lítið um skólagöngu og lærði hann það sem lært var hjá föður sínum, en fór síðan í Bændaskólann á Hvanneyri. Árin 1926 til 1932 var hann bóndi að Stað í Aðalvík, en reisti nýbýlið Sæborg í Aðalvík og var bóndi þar árin 1937 til 1948, en þá fluttist hann til ísafjarðar og bjó í mörg ár á bænum Seljalandi en hin seinni ár með Hreini syni sínum og fjölskyldu hans á Engja- vegi 16 á Isafirði og nutu Jón og Margrét Magnúsdóttir kona hans svo sannarlega þeirra samvista. Þau hjón voru voru einstaklega barn- góð, í minningunni um þau hjón lifir, hversu einstaklega góð þau voru alltaf við mig og hefðu vart getað verið betri við mig þó ég hefði verið afkomandi þeirra. Hlýjar var alltaf með þeim fegurstu á hveiju sumri, þar sem handverk þeirra beggja nutu sín. Elsku afí, orðin eru svo fátækleg á svona stundu, við viljum kveðja þig með þessum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku amma, megi guð gefa þér og okkur öllum styrk í sorginni. Þórdís, Halldór ' Jón og Emil. Þín minning öllu æðri ofar moldum skín. Er góðra verður getið mun getið verða þín. (G.J.) Elsku afi. Við viljum þakka þér allar okkar samverustundir. í Eyjum þegar við bjuggum hjá ykkur ömmu. Þá var alltaf gaman að skreppa í króna eða niður í bátinn þinn. Síðustu samverustundir okkar í Eyjum átt- um við með þér sl. haust, þegar við söfnuðum lundapysjum sem við svo slepptum á Eiðinu. I Mýrdalnum, þar sem sumarbú- staðurinn ykkar ömmu stendur, gróðursettum við tré og blóm með þér. Þar var haldið upp á afmælis- daga þína, þá var kveiktur varðeld- ur og sungið og hlegið. Við þökkum fyrir að hafa fengið að vera með þér. Guð blessi þig og varðveiti, elsku afi. SNÆBJÖRN SNÆBJÖRNSSON minningar koma upp í huga mínum og enn í dag lesa mín böm bækurn- ar um Snúð og Snældu, sem þau sendu mér sem ungum dreng fyrir þijátíu og fimm árum eða svo og á titilsíðu einnar bókarinnar stendur skýrum stöfum skrifuð jólakveðja frá Seljalandi á jólum 1957. Ofar- lega í minni mínu eru ferðir á Þjóð- minjasafnið og önnur söfn í Reykja- vík um og upp úr 1960, þar sem mér var komið í skilning um, að ég væri að fylgja þeim og skildi ég það svo. Þannig er lund barnsins. Mjög gott samband var ávallt milli foreldra minna og þeirra hjóna, en á tíma hins mikla hraða og tækni minnist ég þess sérstaklega, að hvert aðfangadagskvöld kl. 19.30 stundvíslega, frá því ég man eftir mér og fram til að hið sjálfvirka símkerfi var tekið í notkun pantaði móðir mín símann 431 á ísafirði til að færa jólakveðjur til fjölskyldunn- ar á ísafirði, þetta var eins viss athöfn og að hlusta á messu þetta kvöld. Þó Jón Magnússon nyti ekki langrar skólagöngu var hann ágæt- ur tungumálamaður, en einmitt þess vegna nýttist þekking hans breska hemum í síðari heimsstyij- öldinni. Það mun hafa verið um 1940 sem breski herinn settist að í Aðalvík og byggði ratsjárstöð uppi á Ritnum eða Darra, sem er vestan- vert við víkina. Tilgangurinn með stöðinni var að fýlgjast með skipa- ferðum á sundinu milli Islands og Grænlands. Til að koma tækjum þar upp voru byggðir brautarteinar upp fjallið og stjórnaði Jón einmitt þessu verki og var síðan aðal tengi- liður á svæðinu milli íslendinga og breska hersins um árabil. Ekki verður annað sagt, en að hinn kon- unglegi breski her hafi sýnt Jóni Magnússyni mikið traust og það traust fór hann vel með. Hinir bresku þurftu ekki að óttast, að tengiliðurinn talaði af sér, slíkur var trúnaður hans og heiðarleiki. Þegar herstöðin var lögð niður í lok stríðsins voru ýmsir hlutir fluttir á brott, en aðrir eyðilagðir og þótti bóndanum á Sæborg undarlegt hvernig farið var þá með verð- mæti, en ýmist tilheyrðu þau hern- aðarleyndarmálum, eða of dýrt var að flytja það burt. Allt er þetta nú löngu horfið. Jón Magnússon eign- Malli á Júlíu var athafnaskáld. Hann var eitilharður fiskimaður og dugmikill útgerðarmaður, en hans aðalsmerki var að geta horft yfir sviðið allt með tign og ró, en á auga- bragði var snerpan til staðar, þegar á þurfti að halda. Emil Andersen var löngum kennd- ur við bát sinn, Júlíu, þótt síðar gerði hann út bátinn Danska Pétur. Hann setti alla tíð mikinn svip á umhverfi sitt, athafnasvæði Vest- mannaeyja og naut mikillar virðing- ar allra sem fylgdust með gangi mála. Það var gott að eiga hann að. Hann var íhugull og ráðagóður. Hann bjó yfir mikilli reynslu, sem aðist vini hjá breska hernum og hélt ágætu sambandi við þá fram undir það síðasta eða í um fimmtíu ár. Saga Aðalvíkur er svipuð sögu annarra eyðibyggða á landinu. Fiskimið voru góð, en þéttbýlið dró fólk til sín og þegar bændur voru orðnir það fáir, að þeir gátu ekki sameiginlega sjósett báta, sem not- aðir voru við að færa björg í bú var ekki annað að gera en að pakka saman og flytja. Jón og Margrét voru því með síðustu íbúum í Aðal- vík. Þegar til ísafjarðar var komið stundaði Jón ýmis störf tengd sjáv- arútvegi og átti um árabil hlut í Guðnýju ÍS 266. Áhugi hans fyrir útgerðinni var mikill og þegar þessi aldni heiðursmaður var sestur í helgan stein leið ekki sá dagur, að hann aflaði sér ekki upplýsinga hvernig „henni“ hefði gengið þann daginn. Jóni Magnússyni var lítt gefið um lofræður en hann var ákveðinn, heiðarlegur, traustur og góður maður, þess nutu allir sem honum kynntust og aldrei heyrði ég þenn- an mann leggja illt orð til annarra. Að leiðarlokum skal fært margfalt þakklæti fyrir alla þá góðsemd sem hann ávallt sýndi foreldrum mín- um, mér, eiginkonu minni og börn- um. Jón Magnússon þurfti eins og flestir af hans kynslóð að hafa tals- vert fyrir lifibrauðinu, en þrátt fyr- ir það gleymdi hann aldrei kærleik- anum og vil ég nú vitna í fyrra Korintubréf þrettánda kapítula, •fjórða til sjöunda vers, en það end- urspeglar að mínu mati æviveg þessa móðurbróður míns. „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp, hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa, hann gleðst ekki fyrir óréttvísinni, en hann samgleðst sannleikanum, hann breiðir yfír allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“ Guð blessi minningu Jóns Magn- ússonar og afkomendur hans, sem nú syrgja aldurhniginn heiðurs- mann. Runólfur Magnús Ásgeirsson. hann fór með af alkunnri hógværð, þannig að allt varð látlaust og eðli- legt í kringum hann og lífið fékk að ganga sinn vanagang þrátt fyrir pus og ýmsa takta í lífsins ólgusjó. Malla fylgdi mikið lán, en mesta lánið hans var hún Dísa, eiginkona hans, sérstæð perla og þau voru feikn samrýnd. Allt þeirra fólk ber þokka þeirra og Malla verður sárt saknað því óafvitað var hann eitt af þessum sterku ankerum, sem hvert samfélag byggir í rauninni svo mikið á. Góður Guð leiði hann á nýjum, brautum útvegsins og gæti eftirlifandi. Árni Johnsen. + Snæbjörn Snæbjörnsson fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1936. Hann lést á Landspítalan- um 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjar- kirkju 24. mars. „VARÐVEIT hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins." (Orðskviðirnir 4,23.) Si>æi frændi hefur kvatt þetta jarðneska líf. En verum vongóð fyr- ir hans hönd því eins og segir í Biblíunni geta þeir sem varðveitt hafa hjarta sitt umfram allt öðlast eilíft líf. Við sem þekktum Snæja erum ekki í vafa um hjartagæzku hans, hún streymdi frá honum alla tíð. Fyrstu minningar um Snæja frænda á ég frá fermingarveizlum hér á árum áður. Snæi í dökkum, teinóttum jakkafötum, brosandi svo skein í gráa framtönnina, nokkuð sem var flott á honum því hann var svo mikill gæi, sjómaður nýkominn úr siglingu með Mackintosh og vindlalyktin umlukti nærstadda. Ég man að þar sem hann stóð var allt- af glatt á hjalla. Svo leit hann í kringum sig með umhyggju og hlýju í svipnum. Þannig man ég Snæja. Svo hló hann, þessum líka dimm- raddaða, karlmannlega hlátri. Þá lyftist undantekningalaust brúnin á öllum í því herberginu. Mörgum árum seinna kallaði ég eins og fleiri Snæja til þegar pípu- lagningamanns var þörf. Þá kom hann í hversdagsfötum og var eitt- hvað að bisa við rörin. En eitthvað þótti mér ekki eins og það ætti að vera. Við nánari umhugsun fannst mér hann ekki eiga heima í vinnu- gallanum. Snæi frændi naut sín bezt í veizlum, fermingarveizlum, afmælum og ekki sízt í fjölskyldu- ferðalögum. Þar gat maður heyrt hann hlæja og segja ómetanlega brandara allan daginn og dag eftir dag. Snæi frændi var einstaklega hreinskiptinn og góðhjartaður. Ekki man ég glöggt hveijar skoðanir hans voru en það var hvernig hann setti þær fram sem var eftirminni- legt og óvenjulegt. Ég hrökk oft í kút, staðin að fáfræði minni og gleymsku. Snæi gat stillt manni upp við vegg og sagt: „Veiztu þetta ekki?! Svo kom brosið og hláturinn stuttu seinna. Þannig að maður vissi ekki alveg hvort hann var að grínast eða hvort maður þyrfti að fylgjast betur með öllu milli himins og jarðar í framtíðinni. „Sannlega, sannlega segi ég yð- ur: Sá sem trúir, hefur eilíft líf.“ (Jóh. 6,47.) Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir. t Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, SIGRÍÐUR JÓHANNA BECK, Brávallagötu 14, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 7. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gottskálk Þ. Björnsson, Sigríður S. Gottskálksdóttir, Björn Gottskálksson, Gísli Gottskálksson, ísak Beck Ggttskálksson, Kristín S. Watkins, Ragnhildur Ýr Björnsdóttir, Vilborg Björnsdóttir, James Björn Watkins. t ODDFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, áðurtil heimilis í Kelduhvammi 5, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 23. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Jónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát móður minnar, HALLDÓRU KRISTÍNAR STURLAUGSDÓTTUR, Hamarsholti. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima fyrir góða umönnun. Guðbjörg Kolbeinsdóttir og aðstandendur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðaliínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN GUNNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR frá Arnþórsholti, Lundarreykjadal, Vatnsstíg lOb, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 24. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur H. Hafsteinsson, Karen Kristjánsdóttir, Hjalti S. Hafsteinsson, Sigrfður Jónsdóttir, Jórunn Marfa Hafsteinsdóttir, Arnheiður Huld Hafsteinsdóttir, Linda Húmdís Hafsteinsdóttir og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, GEORGSÁRNASONAR fyrrverandi leigubílstjóra, Efstalandi 18. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjarta- deildar Landspítalans. Margrét Kristjánsdóttir, Ólafur H. Georgsson, Marfa Inga Hannesdóttir, Auðun Georg Olafsson, Selma Víðisdóttir, Kári Pétur Óiafsson. Gauti og Sara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.