Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGÚR 2. APRÍL 1995 11
Skipting útgjaida í
verðlagsgrundvelli
sauðfjárafurða
1. mars 1994
Laun og
launatengd
gjðld
3,61%
Vextir at
tjártest.
11,27% Afskriftir
Breytilegur
kostnaður
aði lambakjöts annars vegar og
framleiðslu svína- og fuglakjöts
hinsvegar enda er hvíta kjötsfram-
leiðslan algengust úti í heimi vegna
þess hversu miklu hagkvæmari hún
er á allan hátt. Svínin eru mun af-
urðameiri kjötframleiðsludýr en
sauðfé, en ein gylta gefur að meðal-
tali af sér eitt tonn á ári á meðan
ein kind gefur um 18 kg að meðal-
tali á ári. Þannig að með tilliti til
byggðar í landinu og vanda sauðfj-
árbænda, verður það að viðurkenn-
ast að lambakjötið keppir alls ekki
án opinberra styrkja, sérstaklega í
ljósi þess hvernig framleiðsluskipu-
lag sauðfjárbúskaparins hefur verið
rekið með kvótakerfi, ríkisafskipt-
um og forsjárhyggju.“
Að mati formanns Svínaræktar-
félagsins verður að losa sauðfjár-
bændur úr viðjum framleiðslutak-
markana til þess að framleiðslan
færist til þeirra svæða og til þeirra
bænda, sem framleitt geta með sem
hagkvæmustum hætti. „Ef horft er
til reynslu svínabænda, þá er það
þetta fyrst og síðast sem dugað
hefur, þó fullyrða megi að sú að-
gerð myndi ekki duga að fullu til
að jafna þann mun, sem er á fram-
leiðslukostnaði því margfalt færri
fóðureiningar fara í að framleiða
svínakjöt en lambakjöt. „Stuðningur
við sauðljárrækt er í mínum huga
hluti af stuðningi við byggð í land-
inu þó svo að breyta mætti styrkja-
fyrirkomulaginu þannig að hætt
verði að framleiðslutengja greiðsl-
urnar, en tengja þær frekar nokk-
urs konar búsetustyrkjum og leyfa
mönnum að framleiða eins og að-
stæður og afköst leyfa.“
SJÁ NÆSTU SÍÐU
HALLDÓR BLÖNDAL
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
Beingreiðslur til bænda
þarfnast athugunar á ný
VANDI sauðfjár-
bænda er fyrst og
fremst kominn til af
því að framleiðsla
þeirra hefur dregist
mjög mikið saman frá
því að búvörusamning-
urinn var gerður. Þeir
hafa bæði þurft að
taka á sig flatan niður-
skurð, sem þýtt hefur
allt að helmings kjara
rýrnun á sumum
búum, auk þess sem
innanlandsneyslan
stefnir í að verða 7.200
tonn í ár miðað við
8.400 tonn árið 1991
eða það ár sem búvöru-
samningur var gerður, en hann
byggðist m.a. á því að útflutnings-
bætur voru felldar niður og bein-
greiðslur til bænda miðaðar við inn-
anlandsneysluna eingöngu. Engin
varnagli var sleginn í samningnum
ef til slíks samdráttar í innanlands-
neyslu kæmi sem nú er reyndin.
Sá samdráttur bitnar því allur á
sauðfjárbændum og erfitt hefur
reynst að taka málið upp eftir á,
að sögn Halldórs Blöndal landbún-
aðarráðherra. Búvörusamningur-
inn, sem nær til 1. september 1998,
verður aftur á móti tekinn til endur-
skoðunar á þessu ári og lýsir ráð-
herrann sig mjög svo fúsan til við-
tals um endurskoðun á þessu atriði.
Skoðun ráðherrans er sú að ekki
sé hægt að draga viðstöðulaust úr
beingreiðslum, heldur verði að taka
þennan þátt samningsins að nýju
til athugunar þar sem margir
sauðljárbændur búi nú við mikla
fátækt og gangi á eigur sínar. Sam-
tímis telur hann að til greina komi
að styrkja Jarðasjóð svo hann geti
ef til vill í samvinnu við sveitarfélög-
in keypt jarðir, sem ekki seljast á
frjálsum markaði og
að bændum verði jafn-
vel heimiluð áfram-
haldandi búseta ef þeir
sjá fram á að geta snú-
ið sér að öðru til að
koma sér út úr sauðíj-
árrekstrinum. „Þrátt
fyrir að sauðfjárbænd-
ur skuldi ekki mikið
hvíla auðvitað vissar
kvaðir á búunum sem
nauðsynlegt er að
svara og þurfa bændur
auðvitað einhvern höf-
uðstól ætli þeir að snúa
sér að öðrum hlutum.
í þriðja lagi verður að
leggja áherslu á það í
markaðssetningu hér heima og er-
lendis að lambakjötið verði áfram
sú hollustuvara, sem það er. Lagt
verði upp úr heilbrigði búpeningsins
í stað þess að nota vaxtahormóna
og önnur fíkniefni til framleiðslunn-
ar, eins og gert er víða erlendis.
Til þess að styrkja þessa ímynd
okkar í matvælaframleiðslu, sem
við njótum raunar líka á öðrum
sviðum, t.d. í ferðaþjónustu og í
viðskiptum með fisk, er rétt að setja
ákveðna millistigsvottun, sem svo
er kölluð, utn búvöruframleiðsluna
sem felur í sér strangar reglur um
hollustu landbúnaðarvara. Þessi
hollustuímynd, sem viðurkennd hef-
ur verið í Bandaríkjunum, mun gera
okkur kleift að fá hærra verð fyrir
vöruna en ella væri,“ segir Halldór,
en hann á von á því að gefin verði
út reglugerð um svokallaða lífræna
ræktun um mánaðamótin.
Landbúnaðarráðherra segist
hafa boðið Bændasamtökunum það
oftar en einu sinni að létta mætti
birgöastöðuna með því að flytja út
dilkakjöt, sem framleitt hefði verið
innan greiðslutnarks. Ástæðan fyrir
því að samtökin treystu sér ekki til
að fara þá leið var sú að afurðalán-
in, sem hvíla á því kjöti, hafa verið
mun hærri en það verð, sem hægt
var að fá erlendis auk þess sem
skortur hefur verið á erlendum
mörkuðum. Halldór segir miklar
vonir bundnar við útflutning lamba-
kjöts í framtíðinni og ef þær vonir
gangi eftir þýddi það breytta að-
stöðu hjá sauðfjárbændum sem
auðvitað myndi auðvelda lausn
vandans að verulegu leyti. „En þó
að okkur sýnist að í sjónmáli séu
nýir möguleikar og markaðir á öðr-
um forsendum, er ekkert fast í
hendi eins og er. Við erum hinsveg-
ar þeirrar skoðunar að þessum
málum beri að fylgja eftir af festu
og lykiilinn sé sú hollustuvottun,
sem við getum gefið okkar fram-
leiðslu.
Sé hinsvegar horft á dæmið út
frá innanlandsmarkaðinum og fari
svo að vonir um útflutning bregð-
ist, er óhjákvæmilegt að opna
möguleika fyrir bændur, sem kjósa
að hætta búskap. Við vitum hins-
vegar ekki hvernig það dæmi myndi
líta út eða hversu margir bændur
myndu kjósa þá leið. Hinsvegar með
bættum samgöngum og örvun nýrr-
ar atvinnustarfsemi úti á lands-
byggðinni opnast möguleikar til
þess að bændur geti aflað sér tekna
til hliðar við bú sín. Lítil sauðíjárbú
geta vissulega verið mjög hagkvæm
ef þeim er aðeins ætlað að standa
undir hluta framfærslunnar. í þriðja
lagi verður að gefa svigrúm til þess
að þeir, sem byggja vilja alla af-
komu sína af sauðfjárrækt, geti
ijölgað fé og aukið framleiðsluna
því ef afkastageta búanna nýtist
til fulls, má lækka framleiðslu-
kostnað um allt að 20%,“ segir
Halldór.
Um þá umkvörtun bænda að
þeir njóti ekki mannréttinda á borð
við aðrar stéttir hvað atvinnuleysis-
bætur áhrærir, segir ráðherrann:
„Síðasta ríkisstjórn lagði trygg-
ingagjald á bændur og þá var út
frá því gengið að þeir ættu rétt á
atvinnuleysisbótum, eins og aðrar
stéttir. Ég hef verið þeirrar skoðun-
ar að ríkisvaldinu bæri að standa
við það. Á hinn bóginn hefur ekki
tekist samkomulag innan ríkis-
stjórnarinnar um hvernig að því
máli skuli staðið, en verið er að
vinna í málinu og viðræður eru í
gangi milli landbúnaðar-, félags-
mála og fjármálaráðuneyta. Bænd-
ur eiga auðvitað rétt á atvinnuleys-
isbótum eins og hveijir aðrir á tím-
um samdráttar þegar bú er orðið
það lítið að það er varla lengur
fullt starf fyrir eina manneskju að
sinna því.
í mínum huga eru atvinnuleysis-
bætur neyðarlausn. Við viljum auð-
vitað finna önnur úrræði svo að
fólk geti aflað tekna með eðlilegum
hætti. Það má vera að það geti
verið skynsamlegt að horfa til þessa
vandamáls sem byggðavandamáls
á skilgreindum svæðum, eins og
gert er víða erlendis. En þegar ég
hef vakið máls á þvi hvort ekki sé
rétt að skilgreina ákveðin svæði
sem sauðfjársvæði og aðgerðir þeim
til handa, hafa bændur ekki tekið
undir þau sjónarmið. Það má eflaust
segja að það séu eðlileg viðbrögð
samtaka bænda enda er hér um
hagsmuni að ræða. En þó ég vilji
að bændur hafi sinn rétt til atvinnu-
leysisbóta, er ég þeirrar skoðunar
að við getum líka horft á þetta mál
út frá öðrum sjónarmiðum og velt
fyrir okkur hvort byggðalegar að-
gerðir muni kannski koma að sama
haldi og skila betri árangri gagn-
vart bændum og þjóðfélaginu í
heild,“ segir landbúnaðarráðherra.
Halldór
Blöndal