Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 56
varða
víðtæk
fjármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
MORGUNBLAÐIÐ, KRJNGLAN I, 103 RKYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
ÆR B AR tveimur lambhrút-
um á bænum Nýhóli á Hóls-
fjöllum 4. janúar síðastliðinn.
Ragnar Guðmundsson,
bóndi á Nýhóli, sem heldur
hér á öðru lambinu í fjárhús-
dyrunum á Nýhóli, minnist
þess að ær hafi einu sinni
* borið á svipuðum árstíma á
Nýhóli en það var á nýársnótt
fyrir mörgum árum.
Býr með sauðfé oggeitur
Ragnar var einn þeirra
bænda í Fjallahreppi sem
þurftu að skera niður fé
Nýárslamb
bóndans
á Nýhóli
vegna friðunar Hólsfjalla fyr-
ir nokkrum árum. Hann býr
einn á Nýhóli og er nú með
21 á, hrúta, sauði ogtvær
geitur. Hann segist hleypa út
í stutta stund á hverjum degi
til að viðra ærnar en segir að
veturinn hafi verið frekar
leiðinlegur á Fjöllum. Tölu-
vert mikill og harðbarinn
siyór sé yfir öllu, þótt snjó-
þyngslin séu ekkert meiri en
oft.
Ragnar Guðmundsson seg-
ist fara ferða sinna á snjó-
sleða og auk þess færi Bragi
Benediktsson á Grímsstöðum
honum reglulega ýmsar vistir
og póst.
„Ég hef það bara gott. Það
er ágætis verk fyrir mig að
hugsa um bústofninn,“ segir
Ragnar.
Morgunblaðið/Júlíus
SLÖKKVISTARFI á Þórs-
götu lauk á skammri stundu
í fyrrinótt en talsvert fjón
varð af völdum sóts og reyks.
Morgunblaðið/RAX
Ólafsvík
Banaslys í
höfninni
BANASLYS varð í höfninni í
Ólafsvík í fyrrinótt þegar 48 ára
gamall maður féll milli tveggja
báta og drukknaði.
Að sögn lögreglu varð slysið
þegar menn voru að fara um borð
í bátinn Hugin frá Vestmannaeyj-
um sem lá utan á tveimur öðrum
bátum í höfninni.
Suðvestan bylur með
hálku og krapi
Versta veður var í Ólafsvík,
suðvestan bylur með hálku og
krapi. Maðurinn féll milli bátanna
og er talið að hann hafi fengið
höfuðhögg í fallinu og misst með-
vitund.
Skipveiji fór í flotgalla og í
höfnina til að reyna að bjarga
manninum. Náðist að koma honum
um borð eftir hann hafði verið um
það bil tíu mínútur í sjónum.
Lífgunartilraunir sem hófust
strax og náðist til mannsins báru
ekki árangur og var hann úrskurð-
aður látinn.
Ekki er unnt að greina frá nafni
i„ns látna að svo stöddu.
Starfshópur um samkeppnisstöðu íslands 2010
Þriðjungiir starf-
semi án samkeppni
NÆRRI þriðjungur atvinnustarfsemi
á íslandi er rekinn án þess að um
neina samkeppni sé að ræða. Eitt
brýnasta verkefni til þess að bæta
samkeppnisstöðu Islendinga felst í því
að auka samkeppni í atvinnulífinu.
Þetta kemur meðal annars fram í
drögum að samantekt starfshóps um
samkeppnisstöðu íslands árið 2010,
sem skila mun fjármálaráðherra
skýrslu með ítarlegum tillögum. Sig-
urður B. Stefánsson; forstöðumaður
Verðbréfamarkaðar Islandsbanka, er
formaður starfshópsins.
í drögunum kemur fram að eigi
íslendingar að ná því markmiði að
hagvöxtur hér á landi næstu fimmtán
árin verði svipaður og í öðrum ríkjum
OECD, eða um 2,6% á ári að jafn-
aði, sé þörf á áherzlubreytingum og
hliðstæðum aðferðum og samkeppn-
isþjóðir íslendinga hafa beitt. íslend-
ingar þurfi einkum að nýta sér styrk-
leika á þremur sviðum, sem séu sjáv-
arútvegur, nýting orku í fallvötnum
og jarðvarma og ferðaþjónusta.
Starfshópurinn nefnir hins vegar
Efla þarf menntun og
samkeppni og gæta
hófsemi í fjármálum
þrjú svið, þar sem úrbóta sé einkum
þörf. í fyrsta lagi verði að bæta al-
menna menntun og tækniþekkingu.
íslendingar hafi þar dregizt aftur úr.
Nefnt er að efla þurfi tæknimenntun
á lægri skólastigum til að rétta hlut
íslands gagnvart samkeppnisþjóðum
og bæta úr takmarkaðri málakunn-
áttu, sem sé íslendingum fjötur um
fót. í öðru lagi telur hópurinn að
tryggja þurfi fijálsa og eðlilega sam-
keppni hvar sem er í atvinnulífinu.
Vísað er til þess að OECD telji að
ein undirstaða samkeppnishæfni sé
að framleiðsla í efnahagslífinu fari
fram við skilyrði frjálsrar og eðlilegr-
ar samkeppni. Hins vegar telur hóp-
urinn að nærri þriðjungur atvinnu-
starfsemi sé rekinn án samkeppni.
„Sem dæmi um samkeppnisleysi
Eldur við
Þórsgötu
TALSVERT tjón varð í eldsvoða í
mannlausri kjallaraíbúð við Þórs-
götu í fyrrinótt.
Slökkviliði var tilkynnt um eldinn
klukkan tæplega fjögur og logaði
út um glugga þegar að var komið.
Reykkafarar gengu úr skugga um
að íbúðin væri mannlaus og slökktu
eldinn á skammri stundu.
Umtalsvert tjón varð á íbúð og
innanstokksmunum af völdum
reyks og sóts. Eldsupptök eru til
rannsóknar hjá RLR en ekki var
talið útilokað að um íkveikju væri
að ræða.
og mikla opinbera íhlutun má nefna
framleiðslu og dreifíngu á raforku,
umfangsmikla starfsemi ríkisins á
fjármálamarkaði (ríkisbanka, opin-
bera fjárfestingalánasjóði, íbúða-
lánakerfið, hluta af starfsemi Seðla-
banka), hluta af samgöngu- og fjar-
skiptakerfi þjóðarinnar (hafnir og
flugvelli, Póst og shna, Ríkisútvarp-
ið) og loks má nefna sjúkrahús, heil-
brigðisgæzlu, skóla og flestar aðrar
menntastofnanir," segir í drögunum.
Aðhald og
skipulag
Loks telur starfshópurinn að að-
halds og hófsemi verði að gæta í fjár-
málum og skipuleggja þau til lengri
tíma en áður. Þetta eigi jafnt við um
heimili, fyrirtæki, ríkissjóð og sveit-
arfélög. „Betra aðhald og festa í fjár-
málum er því grundvöllurinn fyrir
því að tekjuaukning íslendinga
næstu tíu til fimmtán árin verði að
jafnaði hliðstæð því sem gerist hjá
samkeppnisþjóðum okkar,“ segir
hópurinn.
Fjöldi
bíður eft-
ir flug’i
MIKIL röskun hefur orðið á flug-
samgöngum innanlands undan-
farna tvo sólarhringa vegna ill-
viðris og ókyrrðar í lofti. Allt
innanlandsflug Flugleiða lá niðri
á föstudag og fyrir hádegi í gær
hafði ekki tekist að fljúga á neinn
áfangastað félagsins innanlands
en ein vél fór til Færeyja í gær-
morgun.
Mikið hvassviðri var í Reykja-
vík í gærmorgun og áttu starfs-
menn Flugleiða í erfíðleikum með
að ná flugvélum út úr flugskýl-
um. Samkvæmt upplýsingum
sem fengust hjá Flugleiðum bíður
talsvert á annað þúsund farþega
eftir að komast á milli áfanga-
staða.
Hjá íslandsflugi fór ein vél til
Egilsstaða í gærmorgun og farn-
ar voru tvær ferðir á Bíldudal á
föstudag. Flug til annarra stað
lá niðri og biðu um 150 manns
flugi hjá Islandsflugi.
Vandræði á
Hellisheiði
Tveir árekstrar urðu í Kömb-
unum um svipað leyti á hádegi
í gær og skemmdust alls fímm
bílar í þeim. Þeir sem í bílunum
voru urðu hins vegar ekki fyrir
teljandi meiðslum.
Að sögn lögreglu á Selfossi
gekk á með dimmum éljum og
sá vart út úr augum á köflum.
Dimm él gengu einnig yfir
Reykjavík og nágrenni í gær en
lögreglu var ekki kunnugt um
að vandræði hefðu hlotist af fyr-
ir umferð.