Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Talsmanni nýrrar leigubílastöðvar vikið úr starfi hjá BSR Sagður vinna gegn hagsmun- um fyrirtækisins Bílstjórinn segist nú ekki geta nýtt atvinnuleyfi sitt JÓNI Smith, leigubílstjóra sem verið hefur talsmaður hóps bíl- stjóra sem hafa undirbúið stofnun nýrrar leigubílastöðvar, var sagt upp starfi sínu hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur sl. föstudag vegna samstarfsörðugleika. Jón kveðst telja fullvíst að mál- flutningur hans í fjölmiðlum hafi orðið þess valdandi að honum var sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust og uppsögin hafi komið á honum á óvart nú. Hann hafi frekar átt von á henni fyrr, eða þegar fregnir um undir- búning að stofnun stöðvar tóku að birtast í fjölmiðlum. Óeðlilegt að starfsmaður stofni samkeppnisfyrirtæki Guðmundur Börkur Thorarens- en, framkvæmdastjóri BSR, segir það alrangt að Jóni hafi verið sagt um vegna ummæla sinna á opin- berum vettvangi. Ástæðumar séu margþættar, þó ekki persónulegs eðlis, og hann vilji ekki rekja þær til hlítar að svo stöddu. „Við teljum okkur hafa fullan rétt til ráða og reka þá starfsmenn sem við viljum eins og önnur fyrir- tæki, og þótt að Jóni finnist það kannski ekki óeðlilegt, finnst mér það óeðlilegt að hann sé að vinna að stofnun samkeppnisfyrirtækis BSR, sem getur ekki verið í þágu hagsmuna fyrirtækisins, en haldi samt áfram að vinna hjá BSR. Slíkt ástand væri vart liðið annars staðar í þjóðfélaginu," segir Guð- mundur Börkur. Getur ekki nýtt atvinnuleyfi Jón segir uppsögnina þýða að hann geti ekki nýtt sér atvinnu- Ieyfi sitt, því hann sé skyldugur til að starfa á stöð. Aðrar stöðvar séu honum tæpast opnar. Af þeim sökum annist nú lögfræðingur hans málið. „Ég hef verið í starfsmannafé- lagsstjórn BSR og unnið stöðinni allt hið besta og það held ég að jafnvel félagar mínir í stjórninni viðurkenni. Það getur ekki verið á móti hagsmunum stöðvarinnar þótt ég sé að vinna að hagsmunum bílstjóra út á við. Ég hef aldrei skuldað stöðinni krónu og aldrei fengið kvörtun á mig. Stöðin hefur vissulega rétt til að segja upp bíl- stjórum, en þá verða að vera æm- ar ástæður að baki og ef það er orðið svo í þessu þjóðfélagi, að menn mega ekki tjá skoðanir sínar og vinna að hagsmunamálum sinn- ar stéttar, án þess að eiga á hættu að vera reknir úr vinnu, er eitt- hvað alvarlegt að,“ segir Jón. I gærkvöldi hugðust þeir sem standa að stofnun nýrrar stöðvar yfírfara hlutafélagslög vegna stofnunarinnar. Jón segir undir- búningi miða vel að öðm leyti. FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg RUDOLF Adolfsson er einn af frumkvöðlum áfallahjálpar á íslandi. Hann flytur hér erindi sitt um áfallahjálp fyrir fullum suðursal Borgarspítalans. Nefnd um áfallahjálp tekur til starfa HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd um áfallahjálp. Nefnd- inni er ætlað að móta heildarskipulag áfallahjálpar innan heilbrigðisþjón- ustunnar, gera tillögur um hlutverk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, fjalla um menntun heilbrigðisstarfs- fólks og hlutverk neyðarskipulags Almannavama. Vilborg Ingólfsdótt- ir, yfirhjúkmnarfræðingur landlækn- isembættisins, er formaður nefndar- innar. Hún kynnti skipan og tilgang nefndarinnar í pallborðsumræðum á fræðsludegi um áfallahjálp í Borgar- spítalanum á þriðjudag. Nefndin hef- ur haldið einn fund og hefur hún sex mánuði til að skila tillögum sínum. Hjá Hildi Helgadóttur, hjúkrunar- fræðingi, kom fram að lengi hefði verið veitt áfallahjálp á Borgarspítal- anum. Hún hefði hins vegar hvorki verið kölluð sínu rétta nafni né gefin tilhlýðilegur gaumur fyrr en nýlega. Nú hefur verið tekið 5 notkun sér- stakt símanúmar til að auðvelda al- menningi að nýta sér þjónustuna. Tekið verður á móti beiðnum um áfallahjálp í síma 569 6626 á slysa- deild Borgarspítalans. Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunar- fræðingur, útskýrði að áfallahjálp byggði á vitneskju um eðlileg við- brögð einstaklinga og hópa við alvar- legum áföllum sem yllu sálrænu umróti og streituviðbrögðum hjá þeim sem hlut ættu að máli. Hann tók fram að hjálpin fælist í skamm- vinnum, fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að viðbrögðin þróuðust yfír í sjúklegt ástand. Áfallahjálp væri ekki sorgarvinna, sálgæsla, meðferð, handleiðsla eða stuðningur við starfsfólk. Hætta á áfallahugsýki Halldór Kolbeinsson, yfírlæknir á geðdeild Borgarspítala, sagði sál- ræna skyndihjálp mikilvæga til að streituviðbrögð þróuðust ekki út í áfallahugsýki. Hann sagði að áfalla- hugsýki gæti átt við þegar einstakl- ingur hefði upplifað, verið áhorfandi eða útsettur fyrir alvarlegri hættu/atburði sem falið hafi í sér mannslát eða næstum dauða, alvar- legt slys eða aðra ógn gagnvart eig- in lífi og heilsu eða annarra og svör- un hans hefði verið mikill ótti, hjálp- arleysi eða skelfing/hryllingur. Ein- staklingar með áfallahugsýki hafa tilhneigingu til að endurlifa áfallið á einn eða annan veg, forðast og hliðra sér hjá áreitum í tengslum við áfall- ið og fá viðvarandi einkenni, s.s. ein- beitingar- og svefnerfíðleika. Áfalla- hugsýki á við hafí einstaklingurinn fundið fyrir einkennunum í meira en einn mánuð og hafi þau valdið honum það mikilli röskun að það hafi komið niður á félags- og starfshæfni og valdið atvinnuleysi og örorku. Áfallahugsýki eykur að sögn Hall- dórs tiðni geðröskunar/geðtruflunar, s.s. ofsahræðslu, fælni, þráhyggju, félagsfælni, þunglyndi, geðrænni svörun, áfengis- og fíkniefnanotkun. Hann segir algengi sjúkdómsins í þjóðfélaginu 0,5% til 14%. Rannsókn- ir á hermönnum, þolendum glæpa og eldgosa hefðu leitt í Ijós 3-58% algengi og á flóttamönnum frá stríðshijáðum löndum 86% og 10 árum seinna voru 80% með þung- lyndiseinkenni. Sr. Sigfínnur Þorleifsson, sjúkra- húsprestur, talaði um samstarf og samvinnu og lagði áherslu á að sam- stilling krafta væri mikilvæg í allri áfallahjálp. Sr. Birgir Ásgeirsson sló botn í fyrri hluta fræðslufundsins með erindinu „Hver huggar huggar- ann?“ og minnti á að einstaklingum í áfallahópum veitti ekki af stuðningi hvers annars. í pallborðsumræðum kom fram að nauðsynlegt væri að taka áfallahjálp inn í nám heilbrigðisstétta. Veita þyrfti starfandi heilbrigðisstarfs- mönnum fræðslu og tryggja með því grunnþekkingu á hverjum stað. Fram kom að eftir snjófljóðið í Súðavík hefðu fleiri og smærri hópar sóst eftir fræðslu um áfallahjálp. Má í því sambandi nefna björgunaraðila. Stangaveiðimenn benda á að krákustígar óljósra reglugerða bjóði upp á eitt o g annað Utlendingar leigja lax- veiðiár milliliðalaust Erlendir einstaklingar, frá Frakklandi, Bret- landi og Sviss, hafa nú á leigu allar lax- veiðiár í Þistilfirði og á Sléttu að Sandá og Svalbarðsá undanskildum. Aðeins í Sandá -----------...........—--——--- veiða einungis Islendingar. Um er að ræða Hafralónsá, Deildará, Hölkná og Ormarsá, auk þess sem menn úr þessum hópi hafa haft Haukadalsá í Dölum á leigu um árabil. Arthur Bogason Gylfi Pálsson ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, er áhugamaður um stangaveiði og hann vakti máls á þessu á síðasta aðalfundi Stangaveiðifélags Reykja- víkur. Hann sagði að mælirinn hefði fyllst er Iandeigendur við Ormarsá hafí leigt Svisslendingnum Ralph Dopler ána ti! tíu ára frá þessu ári án þess að bjóða Stangaveiðifélag- inu Flugu á Akureyri að bjóða bet- ur, en Fiuga hafði leigt ána í tvo áratugi og ræktað hana upp á þeim tíma. Arthur sagði í samtali við Morg- unblaðið að honum virtist sem er- lend ásælni af þessu tagi væri að aukast og bætti við listann að ofan, að Frakkinn Guy Geoffrey leigði lungann af veiðitímanum í Hofsá í Vopnafírði og bændadaga í Selá og veiðidagarnir í umræddum ám væru til sölu á erlendri grundu. Verður að draga skýrar línur „Það verður að draga fram skýr- ari línur um hver má hvað og hvað ekki í þessum efnum. Ég óttast að þetta sé forsmekkurinn af því sem koma skal ef ekki verður tekið á málinu tafarlaust," sagði Arthur. í kjölfarið á erindi Arthurs ritaði stjórn Landssambands stangaveiði- félaga Halldóri Blöndal landbúnað- arráðherra bréf með fyrirspumum um hvort heimilt sé að leigja erlend- um ríkisborgara veiðirétt í laxveiðiá hér á landi til eins eða fleiri ára og hvort Islendingi, í umboði erlends aðila, sé heimilt að leigja veiðirétt í laxveiðiá hér á landi til eins eða fleiri ára. Stjóm LS vitnaði í bréfi sínu til álitsgerðar Ólafs W. Stefánssonar, Stefáns M. Stefánssonar og Tfyggva Gunnarssonar: „Samning- urinn um evrópska efnahagssvæðið og fasteignir á íslandi". Þar stendur m.a. þetta: í 1. gr. fasteignalaga segir: „Eng- inn má öðlast eignarrétt eða afnota- rétt yfír fasteignum hér á landi, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi og önnur fasteignaréttindi, hvort sem er fyrir fijálsa afhendingu eða nauð- ungarráðstöfun, hjúskap, erfðir eða afsal, nema því sé fullnægt sem nú skal greina: 1) Ef einstakur maður er þá skal hann vera íslenskur ríkisborgari eða með lögheimili á Islandi í samfellt a.m.k. fimm ár ..." Ef um félag er að ræða er einnig ákvæði um ís- lenskt ríkisfang eða lögheimili aðila í fímm ár að minnsta kosti. Undanþága dómsmálaráðherra Á meðan beðið var eftir svarbréfi frá ráðherra segir ritstjóri Veiði- mannsins, Gylfí Pálsson, að hann hafí gert fyrirspurnir um lagalegt réttmæti þessara mála í dómsmála- ráðuneytinu. Þar fékk hann þau svör, að ríkisborgarar EES-ríkja, í þessu tilviki Frakklands og Bret- lands, þyrftu ekki sérstakt leyfi til atvinnu- og þjónustustarfa ef um væri að ræða skemmri tíma en 3 ár eða tilskilin uppsagnarákvæði. Væntanlega væru leigusamningarn- ir þinglýstir og á ábyrgð sýslumanna að gæta þess að allt væri eins og lög gerðu ráð fyrir. Öðru máli gegndi ef um væri að ræða einstaklinga frá löndum utan EES, Sviss í þessu tilviki. Slíkir ein- staklingar yrðu að fá sérstakt leyfi frá dómsmálaráðherra og slíkt leyfi hefði Ralph Doppler upp á vasann. í svarbréfi Iandbúnaðarráðherra til stjórnar LS var sam- hljóða svar. ísland til sölu erlendis Gylfi segir svo frá að hann hafi einnig farið í viðskiptaráðu- neytið og spurst fyrir um tilhögun þessara leigumála, þar sem honum hafði verið tjáð að „atvinnustarfsemi erlendra aðila væri óheimil hér á landi nema að gefnu leyfi viðskiptaráðherra" eins og hann kemst að orði og bætir við, „þar sem vitað er að umræddir leigutakar selja öðrum útlendingum og jafnvel Is- lendingum veiðileyfi í umræddum ám og hljóti starfsemin því að flokk- ast undir atvinnurekstur og við- skipti sem ættu að leiða af sér skýrslugerð og skattaskil“. Gylfi segir um heimsóknina í við- skiptaráðuneytið: „Það er skemmst frá að segja að í ráðuneytinu fannst ekkert um viðskipti Ralphs Doppler eða annarra útlendinga við veiðifé- lög og taldi viðmælandi að ef veiði- leyfín væru seld á erlendri grundu til útlendinga þyrfti engin leyfi frá ráðuneytinu þar eð starfsemin færi ekki fram innanlands. Þar hljótum við að vera á hálum brautum ef erlendir atvinnurekendur með skattaskil í eigin landi skuli teljast jafnréttháir og jafnvel ganga fyrir íslenskum félögum sem greiða skatta og skyldur af sinni starfsemi innanlands."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.