Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 35 i I > I > ) > í > oftast djúpum svefni meðan börnin hennar og barnabömin héldu í höndina hennar, skröfuðu saman eða sátu hljóð og rifluðu upp minn- ingar sem leituðu á hugann. Alltaf var einhver að líta inn, eins og hún hefði orðað það og Oddný dóttir hennar gætti þess að vel færi um hana með því að snúa afllitlum lík- amanum reglulega með sínum æfðu hjúkrunarhöndum. Við fundum líka öll að sá jákvæði lífskraftur sem alltaf var til staðar þar sem Kristín var fylgdi okkur þegar við héldum aftur út í amstur dagsins. Kristín var landnemadóttir af ís- lensku bergi brotin en ólst upp á sléttunum í Manitoba í stórum systkinahópi. Faðir hennar Hinrik fluttist til Kanada og sendi eftir Oddnýju móður hennar þegar hann hafði kannað þar staðhætti en eftir því sem Kristín sagði mér hafði þeim verið meinað að giftast. Hin- rik var einhentur og foreldrum Oddnýjar þótti ráðahagurinn ekki nógu góður fyrir dóttur sína en elsk- endurnir höfðu sitt fram og fluttust til annars lands til að geta deilt líf- inu saman. Þeim búnaðist vel og ævinlega gekk Hinrik út á morgn- ana og blessaði jörðina sem gaf honum og fjölskyldu hans gnægtir til að lifa og dafna. Oddný innrætti bömunum að hollir og góðir lífs- hættir tryggðu heilbrigði og gott líf. Bjartsýni, ferskt loft og útivera var allra meina bót og alltaf skyldi borðað eitt epli á dag. Fengi eitt- hvert þeirra einhveija slæmsku, var hún læknuð með heimafengnu hús- ráði ættuðu frá íslandi eða indíán- unum nágrönnum þeirra. Kristín var því alin upp við að bjarga sér, líta björtum augum á lífið og aldrei hef ég kynnst eins hraustu fólki til líkama og sálar og henni og systkin- um hennar. Það átti fyrir Kristínu að liggja að nema land í ættlandi foreldra sinna. Frændi hennar Ragnar Ól- afsson sendi eftir henni líkt og fað- ir hennar, Hinrik, hafði sent eftir móður hennar á sínum tíma. Þau höfðu fellt hugi saman þegar Ragn- ar dvaldi við nám í Bandaríkjunum og þótt kynni þeirra væru stutt og Oddnýju móður hennar þætti dóttir sín nokkuð skjótráð sigldi Kristín til íslánds með silfurborðbúnað í farteskinu sem hún keypti fyrir sparipeningana sína. Þegar ég kynntist Kristínu nærri þrjátíu árum eftir að hún settist hér að sagði hún mér frá komu sinni hingað, giftingunni sem fór fram hjá ættingjum hennar á Háteigi og Sveini Björnssyni, síðar forseta ís- lands, sem hafði verið samskipa henni til íslands og boðist til að vera svaramaður hennar. Hún hló mikið þegar hún lýsti því þegar hún fór að kaupa fisk og fékk hann óinn- pakkaðan upp í hendurnar, þrædd- an upp á vír, og hún furðaði sig á því þegar húsmæður til sveita sett- ust ekki við matborðið heldur stóðu og þjónuðu til borðs. Smám saman fékk ég heildstæða mynd af því hvemig það var fyrir þessa ungu konu að setjast hér að í ættlandi foreldra sinna, fjarri systkinum sín- um og vinum, í landi þar sem lífs- hættir vom með allt öðru sniði, en hún hafði átt að venjast. Aldrei voru þó erfiðleikar nefndir í þessum frásögnum enda tók Krist- ín ætíð lífinu opnum örmum og gladdist yfir öllu því sem það færði henni. Fjórum árum eftir að hún fluttist til íslands hafði hún eignast fjögur börn, tvenna tvíbura og stóð þá á fertugu. Hún var orðin þrosk- uð kona sem fór sínar eigin leiðir í barnauppeldinu. Átti það til ef sól var á lofti að klæða kornabömin úr hverri spjör og leggja þau á baðborð úti á svölum, nágrönnum og vegfarendum til skelfíngar og furðu sem héldu að þessi vesturís- lenska kona stefndi að því með uppátækjum sínum að gera börnin sín innkulsa og óttuðust jafnframt að þau yltu niður af svölunum. En hvomgt gerðist og hún hélt áfram að bera börnin sín út í ljósið og halda því að þeim sem var hollt og gott og kærði sig kollótta um hvað öðmm fannst um það. Kristín hlutaðist heldur ekki um hvað aðrir tóku sér fyrir hendur. Hún var alltaf við hliðina á mér þegar mikið lá við en lét mig um að taka mínar eigin ákvarðanir. Ég kynntist henni þegar ég var rétt um tvítugt, nýbyijuð í námi og hraus hugur við að halda áfram eftir að ég átti mitt fyrsta bam. Það var heldur ekki algengt á þeim árum að konur væm í skóla og stæðu í barneignum samtímis. En Kristín taldi í mig kjark og henni og Ragnari á ég það fyrst og fremst að þakka að mér tókst að ljúka háskólanámi. Hún hafði yndi af að ferðast og rúmlega áttræð fór hún með okkur Óla og strákunum að heimsækja fjölskyldu sína í Kanada, Dagleið- imar urðu stundum langar og ald- ursbilið í hópnum rúm sjötíu ár en aldrei sáust þreytumerki á Kristínu. Eina skiptið sem hún sýndi einhver óánægjumerki í ferðinni var þegar við komum til New York um miðja nótt eftir sextán tíma ferðalag og hún sá fram á að við.ætluðum ekki út að borða og njóta næturlífsins. Það fannst henni lítið úthald! En það skipti engu hvort við vomm í stórborgum eða uppi í óbyggðum alltaf var hún sama heimskonan, glæsileg og glaðleg og ævinlega til í að reyna eitthvað nýtt. Og enn sé ég hana koma upp fjörukambinn á Vancouvereyju, léttstíga og bros- andi, eftir að hafa fengið sér sund- sprett í Kyrrahafinu. Með Kristínu er gengin ein besta kona sem ég hef kynnst. Ég er henni þakklát fyrir samfylgdina og forsjóninni fyrir að hafa fengið að gjöf svo góða tengdamóður og vin- konu. Guð blessi minningu Kristínar Ólafsson. María Jóhanna Lárusdóttir. Víst er gott að vera hjá vinasveit og grönnum og kunna réttar áttir á allri byggð og mönnum. (Stephan G. Stephansson.) Með þessari stöku kveð ég Krist- ínu Ólafsson. Hún var nágranni minn í áratugi. Hún var móðir æskuvinkonu minnar. Hún var vinur vina barna sinna. Ég var unglingur, þegar ég kynntist Kristínu Olafsson. Kristín var glæsileg kona. Hún var félags- lynd og gestrisin. Hún lét sér annt um nágranna sína og varð fyrst til þess í hverfínu að bjóða okkur reglulega á heimili sitt. Þessum sið viðhalda dætur hennar og ná- grannakonur enn í dag. Hún vann merkt starf þar sem börnin og heim- ilið sátu í fyrirrúmi í lífí hennar. Kristín Ólafsson var vinkona mín. Geirlaug Þorvaldsdóttir. Það er jafnan svo að það er meiriháttar atvik í lífi manns að flytja búferlum. í fyrsta lagi skilur maður við kunnuglegt umhverfi, sem maður hefur vanist um skemmri eða lengri tíma og þarf að venja sig við nýtt. í öðru lagi, og það er enn meira um vert, að skilja við vini og kunn- ingja og eiga fyrir sér að stofna til kynna við nýja nágranna. Þetta reyndum við fyrir 36 árum þegar við fluttum i Hörgshlíðina. Þá urðu næstu nágrannar okkar hjónin Kristín og Ragnar Ólafsson ásamt bömum þeirra. Þær hlýju móttökur sem við mættum á hinum nýja stað gleymast ekki og átti Kristín sinn mikla þátt í því með sinni ljúf- mennsku. Ragnar er látinn fyrir nokkrum árum og nú hefur Kristín kvatt hinstu kveðju. Viljum við nú minnast þess tímabils með þakk- læti fyrir þau góðu kynni, sem við áttum með þessum hjónum og send- um aðstandendum samúðarkveðjur okkar. Ágústa Gísladóttir, Davíð Ólafsson. • Fleiri minningargreinar um Kristínu Ólafsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. PÉTUR ÞORSTEINSSON + Pétur Þor- steinsson var fæddur í Gilhaga, Lýtingsstaða- hreppi Skagafirði 13. maí 1922. Hann lést á Droplaugar- stöðum 27. mars 1995. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Hjálmars- dóttir f. 1. ágúst 1900. d. 10. júlí 1984 og Þorsteimi Magnússon f. 18. apríl 1892, d. 29.apríl 1971. Pét- ur var fjórði af 7 systkinum, en þau eru: Sigrún Rósa f. 16. janúar 1918, d. 10. febrúar 1965, Jóhanna f. 23. apríl 1919, dv 14. mars 1988, Pétur f. 16. mars 1921 d. 2. júní sama ár, Snæborg f. 17. októ- ber 1926, d. 4. september 1988, Jó- hannes f. 23. mars 1929, d. 10. janúar 1994, Magnús Hjálmar f. 29. ágúst 1932 búsettur í Dan- mörku. Pétur kvæntist 20. októ- ber 1951 Halldóru Maríu Þorvaldsdótt- ur f. 20. október d. 23. júlí 1982. Börn þeirra eru: Eyrún f. 17. apríl 1952 og Krist- inn Ásgrímur f. 7. mai 1956. Sambýliskona Péturs frá 1966 er Vilborg Tryggvadóttir. Út- för Péturs fer fram frá Ás- kirkju í dag 5. apríl og hefst athöfnin ld. 13.30 í DAG er til moldar borinn Pétur Þorsteinsson frá Siglufirði. Foreldrar Péturs hættu búskap 1926 og fluttu til Siglufjarðar og þar ólst Pétur upp. Að lokinni skóla- göngu stundaði Pétur alla almenna vinnu eins og títt var á þeim tíma. Hann vann meðal annars i fiskbúð og einnig starfaði hann mörg ár hjá vörubifreiðastöð Siglufjarðar. Sjómennsku stundaði hann einnig í nokkur ár. Pétur var háseti á tog- aranum Elliða frá Siglufírði í Qögur ár. Hann var í hópi þeirra lánsömu er björguðust af Elliða er skipið fórst 10. febrúar 1962 vestur af Öndverðamesi. Pétur fluttist til Reykjavíkur árið 1966 og hóf störf hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg og starfaði þar til ársins 1989 er hann hætti störfum sökum aldurs. Pétur var félagslyndur og tók virk-' an þátt í starfsemi Sjálfsbjargar félagasamtökum fatlaðra hér í Reykjavík og sat á mörgum þingum þeirra Sjálfsbjargarmann vítt og dreift um landið síðastliðin 20 ár. Bókhneigður og listfengur var Pét- ur með afbrigðum. Hann átti einnig gott með að setja á blað skemmti- legar vísur og tel ég að eitthvað eftir hann hafí Vilborg varðveitt svo og einhveijir af þeim Sjálfsbjargar- félögum er Pétur umgekkst mest. Mikinn kost hafði Pétur fram að bera. Hann talaði aldrei neikvætt um nokkur einasta mann og að jafn- aði var hann ánægður með sitt hlut- skipti í lifínu. Pétur var traustur, góður og heiðarlegur maður, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Valdimar Tryggvason. Kær vinur, Pétur Þorsteinsson, er dáinn, hann hefur fengið hvfldina eftir langvarandi veikindi. Pétur var mikill öðlingsmaður, hvers manns hugljúfi, lagði aldrei illt til neins manns. Orðheldinn og trúr sinni sannfæringu. Hann var hagyrðingur góður. Mikið liggur eftir hann af visum, sem hann hefur ort við ýmis tækifæri. Hann starfaði fyrir Sjálfsbjörg á Siglufirði, sat þing Sjálfsbjargar, landssamband fatlaðra, sem haldið var í Skíðaskálanum á Akureyri í Hlíðarfjalli árið 1966, þá hans fyrsta þing, en ekki það síðasta. Þar kynnt- ist ég Pétri fyrst. Þingin voru haldin til að fjalla um réttindamál fatlaðra, GÍSLIH. DUNGAL + Gísli Dungal fæddist í Reykjavik 27. sept- ember x1932. Hann lést 27. mars sl. í Víðinesi. Foreldar hans voru Halldór Pálsson Dungal og Nanna Ólafsson Dungal. Bræður Gísla eru Páll og Höskuldur. Hann útskrifaðist frá Verslunarskóla ís- Iands 1947 og tók mikinn þátt í fé- lagslifinu þar. Hann vann hjá linudeild Pósts og sima, starfsmannadeild varnarliðsins 1948, bókhaldari þjá DAS, skrifstofumaður lyá ÍSAL, átti og rak fyrirtækið Landsstjörnuna og síðast átti hann og rak innflutningsfyrir- tækið Bakaramiðstöðina. Gísli kvæntist Ingu Birnu Gunnars- dóttur 1955. Þau eignuðust þijú börn, Halldór, Ævar Orra og Dav- íð Loga. Þau skildu 1963. Halldór býr á Spáni með sambýl- iskonu sinni Frans- isku (Paqui) Vazqu- ezlorbacho, þau eiga þrjú börn, tvær dætur og einn son. Halldór á einnig tvær dætur með fyrri sambýliskon- um sinum. Ævar Orri á með konu sinni, Ásdisi Ámundadóttur, tvær dætur. Davíð Logi á með konu sinni Onnu Þórarinsdótt- ur, tvær dætur og einn son sem fermist ásamt dóttur Ævars næstkomandi sunnudag. Útför Gisla verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 5. april, og hefst athöfnin kl. 10.30. ÞAÐ sem ég minnist um föður minn, er minnið og kímnin, þvílíkt minni, það var sama um hvað var rætt, alltaf gat hann lagt eitthvað til málanna og lét gjaman eitthvað spaug fylgja með. Þrátt fyrir veik- indin var hann alltaf bjartsýnn á að komast einu sinni enn á sinn uppáhaldsstað, suður á Spáni. Hann var lítið fyrir það gefinn að tala um sjálfan sig eða láta tala um sig. Ferðalangur var hann inni við beinið og taldi að í sér væri síg- auni og ferðaðist mikið til Spánar. Segja má að Spánn hafi átt hug hans allan. Eitt uppáhaldslag átti hann, „The Lucky Óne“, með K.K. og hafði síðan mikið dálæti á skáld- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. en einnig var margt þar sér til gam- ans gert. Á þessu þingi voru margir hagyrðingar og þar á meðal Pétur, sem átti hug og hjarta okkar allra og við unga fólkið vöktum og hlust- uðum á hagyrðingana kasta á millfy * sín stöku og það var sungið og fylgst með sólaruppkomu. Þama hitti Pét- ur Vilborgu Tryggvadóttur, sem síð- ar varð sambýliskona hans. Pétri var svo margt til lista lagt. Hann hafði t.d. einstaklega fallega rithönd og skrifaði mikið fyrir vini og kunningja. Vilborg hefur selt minningarkort fyrir Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni og skrifaði Pétur á þau með sinni fallegu rit- hönd, fólk sóttist mjög eftir því að fá hann til að skrifa á kortin. Félag- ið þakkar honum samstarfíð í gegn- um árin. Kort og vísur, sem hann hefur skrifað og sent til okkar hjón- anna, eru vel geymd. Hann hafði mikla ánægju af því að spila brids og höfum við oft og mörgum sinnum hildi háð í þeirri íþrótt í þau 30 ár, eða þar um bil, sem við höfum þekkst og haft mikið gaman af. Vilborg spilaði einnig brids og oft var farið upp í Austurbrún til Vilborgar og Péturs og þá var spilað fram eftir öllu. Ég vil leyfa mér að þakka Pétri, fyrir hönd bridsfélaga í Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni samstarfið og ánægjuna á bridskvöldum alveg frá upphafi starfsemi bridsdeildar- innar, sem hófst fyrir um það bil ^ 17 árum. Við Pétur héldum utan um bridsstarfið í mörg ár. Pétur vann lengi í prentsmiðjunni Gutenberg, hann hætti þar störfum fyrir um það bil 5-6 árum. Eftir að Pétur hætti að vinna fór heilsu hans hrakandi. Hann hafði alltaf unnið mikið og ýmsa erfiðis- vinnu, sem reynt hefur mikið á fæ- tuma, sem ekki voru heilir. Það er sárt að horfa á eftir Sjálfs- bjargarfélögum og kærum vinum, sem falla hver af öðrum. Við hjónin þökkum Pétri sam- fylgdina og góð kynni öll þau ár, sem við höfum starfað saman. Elsku Villa mín, við samhryggj- umst þér því við vitum að þú hefur mikið misst. Einnig samhryggjumst við börn- um hans. Sigurrós M. Siguijónsdóttir, for- maður Sjálfsbjargar í Reykjavik, og Jónas Gunnar Guðmundsson. inu. Vinnufíkill var hann og minnist ég þess að hann minnkaði við sig svefn til að geta unnið meira og svo var slappað af á Spáni og voru horfur á því að hann kæmist aftur nú í sumar. En tíminn kemur og 'N tíminn fer, óháð því hvaða áform menn hafa og hversu göfug þau kunna að vera. Og enn ertu lagður af stað, góða ferð, pabbi minn. Standandi við gluggann og stari út á sjó, segi svo við skuggann ég fæ aldrei nóg. Því ég er lukkufýr, já ég er iukkufýr. Ég hæfði tvær saman, hafði af því gaman, þvi ég er lukkufýr. Ég er að verða vitlaus á ruglinu en mér er sama því ég lifi lífinu Því ég er lukkufýr já, lukkufýr já. Ég tók fimm me5 stæl, á háum hæl þvi ég er lukkufýr já. (Kristján Kristjánss. Þýð. DLD) Davíð L. Dungal og fjölskylda. Erfídrykkjur Gtæsiieg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í sírna 22322 FLUGLEIDIR HéTBI, LlimtlBIII
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.