Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 13 FRÉTTIR Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1991 og í skoðanak. Félagsvísindast. síðan þá Þeir sem taka afstöðu Sjálfstæðisflokkur Ál 20- 15- 10- Ný framboð '95: 6.-8. mars 18.-21. mars 2.-4. april Suðuriandslistinn 0,9 0,7 0,6 ±0,5 Kristilegur listi 0,2 0 0,5 ±0,5 Náttúrulagaflokkurinn 0 0,7 0,2 ±0,3 Vestfjarðalistinn 0 0,1 0,2 ±0,3 0—I-----1----1 111111 i ’91 ’92 '93 1994’95MA 1994'95 M A 1994 95 MA 1994'95MA Þjóðvaki ■n i-i-i i i '95 MA Hvort mundin þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara Mars 1995 Apríl 1995 Stuðnings- menn stæðingar Alþýðubandalag tapar mestu á landsbyggðinni Fylgi flokkanna er ekki sundur- liðað eftir kjördæmum á lands- byggðinni í niðurstöðum Félags- vísindastofnunar, þar sem slík sundurliðun væri langt frá því að vera marktæk. Sé hins vegar litið á fylgið á landsbyggðinni í heild, er stærsta fylgissveiflan hjá Al- þýðubandalaginu, sem hefur nú 12,1% úti á landi, en fékk í síð- ustu könnun 15,8%. Framsóknar- flokkurinn bætir hins vegar við sig, hafði 30,9% fylgi á lands- byggðinni í könnuninni fyrir hálf- um mánuði, en hækkar sig nú í 34,2%. Sjálfstæðisflokkurinn bætir ekki marktækt við sig, er nú með 31,2% fylgi úti á landi, miðað við 30,8% í marz. Alþýðuflokkurinn fær 4,5%, miðað við 6,3% fyrir hálfum mán- uði. Kvennalistinn fær 4,2% en Könnun Félagsvísindastofnunar 2.-4. apríl 1995: Fylgi stjórnmálaflokka eftir landshlutum 43.8 34,2 Landið allt: 19,8 13,6 16,8 2í,f ->6,6 w lö Q 37,9 -37,6 — Reykjavfk —-: Reykjanes Q- Landsbyggðin Þeir sem taka afstöðu 31,2 139 - \MMi HS ^ ' , 11.611,611,4 81 ______/ ' 5,1 U Alþýðufl. Frams.fl. Sjálfst.fl. Alþýðubl. Kvennal. Þjóðvaki Aðrirfl. mtu ■11,3 2,4 hafði í marz 3,7% og Þjóðvaki fær nú 11,4%, hafði síðast 9,9%. Fleiri konur kjósa Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk Séu niðurstöðurnar greindar eftir kyni kemur það helzt á óvart, að Framsóknarflokkurinn hefur sótt í sig veðrið meðal kvenna, og er fylgi flokksins nú næsta jafnt í báðum kynjum, eða 21,7% hjá körlum og 20,4% hjá konum. í síðustu könnun studdu 23,2% karla Framsóknarflokkinn, en 17% kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur bætt meira við sig hjá konum en körlum, og styðja nú 33,3% kvenna flokkinn, en 29,2% í síð- ustu könnun. Hins vegar virðist Þjóðvaki aðallega hafa misst fylgi meðal kvenna, og styðja nú 13,1% þeirra flokkinn miðað við 15,1% í marz. Ef litið er á niðurstöðurnar með tilliti til aldursskiptingar, kemur fátt á óvart. Fylgistap Kvennalist- ans virðist einkum vera í þeim aldurshópi, sem helzt hefur stutt flokkinn, þ.e. á aldrinum 35-44 ára. Af þeim aldursflokki studdu 10,4% flokkinn í síðustu könnun, en nú 7,5%. Þá hefur fylgi Alþýðu- flokksins aukizt nokkuð hjá yngra og eldra fólki, en minnk- að mikið hjá aldurshópn- um 35-44 ára; úr 17,6% í 7,5%. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur bætt mest við sig í þessum sama aldurshópi, fer úr 26,2% í 35,3%. Sundurliðun eftir kjördæmum, kyni og aldri ber að taka með þeim fyrirvara að skekkjumörk eru þar mun stærri en fyrir úrtakið í heild. Stuðningur við stjórnina eykst í könnun Félagsvísindastofnun- ar var jafnframt spurt um fylgi við ríkisstjórnina. Stuðningsmönn- um hennar fjölgar lítillega að nýju frá síðustu könnun. Nú segjast 43% af þeim, sem svara spurning- unni, stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar, 42,5% segjast henni andvíg: ir og 13,6% segjast hlutlausir. í seinustu könnun voru 40,3% fylgj- andi stjórninni, 44% andvígir og 15,7% hlutlausir. Framkvæmd og heimtur Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð dagana 2.-4. apríl. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.500 manna á aldrin- um 18-75 ára, af öllu landinu. Viðtöl voru tekin í síma og feng- ust svör frá 1.058, en það er 70,5% svarhlutfall. Nettósvörun, þegar frá upprunalegu úrtaki hafa verið dregnir nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar eða þeir sem búsett- ir eru erlendis, er 71,8%, sem telst vel viðunandi í könnun sem þess- ari. Félagsvísindastofnun telur úrtakið spegla viðkomandi aldurs- hóp meðal þjóðarinnar allvel. Spurt var hvað menn myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Þeir, sem sögðust ekki vita það, voru spurðir aftur hvað þeir teldu líklegast að þeir kysu. Segðust menn enn ekki vita, voru þeir enn spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokk- inn eða einhvern vinstri flokkanna og þeim, sem sögðust myndu kjósa vinstri flokka, deilt niður á þá í hlutfalli við svörin við fyrri spurn- ingum. Með þessu fer hlutfall óá- kveðinna úr 27,4% eftir fyrstu spurningu niður i 5,6%. Þeir, sem segjast ekki munu kjósa eða skila auðu, eru 4,6% og 7,1% neituðu að svara. Kvennalisti með 1,7% á Reykjanesi Davíð Oddsson um veiðileyfagjald Gegn gjaldi en vill um- ræður um málið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að þótt hann sé andvígur veiðileyfagjaldi í tengslum við stjórn fískveiða, þá vilji hann ýta undir umræður í Sjálfstæðis- flokknum um málið. Ef meirihluti flokksins samþykki slíkt gjald beri honum sem öðrum að laga sig að þeirri stefnu flokksins. í Ríkissjónvarpinu á mánudags- kvöld sat Davíð Oddsson fyrir svörum fréttamanna Sjónvarpsins og var þá spurður hvort stjórn Sjálfstæðisflokksins væri að linast í andstöðu sinni gegn veiðileyfa- gjaldi. Leysir engan vanda „Ég hef ekki talið að veiðileyfa- gjald leysi neinn vanda,“ sagði Davíð. „Eg hef ekki talið að meðal- ganga skattheimtumannsins leysi neinn vanda og hef ekki séð það; mér hefur fundist það vera fals- rök. Þannig að ég hef ekki fallist á þau sjónarmið. Hins vegar hef aldrei trúað því að ég væri alvitur og því miður eru mörg dæmi um að maður hafi verið býsna óvitur í ýmsum málum eins og margir aðrir. En ég vil leyfa og ýta undir umræður af þessu tagi um brýnustu hags- munamál þjóðarinnar. Þess vegna tók ég tillögum Vestfirðinganna ekki illa, þótt ég sé ekki búinn að kokgleypa þær. Ég finn að í mín- um flokki eru mjög margir góðir, hollir og fínir flokksmenn, sem hafa aðrar skoðanir á veiðileyfa- gjaldinu en ég hef og sem meiri- hluti flokksins hefur haft á lands- fundum. Það er ekki nema sjálfsagt að þær umræður eigi sér stað þar og ef að svo fer að meirihluti flokks- ins samþykkir veiðileyfagjald þá ber mér sem öðrum að laga mig að þeirri stefnu flokksins. Maður vill auðvitað leiða sinn flokk en í mörgum tilfellum þarf maður einn- ig að lúta niðurstöðu meirihlut- ans.“ Þegar fréttamaður spurði Davíð hvort afstaða hans til veiði- leyfagjalds væri þá enn óbreytt svaraði Davíð: „Mín afstaða hefur ekki breyst." Taktu forskot á sumarið! Eigum örfá sæti laus í auka-vorferð á hina vinsælu „Hvítu strönd" (Costa Blanca). Benidorm hefur verið eftirlæti íslenskra sóldýrkenda mörg undanfarin ár og það ekki að ástæðulausu. Gist verður á hinu glæsilega hóteli „Monika Holidays11. Samviiniiiferúir-Laiiilsýii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Sfmbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 HalnarljörÐur: Ðæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Slmbréf 91 - 655355 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Simbréf 92- 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 - 1 33 86 • Simbréf 93 -1 11 95 Akureyrl; Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Slmbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Simbróf 98 -1 27 92 Tveir fullorðnir í tvíbýli 64.625 kr Tveir fullorðnir og tvö börn (2-11 ára) 45.290 kr *Staðgreitt, á mann. Innifalið: Flug, gisting, aksturtil og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og gjöld. - Bílaleigubíil í 2 vikur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.