Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MINIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚNS. EINARSDÓTTIR + Guðrún Solveig Einarsdóttir var fædd að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dölum 7. jan. 1899. Hún andaðist í Reykja- vík 27. mars 1995. Foreldrar hennar voru Einar Þor- kelsson, bóndi á Hróðnýjarstöðum (1858-1958), og kona hans Ingiríð- ur Hansdóttir (1864-1938 og var Guðrún sjötta barn þeirra hjóna. Börn Einars og Ingiríðar, sem upp komust, voru níu. Af þeim eru nú tvö á lífí: Helgi (f. 1905), húsgagna- smíðameistari í Reykjavík, og Hróðný (f. 1908), húsfreyja í Reykjavík. Látin eru, auk Guð- rúnar: Salome (1888-1977), hús- freyja í Rauðbarðaholti, Þor- kell (1889-1974), bóndi á Hróðnýjarstöðum, Sigríður (1892-1982), húsfreyja á Leið- ólfsstöðum og síðar í Reykja- vík, Sigurhans Vignir (1894- 1974), ljósmyndari í Reykjavík, Herdís (1897-1965), húsfreyja á Kollsá og í Reykjavík, og Krist- ján (1901-1973), organisti og bóndi á Hróðnýjarstöðum og síðar búsettur í Reykjavík. Eiginmaður Guðrúnar var Arni J. Arnason, húsgagna- smíðameistari í Reykjavík, ætt- aður frá Köldukinn í Haukadal MARGIR telja að tuttugasta öldin sé mesta ævintýrið í samanlagðri '"^ögu þjóðarinnar. Guðrún Solveig Einarsdóttir, en svo hét hún fullu nafni, lifði þetta ævintýri frá upp- hafí til enda. Hún fæddist á síðasta ári liðinnar aldar. Fimm árum áður en ísland varð frjálst og fullvalda ríki stóð hún með fermi.ngarsystkin- um sínum fyrir altarinu í Hjarðar- holtskirkju. Þegar lýðveldið var stofnað árið 1944 var hún fímm barna móðir í blóma lífsins og þeg- ar landsins böm minntust þess á síðasta ári að hálf öld var liðin frá þessum merkisatburði var heilsa hennar enn svo góð, bæði andleg og líkamleg, að hún gat fylgst dá- vel með fréttum af því sem fram fór. Á þessum fímmtíu lýðveldisá- rum hafði afkomendum hennar fjölgað úr fimm í nálega fimm tugi. Bemsku- og æskuheimili Guð- rúnar var Hróðnýjarstaðir í Laxár- dal í Dölum þar sem hún ólst upp í hópi níu systkina. Þau voru ekki mörg bændabýlin á þessum löngu liðna tíma, þar sem hljóðfæraleikur var um hönd hafður, en Einar og Ingiríður, foreldrar Guðrúnar, höfðu fest kaup á orgeli og fengu kennara til að kenna bömum sínum að leika á hljóðfærið. Fjölskyldan var söngelsk og hafði mikið yndi af ljóðum. Jóhannes úr Kötlum sem átti fyrir konu Hróðnýju, yngstu systurina á bænum, orti þannig áratugum síðar þegar hann minnt- ist bæjarbragsins á Hróðnýjarstöð- um: Hyggjan í þeim hýra bæ hafði við sig einhvem blæ sem ég aldrei oftar fæ upplifað um jörð og sæ. Þéttbýlisfólk nútímans á eflaust erfitt með að gera sér í hugarlund hvað hin mannmörgu sveitaheimili fyrri tíma voru margþættar og þýð- ingarmiklar stofnanir. Þar voru undir einu þaki heimili og skóli, __-*öggustofa og elliheimili, vinnu- staður og verknámsstofa. Sérhver einstaklingur sem alinn var upp á svona heimili var gæddur ótrúlega fjölþættri verkkunnáttu og því vel í stakk búinn til þess að takast á við þau verkefni sem lífið lagði honum eða henni á herðar. Þetta átti svo sannarlega við um tengda- móður mína sem var óvenju tápmik- í Dölum, f. 9. maí 1896. Þau gengu í hjónaband 20. októ- ber 1928. Árni lést 24. apríl 1949. Þeim Guðrúnu og Árna varð fímm barna auðið og eru þau: 1) Steinunn, f. 15. maí 1929; hennar maður er Gunnar A. Aðalsteinsson, fyrrverandi bóndi og sláturhússtjóri í Borgarnesi, og eiga þau sex börn, fjórt- án barnabörn og eitt barnabarnabarn. 2) Ingiríð- ur (Inga), f. 5. mars 1932; hún er gift Sigurði Markússyni framkvæmdasljóra í Reykjavík og eiga þau fjögur börn, sjö barnabörn og eitt barnabarna- barn. 3) Guðrún Lilja, f. 6. ág- úst 1934; hennar maður er Guðmundur Benediktsson verkstjóri í Reykjavík og eru börn þeirra tvö og barnabörnin fjögur. 4) Arni Jón, f. 18. mars 1939, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík; hans kona er Edda Þorsteinsdóttir og eiga þau þijú börn og tvö barnabörn. 5) Brynhildur Erna, f. 7. júlí 1943, skrifstofumaður í Reykjavík. Þegar Guðrún lést átti hún 49 afkomendur, alla á lífí. Útför Guðrúnar S. Einars- dóttur fer fram frá Hallgríms- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. il kona til allra verka. Þegar Guðrún og Ámi stofnuðu til hjónabands og heimilis hafði hann lokið námi í iðn sinni í Kaup- mannahöfn. Ekki er ósennilegt að sú borg hafí orðið fyrir valinu vegna þess að þar bjó föðursystir hans, Steinunn Árnadóttir Leegard, tann- smiður og tannlæknir, og ekki að efa að hún hafi verið frænda sínum innan handar meðan hann var við nám og starf í borginni. Eftir heim- komuna stofnsetti Ámi húsgagna- smíðaverkstæði í Skólastræti í Reykjavík og starfrækti það af miklum dugnaði meðan honum ent- ist líf og heilsa. Fyrstu árin bjuggu Guðrún og Ámi á ýmsum stöðum í borginni en árið 1939 fluttu þau í nýbyggt hús að Mánagötu 24 í Reykjavík þar sem þau bjuggu sér og börnum sínum einstaklega fal- legt heimili. Á þessum ámm tengd- ust þau vináttuböndum við margar fjölskyldur í Reykjavík, vináttu- böndum sem enst hafa fram á þenn- an dag og jafnvel gengið í erfðir. Gestrisni þeirra hjóna var rómuð enda gestagangur mikill og heimilið sjálfkjörin miðstöð og griðastaður hinna fjölmörgu ættingja af lands- byggðinni sem áttu erindi að rækja í Reykjavík um lengri eða skemmri tíma. Ámi var mikill áhugamaður um bíla, varð snemma bileigandi og ólatur að ferðast með fjölskyld- una eftir því sem vegakerfí þeirra tíma gaf kost á. Systkinin hafa sagt mér margar sögur af lengri og skemmri ferðum en þó var ævin- týrið mest að komast í veiðiferð vestur í Dali. En því miður varð óvænt og svip- leg breyting vorið 1949 á því fagra mannlífí sem blómgaðist að Mána- götu 24. Húsbóndinn var skyndi- lega hrifinn brott af erfiðum sjúk- dómi, sem læknavísindi þeirra tíma réðu ekki við, og eftir stóð Guðrún með bömin sín fímm, hið yngsta tæplega sex ára. Hún hafði fram að þeim tíma verið heimavinnandi húsmóðir, eins og nú mundi sagt, enda ærinn starfi að sinna stóm heimili og því gestgjafahlutverki sem þeim hjónum báðum var í blóð borið. Ég er þess ekki umkominn að geta mér til um hugrenningar Guðrúnar á þessum erfíðu tímamót- um, en hitt veit ég að hún sýndi engin merki þess að hún ætlaði sér að leggja árar í bát. Hún var ótrú- lega dugleg að verða sér úti um vinnu og verkefni og má segja að hún hafi næstu áratugina lagt nótt við dag, annars vegar við að afla fjölskyldunni tekna og hins vegar við að halda heimilinu i því fagra horfi sem var sérkenni þess meðan þau hjónin nutu samvista. Gestir og gangendur héldu áfram að leggja leið sína að Mánagötu 24 og heimilið hélt áfram að vera fjöl- skyldunni allri sá griðastaður sem góðu heimili ber að vera. Guðrún lét sér afar annt um alla sem á heimilið komu, skylda sem óskylda. í tímans rás hurfu börnin að heim- an eitt af öðru og mynduðu sín eig- in heimili, en yngsta dóttirin, Bryn- hildur Erna, hélt heimili með móður sinni allt til þess að hún fór á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, 86 ára að aldri. Af djúpu þakklæti hugsum við, aðstandendur Guðrúnar, til þess góða fólks sem þar sinnir göf- ugu líknarstarfi. Guðrún Einarsdóttir var mjög trúuð kona og á erfiðum stundum lífsins var trúin henni það lífakkeri sem aldrei bilaði. Ég minnist þess einhveiju sinni, þegar hún þurfti að sinna erfíðu erindi, að ég hafði orð á því við hana eftir á hvort hún hefði verið kvíðin og hún svaraði af bragði: Nei, ég signdi mig áður en ég lagði af stað. Ég held hún hafi tekið þessa fögru trú í arf frá móður sinni, sem hún unni mjög, og í föðurarf hlaut hún létta lund og jákvætt lífsviðhorf - og langlífíð. Hún sagði mér stundum sögur frá æsku sinni, frá þessum löngu liðna tíma þegar engir voru vegirn- ir og kom kannske ekki að sök því ekki voru bílarnir, enginn sími, ekk- ert. útvarp, engin dagblöð, aðeins stopular póstsamgöngur. Faðir hennar, þá á miðjum aldri, hafði verið fluttur fársjúkur á kviktijám til sjávar og þar um borð í skip sem flutti hann til Reykjavíkur. Hann átti að gangast undir meiriháttar læknisaðgerð og nú hófst erfiður biðtími. Lengi vel fréttu Ingiríður og bömin ekki neitt og í hvert sinn sem von gat verið á bréfi voru hafð- ar sérstakar gætur á mannaferðum innan sveitar. Svo skeður það einn daginn að Guðrún er úti á túni og sér þá hvar maður kemur gangandi neðan úr sveitinni. Fyrst heldur hún að þama muni á ferðinni sendiboði frá næsta bæ, en þegar maðurinn kemur nær sér hún að þarna er enginn annar á ferðinni en sjálfur faðir hennar. í frásögn tengdamóð- ur minnar skynjaði ég áratugum seinna fögnuð litlu stúlkunnar á Hróðnýjarstöðum sem hljóp inn í bæ að segja mömmu sinni að pabbi væri kominn heim. Endurheimt heilsa entist Einari bónda í rúmlega hálfa öld og þegar hann lést árið 1958, nokkrum vikum fyrir hundrað ára afmælið sitt, flaug Guðrún ásamt systur sinni með lítilli flug- vél vestur í Dali í miklu vetrarríki og tvísýnu veðri til þess að standa yfír moldum föður síns; og lét sig ekki muna um að sýna flugmannin- um hvar Kambsnesflugvöllur kynni að liggja falinn undir snjóbreiðunni. Guðrún Einarsdóttir hafði lifað langan dag og var því vel að hvíld- inni komin. Að leiðarlokum hafí hún þökk okkar allra fyrir allt það sem hún var okkur. Fyrir ástina og umhyggjuna og allar glöðu og góðu stundirnar sem við áttum með henni. Það var háttur hennar að umvefja okkur fyrirbænum og góð- um óskum og nú er komið að okkur að biðja sjálfri henni blessunar Guðs á landi lifenda. Sigurður Markússon. Á kveðjustund rifjast upp kærar minningar frá heimaslóðum okkar Guðrúnar systur minnar, svo og frá fyrstu árum mínum hér í borginni. Hingað kom ég í febrúar 1929 til þess að hefja nám í húsgagnasmíði hjá manni Guðrúnar, Arna Árna- syni, húsgagnasmíðameistara. Þau hjón bjuggu þá á Laufásvegi 4. Þau buðu mér að búa hjá sér fyrst um sinn. Þar fékk ég lítið herbergi út af fyrir mig og fór vel um mig hjá þeim hjónum. Systir mín vildi allt fyrir mig gera og var mér mjög umhyggjusöm. Árni var fróður um marga hluti og víðlesinn. Hann hafði mjög líflegan frásagnarhæfileika og lúmska kímnigáfu. Mér eru enn minnisstæð mörg kvöldin á Laufás- vegi 3, þegar hann sagði mér ýmsar skemmtilegasr sögur og einig þjóð- sögur og draugasögur, sem hann kunni mikið af. Stundum var líka gripið í spil og þá oft spilað langt fram á nótt. Guðrún systir mín var frábærlega vinsæl. Hún var létt í spori og skapi, og alltaf kát og upplífgandi. Gest- risni þeirra hjóna var rómuð af öll- um, sem til þekktu. Veitingar voru alltaf efstar á móttökulistanum, síð- an var spjallað saman, hlegið og gert að gamni sínu. Allar þessar gömlu góðu minningar standa mér enn fyrir hugskotssjónum, bjartar og hugljúfar. Ég þakka henni allt það sem hún gerði fyrir mig, allt sem hún kenndi mér, og fyrir allar góðu bænirnar, sem hún las yfir mér, litlum óþekk- um strák, eins og hún sagði stund- um. Guð fylgi þér og styðji á leið til hins ókunna. Fjölskyldu þinni og ástvinum, vinum og kunningjum votta ég mína dýpstu samúð og virð- ingu. Helgi Einarsson. Undanfama daga hefur hugurinn reikað til baka og farið ljúfum hönd- um um minningu ömmu minnar sem lést á Elliheimilinu Grund þann 27. mars síðastliðinn. Ég man fyrst eftir henni þegar fíölskylda mín flutti til Islands á vordögum 1967 ogvareftir- væntingin og spenningin mikil í huga ungs drengs að hitta ömmu á Mána- götunni, Emu frænku sem bjó þar með henni og annað skyldfólk sem stóð okkur nálægt í huga og tíma. Amma var glæsilegur fulltrúi sinnar kynslóðar og þegar hún klæddi sig upp vom það peysuföt sem hún bar af mikilli reisn. í mínum huga verður amma ávallt þessi góða og blíða peysufatakona sem strauk litlum dreng um vangann með fallegum orðum og átti alltaf eitthvert góð- gæti til að gauka að bömunum sín- um. Amma er ein af síðustu fulltrúum áldamótakynslóðarinnar sem við eig- um svo mikið að þakka í dag. Hún fæðist á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal fyrir aldamótin og hefur því lifað meiri breytingar en nokkur önnur kynslóð sem hefur lifað hér á landi. Sú veröld sem hún fæðist í var sveita- samfélag sem hafði lítið breyst í ald- anna rás en framundan voru tímar breytinga og framfara þar sem henn- ar kynslóð lagði gjörva hönd á plóg til að eija akurinn til hagsældar fyr- ir okkur sem á eftir komum. Amma giftist duglegum og dríf- andi manni, Áma J. Amasyni hús- gagnasmíðameistara, og bjó honum myndarlegt og fallegt heimili í Reykjavík. Afa og ömmu varð fímm bama auðið en mikil hefur breytingin orðið á högum hennar þegar afi deyr snögglega á besta aldri 1949. Þá stendur hún uppi ein með fímm böm á aldrinum fímm ára til tvítugs. Á þessum tímamótum stendur amma á fímmtugu og heldur ótrauð áfram með þeim dugnaði og æðruleysi sem einkenndi hana alla tíð. Hún fer út að vinna ýmis störf til að sjá heimil- inu farborða, heldur fjölskyldunni saman og kemur upp öllum sínum bömum af miklum myndarskap Mér er minnisstætt heimili ömmu á Mánagötu 24 þar sem hún bjó lengst af. Þar var gott að koma og ekki laust við að maður finni lyktina af nýbökuðum pönnukökum þegar hugsað er til baka. Ekki má' heldur gleyma áramótaveislunum á Mána- götunni sem lengi vel voru fastir lið- ir hjá móðurfjölskyldu minni. Þá var oft glatt á hjalla þegar beðið var eftir nýju ári og því nýja fagnað þegar árin, hvert af öðru, liðu í ald- anna skaut. Það eru því margar góðar minningar frá Mánagötunni sem seint eiga eftir að gleymast. Amma bjó þarna allt til ársins 1985 þegar hún flutti á Elliheimilið Grund. Brynhildur Ema, sem er yngst henn- ar barna og uppáhaldsfrænka okkar allra barnabarnanna, bjó með ömmu á Mánagötunni og var henni ómetan- leg stoð og stytta. Síðustu árin sem þær bjuggu saman bjó Erna ömmu fallegt og hlýlegt heimili og aðstoð- aði hana á alla lund. Ég vil sérstak- lega votta Ernu frænku minni samúð og hluttekningu við fráfall ömmu. Lífshlaup ömmu minnar var rúm- lega 96 ár sem er langur tími. Hún sá tímana tvenna og hefur eflaust markað fjölmörg farsæl spor á sínu langa æviskeiði. Ég minnist ömmu minnar með söknuði en veit að hún var komin að sínu ævikvöldi og lagð- ist til svefns sátt við lífið með barna- trú sína og æðruleysi að förunautum. Blessuð sé minning hennar. Guðbrandur Sigurðsson Elskuleg móðuramma mín, Guð- rún Solveig Einarsdóttir, hefur lokið sínu æviskeiði 96 ára að aldri. Hún var af þeirri kynslóð íslendinga sem upplifað hefur gífurlegar breytingar í þjóðfélaginu. Hún var borin og barnfædd á Hróðnýjarstöðum í Dala- sýslu, þar sem hún ólst upp hjá for- eldrum sínum ásamt systkinum, en börnin voru níu talsins. Árið 1928 giftist amma afa mínum, Árna J. Árnasyni húsgagnasmíðameistara. Hann var frá Köldukinn í Dalasýslu. eignuðust þau fímm börn en hann lést árið 1949 úr heilablóðfalli tæp- lega 53ja ára að aldri. Þá var elsta barn þeirra rétt um tvítugt, en það yngsta á sjötta ári. Amma hafði ætíð verið mikil húsmóðir, en nú bætti hún á sig ýmiskonar vinnu og man ég eftir því er hún var ennþá að vinna utan heimilis komin nokkuð á áttræðisaldur. í huga mínum birtast þessa dag- ana ótal minningabrot um Guðrúnu ömmu. Þessar minningar eru mis- skýrar og stundum blandast þær saman við frásagnir móður minnar af heimilinu eins og það var fyrir mína daga. Amma átti lengst af heimili sitt á Mánagötu 24 hér í Reykjavík. Þau amma og afí byggðu og fluttu inn árið 1939 og bjó amma þar allt til ársins 1985, er hún flutti á Elliheimilið Grund. Mánagatan og amma voru miðpunktur stórfyöl- skyldunnar. Ef farið var í heimsókn voru allar líkur á því að fleiri væru í heimsókn. Þetta er ég þakklát fyr- ir, því að þannig kynntist ég mörgum frænkum mínum og frændum. Amma veitti alltaf vel í mat og drykk. Hún vildi sjá til þess að eng- inn færi svangur af hennar fundi. Mamma hefur sagt mér frá því, að hún dúkaði borð í stofunni fyrir afa, þegar hann kom úr vinnu klukkan átt að kveldi. Þá var hún búin að gefa börnunum fímm að borða og þau yngstu jafnvel kominn í háttinn. Afi kom stundum með þau skilaboð að gesta væri að vænta seinna um kvöldið. Þá fór amma að baka! Mín fyrsta endurminning um ömmu er frá Edinborg. Hún kom með flugi sama daga og fyrsta geimfaranum var skotið út í geim. Þó að ég væri bara á fimmta ári er mér enn í fersku minni, þegar hún birtist í dyrunum, klædd upphlut og möttli. Það skipti hana miklu máli alla tíð að vera vel til fara. Hún saumaði flestöll föt á börnin sín þeg- ar þau voru að vaxa úr grasi og töfraði fram jólakjóla og kápur. Þau eru ekki mörg árin síðan hún klæddi sig í íslenskan upplut þegar hún fór í bæinn. Ég gleymi heldur aldrei fallegu, gulu fléttunum hennar og hversu leikin hún var að flétta hárið og setja það upp. Fyrir áratug lét hún klippa á sér hárið. Litur þess varð með tímanum fallega hvítur. Önnur minningin er frá því ég var sex ára pg fjölskylda mín var í heim- sókn á íslandi og gisti á Mánagöt- unni. Þá gekk amma úr rúmi og svaf á dýnu á gólfinu til þess að við systurnar gætum sofið í hennar rúmi undir fallegu myndinni sem vakti yfir henni daga og nætur. Amma var vön að hafa næturgesti. Þegar hennar börn vor að alast upp, var algengt að ættingjar úr sveitinni dveldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Ömmu minni kynntist ég best þegar ég bjó í kjallaranum á Mána- götunni um tveggja og hálfs árs skeið. Suma daga var ég lítið heima við — aðra daga vann ég heima og þá fór ég upp til hennar í kaffi þeg- ar ég gerði hlé á vinnu minni. Stund- um bankaði hún í ofninn og vildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.