Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 19 Kínverjar hafna við- ræðum um Spratly KÍNVERJAR höfnuðu í gær kröfu Samtaka Suðaustur- Asíuþjóða um fjölþjóðlegar samningaviðræður um framtíð Spratly-eyja í Suður-Kínahafi. Þeir sögðu að aðeins kæmi til gteina að efna til tvíhliða við- ræðna við ríki sem gera tilkall til eyjanna - Víetnam, Tævan, Filippseyjar, Malasíu og Bru- nei. Kínveijar höfnuðu enn- fremur tillögu um sameigin- lega efnahagsstjórn eyjanna meðan deilan yrði leyst. Hugs- anlegt er að miklar olíulindir fínnist við eyjarnar. Æðstu menn Barings víkja PETER Baring hefur sagt af sér sem stjórnarformaður Bar- ings-banka, sem forfaðir hans, Francis Barings, stofnaði fyrir 233 árum. Andrew Tuckey lét einnig af störfum sem varafor- maður. Hollenska fjármálafyr- irtækið ING skipaði einn af framkvæmdastjórum þess, Onno van den Broek, og Mich- ael Miles, fyrrverandi varafor- mann Barings, sem stjómar- formenn bankans. ING keypti bankann fyrir mánuði eftir að hann varð gjaldþrota vegna áhættuviðskipta í Austur- Asíu. 18 mánaða Asíuganga 34 ÁRA Ungveiji, Attila Biki, hóf á sunnudag átján mánaða göngu yfír Asíu frá borginni Debrecen í Ungvetjalandi. Hann hyggst ganga þaðan til Rúmeníu, Búlgaríu, Tyrk- lands, írans, Mið-Asíu, Kína og Indlands til heiðurs Ung- veijanum Sandor Korosi Csoma, sem gekk þessa leið á 18. öld. Biki hyggst ganga milli 30 og 40 kílómetra á dag. Ræktarlönd Rússa ónýt BRESKI umhverfísvemdar- sinninn David Bellamy sagði í gær að Rússar hefðu eyðilagt ræktarlönd sín og 80% drykkj- arvatnsins sem þeir neyttu væri ódrykkjarhæft vegna mengunar. Þá kvað hann mikla hættu á kjarnorkuslysi í líkingu við Tsjernobyl-slysið. Bellamy, sem er kunnur fyrir náttúmlífsþætti í sjónvarpi, sagði þetta á fundi með breskri þingnefnd um ástandið í um- hverfísmálum í Austur-Evr- ópu. Banna ljósrit- anir vegna prófsvindls YFIRVÖLD í Bijapur í suður- hluta Indlands hafa gert öllum ljósritunarstofum borgarinnar að loka í viku. Þannig vilja þau koma í veg fyrir að próf verði ljósrituð og þeim dreift meðal 500.000 námsmanna sem em nú að taka stúdentspróf. Um 500 ljósritunarstofur eru í borginni og margoft hefur hent að menn hafí komist yfír próf og ljósritað þau í miklum mæli í hagnaðarskyni. ERLEIMT Lög um alnæmis- prófun ferða- manna gagnrýnd Nýju Delhí. Reuter. FULLTRÚAR Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, gagrn rýndu í gær aðgerðir þeirra ríkis- stjórna sem skylda útlendinga til að gangast undir alnæmisprófun. Helsti sérfræðingur WHO í alnæmi, Christiaan Johannes van Dam, segir að slíkar aðgerðir beri ekki mikinn árangur og betra sé að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Van Dam vísaði til ákvarðana indverskra stjómvalda árið 1988 um að skylda alla útlendinga til að fara í alnæmisprófun, stjómarerindrekar og fréttamenn vom undanskildir. Fleiri ríki hafa gripið til svipaðra aðgerða, m.a. hafa stjómvöld í Moskvu nú ákveðið að allir útlend- ingar sem hyggjast dvelja í Rúss- landi þijá mánuði eða lengur skuli gangast undir alnæmisprófun. „Hún er ekki áreiðanleg,“ sagði van Dam um alnæmisprófunina, „umræddur einstaklingur gæti verið á „glugga“-skeiðinu og þá myndi ekki vera hægt að greina sjúkdóm- inn.“ Með gluggaskeiðinu er átt við að þrír mánuðir geta liðið frá smitun þar til hægt er að greina merki um sjúkdómmn með þeirri aðferð sem yfírleitt er notuð, svonefndri Elisu- prófun. Van Dam benti einnig á að ekki stafaði síður smithætta af innlendu fólki sem sneri heim frá útlöndum og betra væri að eyða fé sem kann- anir á öllum útlendingum kostuðu í árangursríkari aðgerðir. Andstæðingar nýju laganna í Rússlandi segja að betra væri að upplýsa almenning betur um smit- hættu en að beina allri athygli að útlendingum, hætta sé að því að með lögunum sé verið að reisa nýtt jámtjald um Rússland. Mörg ákvæði laganna séu út í hött frá læknis- fræðilegu sjónarmiði og þau mis- muni fólki með grófum hætti. Ráðist á farfugla Indvérsk stjórnvöld létu lögreglu ráðast inn á farfuglaheimili árið 1988, farið var með gestina á lög- reglustöð og kannað hvort þeir væru smitaðir af alnæmi. Margir gest- anna voru frá Afríkulöndum þar sem alnæmi er útbreiddara en ann- ars staðar í heiminum. Indversk heilbrigðisyfirvöld segja að lögin frá 1988 séu enn í gildi en þeim sé ekki framfylgt. Um 90% allra þeirra 30 - 40 millj- óna jarðarbúa sem eru með alnæmi búa í þróunarlöndunum, að sögn WHO. Davíð Oddsson í Kópavogi Davíð Oddsson forsætisráðhcrra cínir til almenns stjómmálaíundar í fþróttahúsinu Digranesi í kvöld kl. 20:30. Fundarstjóri vcrður Sigurrós Þorgrímsdóttir. Að lokinni ræðu rnun Davíð sitja fyrir svörum ásamtþremur efstu mönnum á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Allir velkomnir ÓlafurG.Einarsson ÁmiM. Mathiescn BETRA ÍSLAND Signöur A. Þóröardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.