Morgunblaðið - 05.04.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.04.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 19 Kínverjar hafna við- ræðum um Spratly KÍNVERJAR höfnuðu í gær kröfu Samtaka Suðaustur- Asíuþjóða um fjölþjóðlegar samningaviðræður um framtíð Spratly-eyja í Suður-Kínahafi. Þeir sögðu að aðeins kæmi til gteina að efna til tvíhliða við- ræðna við ríki sem gera tilkall til eyjanna - Víetnam, Tævan, Filippseyjar, Malasíu og Bru- nei. Kínveijar höfnuðu enn- fremur tillögu um sameigin- lega efnahagsstjórn eyjanna meðan deilan yrði leyst. Hugs- anlegt er að miklar olíulindir fínnist við eyjarnar. Æðstu menn Barings víkja PETER Baring hefur sagt af sér sem stjórnarformaður Bar- ings-banka, sem forfaðir hans, Francis Barings, stofnaði fyrir 233 árum. Andrew Tuckey lét einnig af störfum sem varafor- maður. Hollenska fjármálafyr- irtækið ING skipaði einn af framkvæmdastjórum þess, Onno van den Broek, og Mich- ael Miles, fyrrverandi varafor- mann Barings, sem stjómar- formenn bankans. ING keypti bankann fyrir mánuði eftir að hann varð gjaldþrota vegna áhættuviðskipta í Austur- Asíu. 18 mánaða Asíuganga 34 ÁRA Ungveiji, Attila Biki, hóf á sunnudag átján mánaða göngu yfír Asíu frá borginni Debrecen í Ungvetjalandi. Hann hyggst ganga þaðan til Rúmeníu, Búlgaríu, Tyrk- lands, írans, Mið-Asíu, Kína og Indlands til heiðurs Ung- veijanum Sandor Korosi Csoma, sem gekk þessa leið á 18. öld. Biki hyggst ganga milli 30 og 40 kílómetra á dag. Ræktarlönd Rússa ónýt BRESKI umhverfísvemdar- sinninn David Bellamy sagði í gær að Rússar hefðu eyðilagt ræktarlönd sín og 80% drykkj- arvatnsins sem þeir neyttu væri ódrykkjarhæft vegna mengunar. Þá kvað hann mikla hættu á kjarnorkuslysi í líkingu við Tsjernobyl-slysið. Bellamy, sem er kunnur fyrir náttúmlífsþætti í sjónvarpi, sagði þetta á fundi með breskri þingnefnd um ástandið í um- hverfísmálum í Austur-Evr- ópu. Banna ljósrit- anir vegna prófsvindls YFIRVÖLD í Bijapur í suður- hluta Indlands hafa gert öllum ljósritunarstofum borgarinnar að loka í viku. Þannig vilja þau koma í veg fyrir að próf verði ljósrituð og þeim dreift meðal 500.000 námsmanna sem em nú að taka stúdentspróf. Um 500 ljósritunarstofur eru í borginni og margoft hefur hent að menn hafí komist yfír próf og ljósritað þau í miklum mæli í hagnaðarskyni. ERLEIMT Lög um alnæmis- prófun ferða- manna gagnrýnd Nýju Delhí. Reuter. FULLTRÚAR Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, gagrn rýndu í gær aðgerðir þeirra ríkis- stjórna sem skylda útlendinga til að gangast undir alnæmisprófun. Helsti sérfræðingur WHO í alnæmi, Christiaan Johannes van Dam, segir að slíkar aðgerðir beri ekki mikinn árangur og betra sé að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Van Dam vísaði til ákvarðana indverskra stjómvalda árið 1988 um að skylda alla útlendinga til að fara í alnæmisprófun, stjómarerindrekar og fréttamenn vom undanskildir. Fleiri ríki hafa gripið til svipaðra aðgerða, m.a. hafa stjómvöld í Moskvu nú ákveðið að allir útlend- ingar sem hyggjast dvelja í Rúss- landi þijá mánuði eða lengur skuli gangast undir alnæmisprófun. „Hún er ekki áreiðanleg,“ sagði van Dam um alnæmisprófunina, „umræddur einstaklingur gæti verið á „glugga“-skeiðinu og þá myndi ekki vera hægt að greina sjúkdóm- inn.“ Með gluggaskeiðinu er átt við að þrír mánuðir geta liðið frá smitun þar til hægt er að greina merki um sjúkdómmn með þeirri aðferð sem yfírleitt er notuð, svonefndri Elisu- prófun. Van Dam benti einnig á að ekki stafaði síður smithætta af innlendu fólki sem sneri heim frá útlöndum og betra væri að eyða fé sem kann- anir á öllum útlendingum kostuðu í árangursríkari aðgerðir. Andstæðingar nýju laganna í Rússlandi segja að betra væri að upplýsa almenning betur um smit- hættu en að beina allri athygli að útlendingum, hætta sé að því að með lögunum sé verið að reisa nýtt jámtjald um Rússland. Mörg ákvæði laganna séu út í hött frá læknis- fræðilegu sjónarmiði og þau mis- muni fólki með grófum hætti. Ráðist á farfugla Indvérsk stjórnvöld létu lögreglu ráðast inn á farfuglaheimili árið 1988, farið var með gestina á lög- reglustöð og kannað hvort þeir væru smitaðir af alnæmi. Margir gest- anna voru frá Afríkulöndum þar sem alnæmi er útbreiddara en ann- ars staðar í heiminum. Indversk heilbrigðisyfirvöld segja að lögin frá 1988 séu enn í gildi en þeim sé ekki framfylgt. Um 90% allra þeirra 30 - 40 millj- óna jarðarbúa sem eru með alnæmi búa í þróunarlöndunum, að sögn WHO. Davíð Oddsson í Kópavogi Davíð Oddsson forsætisráðhcrra cínir til almenns stjómmálaíundar í fþróttahúsinu Digranesi í kvöld kl. 20:30. Fundarstjóri vcrður Sigurrós Þorgrímsdóttir. Að lokinni ræðu rnun Davíð sitja fyrir svörum ásamtþremur efstu mönnum á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Allir velkomnir ÓlafurG.Einarsson ÁmiM. Mathiescn BETRA ÍSLAND Signöur A. Þóröardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.