Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1
80. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL1995 Verkföllin í Færeyjum Vaxandi öngþveiti Þórshöfn. Morgfunblaðið. BRESTIR eru komnir í landstjóm- ina í Færeyjum en einn stjórnar- flokkanna, Verkamannafylkingin, hefur lýst yfir stuðningi við kröfur opinberra starfsmanna um 8,5% launahækkun. Talsmenn hinna stjómarflokk- anna, Jafnaðarflokks, Sambands- flokks og Sjálvstýriflokks, vildu ekkert um þessa afstöðu Verka- mannafýlkingarinnar segja í gær en Óli Jacobsen, fulltrúi hennar í landstjórninni, sagði, að stjómin starfaði enn. Lagði hann áherslu á, að aðeins væri verið að viður- kenna, að opinberir starfsmenn ættu rétt á hækkuninni samkvæmt fyrri samningum. Það gerir svo málið ekki einfald- ara fyrir landstjórnina að eitt jafn- aðarfélagið er sama sinnis og Verkamannafylkingin. Alger upplausn? Ákvörðun Verkamannafylking- arinnar gæti endað með stjórnar- slitum og þá væri upplausnin al- gjör, samfélagið lamað vegna verkfalla og stjórnlaust að auki. Leiðtogar á fundi Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, gekk á fund Bills Clint- ons, forseta Bandaríkjanna, i Hvíta húsinu í Washington í gær. Reyndu þeir að jafna ágreining- inn, sem verið hefur með ríkis- stjórnunum, og létu vel af árangr- inum. Til þess var þó tekið hvað Major fékk miklu innilegri viðtök- ur hjá Newt Gingrich, einum helsta leiðtoga repúblikana, en þjá Clinton forseta. Spánarstjórn hafnar drögum að samkomulagi við Kanada Gera kröfu um lielni- ing grálúðukvótans Madrid, Brussel. Reuter. SPÁNSKA stjórnin hafnaði í gær formlega drögum að samkomulagi í grálúðustríðinu við Kanada og kvaðst mundu koma í veg fyrir samkomulag nema Evrópusam- bandið, ESB, fengi helming grá- lúðukvótans. Búist var við, að við- ræðum yrði haldið áfram í gær og fram á nótt. Javier Elorza, sendiherra Spánar hjá Evrópusambandinu, sagði að samkomulagsdrögin væru pólitísk lausn en ekki byggð á eðlilegu mati og því væri ekki hægt að fall- ast á þau. Grálúðukvóti NAFO, Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, er 27.000 tonn á þessu ári og áttu Kanadamenn að fá 16.000 tonn í sinn hlut en ESB- ríki 4.000 tonn. Samkvæmt drögun- um koma 8.000 tonn í hlut ESB eða Spánveija en það finnst þeim of lítið. Hafa í hótunum við Breta Elorza sagði í gær, að Spánveijar krefðust að minnsta kosti helmings NAFO-kvótans eða 13.500 tonna og myndu ekki standa að samkomu- lagi um annað. Stefnt var að áframhaldandi við- ræðum í gær en Spánveijar geta ekki beitt neitunarvaldi gegn drög- unum því að í þessu máli ræður aukinn meirihluti. Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, gagn- rýndi Breta harðlega í gær fyrir stuðning þeirra við Kanadamenn og sagði, að næst þegar þeir þyrftu á stuðningi að halda innan ESB myndu þeir minnast þessa. Portúgalsstjórn hafði ekki tjáð sig um drögin í gær en samtök togaraeigenda hvöttu hana til að hafna þeim eins og Spánarstjóm. Samkvæmisdans ólympíuíþrótt? London. Daily Telcgraph. ' SAMKVÆMISDANSAR og brimbrettasiglingar eru hugsanlega á leið inn á Ólympíuleika ásamt 15 öðr- um nýjum íþróttagreinum, sem Alþjóðaólympíunefnd- in (IOC) hefur tekið upp á arma sína og bíða þess að komast á dagskrá leikanna. Nýju greinarnar komast ekki á dagskrá leikanna í Atlanta á næsta ári þar sem IOC tók sér tveggja ára umþóttunartíma til þess að kanna stöðu grein- anna með tilliti til þess hvort þær gætu uppfyllt skilyrði til þess að verða fullgildar ólympíugreinar. Af þessum sökum verður í fyrsta lagi hægt að bjóða upp í dans á aldamótaleikunum í Sydney í Ástralíu. Ákvörðunin kemur á óvart þar sem háværar kröf- ur hafa verið uppi í IOC um að fækka greinum á Ólympíuleikum þar sem ásókn í þátttöku er nú orðin mun meiri en framkvæmdaraðilar ráða við. Af þeim sökum var neyðst til þess að setja þak á þátttöku í leikunum. Nefndin hefur á sama tíma reynt að varpa af sér ímynd íhaldssemi og stöðnunar með því að taka vin- sæla dægradvöl sem keppnisgreinar á Ólympíuleikum en þannig komust strandblak og fjallahjólreiðar inn á Atlanta-leikana. „Það urðu átök um dansinn, en helstu andstæðing- arnir hafa þó skipt um skoðun og viðurkenna nú gildi hans sem líkamsmenntar og líkamlegrar þjálf- unar. Stendur hann fyllilega jafnfætis ísdansi og sundfimi," sagði Francois Carrard, foi-stjóri IOC. 80 SIÐUR B/C/D/E/F PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sljórnarmyndunarviðræður í Finnlandi Fimm flokka stjórn könnuð Rætt við alla nema Miðflokkinn Helsinki. Morgunblaðið. PAAVO Lipponen, leiðtogi finnskra jafnaðarmanna, lýsti yfir í gær að hann hygðist leita sam- starfs við flokk hægrimanna og þijá minni flokka í stjórnarmynd- unarviðræðum. Jafnaðarmenn eru sigurvegarar nýafstaðinna þing- kosninga og fengu fyrir skömmu umboð til stjórnarmyndunar. Lipponen tilkynnti blaðamönn- um að hann hefði fengið umboð til að mynda meirihlutastjórn með hægrimönnum, Vinstrabandalag- inu, Sænska þjóðarflokknum og Græningjum. Spanna flokkarnir nær allt finnska flokkalitrófið, frá vinstri til hægri, og hafa 145 þing- menn af 200. Óvissa um niðurstöðuna Ekki þykir víst, að þessir flokk- ar allir taki þátt í hugsanlegri stjóm. Ráðherratalan er 18 og ólíklegt þykir, að jafnaðarmenn og hægrimenn vilji láta smáflokk- unum eftir nema tvö ráðherraemb- ætti hveijum. Jafnaðarmenn og hægrimenn voru saman í stjóm á ámnum 1987-’91 en á ámm áður voru það venjulega jafnaðarmenn og miðflokksmenn, sem störfuðu saman. Þéttbýli gegn dreifbýli Esko Aho, formaður Miðflokks- ins, segir, að flokkspólitík ráði því, að flokkurinn sé útilokaður en Lipponen segir, að Miðflokkur- inn vilji ekki skera jafn mikið nið- ur og hinir flokkarnir. Ýmsir benda á, að hér kristallist skipting Finna í þéttbýli og dreifbýli en jafnaðar- menn og hægrimenn sækja fylgi sitt til bæjanna en Miðflokkurinn í sveitirnar. Það hafi líka verið þéttbýlið, sem tryggði sigur jafn- aðarmanna í þing- og forsetakosn- ingum og samþykkti aðildina að Evrópusambandinu. Reuter Lincoln í Gorkíj-garði í Moskvu RÚSSNESKUR öryggisvörð- ur gætir hér stórrar styttu af Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjauna, í Gorkíj- skemmtigarðinum í Moskvu. Er hún úr plasti og er hluti af eftirmynd af Rushmore- fjalli í Bandaríkjunum þar sem andlitsmyndir fjögurra Bandaríkjaforseta voru höggnar út fyrr á öldinni. í skemmtigarðinum verður boðið upp á margt fleira, sem ættað er úr Vesturheimi, til dæmis „breikdans“ eins og sjá má á skiltinu fyrir aftan stytt- una. Vilja taf- arlausar aðgerðir Stokkhólmi. Reuter. HÆGRIFLOKKURINN í Svíþjóð, stærsti stjómarandstöðuflokkurinn, hefur farið fram á viðræður við stjórn jafnaðarmanna um ástandið í sænsk- um efnahagsmálum. Göran Persson fjármálaráðherra hefur boðað niðurskurðartiliögur 25. þ.m. en margir telja, að ekki megi bíða með þær deginum lengur. í bréfi, sem Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins, hefur sent Ingvari Carlsson forsætisráðherra, leggur hann til, að kannað verði með viðræð- um hvort grundvöllur sé fyrir sam- stöðu um víðtækar aðgerðir. Talsmaður Midland Bank í Eng- landi sagði í gær, að búast mætti við, að lánstraust Svía yrði fært nið- ur enn einu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.