Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL1995 7 FRÉTTIR Ný stjórn Ósvarar kosin á föstudag ísafirði. Morgunbladið. BOÐAÐ hefur verið til hluthafa- fundar í útgerðarfélaginu Ósvör hf. í Bolungarvík á föstudag. Á fundinum verður kosin ný stjórn. Bakki hf. í Hnífsdal tekur ekki við meirihlutavaldi fyrr en síðar. Guðmundur Halldórsson stjórn- armaður leggur fram tillögur um breytingar á samþykktum félags- ins. Fjalla þær um takmarkanir á sölu varanlegra aflaheimilda frá félaginu og að leigugjald veiði- heimilda taki mið af markaðsverði. Halldór Benediktsson starfandi bæjarstjóri í Bolungarvík sagði í samtali við Morgunblaðið að þó Aðalbjörn Jóakimsson í Bakka taki ekki við stjórnartaumunum á fundinum muni hann sjálfsagt fá mann kosinn í stjórn út á eignar- hlut sinn. Eigandi Bakka er að vinna þá fyrirvara sem settir voru við kaup hans á hlutabréfum bæj- arins í Ósvör og bíður m.a. eftir afgreiðslu stjórnar Byggðastofn- unar á ósk um skuldbreytingu. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hef- ur beint þeim tilmælum til núver- andi stjórnar Ósvarar að ráðast ekki í neinar meiriháttar fjárfest- ingar eða aðgerðir á meðan unnið er að málum fyrirtækisins og þau fá lendingu. Vinur frá Hnífsdal skráður í Bolungarvík Bakki hf., sem keypti meirihluta hlutafjár bæjarsjóðs Bolungarvíkur í Ósvör sem og hluta fjölmargra annarra hluthafa í Ósvör, hefur skráð skip sitt með heimahöfn í Bolungarvík og fékk skipið nýtt nafn við það tækifæri. Skipið sem áður hét Örri ÍS-20 heitir nú Vinur ÍS-25. ORRIÍS-20 frá Hnífsdal heitir nú Vinur ÍS-25 eftir að Bakki flutti skráningu hans til Bolungarvíkur. Áhugi á líf- rænum landbúnaði fer vaxandi REGLUGERÐ um lífræna ræktun og átaksverkefni um markaðs- og vöruþróun íslenskra afurða á grundvelli hollustu og hreinleika hefur verið undirrituð. Áhugi hefur farið vaxandi á líf- rænum landbúnaði á undanförnum árum, en með því er átt við að fram- leiðslan byggist á náttúrulegum aðferðum sem ekki misbjóða um- hverfinu. Vitund almennings hefur styrkst hvað varðar náttúru- og dýravernd og hollustu neysluvara. Reglugerð kynnt Landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, kynnti reglugerðina á blaðamannafundi á Akureyri en þar kom m.a. fram að ýmsar forsendur séu fyrir því að Islendingar geti náð forskoti á framleiðlu á lífræn- um eða náttúrulegum hollustuaf- urðum. Talið er að fjöldi bænda geti með lítilli fyrirhöfn tileinkað sér þá framleiðsluhætti sem krafist er, en m.a. þarf til að koma óspillt um- hverfi, góð undirstöðuþekking og agað hugarfar. í reglugerð um lífræna ræktun eru skilgreindir þeir búskapar- og framleiðsluhættir sem felast í líf- rænum landbúnaði. í henni er m.a. fjallað um framleiðslueftirlit, fram- leiðslureglur fyrir jarðrækt, garð- yrkju, búfjárrækt og fiskeldi, geymslu, flutning, pökkun og vinnslu, vörumerkingar og eftirlit með vottunarkerfum. Mun meiri kröfur eru gerðar til umhverfisvemdar í lífrænum bú- skaparháttum en öðrum og er gæðaeftirlit mikið á öllum stigum. Ólafur Dýrmundsson ráðunautur var formaður nefndar sem gerði úttekt á skilyrðum íslendinga til lífrænnar ræktunar en niðurstöður hennar voru m.a. að gera þarf átak til að efla rannsóknir, kennslu og leiðbeiningar á þessu sviði, áherslu- breytingar verði gerðar á forgangs- röðun rannsóknarverkefna enda sé um nýsköpun í landbúnaði að ræða. Þá verði starfsemi Tilraunastöðvar- innar á Sámsstöðum og Gróðrar- stöðvarinnar að Tumastöðum í Fljótshlíð samtengd og þar komið á fót sérhæfðum rannsóknum í líf- rænni ræktun í samvinnu við bænd- ur sem slíkan búskap stunda. Þá kemur fram í niðurstöðum nefndar- innar að kanna verði með hvaða hætti megi efla lífrænan landbúnað með tímabundnum aðlögunar- styrkjum og lánafyrirgreiðslu. Halldór gat þess að tilgangur þessa starfs Væru sá að leita allra færra leiða til að styrkja markaðs- stöðu íslenskra búvara, bæði heima og erlendis. Fram kom í máli Ólafs að erlendis fengist allt frá 20—45% hærra verð fyrir lífrænt ræktaðar búvörur svo til mikils væri að vinna. Jafhar greiðslur Óverðtryggð lán til allt að 5 ára með jöfnum greiðslum allan lánstímann!' íslandsbanki vill stuöla aö stööugleika í fjármálum heimilanna og býöur nú nýjan lánamöguleika. Óverötryggö lán til allt aö 5 ára meö jöfnum greiöslum allan lánstímann. Leitaöu upplýsinga í ncesta útibúi bankans. ÍSLAN DS BANKI - / takt viö nýja tíma! *Um er aö rœöa jafngreiöslulán. Creiöslubyröi þessara lána veröur jöfn út lánstímann á meöan vextir breytast ekki. YDDA F26.233/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.