Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Jafnt á með kynjum í Evrópunefnd Svía EVRÓPUNEFND sænska þingsins, fastanefnd sem fjallar um mál- efni Evrópusambandsins og er kjörin að sænskri fyrirmynd, kom saman í fyrsta sinn i síðustu viku. Nefndin hafði ekki getað komið saman þar sem konur, sem tilnefndar höfðu verið í hana af hálfu flokkanna, neituðu að mæta á fundi þar til jafnt kynjahlutfall hefði verið tryggt í nefndinni. Vinstriflokkurinn og Umhverfisflokkurinn féllust á að tilnefna konur í stað karla og þar með var málinu bjargað. Fyrstu verkefni nefndarinnar verða að efla ESB-umræðu í Svíþjóð, undirbúa framlag Svía á ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári og leggja mat á ástand efnahags- og stjórnmála í þeim ríkjum, sem sótt hafa um aðild að sambandinu. EES-nefndin sam- þykkir nýjar reglur • SAMEIGINLEGA EES- nefndin samþykkti síðastliðinn föstudag að taka fjórar af til- skipunum Evrópusambandsins upp í samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Þar á meðal er „olíutilskipunin", sem er við- kvæmt mál í Noregi, þar sem hún kveður á um að sömu regl- ur gildi um norskan olíuiðnað og olíuvinnslu IESB. Tilskip- unin hefur hins vegar ekki áhrif á íslandi. • JAFNFRAMT var samþykkt tilskipun um samræmingu sum- artíma á öllu Evrópska efna- hagssvæðinu. Þessi regla gildir ekki heldur á Islandi, og var bókað af hálfu íslands á fundin- um að hér á landi væri klukk- unni ekki breytt að sumarlagi eins og á meginlandinu. • ESB hafði sent EFTA-rikj- unum lista yflr 19 tilskipanir, sem átti að afgreiða á fundi EES-nefndarinnar, en aðeins náðist að afgreiða fjórar, vegna þess að ekki hafði unnizt tími til að þýða hinar flmmtán til- skipanirnar á öll ellefu tungu- mál Evrópusambandsins. Nor- egur og ísland létu bóka von- brigði með þennan seinagang. Vel gekk á fundum EES-nefnd- arinnar í janúar og febrúar að saxa á þann hala ESB-laga, sem verður að samþykkja til þess að samræmi haldist í EES- samningnum. Árangurinn á marz-fundinum var hins vegar mun lakari. • EKKI tókst á fundi EES- nefndarinnar að leysa deilu Noregs og Grikklands um skipaflutninga. Norðmenn vi\ja að norsk skipafélög fái rétt til að keppa um innanlandsskipa- flutninga í ESB við fyrirtæki í aðildarrikjunum og visa til ákvæða EES-samningsins um frelsi í vöru- og þjónustuvið- skiptum. Miðjarðarhafsríkin í ESB vilja hins vegar vernda sína innanlandsskipaflutninga, en þar er einkum um að ræða siglingar milli grísku eyjanna og meginlandsins. Fram- kvæmdastjórn ESB vísaði til þess á fundinum að málið væri pólitískt viðkvæmt innan sam- bandsins. Norski sendiherrann, Eivinn Berg, svaraði því til að Noregur hefði kyngt oliutil- skipuninni, sem ekki væri síður pólitískt viðkvæm. Óskuðu EFTA-ríkin eftir jákvæðari við- brögðum við málaleitan Norð- manna. Fundað í Brussel um tolla á síld ÍSLAND og Evrópusambandið áttu í Brussel á föstudag fund um tolla- mál, þar sem íslenzka sendinefndin ítrekaði kröfur um tollfrelsi fyrir afurðir, sem voru fluttar tollfrjálst inn til Svíþjóðar og Finnlands áður en þessi ríki gengu í Evrópusam- bandið um áramót. Þar er einkum um að ræða síld og lambakjöt. Viðræður um tollabreytingar hafa gengið hægt. Fundurinn á Fóstudag var annar í röðinni, og sá fyrsti eftir að framkvæmda- stjórn ESB fékk samningsumboð 6,'marz. Á fundinum óskaði ESB eftir nánari upplýsingum frá ís- landi. Næsti fundur verður 21. apríl og er þá fyrst búizt við að hreyfíng geti komizt á málið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Trespa-gólf IVíðsterkt ag fallegt gólfefni 12 ÁIIA ARYIKiI) Soluaðilar: KEA, Akureyri Byko, Kópavogi Húsasmiðjan, Reykjavík K.B. Borgames Tréverk Vestmonnaeyja Jón Fr. Einarsson, Bolungarvik Akur, Akranesi Náttúruverndarár Evrópu 1995 Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. aprfl nk., fylgir Morgunblaðinu blaðauki sem heitir Náttúruverndarár Evrópu 1995. í þessum blaðauka verður fjallað um alhliða umhverfis- og náttúruvernd og hvað er á döfinni í tilefni Náttúruverndarárs Evrópu 1995. Einnig verður fjallað um landgræðslu og skógrækt og ný viðhorf á þeim vettvangi, samhent átak til hreinsunar í umhverfinu, samstarf ríkis og sveitarfélaga við frjáls félagasamtök í heimahéraði o.fl. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum tll kl. 16.00 mánudaginn 10. apríl. Nánari upplýsingar velta Dóra Guðný Sigurðardóttir og Rakel Sveinsdóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 11 71 eða með símbréfi 569 1110. -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.