Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ber áróður gegn fjöl- flokka sljóni árangur? Áróður sjálfstæðismanna gegn fjölflokka vinstri stjóm gæti nú verið að skila ár- angri, skrifar Olafur Þ. Stephensen. Ekki er hægt að mynda vinstri stjóm nema með fjórum flokkum, miðað við niðurstöður í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar. Kvennalistanum í kjördæminu. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, hefur dálítið getað krafsað í bakkann í heimakjör- dæmi sínu, Reykjanesi. Hins vegar dugir það ekki til og Alþýðubanda- lagið tapar á landsvísu frá síðustu kosningum. Líklegt er, miðað við það hvernig stuðningsmenn Alþýðu- bandalags í síðustu kosningum segj- ast ætla að kjósa nú, að flokkurinn sé að missa fylgi til Framsóknar- flokksins úti á landi. SJÁLFSTÆÐISMENN virðast vera að vakna til lífsins, miðað við niður- stöður skoðanakönnunar Félagsvís- indastofnunar, sem gefa vísbendingu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að bæta við fylgi sitt að nýju, eftir að hafa farið niður í 35% í síðustu könn- un. Slíkt fylgi yrði flokknum áfall, en 37,6% fylgi er ekki nema einu prósentustigi undir kjörfylginu í síð- ustu kosningum og teldist varnarsig- ur. Reyndar munar talsverðu á þess- ari niðurstöðu Félagsvísindastofnun- ar og útkomu Sjálfstæðisflokks hjá öðrum könnuðum. Deila má um hvort málefnabarátta sjálfstæðismanna hafi orðið hvassari eftir hina vondu útkomu í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir tveimur vikum, enda er flokkurinn klofinn í mörgum stærstu málunum og tekur ekki skýra afstöðu í kosningabarátt- unni. Hins vegar hefur hræðsluáróð- ur um horfurnar á fjögurra eða fimm flokka vinstri sijóm, sem rekinn hefur verið af krafti síðustu daga, sennilega skilað árangri. Ekki er ósennilegt að sumir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem værð hafði sigið á í velgengninni í könnunum í febrúar og fyrri hluta marz, hafí nú tekið við sér og komið flokknum til vamar. Kratar taka af Sjálfstæðisflokki — en það dugir ekki til Þrátt fyrir hressilega kosninga- baráttu hefur Alþýðuflokknum ekki tekizt að komast yfir 10-11% fylgi. Árangur flokksins virðist eirikum í því fólginn, að hann hefur laðað til sín þó nokkurn kjósendahóp frá Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt greiningu á því, hvað svarendur í könnuninni kusu í seinustu kosning- um, er ekki- ósennilegt að um fjórð- ungur núverandi stuðningsmanna Alþýðuflokksins hafi stutt Sjálfstæð- isflokkinn fyrir fjórum árum. Margt er þetta sennilega ungt fólk og marg- ir taka afstöðu með Alþýðuflokknum vegna afstöðu hans í Evrópumálum, sjávarútvegsmálum og almennt skel- eggari málflutnings fyrir ftjálslynd- isstefnu en Sjálfstæðisflokkurinn getur haft uppi. Hins vegar tapar Alþýðuflokkur- inn fylgi, sem gerir meira en að gera viðbótina frá Sjálfstæðisflokki að engu. Þegar skoðað er hvað þeir, sem kusu hvem flokk síðast, ætla nú að kjósa, kemur í ljós að krötum helzt einna verst á fylgi sínu frá í seinustu kosningum, að Kvennalistanum frá- töldum. Sennilega háir siðspillingar- umræðan, sem varð Lkringum flokk- inn, honum ennþá. í Reykjaneskjör- dæmi er Guðmundur Ámi Stefánsson ekki heppilegur frambjóðandi í því tilliti, enda dala kratar í kjördæminu. Árangur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar meðal kvenna Athyglisvert er að sjá að Sjálf- stæðisflokkurinn bætir við sig meðai kvenna. Starf yngri kvenna innan flokksins gæti nú verið að skila ár- angri, til dæmis sjónvarpsauglýsing- ar að þeirra frumkvæði og frumlegur áróður gegn launamun kynjanna, sem var sendur konum á ákveðnum aldri í pósti. Framsóknarflokkurinn styrkir líka stöðu sína meðal kvenna og það hef- ur varla gerzt áður að jafnt sé á komið með kynjunum í fylgi Fram- sóknarflokksins í skoðanakönnun. Konur í efstu sætum framboðslista framsóknarmanna hafa verið áber- andi, til dæmis í Reykjaneskjör- dæmi, þar sem framsóknarmenn bæta nú við sig. Þeir tapa hins vegar í Reykjavík og eru aftur í „eðlilegu" fari í borginni, eftir torskiljanlega fylgissveiflu þar. Hefur afsögn Helgu áhrif á Kvennalistann? Fylgi Kvennalistans á Reykjanesi þurrkast hér um bil út. Kristín Hall- dórsdóttir, sem leiðir listann í kjör- dæminu, hefur ekki verið mjög áber- andi eða frískur frambjóðandi. Ekki er heldur ósennilegt að úrsögn Heigu Siguijónsdóttur úr flokknum í síð- ustu viku, en hún varð efst í forvali áður en ákveðið var að fá Kristínu í framboð, hafí komið niður á Fylgisflakk frá Sjálfstæðis- flokki til Þjóðvaka Þjóðvaki heldur sínu og ekki er ótrúlegt að flokkurinn nái svipuðu kjörfylgi og Alþýðuflokkurinn, sem yrði að minnsta kosti að teljast per- sónulegur sigur fyrir Jóhönnu Sig- urðardóttur. Hins vegar er langt í frá að meiri- hluti fylgis fjóðvaka komi frá AI- þýðuflokknum. Þegar skoðað er hvað stuðningsmenn flokksins kusu í síð- ustu kosningum, kemur í ljós að um fimmtungur kaus Alþýðuflokkinn — og litlu færri kusu Sjálfstæðisflokk- inn. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkur- inn misst álíka marga af kjósendum sínum í seinustu kosningum til Al- þýðuflokks og til Þjóðvaka, eða um 5% í hvoru tilviki, en færri til ann- arra flokka. Sú tilgáta er freistandi að fyrrverandi stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem fylgja nú Þjóð- vaka, séu fremur laust fylgi, sem fylgdi til dæmis Albert Guðmunds- syni í Borgaraflokkinn í kosningun- um 1987. Litlar breytingar á sljórnarmyndunarkostum Þegar litið er á möguleika á stjórn- armyndun eftir kosningar miðað við fylgi flokkanna í könnuninni nú, er myndin lítið breytt frá seinustu könn- un Félagsvísindastofnunar. Núver- andi stjómarflokkar halda ekki meirihlutanum; hafa rétt rúmlega 48% fylgi. Hins vegar hefur mögu- leikum á tveggja flokka stjórn ef til vill fjölgað um einn; Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðubandalag hafa mjög nauman meirihluta fylgisins, eða 50,4%, en slíkt þýddi þó í mesta lagi eins manns meirihluta og slík stjóm yrði óstarfhæf, þó ekki væri nema vegna þess að hún hefði Hjörleif Guttormsson innanborðs. Sjálfstæð- isflokkur gæti jafnframt myndað tveggja flokka stjórn með Framsókn- arflokknum. Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka vinstri stjórn; þrír stærstu vinstri flokkarnir hafa ekki nema 45,2% fylgi samanlagt. Að viðbætt- um Kvennalista yrði niðurstaðan mjög tæpur meirihluti. Fjórflokka- stjóm Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags, Þjóðvaka og Alþýðu- flokks hefði hins vegar nokkuð rú- man meirihluta. Davið Oddsson segir Alþýðu- flokk beita blekkingum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í Ríkissjónvarpinu á mánudags- kvöld að Alþýðuflokkurinn beiti blekkingum og óheiðarlegum mál- flutningi í umræðum um nýja GATT- samninga sem Alþingi staðfesti um síðustu áramót. Davíð sagði að því miður hefði Alþýðuflokkurinn hagað sér mjög óheiðarlega í þessu máli. „ísland er að nota hinn nýja GATT-samning í landbúnaðarmálum með nákvæm- lega sama hætti og allar aðrar þjóð- ir. Þetta hef ég látið athuga og það er enginn munur á því. Hér er það látið í veðri vaka, að það sé einhver þráhyggja, það séu einhverjir vondir kallar sem séu að reyna að lemja á neytendum hér í þessu landi varð- andi landbúnaðarmálin. Þetta er frá- leitt. Þetta eru því miður hrein ósann- indi og uppspuni og óheiðarleiki," sagði Davíð og bætti við að allir flokkar hefðu samþykkt niðurstöðu málsins á Alþingi og því bæri Alþýðu- flokkurinn jafn mikla ábyrgð á þeirri niðurstöðu sem aðrir flokkar. Ljótar blekkingar Davíð sagði að Islendingar hefðu, eins og allar aðrar þjóðir, verið að samþykkja að breyta þeirri megin- reglu varðandi innflutning landbún- aðarvara að afnema bann og innleiða innflutningsheimildir og taka inn ákveðinn Iágmarksinnflutning eins og aðrar þjóðir. „Allar aðrar þjóðir ætla síðan að nota tækifærið til þess að gefa sínum landbúnaði þann aðlögunartíma sem þarf. Þó eru sumar þjóðir sem hafa niðurgreiddar landbúnaðarafurðir og útflutningsuppbætur sem við erum ekki með. Þannig að það eru blekkingar og ljótar blekkingar' að halda því fram að Alþingi íslendinga, og Alþýðu- flokkurinn með, því hann tók þátt í því öllu saman, sé að fara einhveijar aðrar leiðir varðandi GATT heldur en almennt gerist,“ sagði Davíð. Þegar Davíð var spurður hvort þetta þýddi að hann vildi nýta tolla- heimildir að fullu sagðist hann vilja að íslenskur landbúnaður og neyt- endur fái sama ávinning af þessum breytingum og allir aðrir. Skoðanakönnun Félag’svísinda- stofnunar fyrir Morgunblaðið Sjálfstæðis- flokkur vinnur á — minni breyt- ingar hjá öðrum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur nú stuðnings 37,6% kjós- enda, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið á sunnudag, mánudag og fram eftir degi í gær. Þetta er viðbót frá fylgi flokks- ins í síðustu könnun stofnunarinn- ar, sem gerð var 18.-21. marz, en þá sögðust 35% svarenda, sem tóku afstöðu, styðja hann. Fylgis- aukningin er þó ekki tölfræðilega marktæk. Kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum fyrir fjór- um árum var 38,6%. Litlar breytingar Fylgi annarra flokka hefur breytzt minna, og eru engar töl- fræðilega marktækar breytingar frá seinustu könnun. Miðað við niðurstöðurnar halda ríkis- stjórnarflokkarnir ekki meirihluta sínum í kosningunum, þótt fylgi við ríkisstjórnina hafi aukizt lítil- lega frá seinustu könnun. Allar tölur, sem hér fara á eftir, miðast við þá, sem taka afstöðu í könnun- inni. Framsóknarflokkur- inn er eini flokkurinn, auk Sjálfstæðisflokks, sem bætir örlítið við sig frá síðustu könnun, þótt ekki sé sú viðbót marktæk. Fram- sóknarflokkur fær nú 21,1%, fékk í marz 20,4% og hafði 18,9%' í síð- ustu kosningum. Alþýðuflokkurinn tapar lítil- lega, fékk í síðustu könnun 11,6% en fær nú 10,6%.' Kjörfylgi flokks- ins var 15,5% í seinustu kosning- um. Alþýðubandalagið stendur í stað frá seinustu könnun og fær nú 12,8% fylgi. Fylgi Alþýðubanda- lagsins í kosningunum var 14,4%. Kvennalistinn tapar frá síðustu könnun og nýtur nú stuðnings 5,1% svarenda, en hafði síðast 6,5% fylgi. I síðustu kosningum fékk Kvennalistinn 8,3% fylgi. Þjóðvaki fær nú fylgi 11,3% svarenda, sem afstöðu taka, eri hafði í síðustu könnun Félagsvís- indastofnunar í marz 12,1% fylgi. Framsókn tapar í Reykjavík en vinnur á í Reykjaneskjördæmi Sé litið á skiptingu fylgis flokk- anna eftir landshlutum og byijað á Reykjavík, kemur í ljós að þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn bætt talsvert við sig að nýju og hefur nú 43,8% fylgi í borginni. Fylgi Framsóknarflokksins, sem í sein- ustu könnun hafði sveiflazt upp í 14,1% í Reykjavík, er nú aftur komið í rúmlega 7%. Fylgi annarra breytist lítið í Reykjavík. Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Þjóð- vaki auka rúmu prósentustigi við fylgið, en Kvennalistinn fer úr 10,5% í marz niður í 8,8% nú._ Á Reykjanesi hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar sótt í sig veðr- ið, hafði í seinustu könnun 12,7%, en fær nú 19,8%. Sjálfstæð- ismenn bæta sömuleiðis við sig í kjördæminu, fá nú 37,9% en fengu 34,3% í marz. Alþýðuflokkurinn tapar hins vegar og hefur nú 16,8% fýlgi í kjördæminu, en fylgið var 19,6% þar í marz. Alþýðubandalag- ið hefur bætt við sig, og er komið úr 8,8% í marz upp í 12,2% nú. Fylgi Kvennalistans hrynur hins vegar á Reykjanesi, er nú 1,7%. Ríkisstjórnin missir meiri- hluta á þingi Skoðanakannanir Gallups fyrir Ríkissj ón varpið Fylgi Sjálfstæðis- flokks minnkar enn RÍKISSJÓNVARPIÐ lætur nú Gallup gera daglega könnun á fylgi flokkanna og í gærkveldi birti sjónvarpið niðurstöður könnunar, sem framkvæmd var 1. til 4. apríl. Samkvæmt könnuninni dregst fylgi Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- bandalags og Þjóðvaka saman frá könnuninni í fyrradag, en Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur bæta við sig, svo og Kvennalisti. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 31,8% at- kvæða, en fékk í fyrradag 33%, Alþýðubandalag fengi 11,3%, en samkvæmt könnun í fyrradag 13,2%. Alþýðuflokkur fengi sam- kvæmt könnuninni í gær 12,3%, en hlaut í fyrradag 10,8%, Fram- sóknarflokkur fengi 23,9%, en fékk í fyrradag 23%, Þjóðvaki fengi 11,6%, en fékk í fyrradag 12,1% og Kvennalisti fengi nú 5,7%, en fékk í fyrradag 5,5%. Aðrir flokkar fengu 3,4%, en hlutu 2,3% í fyrradag. Úrtak könnunarinnar var 500 manns og voru þátttakendur á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlut- fall var 75%. S-listi fellir D-listamann Samkvæmt könnun Gallup, sem gerð var fyrir blaðið Suðurland í Suðurlandskjördæmi og birt var í gær, fellir S-listi þriðja þingmann D-listans án þess þó að koma að manni sjálfur. Samkvæmt könn- uninni fengi Sjálfstæðisflokkurtvo menn kjörna og Framsóknarflokk- ur tvo menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.