Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 56
V í___K G láÉTT# alltaf á Miövikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Þorsteinn Pálsson Banndaga- kerfi gallað ÞORSTEINN Pálsson sjávar- útvegsráðherra sagði í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Islenskra sjávarafurða hf. að banndagakerfið smábátanna væri meingallað. „Ég hef ekki trú á því að miðstýring í sóknarmarkskerfi af þessu tagi dugi smábátum fremur en öðrum,“ sagði Þor- steinn. ■ Endurskoða þarf/D2 Breiðablik íslandsmeistari BREIÐABLIK varð í gærkvöldi íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna í fyrsta sinn, en Breiða- bliksstúlkur komu upp í fyrstu deild í fyrra og er árangur þeirra þeim mun athyglisverð- ari. Kópavogsstúlkur unnu Keflvíkinga í þriðja úrslita- Ieiknum og fögnuðu þar með fyrsta íslandsmeistaratitli Breiðabliks í meistaraflokki í körfuknattleik. Það var því ærin ástæða fyrir Blika að fagna í gærkvöldi. ■ Nýliðamir fögnuðu/F4 Sex manna fjölskylda með 125 til 210 þús. í atvinnutekjur Umframtekjur fara nær allar í jaðarskatta JAÐARSKATTAR geta farið upp í tæplega 100% hjá fjölskyldu sem hefur atvinnutekjur á bilinu 125 til 210 þúsund krónur vegna samspils skatta og tekjutengdra bóta, svo sem barnabóta og húsaleigubóta, samkvæmt útreikningum hagfræð- inga Alþýðusambands íslands. 4,20 kr. til ráðstöfunar af hverjum 100 krónum í útreikningunum eru tekin dæmi af hjónum sem eiga fjögur börn, greiða 45 þúsund krónur í húsa- leigu á mánuði og skulda námslán. Þar segir að séu atvinnutekjur fjöl- skyldunnar á bilinu 125 til 210 þúsund krónur á mánuði verði svo- nefndur jaðarskattur hjónanna 95,8%. Það þýði að hækki laun fjöl- skyldunnar hafi hún ekki til ráð- stöfunar nema rétt rúmar fjórar krónur af hveijum hundrað krónum sem launin hækki. í útreikningunum er tekið tillit til þess að fullar barnabætur fyrir börnin ijögur séu 43.086 krónur á mánuði og byiji að skerðast þegar atvinnutekjur nái 92 þúsund krón- um. Húsaleigubætur séu 21 þúsund krónur og byiji að skerðast við 125 þúsund króna laun. Þá sé farið að reikna tekjuskatt, 41,93%, þegar fjölskyldutekjurnar nái 120 þúsund krónum. Frádráttur jafngildir lækkun skattprósentu Þessu til viðbótar verði að gera ráð fyrir iðgjöldum í lífeyrissjóð og stéttarfélagsgjaldi. Frádráttur vegna lífeyrissjóðsiðgjalds hafi þó lækkað 1. apríl þegar hluti hans varð frádráttarbær frá skatti. Það jafngildi hækkun skattleysismarka eða lækkun skattprósentu í 41,1%. í útreikningunum er gert ráð fýrir greiðslu námslána sem nemur 3,75% af tekjum. í meðfylgjandi dæmum fær fjöl- skyldan húsaleigu- og barnabætur samkvæmt áðumefndum forsend- um. Þar kemur í ljós að séu fjöl- skyldutekjur 210 þúsund greiði fólk meira til hins opinbera en það fær þaðan. Nettóframlag þess til sam- eiginlegra sjóða verði 38 þúsund krónur á mánuði. Liti betur út í eigin húsnæði Þegar atvinnutekjur eru komnar yfír 210 þúsund falli húsaleigubæt- ur alveg niður og við 230 þúsund króna mörkin séu barnabætur komnar í lágmark og séu eftir það 12.791 króna, sama hve háar tekj- urnar séu. Eftir það dragist aðeins tekjuskattsprósentan, lífeyris- greiðslur, stéttarfélagsgjald og endurgreiðsla námslána frá launun- um en þessar greiðslur nemi 49,8 prósentum. Fram kemur að dæmið liti heldur betur út ef gert væri ráð fyrir að fjölskyldan byggi í eigin húsnæði en á móti kæmi að þá þyrfti að greiða fasteignagjöld og halda við húseigninni. 'Páskahátíð á Akureyri VETRARHÁTÍÐIN Páskar á Akureyri var sett á Ráðhús- torgi í gær, en að henni standa fjölmargir aðilar í ferðaþjón- ustu í bænum. Margs konar menningarviðburðir verða á hátíðinni, sem stendur fram að páskum og má þar m.a. nefna tónleika Kristjáns Jó- hannssonar og Sigrúnar Ujálmtýsdóttur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands. Þessi litla hnáta undi sér vel í örmum trúðs á Ráðhústorg- inu í gær. ■ Fjölbreytt páskáhátíð/14 Morgunblaðið/Rúnar Þór Skoðanakönnun Félagvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið Sj álfstæðisflokkurinn fengi 37,6% atkvæða SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 37,6% atkvæða í alþingis- kosningunum á laugardag, gengju niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands hefur gert fyrir Morgunblað- ið, eftir. Könnunin var gerð á sunnudag, mánudag og fram eftir degi í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fylgi 35% þeirra, sem afstöðu tóku í síð- ustu könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem gerð var 18.-21. marz. Fylgisviðbótin nú er ekki tölfræðilega marktæk. Fylgið er nú um einu prósentustigi undir kosningafylgi flokksins 1991. Framsóknarflokkur með 21,1% Fylgi annarra flokka breytist minna frá seinustu könnun. Fram- sóknarflokkurinn fær nú 21,1%, en fékk 20,4% í seinustu könnun og 18,9% í kosningunum. Alþýðubandalagið stendur í stað frá í marz og fær nú 12,8% fylgi, en fékk 14,4% í kosningunum 1991. Alþýðuflokkurinn fékk í marz 11,6% fylgi, en hefur nú stuðning 10,6% þeirra, sem afstöðu tóku, nærri fimm prósentustigufn undir kjörfýlgi sínu. Kvennalisti tapar nokkru fylgi, hefur nú 5,1%, miðað við 6,5% í marz og 8,3% í kosningunum fyrir ijórum árum. Þjóðvaki hefur nú 11,3% stuðning, dalar örlítið frá í marz er flokkurinn fékk . 12,1% fyigi- Hlutfall óákveðinna í könnun Félagsvísindastofnunar var 5,6%. Úrtakið var 1.500 manns og var nettósvarhlutfall 71,8%. Spurt var um fylgi við ríkis- stjórnina og sögðust 43% þeirra, sem svara, styðja stjórnina, en 42,5% sögðust henni andvígir. Hlutlausir í afstöðu sinni til stjórn- arinnar sögðust 14,5%. Stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar fjölgar frá síðustu könnun. Hins vegar er samanlagt fylgi við stjórnarflokk- ana ekki nema rúmlega 48% og héldi stjómin því ekki meirihluta sínum, gengju niðurstöður könnun- arinnar eftir. ■ Ber áróður/12 Álverið í Straumsvík Akvörðun um stækk- un í júní ÁKVÖRÐUN um hvort Alusuisse- Lonza ræðst í stækkun álversins í Straumsvík verður tekin á stjórn- arfundi fyrirtækisins í júnímánuði, að því er fram kom á samninga- fundi viðræðunefndar íslendinga og Alusuisse í Kaupmannahöfn í gær. Jafnframt hefur verið ákveð- inn annar fundur 20. og 21. apríl næstkomandi þar sem reyna á að semja um orkuverð og skattalega meðferð fýrirtækisins. Þetta kom fram hjá Sighvati Björgvinssyni, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, í gær. Sighvatur sagði að á fundinum nú hefði ver- ið farið yfir tvo tæknilega mögu- leika á framleiðslu áls. Annars vegar væri um að ræða þá tækni sem beitt er í Straumsvík og það myndi þýða að framleiðslugetan yxi um 60 þúsund tonn af áli á ári. Hins vegar væri um að ræða þýska tækni sem gerði það að verk- um að framleiðslugeta yxi um 90 þúsund tonn á ári. Við samanburð á þessum tveimur kostum hefði komið í ljós að þeir væru sambæri- legir hvað varðaði stofn- og rekstr- arkostnað og því hefði fyrirtækið lýst því yfir að það kysi frekar þá tækni sem notuð væri í þeirra verk- smiðjum og þeir þekktu. Framkvæmdir í sumar Sighvatur sagði að verði niður- staða stjórnar Alusuisse jákvæð hvað varðar stækkun verði hægt að hefjast handa um framkvæmdir síðar í sumar. Um er að ræða rúm- lega 10 milljarða króna fram- kvæmd, sem einkum felst í bygg- ingu nýs kerskála, því fyrir er hafnaraðstaða, skautsmiðja og annað það sem þarf til framleiðsl- unnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.