Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 45 Sjálfseyðingar- hvöt þjóðar Frá Rannveigu Tryggvadóttur: „LITLA gula hænan sagði ég skal gera það“ nefnist snilldarlega vel skrifuð grein ungrar 3 barna móður, Hildar Finnsdóttur, sem birtist í „bréfum til blaðsins" í Mbl. þann 29. f.m. bls. 40. Grein- in er allrar athygli verð og lýsing Hildar á illu hlut- skipti hinna fátæk- ari mæðra á vinnu- markaði og erfiðri afkomu fjöl- skyldna þeirra ætti að fá ýmsa, sem tekið hafa þátt í að skerða hlut van- megnugra, til að skammast sín. Svona lýsir hún foreldrafundi: „Þar voru samankomnar mæður tólf ára barna plús einn faðir. Þetta er algeng samsetning á samkomum for- eldra sem haldnar eru vegna barna þeirra. Ég beið eftir að fundurinn hæfist og virti fólkið fyrir mér. Þarna streymdu þær inn þessar konur, flestar ungar að árum eða frá 30-40 ára. Það flaug í gegnum huga minn að aldrei hefði ég séð svona margar „tættar" konur á einum stað, þar með talin ég sjálf. Þarna vorum við mættar herptar í framan eins og gamlir handavinnupokar, einhvem veginn hroðalega illa til hafðar. Bún- ar að fá frí frá vinnu til að mæta þarna, búnar að þeysast í gegnum umferðina og orðnar of seinar að sækja litlu börnin okkar. Bara þreytt- ar og útjaskaðar konur. Síðan þetta var hef ég tekið eftir að við erum mjög algengar, við erum út um allt.“ Hildur getur einnig ummæla heil- brigðisráðherra um hrakandi heilsu- far íslenskra kvenna og koma þær upplýsingar heim og saman við grein í norska blaðinu Dagbladet þann 25. júní ’94 um víðfeðma danska rann- sókn þar sem segir að konur sem erfiði bæði heima og heiman búi við slíkt álag að það stytti ævilíkur þeirra og að undrun hafi vakið hve ævilíkur langskólagenginna kvenna á háum launum hafi styst. Fyrir 20 árum hræddu Rauðsokk- ur og meðreiðarsveinar þeirra alþing- ismenn til að samþykkja rýmkun á fóstureyðingarlögunum. Var það gert til að etja konum út á vinnu- markaðinn. Síðan þá hafa um 12.300 fóstureyðingar verið gerðar, sem er ekki lítil blóðtaka hjá 260 þúsund manna þjóð. Það er brýnt að löggjafinn fari að sjá að sér og meta heimaumönnun barna til fjár því alltof margar mæð- ur hafa neyðst til að starfa langan vinnudag utan heimilis. Hefur þetta bitnað mjög á börnunum og gert þau vansæl. Barnakonur ættu aldrei, af- komunnar vegna, að þurfa að vinna lengur utan heimilis en hálfan daginn og fyrirtæki ættu að leggja sig fram um að bjóða þeim það. Ég hef gjarnan nefnt mæður sem heimavinnandi foreldrið, það er jú konan sem gengur með börnin og sú heimavinnandi eignast fleiri börn en sú útivinnandi. Þar sem því verð- ur við komið er auðvitað ágætt að foreldrarnir skipti vinnudegi á milli sín. Til að þjóðinni fækki ekki þurfa hjón að eignast minnst þijú börn. Mikið vantar á að menntunin í landinu sé nógu vel sniðin að þörfum þjóðarinnar og þarf mjög að efla verkmenntun. Færni í alls kyns heim- ilisstörfum er t.d. ekki kennd í fram- haldsskólum nema í litlum mæli. Ofsetnar og of langar námsbrautir á háskólastigi gagnast konum oft illa og námslánin geta orðið þeim baggi. Þótt hlægilegt sé þá eru sumar konur „á framabraut“ svo eigingjam- ar að þær tíma ekki að eyða sex mánaða fæðingarorlofi í nýfætt barn sitt, heldur ætla því að naga skeg- grót pabbans helming þess tíma. Það heitir á máli þessara kvenna „að pabb- inn þurfi að kynnast barninu.” Einn ágætur kjúklingabóndi sagði í því sambandi að það hefði aldrei verið hægt að venja ungana undir hanann. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmaland 7, Reykjavík. Misskildi Jóhanna skoðanakönnun? Frá Baldri Hermannssyni: ÉG HEF furðað mig á þrástagli Jóhönnu Sigurðardóttur um ein- hveija skoðanakönnun, sem sanni að 70%_ þjóðarinnar vilji vinstri stjórn. Ég hef fylgst grannt með skoðanakönnunum en hvergi rekist á neina slíka, og það hafa vinir mínir ekki heldur og eru þó sumir vel gefnir og eftirtektarsamir. Ég held ekki að 70% íslendinga vilji vinstri stjórn, en mig grunar að Jóhanna sé að ruglast á skoðana- könnun sem mig minnir að hún hafi sjálf látið gera og sýndi að 70% vilja sameiningu vinstri flokkanna, en það er bara allt annað mál og hefur ekkert með stjórnarmyndun að gera. í þessum 70% eru til dæm- is mjög margir sjálfstæðismenn, sem vilja samruna vinstri flokka því að þeir álíta að tveggja flokka kerfi yrði til stórra bóta, en þessir sjálf- stæðismenn kæra sig auðvitað ekki um vinstri stjórn. Það er ekki ætiun mín að lítil- lækka Jóhönnu Sigurðardóttur með þessari ábendingu, en mér finnst að hún ætti að athuga þetta, því varla vill hún fara með fleipur að nauðsynjalausu. BALDUR HERMANNSSON, Krunnnahólum 8, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. Gesturinn Frá Margréti Hjálmtýsdóttur: ÞETTA var um miðjan nóvember. Skammdegismyrkrið var að byija. Ég sat úti við gluggann minn og var að virða fyrir mér gulnuð laufin sem fuku af hríslunum í garðinum. Stormurinn æddi eftir jörðinni, sem þakin var fyrsta snjónum. Það var eins og dauðinn hefði lagt hönd sína á allt líf náttúrunnar. Fjöllin sem í sumar höfðu brosað blá og dularfull, voru nú köld og stirðnuð og blómin horfín. Mér fannst sem þessi kalda hönd hefði einnig snert mitt hjarta og úti í garðinum voru nokkur kalstrá að beijast við forlög sín, stormurinn feykti þeim til og sveigði þau niður er þau réttu sig upp aftur. Veslings kulnuðu strá. Þá skeði það að ég kom auga á flugu sem sat á dagblaði er lá á borðinu. Hún sat þarna og mér sýnd- ist hún horfa á mig. Það var sem hún segði: „Ég er hérna og sprelllif- andi. Það er svo undurgaman að vera til.“ Og til frekari áherslu flaug hún syngjandi í marga hringi í her- berginu. Svo tók hún dýfur niður undir gólf og upp í loftið aftur. Loks staðnæmdist hún á dagblaðinu. „Þú ert ekki hnuggin," sagði ég, „veistu ekki að það er vetur og hvað þá bíð- ur þín og þinna líka?“ „Ég held mig bara í sólskininu," söng flugan, og flögraði yfir á lampann. Þetta er nú aðeins rafmagnsljós. Hún svaraði ekki heldur sveiflaði sér upp á ljósa- krónuna. „Auminginn, þú ert hálf- gerður kjáni,“ sagði ég. „Lífíð er sólskin, söngur og dans á milli blóma,“ söng áfram í flugunni. „Nei, hættu nú, þú færð mig ekki til að trúa því, ég er á annarri skoð- un.“ „Það er víst af því að þig vant- ar vængina,” svaraði flugan spek- ingslega. Þannig byijaði kunningsskapur okkar. Gesturinn minn var kátur, sveif og dansaði frá einum hlut til annars í stofunni. Lífsgleði hans smitaði mig og dreifði angri mínu. Hann söng fyrir mig með sinni in- dælu millirödd, lögin hans minntu mig á sumarsól og angan jarðargróð- urs. Tíminn leið, flugan bjó í stofunni minni, ég gaf henni sykur en hún veitti mér skemmtan. Svo var það einn dag að hún sat við gluggann og horfði út þögul og hnípin. „Þarna úti er aðeins kaídur snjórinn," sagði ég, „en hann er svo undur bjartur og fagur,“ svaraði hún. „Fyrir þig er hann tortíming, trúðu mér,“ sagði ég, en ég fann að flugan trúði mér ekki. Daginn eftir saknaði ég hennar í stofunni. Einhver hafði opnað gluggann og skilið hann eftir opinn. Ég var aftur orðinn ein. Gesturinn minn hafði leitað í birt- una, en trúði ekki að þar var kuldi og stormur sem ekki vægði veikum vængjum. Kannske hefur frostið deytt hann, ef til vill hefur sólin vermt hann. Þannig hvarf hann mér, en ef hann kemur til þín, einn góðan veðurdag, þá taktu vel á móti honum. MARGRÉT HJÁLMTÝSDÓTTIR Gefðu fermingarbarninu framtíöareign Kenwood hljómtæki hafa verið seld á Islandi í 20 ár ogWharfedale hátalarar eru margverðlaunaðir. Við erum því með gæðatæki í tilboði okkar, tæki sem eru þekkt fyrir frábæra endingu og einhverja lægstu bilanatíðni i þessari grein. Þessi tæki eru því framtíðareign. Hvers vegna að bjóðafermingarbarninu upp á skammtimalausnir? Það borgar sig að vanda valið. I þessu tilboði eru eftirtalin tæki: KENWOOD KR-A4060 útvarpsmagnari 2x60 vött RMS KENWOOD DP-1060 geislaspilari WHARFEDALE MODUS ONE 100 vatta enskir gæðahátalarar Fullkomin fjarstýring fylgir Fulltverð kr. 83.500 Tilboösverð kr. 69.900 Afborgunarverð kr. 74.900 þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.