Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ JMttgtistÞlkifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STAÐA SJALF- STÆÐIS- FLOKKSINS SKOÐANAKANNANIR, sem birzt hafa að undanförnu, eru nokkuð misvísandi um stöðu Sjálfstæðisflokksins. í skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið 18.-21. marz sl., mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 35%. Sama dag og sú könnun birtist hér í blaðinu birti DV könnun og kosningaspá, sem benti til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins væri komið niður fyrir 33%. í fyrradag skýrði RÚV frá niðurstöðum Gallup-könnun- ar, sem benti til 33% fylgis Sjálfstæðisflokksins og í nýrri könnun Gallup, sem sagt var frá í RÚV í gærkvöldi, var fylgi sjálfstæðismanna komið niður í 31,8%. Morgunblaðið birtir hins vegar í dag niðurstöður nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar, sem gerð var 2.-4. apríl, þ.e. frá mánudegi og þar til síðdegis í gær, sem mælir fylgi Sjálfstæðisflokks 37,6%. Hér er um töluvert ólíkar niðurstöð- ur að ræða, en engu að síður vísbending um, að Sjálfstæðis- flokkurinn standi ekki of vel nú þegar líður að lokum kosn- ingabaráttunnar. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ‘benti á það í samtali við Ríkisútvarpið í fyrrakvöld, að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi yfirleitt meira fylgi í könnunum en kosning- um. Sú var einnig raunin í þingkosningunum fyrir fjórum árum. Þá gerði Félagsvísindastofnun einnig skoðanakönnun fyrir Morgunblaðið í upphafi viku, sem birt var í blaðinu miðvikudag fyrir kjördag með sama hætti og nú er gert. í þeirri könnun reyndist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fylgi 40,4% kjósenda, en úrslit kosninganna urðu þau, að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 38,6% atkvæða eða tæplega tveimur prósentustigum minna fylgi en umrædd skoðanakönnun sýndi. Ef gert væri ráð fyrir svipuðum mun á síðustu könnun Félagsvísindastofnunar og úrslitum kosninga mundi Sjálf- stæðisflokkur hljóta fylgi tæplega 36% kjósenda í kosning- um. Frá 1931 til 1971 eða í fjörutíu ár fór Sjálfstæðisflokk- urinn aldrei niður fyrir 37% fylgi í alþingiskosningum. í kosningunum 1971 fékk flokkurinn hins vegar 36,2% og síðan hafa verið miklar sveiflur í fylgi Sjálfstæðisflokksins. Verst var útkoman í þingkosningunum 1987 eftir klofning í flokknum og stofnun Borgaraflokks en kosningaúrslitin 1978 og 1979 voru einnig óviðunandi miðað við fyrri árang- ur Sjálfstæðisflokksins í kosningum. Ef úrslit þingkosninganna á laugardaginn kemur verða eitthvað nálægt því, sem hér hefur verið rakið, er augljóst, að verulegar líkur eru á því, að vinstri stjórn taki við að kosningum loknum. Vinstri flokkarnir, sem allir væru hugs- anlegir samstarfsaðilar Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn að Þjóðvaka undanskildum, mundu þá segja sem svo, að það væri dómur kjósenda að Sjálfstæðisflokkur yrði utan ríkis- stjórnar og þess vegna bæri þeim skylda til að standa sam- eiginlega að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það er hins vegar alveg ljóst, að það verður erfitt að mynda samhenta ríkisstjórn þriggja eða fjögurra vinstri flokka. Þjóðvaki er klofningsframboð úr Alþýðuflokki og ekki yrði auðvelt fyrir alþýðuflokksmenn og Þjóðvaka að starfa saman. Þjóðvaki sækir verulegt fylgi til Alþýðubanda- lags og Kvennalista enda fer ekki á milli mála, að lítil sam- staða er á milli þessara þriggja flokka. Það hefur oft verið sagt, að Sjálfstæðisflokkurinn sé kjöl- festan í íslenzku þjóðfélagi og það eru ekki bara orðin tóm eða kosningaáróður. Það hefur skipt verulegu máli fyrir festu í íslenzkum stjórnmálum, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið svo stór og öflugur, sem raun ber vitni. Það er líka rétt, sem Davíð Oddsson hefur bent á í umræðum síð- ustu daga, að á lýðveldistímanum hefur engin ríkisstjórn vinstri flokka setið út kjörtímabil. Vinstri stjórnin, sem mynduð var 1956, sat í tvö og hálft ár. Þá hrökklaðist hún frá. Vinstri stjórnin, sem mynduð var 1971, sat í tæp þrjú ár. Vinstri stjórnin, sem mynduð var haustið 1978, sat í tæpt ár. Vinstri stjórnin, sem sat frá 1980 til 1983 með aðild nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokks, sat í rúm þrjú ár. Vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar var að vísu ekki mynduð fyrr en haustið 1988 og sat út það kjörtímabil. Þetta er nauðsynlegt fyrir kjósendur að hafa í huga, þegar þeir ganga að kjörborðinu nk. laugardag og jafnframt það, að árangur Sjálfstæðisflokksins skiptir sköpum um hugsanlegt framhald núverandi stjórnarsamstarfs, sem Morgunblaðið telur æskilegasta kostinn enda í anda Við- reisnar. Sex framboð kljást um fimm þingsæti á Norðurlandi vestra NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA: Úrslit í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 1983 FJðldl . 1987 Atkvæði % þingm. Atkvæði Fjöidi 19 91 Fjö|dj 1995 % þingm. Atkvæði % þingm. í framboði Gild atkvæöi/Samtals: 5.702 100,0 5 6.453 100,0 5 6.341 100,0 5 Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Samtök um kvennalista Bandalag jafnaðarmanna Sérframb. framsóknarm. Borgaraflokkur Flokkur mannsins Þjóðarflokkur Frjálslyndir Heimastjórnarsamtök Þjóðvaki 411 1.641 1.786 1.028 177 659 7,2 28,8 31,3 18,0 3,1 11,6 0 2 2 1 0 0 656 2.270 1.367 1.016 337 471 48 288 *c *S 10,2 35.2 21.2 15,7 5,2 7,3 0,7 4,5 1 2 1 1 0 739 2.045 1.783 1.220 327 11,7 32,3 28,1 19,2 5,2 X X X X X IX - 97 25 105 1,5 0,4 1,7 Flokkur mannsins og Þjóðarflokkur buðu fram sameiginlega 1991 Atvinnumál efst á baugi í ki ördæminu síðust.ii kosninp-um. Raemar Arn KOSNINGABARATTAN í Norðurlandskjördæmi vestra fór hægt af stað eins og víðar og átti slæm færð stóran þátt í því að sögn. Síð- ustu daga hefur þó heldur færst fjör í leikinn. Nokkrir sameiginlegir framboðsfundir hafa verið haldnir á stærstu stöðunum í kjördæminu og verið frekar lítið sóttir. Síðasti fund- urinn verður á Sauðárkróki í kvöld. Kosið er um fimm þingsæti í Norðurlandskjördæmi vestra, fjögur kjördæmasæti og eitt jöfnunarsæti sem úthlutað er samkvæmt úrslitum á landsvísu. Áður en kosningalögum var breytt árið 1987 voru kjördæ- missætin fimm auk tilfallandi upp- bótarþingsæta. Á kjörskrá í Norðurlandskjör- dæmi vestra eru nú 7.202 og hefur fjölgað um 12 frá kosningunum 1991. Þá greiddu 6.451 atkvæði eða 89,7%. Sex framboðslistar komu fram fyrir kosningarnar nú. A-listi Al- þýðuflokks - Jafnaðarmannaflokks Islands, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, G-listi Al- þýðubandalags og óháðra, J-listi Þjóðvaka, hreyfingar fólksins, og V-listi Samtaka um kvennalista. Alþýðuflokkurinn hefur tvívegis fengið þingmann í kjördæminu á síðustu tveimur áratugum, 1978 og 1987. Árið 1979 fékk Alþýðuflokk- urinn 10,7% en náði ekki inn manni. Árið 1983 fór fylgið niður í 7,2% en árið 1987 náði Jón Sæmundur Siguijónsson jöfnunarsæti kjör- dæmisins þegar fylgi flokksins fór í 10,2%. Fylgið jókst í 11% árið 1991 en þingsætið tapaðist vegna fýlgisbreytinga á lands- --------- vísu, einkum vegna þess að Alþýðuflokkurinn bætti við sig á Austur- Iandi og náði þar jöfn- unarsæti. Sex framboðslistar takast á um fímm þing- sæti í Norðurlandskjördæmi vestra og í um- íjöllun Guðmundar Sv. Hermannssonar um kosningaundirbúninginn kemur fram að eins og í fleiri kjördæmum snýst baráttan einkum um jöfnunarsætið. Alþýðubandalagið fékk fýrst kjör- dæmasæti á Norðurlandi vestra árið 1971 en áður hafði flokkurinn oft- ast fengið uppbótarsæti. Ragnar Amalds náði fyrst kjöri árið 1963 og var þá landskjörinn þingmaður, en síðan 1971 hefur hann setið í kjördæmissæti fyrir flokkinn á Norðurlandi vestra. Alþýðubandalagið fékk 17,3% at- kvæða árið 1979 og einn mann kjör- inn. Árið 1983 fékk flokkurinn 18% og einn mann, árið 1987 fékk Al- þýðubandalagið 15,7% og einn mann og árið 1991 fékk flokkurinn 19,2% og einn mann kjörinn. Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið sterkur í kjördæminu og á sjöunda áratugnum hafði flokkur- inn oftast þijá þingmenn þar. Flokk- urinn fékk þijá þingmenn síðast árið 1979 en árið 1983 missti hann einn mann þegar Ingólfur Guðna- son, sem verið hafði þingmaður flokksins, fór í sérframboð í kjör- dæminu og fékk rúmlega 11% at- kvæða þótt hann næði ekki þing- sæti. Síðan þá hefur Framsóknar- flokkurinn haft tvo þingmenn. Páll Pétursson hefur leitt lista framsóknarmanna síðan 1979 en hann var fyrst kosinn á þing 1974. Stefán Guðmundsson hefur verið þingmaður flokksins frá 1979. Áður var Ólafur Jóhannesson lengi í fram- boði á Norðurlandi vestra, eða frá 1963 til 1978; og Björn Pálsson frá 1959-1974. Framsóknarflokkurinn fékk 43,9% í kosningunum 1979 og þijá menn kjörna. Arið 1983 fékk flokk- urinn 28,8% og tvo menn, árið 1987 35,2% og tvo menn og árið 1991 32,3% og tvo menn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfir- ---------------- leitt haft tvo þingmenn í Atvinnumál kjördæminu; á síðustu eru efst á árum hefur annar þing- maðurinn þó oftast verið í uppbótarsæti. Pálmi Jónsson sat á þingi fyrir flokkinn frá 1967 fram á þetta ár en gefur ekki lengur kost á sér. baugi Eyjólfur Konráð Jónsson var þing- maður flokkins á Norðurlandi vestra frá 1974 til 1987 þegar hann flutti sig til Reykjavíkur. Aður var Gunn- ar Gíslason lengi þingmaður flokks- ins, eða frá 1959 til 1974. Flokkurinn fékk 28,1% fylgi árið 1979 og tvo þingmenn. Árið 1983 fékk flokkurinn 31,3% og tvo menn og árið 1987 fékk flokkurinn 21,2% og einn mann. Sjálfstæðisflokkurinn náði síðan jöfnunarsæti kjördæmis- ins árið 1991 og fékk þá tvo þing- menn og 28,1% fylgi eins og 12 árum áður. Kvennalisti hefur boðið fram á Norðurlandi vestra síðan 1987 en ekki fengið þingmann kjörinn. Flokkurinn fékk 5,2% bæði í kosn- ingunum 1987 og 1991. I síðustu kosningum buðu Fijáls- lyndir, Heimastjómarsamtök og íjóðarflokkur - Flokkur mannsins fram á Norðurlandi vestra en fengu um 3,5% atkvæða til samans. Þessir flokkar bjóða ekki fram nú, en Þjóð- vaki býður nú í fyrsta skipti fram í kjördæminu. Breytingar hafa orðið í efstu sæt- um þriggja flokka frá síðustu kosn- ingum. A A-lista Alþýðuflokks er Jón Hjartarson skólameistari, Sauðárkróki, í efsta sæti. Hann tek- ur við af Jóni Sæmundi Siguijóns- syni, sem nú hefur gengið til liðs við Þjóðvaka. í öðru sæti er Ólöf Á. Kristjánsdóttir verslunarmaður, Siglufirði, og í þriðja sæti Steindór Haraldsson verkefnastjóri, Skaga- strönd. Pálmi Jónsson gaf ekki kost á sér áfram á D-lista Sjálfstæðisflokks, og þar er Hjálmar Jónsson prófast- ur, Sauðárkróki, nú í efsta sæti en hann var í þriðja sæti listans í síðustu kosn- ingum. I öðru sæti er eins og síðast Vilhjálmur Eg- ___________ ilsson alþingismaður, Reykjavík, og í þriðja sæti er Sigfús Leví Jónsson framkvæmdastjóri, Söndum. Á V-lista Kvennalista er Anna Dóra Antonsdóttir kennari, Frosta- stöðum, í efsta sæti, en hún var í 8. sæti listans í síðustu kosningum. Anna Hlín Bjarnadóttir þroskaþjálfí, Varmahlíð, er í 2. sæti og færist upp um eitt sæti, en hún leiddi list- ann í kosningunum 1987. í þriðja sæti er Ágústa Eiríksdóttir hjúkrun- arfræðingur, Sauðárkróki, en hún var síðast í 7. sæti. Þijú efstu sæti G-lista Alþýðu- bandalags og óháðra eru óbreytt frá Hörð barátta um jöfnunar- sætið síðustu kosningum. Ragnar Amalds alþingismaður, Varmahlíð, leiðir listann eins og hann hefur gert síð- an 1963. í öðru sæti er nú Sigurður Hlöðversson tæknifræðingur, Siglu- firði, og í 3. sæti Anna Kristín Gunn- arsdóttir skipulagsstjóri, Sauðár- króki. Þijú efstu sæti B-lista Framsókn- arflokks eru óbreytt frá síðustu kosningum, Páll Pétursson alþingis- maður, Höllustöðum, í efsta sæti, Stefán Guðmundsson alþingismað- ur, Sauðárkróki, í 2. sæti og Elín Líndal bóndi, Lækjarmóti, í 3. sæti. Á J-lista Þjóðvaka er Sveinn Allan Morthens framkvæmdastjóri, Garð- húsum, í efsta sæti. Jón Daníelsson blaðamaður og bóndi, Tannastöðum, er í 2. sæti og Guðrún Guðmunds- dóttir þroskaþjálfi, Siglufirði, í 3. sæti. Atvinnumál eru efst á baugi í Norðurlandskjördæmi vestra, eins og annarstaðar. Landbúnaður stendur höllum fæti í kjördæminu eins og víðar, einkum í Húnavatns- sýslu þar sem mest er um sauðfjár- búskap. Þetta er talið hafa komið niður á fylgi stjórnarflokkanna beggja í kjördæminu en styrkt stöðu Framsóknarflokks að sama skapi. Sjávarútvegur stendur hins vegar nokkuð vel í kjördæminu og sterk sjávarútvegsfyrirtæki eru á Siglu- firði, Sauðárkróki og Skagaströnd. Þetta ætti að auka stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um óbreytta sjáv- arútvegsstefnu í meginatriðum. Almennt er búist við að kjör- dæmissætin fjögur deilist niður með sama hætti og í síðustu kosningum. Framsóknarflokkur fái tvo þing- menn og Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðubandalag einn hvor. í því sambandi er bent á skoðanakönnun ________ í héraðsblaðinu Feyki, sem birt var í síðustu viku, en samkvæmt henni fær Framsóknar- flokkur 41,7%, Sjálfstæðisflokkur 26,3%, Alþýðubandalag 14,8%, Þjóðvaki 9,8%, Alþýðuflokkur 5,2% og Kvennalisti 1,9%. Samkvæmt þessu verður baráttan um jöfnunarsætið milli Sjálfstæðis- flokks og Þjóðvaka. Ýmsir viðmæl- endur Morgunblaðsins höfðu þó efa- semdir um þessa könnun og bentu á að slíkar héraðskannanir væru oft lítið marktækar. Alþýðuflokksmenn hafa ekki gefið sætið upp á bátinn en Kvennalistinn virðist varla geta gert sér vonir um að blanda sér í þessa baráttu. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 29 FARSÍMAMARKAÐURINN Dönsk og sænsk símafélög niðurgreiða símana til að laða að áskrifendur VERÐ á farsímum í Dan- mörku og Svíþjóð ber merki þess að samkeppn- in er mikil, einkum í Sví- þjóð. Það er því ekki einfalt að bera verðið saman, því tilboðin eru mörg og ólík. Svíþjóð er mest farsímav- ædda land í heimi, ekki síst eftir gríðarlegt verðstríð síðastliðið ár, þar sem símamir voru á stundum boðnir gefins gegn því að kaupand- inn gerðist áskrifandi í gegnum ákveðið fyrirtæki. Það voru því símafyrirtækin, sem greiddu fyrir símann, gegn því að kaupand- inn gerðist áskrifandi hjá þeim. í Danmörku eru tvö fýrirtæki á markaðinum sem bjóða upp á far- símaáskrift sem stendur, annars vegar Tele Danmark Mobil, sem stofnað var 1991. Það er í eigu Tele Danmark ríkissímafyrirtækis- ins og einkaaðila. Hins vegar er um að ræða einkafyrirtækið Sonofon sem kaupir símatíma hjá Tele Dan- mark með'afslætti og selur til við- skiptavina. Sonofon selur síma í GSM-kerfinu en önnur símaviðskipti verða ekki gefin fijáls fyrr en 1. janúar 1998. Fleiri fyrirtæki munu brátt bæt- ast í hóp þeirra sem selja farsíma- áskrift í Danmörku, þar á meðal fjölþjóðafyrirtækið Unisource, sem er í eigu sænska Telia, sem var áður ríkissímafyrirtæki, og hol- lenska og svissneska ríkissímafyrir- tækisins. Símar á 22 þúsund ÍSK Sem stendur kosta ódýrustu GSM- símamir í búðum í eigu danska ríkis- símafyrirtækisins tvö þúsund dansk- ar krónur, eða um 22 þúsund íslensk- ar. Motorola 5200 kostar 3.345 DKK eða um 36 þúsund ÍSK. Venjulega er stofngjaldið sjö hundruð DKK hjá Tele Danmark, en sem stendur era þeir með stofngjaldstilboð fyrir hundrað krónur. Askriftargjaldið er síðan 240 DKK krónur ársfjórðungs- lega. Innanlandstaxtinn er 2,80 DKK á mínútuna en helmingi minna frá kl. 19.30-7. Til samanburðar má nefna að venjulegt símagjald er 37,5 aurar á mínútuna, um ijórar krónur íslenskar, en helmingi minna eftir kl. 19.30. Verðstríð Til skamms tíma ríkti verðstríð milli Sonofon og TD Mobil. Hófst það þannig að Sonofon bauð við- skiptavinum TD Mobil sem voru með síma í NMT-kerfinu um ellefu þúsund íslenskar krónur í svokallað- ar niðurrifsbætur fyrir að fá sér símaáskrift í GSM-kerfinu hjá Sono- fon. TD Mobil galt í sömu mynt og seldi á tímabili síma fyrir þúsund krónur danskar, eða ellefu þúsund íslenskar. í búðum sem selja fyrir Sonofon er nú hægt að ganga að tilboði þar sem stofngjald og fyrsta ársfjórð- ungsgjald er 700 DKK en þar á móti bjóða þeir nýjum áskrifendum að tala fyrir sömu upphæð á kostn- að Sonofon, svo þessi kostnaður er í raun enginn, ef nýi áskrifandinn talar fyrir þessa upphæð. Síðan er ársfjórðungsgjaldið 192 DKK. Hjá þeim kostar Motorola Flar 2.995 DKK eða um 33 þúsund ÍSK en Flar er ný útgáfa og fullkomnari en Motorola 5200. Sænsk gylliboð í Svíþjóð blómstra gylliboðin, þó þau séu mun lakari en í fyrra, þeg- Danir og Svíar.eiga heimsmet í farsímavæð- ingu en um tíu prósent íbúa beggja landa eru með farsíma. Búist er við því í Svíþjóð að 90% landsmanna verði farsímanotendur innan tíu ára. Sigrún Davíðsdóttir og Helga Kr. Ein- arsdóttir kynntu sér farsímamarkaðinn í ná- grannalöndunum og hér. ar símafyrirtækin gáfu iðulega sím- ana gegn því að áskriftin væri hjá þeim. Sagt er að ýmsir hafi hamstr- að áskriftir og síðan selt símana með hagnaði. Sem dæmi um kostn- að fyrirtækjanna af símastríðinu má nefna að eitt fyrirtækjanna, Comviq, aflaði sér 115 þúsund nýrra farsímaáskrifta, sem hver kostaði fyrir- tækið þrjú þúsund sænsk- ar krónur, eða þijátíu þúsund íslenskar. Kostn- ____________ aður Telia Mobil og Euro- politan, hinna farsímafyrirtækj- anna tveggja, var eitthvað lægri, en samtals er talið að farsímastríð fyrirtækjanna þriggja hafi kostað þau 1,5 milljarða sænskra króna, eða um 15 milljarða íslenskra króna. Sem stendur bjóða nokkrir Volvo- bílasalar Ericsson-síma, GH 337 og 198, fyrir 7.590 og 5.590 SEK, eða um 76 og 56 þúsund ÍSK (Hátækni hf. selur Ericsson GH 198 á 59.900 krónur samkvæmt nýlegri verð- könnun). Skilyrðið er að áskriftin sé í gegnum Telia, sem gefur kaup- endum þá eftir stofngjald að upp- Gáfu síma gegn áskrift aö símtölum hæð 375 sænskum krónum og sam- talstíma fyrir 1.250 krónur fyrsta mánuðinn. Ein sænsk verslunarkeðja er sem stendur með tilboð á Motorola Flar ef áskriftin er tekin hjá Comviq. Síminn kostar þá 1.995 SEK, eða um tuttugu þúsund ÍSK. Hjá þess- -------- um búðum fæst síminn ekki keyptur, nema með Comviq-áskrift. Stofn- gjaldið er 200 sænskar krónur fyrir einstaklinga og áskriftin kostar síðan 125 krónur á mánuði, sem inniheld- ur hálftíma ókeypis samtöl. Hjá Comviq kostar mínútan fimm sænskar krónur kl. 7-19, tvær krónur kl. 17-1 og krónu kl. 1-7. Hjá hinum tveimur símafyrirtækj- unum, Telia Mobil, sem áður var ríkissímafyrirtækið, og Europolit- an, kostar mínútan á daginn sex krónur. Röndóttir eða með mahóní-áferð? Á bak við verðmuninn felst mis- munandi þjónusta, sem gerir að verkum að verðsamanburður er ekki einfaldur. Þetta er þó aðeins for- smekkurinn af því sem koma skal, þegar öll höft verða numin af evr- v- ópska símamarkaðnum, en það á að gerast 1. janúar 1998. Svíar hafa þegar afnumið höft af sínum markaði og það skýrir fjölskrúðug tilboð þar. Fást símamir í margvís- legum litum sums staðar og geta viðskiptavinir fengið þá sprautaða sérstaklega og era dæmi um sím- tæki með zebra-röndum og mahóní- áferð. Engir áskriftarsamningar hér Söluaðilar farsíma hér segja ástæður verðmunar milli íslands og Norðurlandanna felast í því að um sé að ræða eldri gerðir búnaðar, símtækin séu ekki greidd niður og þess ekki krafist að kaupandinn skuldbindi sig til að tala fyrir til- tekna upphæð í ákveðinn fjölda mánaða. Einnig er bent á að sumir seljendur læsi símunum þannig að þá sé einvörðungu hægt að nota í tilteknu kerfi með korti sem veiti aðgang að því. Samkeppnisstofnun gerði verð- könnun á farsímum í GSM-kerfínu í 15 verslunum á höfuðborgarsvæð- inu í janúar og febrúar. Lægsta verðið sem fram kom í þeirri könn-> un var hjá Bónus á síma af gerð- inni Hagenuk MT 2000, 31.900 krónur. Hæsta verð á farsíma var 98.900 hjá Pósti og síma fyrir tæki af gerðinni Motorola 8200. Mun það vera nýjasta útgáfan af Motorola- síma og kostaði sams konar tæki 89.100 hjá Bónus. Kristján Gíslason framkvæmda- stjóri Radíómiðunar hf. segir að símar af gerðinni Motorola 5200, sem seldir era á Norðurlöndum, séu miklu eldri gerð af Motorola símum sem aldrei hafi verið fluttir hingað til lands. Munurinn felst til dæmis í betra minni fyrir skammval, mögu- leika á endurvali símanúmers, hvað símtalið kostaði, hvert var hringt og hvað var talað lengi. Næsta út- gáfa á eftir 5200 heitir Motorola 7200 og kostaði 69.980 hjá Pósti og síma og 59.900 hjá Bónus þegar könnunin var gerð. Hann þendir á að til þess að virk samkeppni verði í farsímakerfinu þurfi tvo rekstraraðila. Stofnkostn- aður við það að setja upp annað GSM-kerfí er hins vegar gríðarlegur og mun vera um IV2 milljarður. Ekki er víst að uppsetning þess borgi sig vegna stærðar landsins og íbúafæðar en til þess að veita GSM-þjónustu á landsvísu þyrfti móðurstöðvar á 35 kílómetra fresti. Póstur og sími hefur lagt 600 millj-' ónir í uppsetningu kerfísins nú þeg- ar að sögn Haraldar Sigurðssonar framkvæmdastjóra samkeppnis- sviðs en ekki er enn boðið upp á þjónustuna á landsvísu. ísland ódýrast? Haraldur segir að samkvæmt könnun sem birt var í Wall Street Journal 8. mars síðastliðinn og byggð er á útreikningum OECD sé ódýrast að nota síma í GSM-kerfínu á lslandi. Borinn var saman kostn- aður fyrir hveija mínútu að virðis- aukaskatti undanskildum en árs- fjórðungsgjald, stofnkostnaður og notendabúnaður eru ekki tekin með í reikninginn. Stofngjaldið í GSM- kerfinu er 4.358 og ársfjórðungs- gjald 1.899. Mínútugjald er 24,90 nema á kvöldin og um helgar en þá er það 16,60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.