Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Rúnar Þór HALLDÓR Ásgrímsson hitti menntaskólanema að máli í MA. Formaður Framsóknarflokksins Þúsund manns án vinnu vegna sam- dráttar í landbúnaði LAUNAMUNUR milli karla og kvenna brann heitt á ungum mennta- skólastúlkum, nemum í 4.F en Hall- dór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, kom í stjórnmála- fræðitíma hjá bekknum í gærdag og ræddi við stúdentsefni um stefnu flokksins. Halldór sagðist ekki hafa trú á „patentlausnum" hvað launamismun varðar né heldur að hægt yrði að uppræta hann með lagasetningu og benti m.a. á, að svo virtist sem jafn- réttislögin hefðu ekki skilað sér sem skyldi. Hann hefði meiri trú á að unnt yrði að uppræta þann mikla mun sem virtist vera milli launa karia og kvenna með því að konur gengju sem mest inn í áður hefðbundin karlastörf og öfugt. í hans huga væri það ekkert annað en ranglæti að konur hefðu að meðaltali um 65% af launum karla fyrir svipuð störf eins og fram hefði komið í nýlegum könnunum. Þetta ætti vissulega ekki bara að vera mál kvenna, karlar ættu líka að láta til sín taka til að ná fram jöfnuði milli kynjanna í launamálum. Störf verða til í sveitunum Samdráttur í landbúnaði kom til umræðu og taldi Halldór að um 1.000 manns af þeim 6-7.000 sem nú væru án atvinnu á Islandi væru það í kjöl- far samdráttar í landbúnaði. Hann taldi töluverðan hluta af þeim 12.000 stöfum sem skapa þarf fram til alda- móta verða til í sveitunum, þar væru sóknarfæri m.a. í ferðaþjónustu og einnig á sviði vistvæns landbúnaðar. Tengsl Framsóknarflokksins við bændur voru gerð að umtalsefni og minnti formaður flokksins á nýlega bíóauglýsingu, en í henni er Halldór látinn baula. „Við gætum sem hæg- ast gert svona auglýsingu, látið for- sætisráðherra krunka undir mynd- inni, svona til að minna aðeins á Hrafnsmálið. Slíkar auglýsingar eru að okkar mati bara ekki viðeigandi, það er afar leiðinlegt að kosningabar- áttan sé komnin niður á þetta stig,“ sagði Halldór. Fjölda annarra mála bara á góma. Mmenntaskólanemar spurðu for- mann Framsóknarflokksins um skattamál. Hann sagði það stefnu flokksins að hækka ekki skatta á atvinnulífið og væri hann algjörlega ósammála Alþýðubandalaginu í þeim efnum, sem vildi setja hátekjuskatt á fyrirtæki. Halldór tók Útgerðarfé- lag Akureyringa sem dæmi en hagn- aður félagsins var yfir 150 milljónir á liðnum ári. Ef skattar yrðu lagðir á hagnað fyrirtækja sem færi yfir 50 milljónir hefðu 100 milljónir lent í hátekjuþrepi, það myndi leiða til þess að stofnuð yrðu fleiri félög um reksturinn þannig að fyrirtækin lentu ekki í hátekjuþrepinu. Baráttufundur Kvennalistans BARÁTTU- og skemmtifundur Kvennalistans í Reykjavík verður haldinn á Hótel Borg kl. 20.30 í dag. Guðrún Agnarsdóttir læknir flytur inngangsorð, frambjóðendumir Kristín Ástgeirsdóttir, Guðný Guð- björnsdóttir og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir brýna fundarfólk. Flutt verður tónlist og Ijóð. Heiðursgestur er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Menning- arhátíð Þjóðvaka ÞJÓÐVAKI stendur fyrir menn- ingarhátíð alla þessa viku. Hún hófst með opnum fundi sl. mánu- dagskvöld um samskipti Reykja- víkurborgar og Alþingis undir heitinu „Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg“. Sérstakur gestur fundarins var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem hér sést með Guðrúnu Árnadóttur og Ástu R. Jóhann- esdóttur. Meðal fundargesta var formaður Þjóðvaka, Jóhanna Sigurðardóttir. I kvöld verður söngskemmtun á Kaffi Reykja- vík kl. 21.30, þar sem Kvenna- kór Reykjavíkur syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og í kvöld verða tónleikar á Rauða ljóninu kl. 22, þar sem fram koma Bubbi Morthens og Hinir guðdómlegu Neanderdals- menn. Morgunblaðið/Þorkell • • Ossur Skarphéðinsson um formann Alþýðubandalagsins Sækir fylgi til vinstri fyrir stjóm með Sjálfstæðisflokki Morgunblaðið/Þorkell OSSUR Skarphéðinsson ræðir við starfsmenn Póstgíróstofunnar. ÖSSUR Skarphéðinsson, umhverfís- ráðherra, sagði á fundi með starfs- mönnum Póstgíróstofunnar í Reykja- vík að með yfirlýsingum sínum um nauðsyn á myndun vinstri stjórnar að loknum kosningum væri Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, fyrst og fremst að biðla eftir atkvæðum vinstri manna til að gera flokkinn nægilega öflugan til að mynda tveggja flokka stjóm með Sjálfstæðisflokknum. Þar sem Alþýðubandalagið hefði ekki lýst yfír að það útilokaði stjórn- arþátttöku með Sjálfstæðisflokknum væru yfirlýsingar formannsins um vilja til að mynda vinstri stjórn ekki trúverðugar. Össur sagði í svari við fyrirspum starfsmanns að Alþýðuflokkurinn mundi standa við áður gefnar yfirlýs- ingar og leggjast gegn hugmyndum samgönguráðherra um einkavæð- ingu Pósts og síma. Það væri í and- stöðu við stefnu flokksins að einka- væða ríkisfyrirtæki sem störfuðu á sviðum þar sem um fákeppni eða einokun væri að ræða. Kjarabætur til póstmanna Þá sagði Össur að hann teldi rétt að huga að leiðum til að leiðrétta kjör starfsmanna Pósts og síma, en fram kom að 35% félagsmanna póst- mannafélagsins væru á láglaunabót- um. Össur kvaðst telja að kanna þyrfti möguleika á því að verja hluta þeirra 1.400 milljóna króna sem Póstur og sími skiluðu í tekjur til ríkissjóðs til þess að hækka laun starfsmanna umfram aðra. Neytendur hefðu þegar notið góðs af rekstrarafgangi stofnunarinnar í lægri gjaldskrá og ríkissjóður hefði hagnast af framlagi fyrirtækisins til ríkisins. Rétt væri að huga að því hvort starfsmenn ættu nú að njóta árangurs fyrirtækisins. Nauðsynlegt væri að líta til þess að fyrirtækið hefði þá sérstöðu meðal ríkisfyrir- tækja að það væri ekki rekið fyrir framlög úr ríkissjóði heldur tekjur sem það aflaði sjálft. Össur Skarphéðinsson sagði að árangur af starfi ríkisstjómarinnar væri m.a. sá að á sama tíma og at- vinnuleysi væri vaxandi í nágranna- löndunum væri það á undanhaldi hér og hefði aldrei náð því hámarki sem spáð hefði verið. 2000 ný störf hefðu orðið til á síðasta ári og mætti m.a. rekja það til þess að ríkisstjómin hefði leyft landanir erlendra skipa sem hér hefðu fært að landi 30 þús- und tonn af rússaþorski til vinnslu; einnig hefði stuðningur ríkisstjómar- innar, einkum Alþýðuflokksins og forsætisráðherra, við Smuguveiðar orðið til þess að hér urðu til ígildi 5-600 ársverka. Félag Loggiltra Bifkeidasala NYJA BÍLAHOLLIN FUNAHOFDA I S: 567-2277 Fílag Loggiltra Bifkeiðasala Grand Cherokee 4,0L árg. '94, ek. 9 þús. km., grænn, álfelgur, cen., R/O. V. 3.900.000. Ath. skipti. MMC L-300 4x4 Minibus diesel árg. '90, ek. 145 þús. km., grár. V. 1.350.000. Ath. skipti. km., hvítur, álfelgur, spoiler. V. 690.000. Ath. skipti. Daihatsu Charade CX 5 dyra, 5 g., árg. '91, rauöur ek. 32 þús. km. V. 650.000. Ath. skipti. Ford Escort 1,4 CLX árg. '93, grár, ek. 25 þús. km., 5 dyra, 5 g. V. 1.050.000. Ath. skipti. BILATORG FUNAHOFDA I S: 587-7777 Toyota Hilux Double Cap SR5 bensin árg. '94, ek. 17 þús. km., grár, 32" dekk, álfelgur, hús, brettak. V. 2.290.000. Ath. skipti. FtLAO Loggiltra Bifreiðasala sóllúga, spoilerar, álfelgur, Low profile dekk, ek. 66 þús. km. V. 1.850.000. Sjón er sögu ríkari Toyota Landcruiser VX árg. '91, silfur- grár, álfelgur, 35" dekk, sóllúga, spil, mjög fallegt eintak, ek. 87 þús. km. V. 3.690.000. Skipti. Toyota 4Runner V6 árg. '91, grár, 32" dekk, álfelgur, ek. 50 þús. km. V. 2.300.000. Skipti. Ford Airostar XLT 4WD árg. '90, blásans., 7 manna. Einn meö öllu. Toyota Hiace 4WD diesel árg. '91, hvítur, sóllúga, vsk. bíll, ek. 89 þús. km. V. 1.400.000. Skipti. Toyota Corolla Touring GL árg. '90, blásans., sóllúga, álfelgur, ek. 65 þús. km. V. 1.070.000. Skipti. NU ER BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN - VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.