Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skattar hafa lækkað í kosningabaráttunni hafa stjórnarandstöðuflokkarnir því miður reynt að gefa villandi mynd af áhrifum skattbreytinga í tíð núverandi ríkisstjórnar á kjör al- mennings í landinu, vafalaust í trausti þess að kjósendur verði ekki upplýstir um staðreyndir málsins. í þessari grein er meðal annars vakin athygli á nokkrum stað- reyndum um skattamál. Þetta eru atriði sem skipta hvern einstakling miklu máli og almenningur á heimtingu á að fá réttar upplýs- ingar. Stefnufesta og ábyrg afstaða skilar árangri íslenskt efnahagslíf hefur geng- ið í gegnum mikla erfiðleika mörg undanfarin ár. Þetta hefur óhjá- kvæmilega snert lífsafkomu og lífs- kjör allra heimila í landinu. A síð- asta ári urðu hins vegar þáttaskil þegar hagvöxtur tók að glæðast á ný og kaupmáttur heimilanna að aukast. Á þessu ári eru horfur á enn frekari bata í efna- hagslífinu og spáð er að minnsta kosti 3% kaupmáttaraukningu heimilanna. Þessi ánægjulegu umskipti má annars vegar rekja til mark- vissrar og skynsam- legrar efnahagsstefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og hins vegar til ábyrgrar af- stöðu verkalýðshreyf- ingarinnar í landinu í góðri samvinnu við samtök vinnuveitenda. Samvinna og sam- eiginlegt átak þessara þriggja að- ila, verkalýðshreyfingar, vinnuveit- enda og ríkisstjórnarinnar, hefur skilað miklum árangri. Afrakstur þessa samstarfs er nú smám saman að koma í ljós í bættum kjörum almennings og horfur eru á að framhald verði á þessum lífskjara- bata á næsta og næstu árum ef Friðrik Sophusson skynsamlega er á mál- um haldið. Vondur viðskilnaður vinstri stjórnarinnar Þegar ríkisstjóm Davíðs Oddssonar tók við af vinstri stjórn Steingríms Hermanns- sonar blasti við ófögur sjón. Gífurlegur halli var á viðskiptum við útlönd. Erlendar skuldir mögnuðust dag frá degi. Atvinnulífíð átti í miklum erfiðleik- um og gjaldþrot vofði yfir ýmsum svokölluðum bjargráða- sjóðum þrátt fyrir milljarða greiðsl- ur úr ríkissjóði, þ.e. frá skattborgur- unum. Þá skildi vinstri stjórnin eft- ir sig 14 milljarða halla á ríkissjóði þrátt fyrir að hún hefði hækkað skatta á landsmenn um 11 milljarða króna á þeim þrjátíu mánuðum sem hún var við völd. Jóhanna finnur hátekjuhópinn ÞJÓÐVAKI er furðulegur flokkur. Hann er orðinn til utan um eina manneskju, Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Sýn hennar yfir stjórnmálin er ekki víð. Hún var þekkt fyrir það sem ráðherra að vera vel að sér í sínum málaflokki en þekkja fátt annað, enda hafði hún lítinn áhuga á öðr- um málum og sinnti þeim helst ekki ótil- neydd. Lítið skynbragð á skattamál Sighvatur Björgvinsson Stefnuskrá Þjóðvaka ber merki þessa, ekki síst í skattamálum. Tökum dæmi: Þjóðvaki leggur til, að skattleysismörk verði hækkuð úr ríflega 58.000 kr. í 67.000 kr. Það kostar 7 milljarða króna og kemur þeim ekki síður að notum, sem hæstar hafa tekjurnar. Það þykir Þjóðvaka nú ekki gott. Þess vegna leggur Jóhanna til, að þessi hækkun skattleysismarka komi ekki þeim til góða sem hafa 80 þúsund kr. og þar yfir á mánuði. „Svona ætla ég að hjálpa Iáglauna- fólkinu," segir Jóhanna. „Svona tala þeir, sem ekkert skynbragð bera á skattamál og hugsa ekki til- lögu sína til enda,“ segi ég. Jaðarskattar Það skatthlutfall, sem greiða þarf af viðbótartekjum, kallast jað- arskattur. í íslenska skattakerfinu er jaðarskatthlutfallið tæplega 42% og svo bætast 5% við hjá þeim, sem hafa háar tekjur. Þetta þýðir að sá, ‘þömufiárkpílur 'Dömufiártoppar * Séríepa íéttar ogfaíkgar ■9{ýjar perðir » „'DoíCy Tartoti" Hár:±. /0pryði l / Sérverslun 'Borgarknnglunni, s. 3234 7. sem í dag hefur tekjur umfram skattleysis- mörk, sem nú eru 58 þúsund kr., þarf að greiða 42 krónur í tekjuskatt af hverjum 100 krónum sem hann þénar umfram það og 5 krónur í viðbót hafi hann tekjur umfram 225 þúsund kr. á mán- uði. En lítum nú á fólk- ið hennar Jóhönnu. Hvað þýða tillögur hennar fyrir lágtekju- fólkið? Svona hugsar Jóhanna Skattleysismörk eiga að hækka samkvæmt tillögum Jóhönnu úr 58 þúsund kr. eins og þau eru nú, í 67 þúsund kr. Fólkið, sem hefur tekjur þama á milli og greiðir nú skatt af tekjum sínum umfram 58 þúsund kr. sleppur við greiðslu tekjuskatts. Það getur vissulega bætt hag sinn um allt að 3.650 kr. á mánuði en þeir sem hafa 58 þús- und kr. á mánuði og minna hafa engan hag af þessu því þeir borga hvort eð er enga skatta. En hvað um láglaunafólk, sem hefur tekjur á bilinu 67 til 80 þúsund kr. á mánuði? Hvemig koma tillögur Jó- hönnu við þetta lágtekjufólk? Því er til að svara að fyrrgreinda skattahækkunin — 3.650 kr. á mánuði — á að eyðast á þessu tekju- bili og verða að engu við 80 þúsund kr. markið. Þetta er í reynd jafn- gilt því að hækka jaðarskatt þessa fólks um 28% eða úr 42% í 70%. Með öðmm orðum: Sá launamaður sem er með tekjur á þessu bili og eykur við sig vinnu verður að greiða skattheimtunni hennar Jóhönnu 70 kr. af hverjum 100 kr. sem honum tekst að bæta við tekjur sínar. Hann heldur ekki þriðjungnum eft- ir. Ekki nóg með það. Sé þessi sami láglaunamaður að strita við að framfleyta stórri fjölskyldu eða greiða af íbúðarlánum getur skatt- gleðin hennar Jóhönnu orðið enn V * \WRE VF/I// Barnafólk í húsnæðis- basli og með lágar tekj- ur verður fjötrað við fátæktarmörkin, segir Sighvatur Björgvins- son. Reyni það að bæta kjör sín getur skatta- hrammur Jóhönnu hirt nær alla kjarabótina. meiri: Vaxtabætur þessa láglauna- manns skerðast um 6 kr. auki hann tekjur sínar um 100 kr. Á sama hátt skerðast barnabætur hans um 7-22 kr. (allt eftir barnafjölda). Þetta gerist samkvæmt þeim skattalögum sem Jóhanna stóð að meðan hún sat í ríkisstjórn en nú er hún að bæta við. Barnafólk í húsnæðisbasli og með lágar tekjur verður fjötrað við fátæktarmörkin. Reyni það að bæta kjör sín getur skattahrammur Jóhönnu hirt nær alla kjarabótina eða 98 kr. af hveij- um 100 kr., þ.e.a.s. 42 kr. sam- kvæmt gildandi skattalögum, 6 kr. vegna skerðingar vaxtabóta, allt að 22 kr. vegna skerðingar barna- bótauka og loks 28 kr. vegna hins nýja skattkerfis Jóhönnu. Jóhanna veit hvað hún syngur Það má með sanni segja, að hún Jóhanna hafi fundið hátekjuhópinn sinn — eða hvað? Samkvæmt tillög- um hennar myndi fólk með tekjur á bilinu 67-80 þúsund kr. vera skattlagt meira en nokkrir aðrir íslendingar og mér er til efs að hærri skattbyrði finnist annars staðar í Evrópu, ekki einu sinni hjá auðjöfrum. Hún Jóhanna veit hvað hún syng- Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á tímum síðustu vinstri stjórnar hækkaði mat- vælaverð um 30%, segir Friðrik Sophusson, sem minnir á lækkun matvælaskatts, niður- fellingu aðstöðugjalds og lækkun tolla og vöru- gjalda í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar markaði þegar í upphafi þá stefnu að stöðva skattahækkunarskriðu vinstri stjórnarinnar. Jafnframt þurfti að taka til hendinni við að koma atvinnulífinu á réttan kjöl, skapa festu og stöðugleika í efna- hagslífinu, stöðva erlendu skulda- söfnunina og freista þess að draga úr hallarekstri ríkissjóðs. Þetta voru risavaxin verkefni sem ein út af fyrir sig hefðu verið ærið viðfangs- efni út kjörtímabilið. Það varð ekki til að auðvelda þetta endurreisnar- starf þegar í ljós kom að draga þyrfti verulega úr þorskaflaheimild- um. Núverandi ríkisstjóm hefur lækkað skatta Nú er það svo að ekki á að þurfa að deila um hvernig skattar hafa breyst eða hvernig kaupmáttur heimilanna hefur þróast. Þessar upplýsingar liggja fyrir, bæði hjá opinberum stofnunum og samtök- um aðila vinnumarkaðarins. Allir hafa aðgang að þeim, jafnt almenn- ingur, fjölmiðlar og stjórnmála- menn. Hvað segja þessar tölur? Skoðum fyrst skattana. Samkvæmt upplýs- ingum skattyfirvalda liggur fyrir að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa skattar í landinu lækkað um tæpa 2 milljarða króna samanlagt. Þetta eru staðreyndir og þær hafa verið kynntar víða, meðal annars í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis, og engar athugasemdir við þær gerðar, hvorki af þingmönnum né fulltrúum ýmissa hagsmunasam- taka. Það er því einfaldlega rangt þegar stjórnarandstöðuflokkarnir halda því fram að núverandi ríkis- stjóm hafi hækkað skatta. Þvert á móti hafa skattar lækkað. Ég vii nefna nokkur dæmi: ★ Virðisaukaskattur á matvælum var lækkaður úr 24,5% í 14% í ársbyijun 1994. Þetta hefur skilað sér í lækkun matvæla- verðs og hefur einkum komið lágtekjufjölskyldum til góða. ★ Margvísleg vörugjöld og tollar hafa lækkað, meðal annars af byggingarvörum. Þetta hefur líka skilað sér til almennings í lægra vöruverði. ★ í tengslum við nýgerða kjara- samninga beitti ríkisstjómin sér fyrir lagasetningu um að gera iðgjaldagreiðslu launafólks til lífeyrissjóða skattfijálsa. Um síðustu mánaðamót kom fyrsti og stærsti áfangi þessarar breytingar til framkvæmda. í heild jafngildir þessi breyting 4.000 króna hækkun skattleys- ismarka hjá einstaklingi með 100.000 króna mánaðartekjur, eða sem svarar til 1,7% lækkun- ar tekjuskattshlutfalls, og er þannig veruleg kjarabót. ★ Aðstöðugjald sem fyrirtæki greiddu af veltu og lagðist þannig ofan á vöruverð var lagt niður í ársbyijun 1993. Þetta hefur ekki einungis styrkt rekstrarstöðu fyrirtækja heldur einnig skilað sér til almennings í lægra vöruverði. Að mati hag- deilda ASÍ og VSÍ o.fl. nam verðlækkunin allt að 1,5%. Sú verðlækkun samsvaraði að mestu leyti þeirri hækkun út- svars sem sveitarfélögin ákváðu til að bæta sér tekjutapið, en aðstöðugjaldið var tekjustofn sveitarfélaga. ★ Loks hefur tekjuskattur fyrir- tækja verið lækkaður um fjórð- ung. Þetta hefur styrkt sam- keppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja og gert þeim kleift að mæta harðnandi samkeppni er- lendis frá. Vinstri sljórnin hækkaði skatta um 11 milljarða Lítum aðeins á hvað gerðist í tíð vinstri stjórnarinnar á árunum 1988-1991. Það er staðreynd að hún hækkaði skatta á landsmenn um 11 milljarða króna á þeim rúmlega 30 mánuðum sem hún var við völd. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir. Til Vilja þeir úr- sögn úr EES? LANDSMONNUM er eflaust í fersku minni sá ótrúlegi hamagang- ur sem varð á Alþingi veturinn 1992-93 þeg- ar samningurinn um aðild íslands að Evr- ópska efnahagssvæð- inu var til afgreiðslu. Á ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar dundu vikum og mánuðum saman ásak- anir frá stjórnarand- stöðunni um stjórnar- skrárbrot og ólögmætt framsal á fullveldi Geir H. Haarde landsins, sem í daglegu tali er kallað landráð. Að auki var því haldið fram að samningurinn myndi leiða stór- aukið atvinnuleysi yfir þjóðina, opna allar gáttir fyrir erlent fjármagn og ódýrt vinnuafl og síðast en ekki síst Hvernig ber að skilja þögn Alþýðubandalags- ins, Kvennalistans og Framsðknarflokksins um EES-samninginn, segir Geir H. Haarde. verða til þess að útlend- ingar keyptu upp land- areignir, laxveiðiár og hlunnindajarðir í stór- um stíl. Flokkarnir sem héldu fram þessum og ótal öðrum fjarstæðukennd- um fullyrðingum um EES-samninginn hafa lítið á hann minnst nú í kosningabaráttunni. Verður að teljast nokk- uð sérkennilegt að þeir skuli ekki heita því nú fyrir kosningar að segja honum upp komist þeir til valda. Það má gera með árs fyrir- vara. Samningurinn var nefnilega aldrei hættulegri en það. Hvernig ber að skilja þögn Alþýðu- bandatagsins, Kvennalistans og Framsóknarflokksins um EES-samn- inginn? Var þeim ekki alvara með andstöðu_ sinni við þetta mál? Vilja þeir að ísland gangi úr EES? Eða er þögnin til marks um að þeir viður- kenni að hafa haft rangt fyrir sér og vilji nú að ísland verði áfram aðili að EES? Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör við þessum spumingum. Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna ogskipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.