Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra um tilvísunarskyldumálið Sérfræðingiir hefur í hótunum við ráðuneytið ATHYGLI vakti að Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra mætti ekki á ríkissljórnarfund í gær. Þegar hann vaí spurður hvort fjarvera hans væri vegna óánægju hans með yfirlýsingar for- sætisráðherra um tilvísanakerfið, sagði Sighvatur, að hann hefði þurft að sinna brýnum erindum á fundartíma ríkisstjórnarinnar. Félagsmálastofnun Aukin að- stoð til barnmargra einstæðra foreldra ATHUGUN endurskoðenda á tillögum að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar til samanburðar við núgildandi reglur, hafa verið lagðar fram í borgarráði. Þar kemur fram að aðstoð til barnmargra ein- stæðra foreldra mun aukast með nýju reglunum en lækka til einhleypra. Meginniðurstaða könn- unarinnar er að heildaraðstoð verði svipuð samkvæmt nýju reglunum og núgildandi regl- um. í samanburðinum er mið- að við sama fjölda skjólstæð- inga fyrir tímabilið sem sótt er um aðstoð. Þá segir: „Með tillögu að nýjum reglum er ljóst að aðstoð samkvæmt framfærslugrunni mun aukast til bammargra einstæðra for- eldra, en lækka til einhleypra. Heimildargreiðslur ættu að minnka að sama skapi til ein- stæðra foreldra." Minni styrkir til öryrkja Fram kemur að miðað við tillögur að nýjum reglum og mjög takmarkaða aðstóð sam- kvæmt framfærslumati virðist styrkur til öryrkja minnka. Sérstaklega á það við um þá skjólstæðinga, sem dvalið hafa langdvölum á gistiheimil- um og notið heimildar- greiðslna. Bent er á að setja þurfi reglur um' fjárhagsaðstoð til skjólstæðinga með unglinga á aldrinum 16 til 18 ára en for- eldrar þeirra njóta ekki barna- bóta og barnabótaauka á sama tíma og þeir hafa fram- færsluskyldu gagnvart þeim. SIGHVATUR Björgvinsson heil- brigðisráðherra segist ekki ætla að fresta gildistöku reglugerðar um til- vísanakerfi þrátt fyrir að Davíð Oddsson forsætisráðherra sé þeirrar skoðunar að rétt sé að fresta gildi- stökunni. Sighvatur segir að sér- fræðingur hafi í símtölum við emb- ættismenn heilbrigðisráðuneytisins verið með hótanir um að það sé eins gott að starfsfólk ráðuneytisins veik- ist ekki á næstunni. Forsætisráðherra ítrekaði í sjón- varpsþætti í fyrrakvöld þá afstöðu sína að rétt væri að fresta gildistöku tilvísanakerfísins. Davíð sagði að sérfræðingar hefðu komið fram með útreikninga sem stönguðust á við niðurstöður reiknimeistara heilbrigð- isráðuneytisins. „Menn hafa ekki haft nokkum tíma eða tóm til að fara yfír þetta. Því skyldu menn ekki reyna að leita sátta í málum eins og þessum? Ég held að í þessu litla landi eigi menn að leita sátta í sem flestum málum. Deilan stendur ennþá. Það er orð gegn orði. Eftir því sem ég best veit hefur fjármálaráðherra ekki staðfest það að þessir útreikningar [Verk- og kerfísfræðistofunnar hf.] héldu. Hann hefur efasemdir og því miður hafa nú margvíslegar sparnaðarað- gerðír heilbrigðisráðuneytisins ekki staðist þó þær væru skrifaðar inn í fjárlögin," sagði Davíð í sjónvarps- þættinum. Er að framfylgja stefnu sljórnarinnar „Ég minni á að ég er þarna að framfylgja samþykktum sem öll rík- isstjómin hefur staðið að. Forsætis- ráðherra hefur oft sagt það við mig sjálfur að hann teldi að tilvísanakerf- ið væri skynsamlegt. Ég er því að framfylgja ákvörðun sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur tekið,“ sagði heilbrigðisráðherra. Sighvatur sagði að það kæmi sér mjög á óvart að heyra frá forsætis- ráðherra að Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra hefði ekki skrifað upp á útreikninga um sparnað af kerfinu. „Það vill svo til að fulltrúi fjármála- ráðherra hefur unnið með okkur í þessum málum alveg frá upphafí og stendur að öllum áætlunum, sem frá heilbrigðisráðuneytinu hafa farið um kostnaðaráhrif. Fjármálaráðherra átti tvo fulltrúa í þeim hópi sem fór yfír útreikninga sérfræðilæknanna og mótmælti þeim ekki. Það er því alveg nýtt fyrir mig ef fjármálaráðu- neytið stendur ekki að þessu. Ég held að þetta hljóti að vera mismæli hjá forsætisráðherra." Sighvatur sagðist hafa tilhneig- ingu til að líta svo á að ummæli for- sætisráðherra bæru vott um kosn- ingaskjálfta og óróleika. Hann ságði að það kæmi sér mjög á óvart ef það kæmi á daginn að hann nyti ekki stuðnings þeirra ráðherra sem hefðu unnið með sér frá upphafi. við undir- búning málsins. Sighvatur sagðist ekki ætla að verða við tilmælum forsætisráðherra um að fresta gildistöku reglugerðar um tilvísanakerfið. Hann sagði að forsætisráðherra hefði lítið rætt þetta mál við sig upp á síðkastið. Þeir hefðu rætt þetta í hálfa mínútu eftir ríkisstjórnarfund nýverið. For- sætisráðherra sagði hins vegar í sjón- varpsþættinum að hann hefði rætt þetta mál við heilbrigðisráðherra nokkrum sinnum áður en hann lýsti því yfír opinberlega að rétt væri að fresta gildistökunni. „Það er með ólíkindum hvernig menn hegða sér í þessu máli. Það hefur verið hringt í ráðuneytið með hótanir um að það sé eins gott að þetta fólk veikist ekki á næstunni," sagði heilbrigðisráðherra. Sighvatur sagðist taka þessar hót- anir alvarlega og hann væri að láta skoða í heilbrigðisráðuneytinu hvern- ig ætti að bregðast við þeim. Sighvatur sagðist ætla að gera hvað hann gæti til að forða því að vandræðaástand skapaðist 1. maí þegar tilvísanakerfið tekur gildi, en meirihluti sérfræðinga hefur sagt upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Hann sagðist vilja vekja at- hygli á því að meirihluti sérfræðinga væri starfandi á spítölum sem lækn- ar og þar yrðu þeir að taka að sér þau verk sem þeim væru falin. „Ég get hins vegar ekki neytt íslenska sérfræðinga til að starfa fyrir þjóð- ina, sem hefur menntað þá, ef þeir ekki vilja það. Sú breyting hefur orðið að allir starfsbræður sérfræð- inga í öðrum löndum sem uppfylla sömu skilyrði og_ þeir, eiga sömu réttindi og þeir á íslandi. Ef að það fréttist að aílir íslenskir sérfræðingar neituðu að starfa fyrir þjóð sína, á ég von á að einhveijir aðrir væru tilbúnir til að taka við þeirra störfum í staðinn. Þetta er hins vegar ekki leið sem ég er hrifinn af.“ BARATTU Baráttu- og skemmtifundur Kvennalistans í Reykjavík verður haldinn á Hótel Borg kl. 20:30 miðvikudaginn 5. . apríl n.k. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, flytur inngangsorð, frambjóðendumir Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona, Guðný Guðbjömsdóttir, dósent, og Þómnn Sveinbj amadóttir stj ómmálafræðingur brýna fundarfólk. Sönghópurinn Pallíettur og píanó skemmtir, Kvennakór Reykjavíkur kemur fram og Þórey Sigþórsdóttir leikkona flytur ljóð ofl. Heiðursgestur er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík og mun hún ávarpa fundinn. Húsið er öllum opið. Fundarstýra: Ragnhildur Vigfusdóttir. og skemmti liíIMíJi KJiiJiHLIjíli’J rnmmwsMWimímmsmammmmtmwm, Morgunblaðið/Þorkell SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra tók í gærdag fyrstu skóflustunguna að nýrri heilsugæslustöð við Smára- hvamm í Kópavogi. Samið um byggingu heilsugæslustöðvar RÍKISSJÓÐUR og Kópavogsbær undirrituðu í gær samning um fyrsta áfanga byggingar heilsugæslustöðv- ar við Smárahvamm í Kópavogi, þ.e. uppsteypu húss, sem er 850 m2 að grunnfleti, fullnaðarfrágang þess að utan og frágang lóðar fyrir samtals um 72 milljónir króna. Þar af er áætlað, með fyrirvara um framlög á fjáflögum, að ríkissjóð- ur greiði samtals 61,2 milljónir króna á þessu ári og hinu næsta en sveitar- félagið 10,8 milljónir króna en stefnt er að því að framkvæmdum við þenn- an fyrsta áfanga verði lokið 1. sept- ember 1996. Heildarkostnaður við byggingu heilsugæslustöðvarinnar er áætlaður um 119 milljónir króna en nánar verður samið síðar um aðra útboðsá- fanga. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra, Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, undirrituðu samninginn í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.