Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 43 FRÉTTIR Islands- myndir Páls í nýjum sal FYRSTA myndakvöld Ferðafélags- ins í nýjum sal í kjallara Ferðafé- lagshússins í Mörkinni 6 í Reykja- vík verður í kvöld, miðvikudaginn 5. apríl, kl. 20.30. Páll Stefánsson ljósmyndari sýnir myndir frá íslandi. Þarna gefst gott tækifæri til að skoða myndir eins af þekktustu ljósmyndurum landsins og kynnast þessum nýja sal. Kaffiveitingar í hléi. Mynda- kvöld og kvöldvökur Ferðafélagsins verða framvegis á þessum stað. Ferðaáætlun Ferðafélagsins 1995 mun liggja frammi auk kynn- ingarblaðs um páskaferðimar. Myndakvöldið er öllum opið, félags- mönnum sem öðrum. -----» -------- Gengið á milli ferðamiðstöðva HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 í miðviku- dagsgöngu sína. Gengið verður á milli ferðamiðstöðva í Reykjavík. Gangan hefst á Miðbakka og farið upp Grófina um Ingólfstorg og Austurvöll, með Tjörninni, um Hljómskálagarðinn og komið við á Umferðarmiðstöðinni. Þaðan verður gengin ný leið um Vatnsmýrina suður í Flugstöðina á Reykjavíkur- flugvelli. Þar verður val um að taka SVR til baka eða halda áfram Blá- fjallaleiðina eftir skógarstígum Öskjuhlíðar og inn með Fossvogi að Tjaldhóli og taka þar SVR til baka. Á leiðinni verður minnt á að líf- ríki sjávar, tjarna og mýra er að vakna af vetrardvala sínum og sleg- ið verður á létta strengi á ferðamið- stöðvum. Allir velkomnir. -----» ■»'■»--- Fundur um at- vinnulífið UNGIR jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi miðvikudaginn 5. apríl. Atvinnulífið og tengsl þess við umheiminn er fundarefnið. Framsögumenn á verða Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri. Fundurinn verður á Sólon íslandus kl. 17. Til umræðu á fundinum eru málefni eins og: Nýr GATT samningur og WTO, erlend fjárfesting, evrópska efnahagssvæðið og aðild að Evrópu- sambandinu. -----» » »----- Sigurður á Kringlukránni TRÍÓ Sigurðar Flosasonar leikur miðvikudaginn 5. apríl á Kringlu- kránni. Sigurður stígur nú á stokk með nemendum sínum úr Tónlistarskóla FÍH. Flutt verður hefðbundin djass- tónlist í anda gömlu meistaranna. Morgunblaðið/Kristinn Fjölskylduhátíð ÍBV Innritun grunn- skólanema í borginni í dag og á morgun FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ knatt- spymuráðs ÍBV verður haidin í íþróttahöllinni í Vestmannaeyj- um kL 20.30 í kvöld, miðviku- dag. Á sýningunni koma fram margir þeirra sem skarað hafa fram úr í þolfimi og samkvæm- isdönsum. Kynnir hátíðarinnar verður Linda Pétursdóttir, Magnús Scheving þolfimimeist- ari kemur fram, ásamt Islands- meistaranum í kvennaflokki, Önnu Sigurðardóttur. Þá sýnir Anna einnig þolfimi ásamt Karli bróður sínum, en þau urðu Is- landsmeistarar í parakeppni. NÝVERIÐ komu Svölurnar, félag núverandi og fyrrverandi flug- freyja, færandi hendi til MS-félags íslands. Afhentu þær tvo sjúkra- þjálfunarbekki og vinnustóla við. í næsta mánuði mun starfsemi sjúkradagvistar MS-félagsins flytj- ast um set í nýtt húsnæði á Sléttu- vegi 5 en þar hefur félagið staðið ■ ÆSKULÝÐSRÁÐ- og tóm- stundaráð Hafnarfjarðar og Filmur og framköllun, Fjarðar- götu 13-15, standa fyrir ljós- myndamaraþoni er hefst miðviku- daginn 5. apríl kl. 16 í félagsmið- stöðinni Vitanum. Keppendur fá afhenta 12 mynda filmu og jafn- mörg verkefni. Á fimmtudag 6. apríl kl. 17 á síðan að skila film- unni á sama stað til framköllunar. Jón Pétur og Kara, íslands- meistarar í samkvæmisdönsum atvinnudansara, sýna dansspor, sem og Elísabet og Sigursteinn, íslandsmeistarar 15-16 ára. Á myndinni eru þau Þórarinn ívarsson, hjá Flutningamiðstöð Vestmannaeyja, Róbert West- mann, markaðsstjóri Samskipa, Kara Arngrímsdóttir, Magnús Scheving og Linda Pétursdóttir. Fyrir framan þau eru Elísabet og Sigursteinn í samkvæmis- sveiflu. Flutningamiðstöðin og Samskip styrkja fjölskylduhátíð- ina. að 530 fm húsnæðis og er fram- kvæmdum u.þ.b. að ljúka. Um 300 manns eru haldnir MS-sjúkdómi á íslandi en rann- sóknir eru í gangi víða um heim. Hér á landi eru próf. Kári Stefáns- son og John E.G. Benedikz FRCP að vinna að rannsóknum á erfða- þáttum í MS. Á föstudag fá keppendur myndirnar afhentar til uppsetningar og sýn- ingar sem verður á laugardaginn 8. apríl í Vitanum. Keppnin er opin ungu fólki á öllum aldri. ■ HIÐ árlega páskabingó Skíða- deildar Hauka verður í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 6. apríl kl. 20. Fjöldi veglegra vinninga og kaffiveitingar. INNRITUN grunnskólanema í Reykjavík fer fram í dag og á morgun, dagana 5. og 6. apríl. Um er að ræða innritun 6 ára bama sem hefja skólagöngu í 1. bekk grunnskóla á komandi hausti en þetta eru börn sem eru fædd á árinu 1989. Innritun þessara barna fer fram í grunnskólum borgarinnar milli kl. 15 og 17 báða dagana. í þessum hópi eru um 1.400 börn skv. íbúaskrá Reykjavíkur og munu þau skiptast milli 28 grunnskóla. Þessi aldursflokkur er nú skólaskyldur sem kunnugt er og er mjög áríðandi að foreldr- ar vanræki ekki að innrita börn nú, hvert í sinn skóla, á þessum tilgreinda tíma. Þá fer einnig fram þessa sömu daga innritun þeirra barna og unglinga sem þurfa að flytjast UNGLINGAR í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði standa fyrir menningarviku dagana 3. til 7. apríl. Dagskráin verður fjölbreytt þannig að allir ættu að geta fund- ið sér eitthvað við hæfi. Miðvikudaginn 5. apríl í opnu dagstarfi sýnir myndbandaklúb- burinn Villi villti skemmtiþátt kl. 17. Hafnarfjarðarmeistaramótið í Kleppara fer fram. Ljósmynda- maraþon hefst og allir geta tekið þátt í því. Um kvöldið verður gest- um boðið upp á kaffi, kókó og capuccino. Þeir sem tóku þátt í förðunarnámskeiðinu munu nú keppa í listförðun. Skiptinema- samtökin AFS á íslandi kynna starfsemi sína. Unglingahljóm- sveitin Kósí kemur fram í fyrsta sinn á Hafnarfjarðarsvæðinu. Út- varpsklúbbur Hvaleyrarskóla sér um dagskrátil kl. 22.30 í Radíóvit- anum FM 91,7. Fimmtudaginn 6. apríl sýnir myndbandaklúbburinn brot af því ÓLAFUR Andrésson flytur fyrir- lestur á vegum Liffræðifélagsins í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla Islands, fimmtudaginn 6. apríl. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Heiti fyrirlestursins er Hafsjór af bakteríum. Baketríur eru mikilvirkir þátt- takendur í vistkerfum sjávar, eink- um við sundrun og endurnýtingu á næringarefnum. Bakteríur koma þó víðar við í vistkerfum sjávar en milli skóla fyrir næsta vetur. Þessi innritun fer fram á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjamargötu 12, sími 28544, kl. 10-15 báða dagana. Hér er átt við þá nemendur sem munu flytjast til Reykjavíkur eða burt úr borginni, einnig þá sem koma úr einkaskólum (svo sem Skóla ísaks Jónssonar eða Landa- kotsskóla) og ennfremur þá fjöl- mörgu grunnskólanemendur sem þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgar- innar. Það er mjög mikilvægt að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð í Skólaskrif- stofunni á ofangreindum tíma, þar sem nú fer í hönd árleg skipulagn- ing og undirbúningsvinna sem ákvarðar m.a. fjölda bekkjadeilda og kennararáðningar í hveijum skóla. besta af árshátíð Vitans. Lið Stjörnunnar kemur í heimsókn og keppir við lið Vitans í borðtennis. Þeir sem taka þátt í ljósmyndam- araþoninu skila inn filmunni. Um kvöldið mun útvarpsklúbbur Lækj- arskóla reyna að ná athygli hlust- enda og svara jafnvel hlustendum í síma 5650700. Síðasti dagurinn í Menningar- vikunni er föstudagurinn 7. apríl. Um daginn verður stuttmyndin Mordströberlige Kvinden eftir Hermann Valgarðsson og Úlfar Linnet frumsýnd. Keppendur hengja upp myndir úr Ljósmynd- amaraþoninu. Um kvöldið verður stórdansleikur en fyrst munu nem- endur úr Víðistaðaskóla flytja ásamt hljómsveit skólans frums- aminn söngleik. Technobandið Súrefni spilar stuðdanstónlist og diskótekarinn Árni E. mun spila nýjustu tónlistina. Tónlistarklúb- bur Vitans sér um beina útsend- ingu frá þessari kvöldskemmtun á FM 91,7. menn hugðu og verður skýrt frá ýmsum nýlegum athugunum á eðli, útbreiðslu og starfsemi sjávar- baktería. Fjallað verður um ljó- stillífandi bakteríur, fornbakteríur í yfirborðssjó við Suðurskautsland- ið og í djúpsjávarlífverum, um nít- urnámsbakteríur, um þátt baktería í næringamámi dýrasvifs og um erfðafjölbreytileika baktería við Gróttu. FRÁ afhendingu. F.v. stjórn Svalanna, Kristín Gunnlaugsdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, formaður, Gyða Ólafsdóttir, formaður MS-félagsins, Oddný Lárusdóttir, Elín Þorkelsdóttir og Sigurbjörn Ármannsdóttir. MS- félagi íslands fær gjöf Menningarvika haldin í Yitanum Fluttur fyrirlestur um bakteríur í sjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.