Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Gildísmat ríkisins á köldum klaka ALVEG er það makalaust hvað stjórn- völd í einu landi geta traðkað á einni og sömu stéttinni æ ofan í æ. Þessi árátta ráðamanna þjóðfélagsins er enn dapurlegri fyrir þá sök, að hér er um að ræða þá stétt manna, sem hafa menntað sig sér- staklega til þess veg- lega verks að búa unga fólkið undir framtíðina svo að það verði hæfara til að takast á við þau margvíslegu viðfangs- efni, sem bíða þeirra í sífellt fióknari og tæknivæddari heimi. Framferði þjóðfélagsins og þá sérstaklega stjómvalda í garð kenn- ara, undanfarinn áratug eða svo, er nú þegar farin að segja harkalega til sín. Áhugi kennara á að leggja metnað í sitt starf fer dvínandi með hveiju árinu sem líður vegna skammarlegra launa og óhóflegrar kennsluskyldu. Æ erfiðara er að fá fagmenntaða menn til starfa í skól- um landsins í ýmsum grunngreinum raunvís- inda og stærðfræði. Fjölmargir framhalds- skólar hafa ekki á að skipa einum einasta fagmenntuðum kenn- ara í greinum eins og stærðfræði, eðlis- og efnafræði og tölvu- fræði. Og sé litið til annarra greina eins og tungumála, sögu og ís- lensku kemur í ljós, að til undantekninga heyr- ir, að mennta- og fjöl- brautaskólar landsins geti státað af kennur- um með mastersgráðu. Flestir kennarar láta sér nægja B.A.-prófið auk viðbótarnáms í upp- eldis- og kennslufræði því frekara nám er alltof dýrt með hliðsjón af þeim launum sem bjóðast í kjölfarið. Og þetta á ekki aðeins við um lands- byggðina því á Stór-Reykjavíkur- svæðinu er einnig farið að bera tals- vert mikið á þessu ástandi. Þá er fall nemenda í grunn- og framhalds- skólum óeðlilega mikið. Um það bil ijórði hver unglingur nær ekki til- skildum lágmarksárangri á grunn- skólaprófi, um og yfír helmingur nemenda framhaldsskólans nær ekki að ljúka prófi í fjölmörgum áföngum fyrr en í annarri eða þriðju atrennu og margir hveijir hverfa frá námi fyrir fullt og allt. Síversnandi ástand í íslenskum skólum undanfarin tíu til fimmtán ár má beint og óbeint rekja til gegnd- arlauss skilningsleysis á því, að kennara verður að launa með tilliti til menntunar og augljóss mikilvæg- is starfs þeirra. Með því að neyða kennara til að lama allt skólastarf með verkföllum á tveggja til þriggja ára fresti til þess eins, að þeir haldi í við kjör annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, er verið að stefna íslensku skólastarfi í þvílíkan voða, að til vitfirringar hlýtur að teljast. Verði þessari öfugþróun ekki snúið við hið fyrsta, er auðsætt, að þjóðin mun engan veginn standast þá grimmu samkeppni sem býður henn- ar á komandi árum. Annaðhvort höfum við efni á því að reka hér skikkanlegt menntakerfi eða ekki, og ef ekki, þá getum við allt eins Guðmundur Edgarsson Framtíð hverrar þjóðar er undir menntun henn- ar komin. Guðmundur Edgarsson telur að búa þurfí betur að íslenskum kennurum. hætt að reka þetta þjóðfélag á því menningar- og tæknistigi, sem við höfum hingað til stefnt að og talið sjálfsagt. Ráðamönnum og almenningi í löndunum í kringum okkur er löngu orðið ljóst að gott og öflugt skóla- starf byggir öðru fremur á áhuga- sömum og vel menntuðum kennur- um. Þar er skilningur á eðli og umfangi kennarastarfsins mörgum Suðurveri, Stigahlíð 45, sími 34852 v prí fíl j n m. ffiíi V '\hb‘ i rfíi r'lfri rf /\ s-\lulCA ILLul l\JI L V Pf*í '*F "l óól 1 n * /\ rn jl Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar vitundarstigum fyrir ofan það sem hér tíðkast, kennsluskyldan allt að því helmingi minni en hér og kenn- urum greidd margfalt hærri laun án þess að þurfa að keyra sig út með skefjalausri yfirvinnu. Kennurum er gert kleift að sinna öllum þáttum starfsins af alúð og fagmennsku og án þess að þurfa stöðugt að svara vanhugsuðum ásökunum um að þeir vinni ekki fyrir kaupinu sínu. Yfir- völd í nágrannalöndunum og fólk almennt hefur áttað sig á því, að lúnir og óánægðir kennarar með þverrandi sjálfsvirðingu geta aldrei nokkum tíma staðið undir litríku og skilvirku skólastarfi. Þar hafa menn gert sér grein fyrir, að framtíð hverr- ar þjóðar er svo að segja eingöngu undir menntun þegnanna komin. Höfundur er framhaldsskólakennari ÍFB. HERRAHÁRTOPPAR herrahárkollur r SÉRLEGA STERKUR OG FALLEGUR ÞRÁÐUR r PANTIÐ EINKATÍMA S? RÁÐGJAFI Á STAÐNUM Hán PPW '-/ Borj ði Sérverslun Borgarkringlunni, slmi 32347. Bjóddu makanum með í viðskiptaferðina! 90% afsláttur fyrir maka ef hjón ferðast saman á viðskiptafarrými Fullt 90% Euroticket* 90% verð makaafsl. makaafsl. Keflavík - Kaupmannahöfn Keflavík - Álaborg 97.200 97.200 9.800 9.800 77.700 7.800 Tilboðið gildir Keflavík - Árósar Keflavík - Karup 97.200 97.200 9.800 9.800 frá 11. apríl til Kefiavík - Osló 94.300 9.500 75.400 7.600 30. júní 1995 Keflavík - Bergen 94.300 9.500 80.100 8.100 Keflavík - Stavanger 94.300 9.500 80.100 8.100 Hámarksdvöl 1 mánuður, Keflavík - Stokkhólmur 108.200 10.900 86.600 8.700 lágmarksdvöl engin. Keflavík - Gautaborg 98.200 9.900 78.500 7.900 "Euroticket targjaia parr að bóka með minnst fjögurra Keflavík - Jönköping 114.200 11.500 97.100 9.800 daga fyrlrvara. Keflavík - Kalmar 114.200 11.500 97.100 9.800 Flogið er á þrlðjudögum og Keflavík - Malmö 102.000 10.200 86.700 8.700 föstudögum. Frá 3. Júní er Keflavík - Norrköping 116.100 11.700 98.700 9.900 elnnlg floglö á laugardögum. Innlendur flugvallarskattur er 1.340 kr., danskur 750 kr., Keflavík - Váxjö 114.200 11.500 97.100 9.800 Keflavík - Vásterás 109.300 11.000 98.700 9.900 sænskur 130 kr. og Keflavík - Örebro 109.300 11.000 98.700 9.900 norskur 1.340 kr. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. M/S4S SAS á íslandi - vaifrelsi i flugi! Laugavegl 172 Sími 562 2211 YDDA F42.83/SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.