Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 53 I I I I ( ( < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( < ( ( \ STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ SÍMI 19000 GALLERI REGNBOGANS: TRYGGVI OLAFSSON í SKJÓLI VONAR Einstaklega hjartnæm og vönduð mynd með stórleikurunum Susan Sarandon (Thelma & Louise) og Sam Shepard (The Pelican Brief) í broddi fylkingar. Mynd sem lætur engan ósnortinn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÍORGAN FREEMAN Rita Hayworth & Shawshank- fangelsið Lífsreynsla og barátta í hinu rammgerða Shawshank-fang- elsi lætur engan ósnortinn. Sagan er áhrifamikil, opinská og hörkuspennandi, fram- vindan óvænt, leikurinn er stórkostlegur og umgjörð myndarinnar eins og sannkallaðri stórmynd sæmir. Hér er á ferðinni sannkölluð Óskarsveisla! Aðalhlutverk: Tim Robbins (The Player, Short Cuts, The Hudsucker Proxý) og Morgan Freeman (Driving Miss Daisy, Unforgiven, Glory). Leikstjóri: Frank Darabont Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. 7 tilnefningar til Ó skarsverðlauna REYFARI HIMNESKAR VERUR Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 16 ára. ★★★Va Heilland i, frum- leg og seiö- mögnuð. A7þ., Dagsljós ★★★★★ E.H. Helgarp. ★ ★★★ H.K.DV ★ ★★ Ó.T. Rás2 Ö.M. Tíminn. ★ ★★ S.V. MBL Heva ATURES Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 14. í BEINIUI Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Skemmtanir Norðan grín og garri með Ladda í Sjallanum Morgunblaðið/Rúnar Þór HRISEYINGAJRNIR Sigmar Friðbjörnsson, Hilmir Áslaugsson, Hrannar Friðbjörnsson, Linda Tryggvadóttir, Anita Stefáns- dóttir og Anton Steinarsson létu ófærð ekki spilla fyrir kvöld- stund sinni í Sjallanum, en þau höfðu lagt á sig um tveggja tíma siglingu frá Hrísey til Akureyrar með ferjunni Sævari. LADDI- Norðan grín og garri heitir skemmtidagskrá sem hlot- ið hefur góðar viðtökur í Sjallan- um á Akureyri síðustu helgar. Boðið er upp á þríréttaða máltíð, rúmlega klukkustundar dagskrá með Ladda og dansleik að henni lokinni fyrir 3.450 krónur fyrir manninn. Mikið er um að fyrir- tæki og starfsmannafélög nýti sér þennan pakka og efni til árs- hátíða eða skemmtikvölda. Matseðillinn samanstendur af forrétti, aðal- og eftirrétti. Fyrst var framborin einkar ágæt kon- íaksbætt kóngarækjusúpa sem lofsorð var borið á. Aðalrétturinn ætti heldur ekki að svíkja neinn, kókóshjúpað lambafile með skinku- og beikonfylltri kartöflu og grænmeti, en vandræðalaust reyndist fyrir sessunaut minn sem kýs að leggja sér ekki kjöt- meti til munns að fá annan aðal- rétt við hæfi þó svo ekki hafi verið um það rætt fyrirfram. Viðkomandi fékk blandaða sjávarrétti með pasta í ijómasósu og þótti gott. Máltíðinni lauk á appelsínufrómas með mokkaloki. Þjónustan er á allan hátt til fyrir- myndar, fjöldi þjóna á þönum um salinn sá til þess að og vel gekk að koma matnum sjóðheit- um til gestanna. Ekki spillti ánægjunni að sérlegur þjónn á borði blaðamanna var sérfróður um ættir og uppruna Jökuldæl- inga. Laddi steig á svið ásamt að- stoðarmanni sínum, Hirti Hows- er um það bil sem máltíð lauk. Brá hann sér í ótal gerfi sem mörg er landsmönnum kunn. Hann ekki síður en þjónustufólk- ið þeyttist um allan salinn, ræddi við gesti og gangandi og fékk þá til að taka þátt í leiknum með sér. Hann blés vart úr nös þrátt fýrir stífa dagskrá í rúman klukkutíma og er með nokkrum ólíkindum hversu hratt hann brá sér milli gerfa, þurfti ekki nema húfu, hlustunarpípu eða hárkollu og hann var kominn í allt annann karakter. Nokkrir af þeim ótal bröndurum sem hann lét flakka hafa heyrst áður án þess það spillti á nokkurn hátt skemmt- uninni en greinilegt er að leikar- inn ástsæli hefur lagt ómælda vinnu í að koma dagskránni sam- an. Fyrir það vakti hann aðdáun gesta sem klöppuðu hann og Hjört sem ekki á síður sinn þátt í hversu vel tekst til tvívegis upp. LADDI, Þórhallur Sigurðsson, fer á kostum í Sjallanum á laugardagskvöldum í skemmtidagskrá sinni „Laddi- Norðan grin og garri.“ LADDI og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Howser. HANKS þoldi illa þyngdar- leysið og varð hálf óglatt. Enginn leikur að vera geimfari ►TOM HANKS er nú við tökur á einni stórmyndinni enn. Hún nefnist Apollo 13 ogfjallar um ferð samnefndrar geimflaugar árið 1970, sem endaði næstum því með ósköpum þegar spreng- ing slasaði meðlimi áhafnarinn- ar. Til að undirbúa sig fyrir myndina, sem á að frumsýna í júní, prófaði Hanks að vera í al- gjöru þyngdarleysi um borð í KC-135 þotu NASA f Houston. „Það var eins og að vega eng- in kíló,“ sagði Hanks um próf- raunina, en hann leikur geimfar- ann James A. Lovell Jr. „Ég flaut upp í loftið, snerist á alla kanta og reyndi að láta mér ekki verða óglatt. Ég held að ég hafi ákveðna hugmynd um hvað felst í barnsburði eftir þessa reynslu. Mér var svo óglatt að einn daginn fannst mér alveg eins og ég væri að fæða barn í 35 þúsund feta hæð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.