Morgunblaðið - 05.04.1995, Side 53

Morgunblaðið - 05.04.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 53 I I I I ( ( < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( < ( ( \ STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ SÍMI 19000 GALLERI REGNBOGANS: TRYGGVI OLAFSSON í SKJÓLI VONAR Einstaklega hjartnæm og vönduð mynd með stórleikurunum Susan Sarandon (Thelma & Louise) og Sam Shepard (The Pelican Brief) í broddi fylkingar. Mynd sem lætur engan ósnortinn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÍORGAN FREEMAN Rita Hayworth & Shawshank- fangelsið Lífsreynsla og barátta í hinu rammgerða Shawshank-fang- elsi lætur engan ósnortinn. Sagan er áhrifamikil, opinská og hörkuspennandi, fram- vindan óvænt, leikurinn er stórkostlegur og umgjörð myndarinnar eins og sannkallaðri stórmynd sæmir. Hér er á ferðinni sannkölluð Óskarsveisla! Aðalhlutverk: Tim Robbins (The Player, Short Cuts, The Hudsucker Proxý) og Morgan Freeman (Driving Miss Daisy, Unforgiven, Glory). Leikstjóri: Frank Darabont Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. 7 tilnefningar til Ó skarsverðlauna REYFARI HIMNESKAR VERUR Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 16 ára. ★★★Va Heilland i, frum- leg og seiö- mögnuð. A7þ., Dagsljós ★★★★★ E.H. Helgarp. ★ ★★★ H.K.DV ★ ★★ Ó.T. Rás2 Ö.M. Tíminn. ★ ★★ S.V. MBL Heva ATURES Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 14. í BEINIUI Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Skemmtanir Norðan grín og garri með Ladda í Sjallanum Morgunblaðið/Rúnar Þór HRISEYINGAJRNIR Sigmar Friðbjörnsson, Hilmir Áslaugsson, Hrannar Friðbjörnsson, Linda Tryggvadóttir, Anita Stefáns- dóttir og Anton Steinarsson létu ófærð ekki spilla fyrir kvöld- stund sinni í Sjallanum, en þau höfðu lagt á sig um tveggja tíma siglingu frá Hrísey til Akureyrar með ferjunni Sævari. LADDI- Norðan grín og garri heitir skemmtidagskrá sem hlot- ið hefur góðar viðtökur í Sjallan- um á Akureyri síðustu helgar. Boðið er upp á þríréttaða máltíð, rúmlega klukkustundar dagskrá með Ladda og dansleik að henni lokinni fyrir 3.450 krónur fyrir manninn. Mikið er um að fyrir- tæki og starfsmannafélög nýti sér þennan pakka og efni til árs- hátíða eða skemmtikvölda. Matseðillinn samanstendur af forrétti, aðal- og eftirrétti. Fyrst var framborin einkar ágæt kon- íaksbætt kóngarækjusúpa sem lofsorð var borið á. Aðalrétturinn ætti heldur ekki að svíkja neinn, kókóshjúpað lambafile með skinku- og beikonfylltri kartöflu og grænmeti, en vandræðalaust reyndist fyrir sessunaut minn sem kýs að leggja sér ekki kjöt- meti til munns að fá annan aðal- rétt við hæfi þó svo ekki hafi verið um það rætt fyrirfram. Viðkomandi fékk blandaða sjávarrétti með pasta í ijómasósu og þótti gott. Máltíðinni lauk á appelsínufrómas með mokkaloki. Þjónustan er á allan hátt til fyrir- myndar, fjöldi þjóna á þönum um salinn sá til þess að og vel gekk að koma matnum sjóðheit- um til gestanna. Ekki spillti ánægjunni að sérlegur þjónn á borði blaðamanna var sérfróður um ættir og uppruna Jökuldæl- inga. Laddi steig á svið ásamt að- stoðarmanni sínum, Hirti Hows- er um það bil sem máltíð lauk. Brá hann sér í ótal gerfi sem mörg er landsmönnum kunn. Hann ekki síður en þjónustufólk- ið þeyttist um allan salinn, ræddi við gesti og gangandi og fékk þá til að taka þátt í leiknum með sér. Hann blés vart úr nös þrátt fýrir stífa dagskrá í rúman klukkutíma og er með nokkrum ólíkindum hversu hratt hann brá sér milli gerfa, þurfti ekki nema húfu, hlustunarpípu eða hárkollu og hann var kominn í allt annann karakter. Nokkrir af þeim ótal bröndurum sem hann lét flakka hafa heyrst áður án þess það spillti á nokkurn hátt skemmt- uninni en greinilegt er að leikar- inn ástsæli hefur lagt ómælda vinnu í að koma dagskránni sam- an. Fyrir það vakti hann aðdáun gesta sem klöppuðu hann og Hjört sem ekki á síður sinn þátt í hversu vel tekst til tvívegis upp. LADDI, Þórhallur Sigurðsson, fer á kostum í Sjallanum á laugardagskvöldum í skemmtidagskrá sinni „Laddi- Norðan grin og garri.“ LADDI og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Howser. HANKS þoldi illa þyngdar- leysið og varð hálf óglatt. Enginn leikur að vera geimfari ►TOM HANKS er nú við tökur á einni stórmyndinni enn. Hún nefnist Apollo 13 ogfjallar um ferð samnefndrar geimflaugar árið 1970, sem endaði næstum því með ósköpum þegar spreng- ing slasaði meðlimi áhafnarinn- ar. Til að undirbúa sig fyrir myndina, sem á að frumsýna í júní, prófaði Hanks að vera í al- gjöru þyngdarleysi um borð í KC-135 þotu NASA f Houston. „Það var eins og að vega eng- in kíló,“ sagði Hanks um próf- raunina, en hann leikur geimfar- ann James A. Lovell Jr. „Ég flaut upp í loftið, snerist á alla kanta og reyndi að láta mér ekki verða óglatt. Ég held að ég hafi ákveðna hugmynd um hvað felst í barnsburði eftir þessa reynslu. Mér var svo óglatt að einn daginn fannst mér alveg eins og ég væri að fæða barn í 35 þúsund feta hæð.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.