Morgunblaðið - 05.04.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 05.04.1995, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ > Hátíðartónleikar róNLisr Vídalínskirkja TÓNVÍGSLA Tónvígsla í Vídalínskirkju HÁTÍÐARTÓNLEIKAR, eins konar hljómvígsla á Vídalínskirkju, óskírðri og óvígðri kirkju þeirra Garðbæinga, fóru fram sl. laugar- dag, undir stjóm Ferenc Utassi. Kirkjan er hugverk Skúla Norðdahl arkitekts og eftir því hefur honum tekist að sameina kirkju og félags- heimili á mjög hagfelldan máta og eru lýkur á því að hljómsvar kirkj- unnar verði gott. Á undan tónieikunum fór prestur kirkjunnar, Bragi Siguijónsson, með bæn og Sinfóníuhljómsveit íslands lék þjóðsönginn undir stjóm Ferenc Utassi. Fyrsta viðfangsefni tónleik- anna var Flautukvartett eftir Mozart er Hallfríður Ólafsdóttir, Hildigunn- ur Halldórsdóttir, Guðmundur Krist- mundsson og Sigurður Halldórsson fluttu ágætlega en verkið, sem er merkt 285 b, var pantað af Monsie- ur de Jean og gekk Mozart mjög óviljugur til þessa verks, svo sem heyra má af rithætti verksins. Auk þessa hafa tónfræðingar bent á, að á köflum er um að ræða hreina út- setningu, en ekki frumsamið verk. Annað atriði tónleikanna var ein- leikur á píanó. Miklós Dalmay lék Tilbrigði í F-dúr eftir Mozart, um Salve tu Domine, sem er kórþáttur úr óperunni I filosofi immaginarii, eftir Paisieilo. Seinna verkið sem Dalmay lék, ungversk rapsódía nr. 13, eftir Franz Liszt, er mjög erfitt verk. Eins og margir landar Dalmay, sem sest hafa að hér á landi, er hann frábær tónlistarmaður og lék bæði verkin mjög vel. Rapsódíurnar eftir Liszt hafa oft verið gagnrýndar og sagðar ekki vera meira sem tón- smíðar en einstaka laglínur með óhemjulegu skala og trilluskrauti á milli stefjanna. Sérstaða þessara verk markast af því, að Liszt er í raun að umrita þjóðlegan symbalon- leik Ungveija, en tækni þeirra vakti mikla undrun hjá Liszt. Hátíðartónleikunum lauk með kórverkinu Budavári te Deum, eftir Zoltán Kodály, sem hann samdi 1936 í tilefni af 250 ára afmæli frels- unar á borginni Buda undan yfirráð- um Tyrkja. Þetta er áhrifamikið verk og vel samið, að því undanteknu, að einsöngvarakvartettinn er með- höndlaður að mestu sem samsöngs- hópur, þó heyra megi einstaka fal- legum einsöngstónlínum bregða fyr- ir. Trúlega þyrfti átaksmeiri kór en kirkjukór Garðakirkju, til að skila verkinu af þeirri reisn, er hæfir tón- máli verksins. Einsöngvarar voru Marta G. Hall- dórsdóttir, Anna Sigríður Helgadótt- ir, András Molnár og Viðar Gunnars- son, er gáfu flutningnum sterkan lit. Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Ferenc Utassi lék verkið með töluverðum tilþrifum en án þeirrar sigurvímu og baráttuþreks, sem Ungveijar sýndu, þá þeir frelsuðu Austurríki og reyndar Evrópu undan hernámi Tyrkja. Sumar tónlínur verksins þykja bera merki þessa sig- urstolts, þó inntak verksins sé þakkaróður Guði til dýrðar og að Kodaly hafi tekist meistaralega vel að sameina þessa tvo meginþætti verksins, sigurinn og bænina. Jón Ásgeirsson Byrjendanámskeið fyrír konur Kjörþyngdarnámskeið FULLOfíDHVNA InnitaliO í namskeiðí: Vikuleg mæting til næringarfræðings. Aðhald frá íþróttakennara sem sér um leikfimi iy.i. |jau- takendur í kjörþyngdarhóp. Mælingar: Þol, húðfita, blóðþrýstingur - í upphafi og enda námskeiðs. Frjáls mæting í stöð, hvort heldur í leikfimi eða í tæki. Ert þú eldri en fertug og vilt breyta um lífsstíl? Ekki tilbúin til þess að greiða háar upphæðir fyrir eitthvað sem þú veist ekki hvort þér líkar? Viltu léttast, hressast og láta þér líða betur? Máttun Skipholti 50 - æfingastöð kvenna, venOun Fyrsta kvöldiö Verður þú vigtuð, þolmæld og blóð- þrýstingur mældur. Þú færö ráðleggingar um þjálfun. Fyrirlestur um næringu og kjörþyngd. Annað kvöldiö Verklegur tími í þolfimi, farið er yfir grunnatriði þolfiminnar. Verklegt. Styrktar- og þolþjálfun í tækjum. Verklegt. Kynning á mjúkri kvennaleik- fimi og teygjuæfingum. Nánari upplýsingar í síma 581 4522 Verð fyrir alla kynninguna er kr. 1.600. Kynningarverð getur runnið upp í mánaðarkort ef þú ákveður að halda áfram. Ath! Nýtt námskeið í Kripulajóga er að hefjast. FAXAFEN114, SÍMI 568 9915 OG SKIPHOLTI 50, SÍMI 581 4522 RÖKKURKÓRINN hélt tónieika í Miðgarði síðastliðið laugardags- kvöld, þar sem kórinn kynnti ný lög meðal annars eftir félaga kórsins. Veður og færð hafa torveldað kóræfingar Rökkurkórinn með tónleika í Miðgarði RÖKKURKÓRINN í Skagafirði hélt sl. laugardags kvöldtón- leika í Miðgarði þar sem kórinn kynnti ný lög, meðal annars eftir félaga kórsins. Þá komu fram gestasöngvarar, þau Jó- hann Már Jóhannsson og Jóna Fanney Svavarsdóttir, sem er bróðurdóttir hans. Þá var að skagfirskum sið hagyrðinga- þáttur og Eiríkur Jónsson flutti gamanmál. Húsfyllir var I Mið- garði og var kórnum afar vel tekið og varð hann að flytja mörg aukalög. Söngstjóri var Sveinn Árna- son og undirleikari Thomas Higgerson, einsöng sungu þau Sigurlaug Helga Maronsdóttir og Hjalti Jóhannsson og tvísöng Hallfríður Hafsteinsdóttir og Ragnar Magnússon. Að sögn Ardísar M. Björns- dóttur formanns kórsins hefur mikið starf verið lagt að baki í vetur, við mjög erfiðar að- stæður þar sem kórfélagar koma úr níu sveitarfélögum í héraðinu og eiga margir um mjög langan veg að fara til þess að sækja æfingar, sem haldnar hafa verið tvisvar í viku frá því í haust. Árdís sagði fyrirhugað að gefa út geisladisk með söng kórsins og hefur starf vetrarins að hluta til miðast við það, en einnig væri stefnt að allmörg- um tónleikum nú seinnipart vetrar, í vor og fram á sumar- ið. Þannig yrðu söngskemmtan- ir í Húnavatnssýslum, Skaga- firði og Siglufirði og íyki þeirri lotu með söngferð þar sem skemmtanir yrðu haldnar að Logalandi í Borgarfirði og á Akranesi og síðan endað á sam- eiginlegri söngskemmtun með Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps i Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði og á Hótel íslandi þann 21. apríl næstkomandi. Þá yrði í sumar farið um Norðausturland og komið við á Breiðumýri, Þórshöfn og Vopnafirði og endað á Egils- stöðum, en 1. júlí yrði endað á kóramóti í Miðgarði þar sem einnig kæmu fram gestakórar, innlendur og erlendur frá Siglufirði og frá Þýskalandi. INGRID Jónsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttirog Guðbjörg Thoroddsen. Dóttirin, Bóndinn og Slaghörpuleikarinn AKVEÐIÐ hefur verið að færa sýn- ingamar á einleikunum Dóttirin, Bóndinn og Slaghörpuleikarinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur yfír á kvöldin í stað sunnudagseftirmið- daga. Aðeins tvær sýningar eru eft- ir. Hin fyrri er í kvöld og hin síðari þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.30. Leikkonurnar eru Guðlaug Mar- ía Bjarnadóttir, Guðbjörg Thor- oddsen og Ingrid Jónsdóttir. Sig- ríður Margrét Guðmundsdóttir er leikstjóri. Tekið er við borðapöntunum í miðasölu Þjóðleikhússins. Miða- verð er krónur 800.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.