Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölbreytt páskahátíð VETRARHÁTÍÐIN Páskar á Ak- ureyri var formlega sett á Ráð- hústorgi í gær, en að henni standa fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu í bænum. Fjölmargt stendur heima- mönnum og ferðafólki til boða á Akureyri um páskana, allar lyft- ur í Hlíðarfjalli verða opnar frá morgni til kvölds og sífellt verður eitthvað um að vera í fjallinu og þeir sem heldur kjósa að renna sér á skautum geta heimsótt svæði Skautafélags Akureyrar við Krókeyri. Fjölskyldudagur verður á Súlumýrum á föstudag- inn langa og svokölluð Matthías- arganga, sem ætlað er að heiðra minningu skáldsins á Sigurhæð- um verður gengin um miðnætti Iaugardagskvöldið fyrir páska. Margskonar menningarvið- burðir verða einnig í boði, stór- tónleikar Kristjáns Jóhannssonar og Sigi-únar Hjálmtýsdóttur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verða miðvikudaginn 12. apríl og Leikfélag Akureyrar sýnir Djöflaeyjuna fjórum sinnum á þessum tíma. Flotkví Akureyrarhafnar verður afhent í Litháen 2. maí Þrír verktakar byijaðir á jarðvegs- og gijótvinnu AKUREYRARHÖFN fær flotkví, sem hún hefur keypt, afhenta formlega í Litháen 2. maí næstkomandi. Þrír verktakar Samið hefur verið við útgerð þýsks dráttar- báts um heimflutning flotkvíarinnar, en talið er að um tvær vikur taki að draga kvínna frá ríkisskipasmíðastöðinni Baltija í hafnarborg- inni Klaipeda í Litháen þaðan sem hún er keypt og til Akureyrar. Kvíin verður því komin til Akureyrar um miðjan maí gangi heimflutning- urinn að óskum. Þá hefur hafnarstjórn einnig samið við Möl og sand hf. og Guðmund Hjálmarsson um jarð- vegsframkvæmdir norðan Slippstöðvarskemmu þar sem kvínni verður komið fyrir en þessir tveir aðilar buðu saman í verkið. Grafa þarf út rúmlega 150 þúsund rúmmetra til að koma kvínni fyrir. Verkið er þegar hafið, en byrjað er á að hreinsa til á svæðinu og koma burtu brotajárni sem þar var. Þá mun Suðurverk hf. sjá um gijótvinnu á svæðinu en reistur verður öflugur gijótgarður norðan við flotkvínna. Framkvæmdum lýkur að sögn Einars Sveins Ólafssonar, formanns hafnarstjórnar, 7. júní næstkomandi. Viðræður hafa staðið yfir við forráðamenn Slippstöðvarinnar-Odda um afnot af flotkvínni en þeim er að sögn Einars Sveins ekki lokið. Hafnarstjórnarmenn gæla við þá hugmynd að taka flotkvínna formlega í notkun á sjó- mannadaginn, 11. júní næstkomandi. Kostaði 177 milljónir Flotkvíin sem kostaði um 177 milljónir króna hefur 5.000 tonna lyftigetu, hún er 116 metra löng, 24 metrar á breidd og getur tekið skip með allt að 7,6 metra djúpristu. Mjög er til þess horft að tilkoma kvíarinnar verði lyfti- stöng fyrir atvinnulífið á Akureyri, að sögn formanns hafnarstjórnar. Gréta Berg túlkar ljóð Davíðs í myndum GRÉTA Berg myndlistarkona opn- ar sýningu í Listhúsinu Þingi á Akureyri næstkomandi laugardag, 8. apríl, kl. 15.00. Gréta hefur lengi látið sig dreyma um að túlka ljóð Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagra- skógi í myndum og nú þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hans greip hún tækifærið. Hún reynir að horfa inn í kvæði skáldsins og það sem hún sér kemur fram í línum og litum í myndverkum hennar. Ein myndanna er túlkun Grétu á upp- lifun hennar við lestur kvæðisins „Komdu“ eftir Davíð. Sýning Grétu verður opin til 17. apríl næstkomandi og verður opin daglega m.a. alla páskavikuna frá kl. 15.00 til 21.00. Djöflaeyjan á síðdegissýn- ingu á kosn- ingadaginn SÍÐDEGISSÝNING verður á verk- inu Þar sem Djöflaeyjan rís hjá Leikfélagi Akureyrar á kosninga- daginn. Leikfélagsfólk afréð að bjóða upp á slíka sýningu þar sem marga fýsir að fylgjast með kosn- ingasjónvarpi næstkomandi laug- ardagskvöld. Sýningin hefst kl. 17.00 og bjóða margir helstu mat- sölustaða bæjarins upp á sérstaka leikhúsmatseðla fyrir leikhúsgesti eftir sýningu. Sýningin, sem er leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar á bókum Einars Kárasonar um fólkið sem flutti í þéttbýlið eftir stríð, á bernskuár- um lýðveldisins og átti ekki í önn- ur hús að venda en yfirgefna her- bragga, hefur hlotið mikið Iof. Fjöldi leikara fer með hlutverk þeirra rúmlega 40 persóna sem koma við sögu í Djöflaeyjunni. Drum Club spilar í 1929 á Akureyri HLJÓMSVEITIN Drum Club verður á íslandi dagana 7. til 13. apríl og mun hún halda ferna tónleika. Hinir fyrstu verða á Akur- eyri, skemmtistaðnum 1929, á föstudagskvöld 7. apríl en síðan verða þrennir tónleikar í Reykjavík. Á öllum tón- leikunum mun Bubbleflies ásamt Svölu Björgvins hita upp. Allir tónleikarnir verða teknir upp og gefur útgáfufyr- irtækið Sabres of Paradise í Bretlandi út disk með þessum upptökum, „Drum Club, Live in Iceland". Þá er einnig fyrirhugað að festa tónleikana á filmu og gera myndbandsþátt um ís- landsför hljómsveitarinnar. Breskir blaðamenn verða með í för, m.a. frá popptímaritinu Melody Maker. Bogomil í Sjallanum BOGOMIL Font, Aggi Slæ og Tamlasveitin efna til tónleika í Sjallanum á Akureyri annað- kvöld, fimmtudagskvöldið 6. apríl, kl. 23 til 02. Flutt verða ný, notuð og gömul lög í nýrri útfærslu Tamlasveitarinnar. Föstuguðs- þjónusta SÍÐASTA föstuguðsþjónust- an í Akureyrarkirkju að þessu sinni verður í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20.30. Sungið verður úr Passíusálmunum. 50. ársþlng ÍBA FIMMTUGASTA ársþing Iþróttabandalags Akureyrar verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri í dag, miðvikudag, og hefst það kl. 18.00. Á þinginu verður m.a. til- kynnt val á íþróttamanni Ak- ureyrar árið 1994, afhentur verður ÍSÍ-bikarinn en hann fellur þeim í skaut sem þykir hafa skarað fram úr í íþrótta- starfi barna- og unglinga og loks verður gull- og silfur- merki ÍBA afhent. Alls eiga þrettán íþróttafé- lög á Akureyri aðild að Iþróttabandalagi Akureyrar auk fjögurra sérráða. Esso-mót hjá KA KNATTSPYRNUDEILD KA heldur sitt árlega Esso-mót í knattspyrnu í sumar, dagana 28. júnítil l.júlí næstkomandi. Keppnisfyrirkomulag verð- ur með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Þátttöku- gjald er 20 þúsund krónur á félag og 8 þúsund á hvern þátttakenda. Þátttöku á að tilkynna fyrir 1. maí næstkomandi, en tekið er við þátttökutilkynningum virka daga frá kl. 10 til 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.