Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 14

Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölbreytt páskahátíð VETRARHÁTÍÐIN Páskar á Ak- ureyri var formlega sett á Ráð- hústorgi í gær, en að henni standa fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu í bænum. Fjölmargt stendur heima- mönnum og ferðafólki til boða á Akureyri um páskana, allar lyft- ur í Hlíðarfjalli verða opnar frá morgni til kvölds og sífellt verður eitthvað um að vera í fjallinu og þeir sem heldur kjósa að renna sér á skautum geta heimsótt svæði Skautafélags Akureyrar við Krókeyri. Fjölskyldudagur verður á Súlumýrum á föstudag- inn langa og svokölluð Matthías- arganga, sem ætlað er að heiðra minningu skáldsins á Sigurhæð- um verður gengin um miðnætti Iaugardagskvöldið fyrir páska. Margskonar menningarvið- burðir verða einnig í boði, stór- tónleikar Kristjáns Jóhannssonar og Sigi-únar Hjálmtýsdóttur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verða miðvikudaginn 12. apríl og Leikfélag Akureyrar sýnir Djöflaeyjuna fjórum sinnum á þessum tíma. Flotkví Akureyrarhafnar verður afhent í Litháen 2. maí Þrír verktakar byijaðir á jarðvegs- og gijótvinnu AKUREYRARHÖFN fær flotkví, sem hún hefur keypt, afhenta formlega í Litháen 2. maí næstkomandi. Þrír verktakar Samið hefur verið við útgerð þýsks dráttar- báts um heimflutning flotkvíarinnar, en talið er að um tvær vikur taki að draga kvínna frá ríkisskipasmíðastöðinni Baltija í hafnarborg- inni Klaipeda í Litháen þaðan sem hún er keypt og til Akureyrar. Kvíin verður því komin til Akureyrar um miðjan maí gangi heimflutning- urinn að óskum. Þá hefur hafnarstjórn einnig samið við Möl og sand hf. og Guðmund Hjálmarsson um jarð- vegsframkvæmdir norðan Slippstöðvarskemmu þar sem kvínni verður komið fyrir en þessir tveir aðilar buðu saman í verkið. Grafa þarf út rúmlega 150 þúsund rúmmetra til að koma kvínni fyrir. Verkið er þegar hafið, en byrjað er á að hreinsa til á svæðinu og koma burtu brotajárni sem þar var. Þá mun Suðurverk hf. sjá um gijótvinnu á svæðinu en reistur verður öflugur gijótgarður norðan við flotkvínna. Framkvæmdum lýkur að sögn Einars Sveins Ólafssonar, formanns hafnarstjórnar, 7. júní næstkomandi. Viðræður hafa staðið yfir við forráðamenn Slippstöðvarinnar-Odda um afnot af flotkvínni en þeim er að sögn Einars Sveins ekki lokið. Hafnarstjórnarmenn gæla við þá hugmynd að taka flotkvínna formlega í notkun á sjó- mannadaginn, 11. júní næstkomandi. Kostaði 177 milljónir Flotkvíin sem kostaði um 177 milljónir króna hefur 5.000 tonna lyftigetu, hún er 116 metra löng, 24 metrar á breidd og getur tekið skip með allt að 7,6 metra djúpristu. Mjög er til þess horft að tilkoma kvíarinnar verði lyfti- stöng fyrir atvinnulífið á Akureyri, að sögn formanns hafnarstjórnar. Gréta Berg túlkar ljóð Davíðs í myndum GRÉTA Berg myndlistarkona opn- ar sýningu í Listhúsinu Þingi á Akureyri næstkomandi laugardag, 8. apríl, kl. 15.00. Gréta hefur lengi látið sig dreyma um að túlka ljóð Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagra- skógi í myndum og nú þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hans greip hún tækifærið. Hún reynir að horfa inn í kvæði skáldsins og það sem hún sér kemur fram í línum og litum í myndverkum hennar. Ein myndanna er túlkun Grétu á upp- lifun hennar við lestur kvæðisins „Komdu“ eftir Davíð. Sýning Grétu verður opin til 17. apríl næstkomandi og verður opin daglega m.a. alla páskavikuna frá kl. 15.00 til 21.00. Djöflaeyjan á síðdegissýn- ingu á kosn- ingadaginn SÍÐDEGISSÝNING verður á verk- inu Þar sem Djöflaeyjan rís hjá Leikfélagi Akureyrar á kosninga- daginn. Leikfélagsfólk afréð að bjóða upp á slíka sýningu þar sem marga fýsir að fylgjast með kosn- ingasjónvarpi næstkomandi laug- ardagskvöld. Sýningin hefst kl. 17.00 og bjóða margir helstu mat- sölustaða bæjarins upp á sérstaka leikhúsmatseðla fyrir leikhúsgesti eftir sýningu. Sýningin, sem er leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar á bókum Einars Kárasonar um fólkið sem flutti í þéttbýlið eftir stríð, á bernskuár- um lýðveldisins og átti ekki í önn- ur hús að venda en yfirgefna her- bragga, hefur hlotið mikið Iof. Fjöldi leikara fer með hlutverk þeirra rúmlega 40 persóna sem koma við sögu í Djöflaeyjunni. Drum Club spilar í 1929 á Akureyri HLJÓMSVEITIN Drum Club verður á íslandi dagana 7. til 13. apríl og mun hún halda ferna tónleika. Hinir fyrstu verða á Akur- eyri, skemmtistaðnum 1929, á föstudagskvöld 7. apríl en síðan verða þrennir tónleikar í Reykjavík. Á öllum tón- leikunum mun Bubbleflies ásamt Svölu Björgvins hita upp. Allir tónleikarnir verða teknir upp og gefur útgáfufyr- irtækið Sabres of Paradise í Bretlandi út disk með þessum upptökum, „Drum Club, Live in Iceland". Þá er einnig fyrirhugað að festa tónleikana á filmu og gera myndbandsþátt um ís- landsför hljómsveitarinnar. Breskir blaðamenn verða með í för, m.a. frá popptímaritinu Melody Maker. Bogomil í Sjallanum BOGOMIL Font, Aggi Slæ og Tamlasveitin efna til tónleika í Sjallanum á Akureyri annað- kvöld, fimmtudagskvöldið 6. apríl, kl. 23 til 02. Flutt verða ný, notuð og gömul lög í nýrri útfærslu Tamlasveitarinnar. Föstuguðs- þjónusta SÍÐASTA föstuguðsþjónust- an í Akureyrarkirkju að þessu sinni verður í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20.30. Sungið verður úr Passíusálmunum. 50. ársþlng ÍBA FIMMTUGASTA ársþing Iþróttabandalags Akureyrar verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri í dag, miðvikudag, og hefst það kl. 18.00. Á þinginu verður m.a. til- kynnt val á íþróttamanni Ak- ureyrar árið 1994, afhentur verður ÍSÍ-bikarinn en hann fellur þeim í skaut sem þykir hafa skarað fram úr í íþrótta- starfi barna- og unglinga og loks verður gull- og silfur- merki ÍBA afhent. Alls eiga þrettán íþróttafé- lög á Akureyri aðild að Iþróttabandalagi Akureyrar auk fjögurra sérráða. Esso-mót hjá KA KNATTSPYRNUDEILD KA heldur sitt árlega Esso-mót í knattspyrnu í sumar, dagana 28. júnítil l.júlí næstkomandi. Keppnisfyrirkomulag verð- ur með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Þátttöku- gjald er 20 þúsund krónur á félag og 8 þúsund á hvern þátttakenda. Þátttöku á að tilkynna fyrir 1. maí næstkomandi, en tekið er við þátttökutilkynningum virka daga frá kl. 10 til 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.