Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson ÞEIR sigruðu örugglega í úrslitakeppninni á Suðurnesjum um siðustu helgi. Talið frá vinstri: Dagur Ingimundarson, Víðir Jóns- son, Sigurjón Jónsson, Garðar Garðarsson, Eyþór Jónsson og Halldór Aspar. BBIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Garðars Garðarssonar vann úrslitakeppnina Sveit Garðars Garðarssonar sigr- aði í Kaskó-keppninni hjá Bridsfé- lagi Suðumesja, sem fram fór sl. laugardag. Fjórar efstu sveitimar í aðalsveitakeppninni spiluðu í sér- stakri aukakeppni og var dregið saman í undanúrslit. Sveit Spari- sjóðsins spilaði gegn Val Símonar- syni og sigruðu hinir síðarnefndu með eins punkts (impa) mun eftir að hafa verið langt undir strax eft- ir 8 spil. Sveit Garðars spilaði gegn Gunnari Siguijónssyni og sigraði örugglega. Þeir félagar unnu svo úrslitaleikinn sannfærandi og þar með til verðlauna sem Kaskó-verzl- unin gaf í mótið. Bridsfélag Hornafjarðar Nýlega lauk aðaltvímenningi BH á . Hótel Höfn, spilaformið var barómet- er. Lokastaðan: ValdemarEinarsson-SigurpállIngibergsson 34 Gunnar P. Halldórsson—Jón Níebson 32 IngvarÞórðarson-AmiHannesson 28 ÁgústSigurðsson-SkeggiRagnarsson 28 Ólafur Magnússon - Jón G. Gunnarsson 28 Ámi Stefánsson - Jón Sveinsson 20 Kolbeinn Þorgeirsson—Bjami Þórhallsson 5 Ingvar og Ámi voru úrskurðaðir sigurvegarar í 3ja sæti vegna innbyrð- is viðureigna. Nú stendur yfir Vél- smiðjumót BH. Vetrar-Mitchell BSÍ Föstudaginn 31. mars var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell- tvímenningur með forgefnum spilum. 26 pör spiluðu 10 umferðir með 3 spilum á milli para eða alls 30 spil. Meðalskor var 270 og bestum árangri náðu: NS Þorleifur Þórarinsson—Áróra Jóhannsd. 316 Nicolai Þorsteinsson—Anton Valgarðsson 304 SigurðurÁmundason — JónÞórKarlsson 303 AV Georgísaksson —SigurðurJónsson 317 Halldór Þorvaldsson — Kristinn Karlsson 309 Sverrir G. Kristinsson - Jón Ingólfsson 302 Vetrar-Mitchell BSÍ er spilaður öll föstudagskvöld í húsnæði Bridssam- bandsins á Þönglabakka 1, 3. hæð. Spilaðir eru eins kvölds tölvureiknaðir tvímenningar með forgefnum spilum. Spilamennska byijar stundvíslega kl. 19.00 og eru allir spilarar velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 23. mars ’95 spiluðu 17 pör í 2 riðlum. A-riðiIl, 10 pör. Ragnar Halldórss. - Vilhjálmur Guðmundss. 145 Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson 132 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 124 Meðalskor 108 B-riðill, 7 pör yfirseta. Anna Lúðvíksdóttir—Lilja Petersen 93 Þorsteinn Erlingsson- ísleifurMapússon 91 Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 88 Meðalskor 84 Fimmtudaginn 30. mars ’95 A-riðill, 10 pör. ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 152 Ingunn Bergburg - Vigdís Guðjónsdóttir 121 Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 114 B-riðill, 10 pör. Soffía Theodórsdóttir - Bergljót Rafnar 132 Oddur Halldórsson - Vilhjálmur Halldórsson 122 GunnarPálsson-ísieifurMagnússon 117 Meðalskoríbáðumriðlum 108 Laugardaginn 1. apríl lukum við að spila sveitakeppni deildarinnar með glæstum sigri Bergsveins Breiðfjörð. Sveitin var þannig skipuð: Bergsveinn BreiðQörð- BaldurÁsgeirsson 184 Lárus Amarsson - Ásthildur Sigurgísladóttir sv.VilhjálmsGuðmundssonar 161 sv. Höllu Ólafsdóttur 156 sv. Þórarinns Ámasonar 152 Verðlaunaafhending innan tíðar. Meistaramót Bridsfélags Suðurnesja hafið Meistaramót Bridsfélags Suður- nesja í tvímenningi hófst sl. mánu- dagskvöld og mættu 23 pör til leiks. Spilað verður í fimm kvöld og eru spiluð 6 spil milli para. Staðan eftir 4 umferðir af 23: Karl Hermannsson - Amór Ragnarsson 65 Dagur Ingimundars. - Siguijón Jónsson 43 Stefán Jónsson - Vignir Sigursveinsson 34 Karl G. Karlsson - OIi Þór Kjartanss. 31 Heiðar Agnarsson - Pétur Júlíusson 20 Garðar Garðarsson - Eyþór Jónsson 18 Fimm umferðir, 30 spil, verða spiluð nk. mánudagskvöld í Hótel Kristínu og hefst spilamennskan kl. 19.45 stundvíslega. Keppnis- stjóri og reiknimeistari er ísleifur Gíslason. A > > «•w > EV/ m7 5 88 55 22 ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Bravó Felix og Marta ALLIR sem standa að sýningu á West Side Story í Þjóðleikhúsinu geta verið hreyknir. Sl. laugardagksvöld sungu Felix Bergsson og Marta Haildórsdóttir sig inn í hjörtu leikhúsgesta. Sús- anna Svavarsdóttir skrif- aði tvisvar gagnrýni um sýninguna og fór út í óskemmtilegan og ósann- gjaman samanburð á aðal söngvurum sýning- arinnar. Súsanna Sva- varsdóttir ætti því að biðja Mörtu og Felix af- sökunar. Sigrún Jónsdóttir. Hundur sem borðar fugjamat KONA ein hringdi í Vel- vakanda og sagði þau vera nokkur í Hæðar- garðinum sem stunduðu það að gefa fuglunum æti. Sagði hún það hvim- leitt að reglulega kæmu þar að konur með hund og æti hundurinn iðulega allan fuglamatinn. Sagði hún plássið vera feikinóg í kring og því væri engin ástæða til að ganga með hundinn þessa leið. Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA skreytt gulum piaststeini með fimm lyklum tapaðist á leið milli Þingholta og Hótel Esju sl. laugardag. Finnandi vinsamlegast hafið samband í síma 587-7000 (Salbjörg). Hringur fannst GAMALL giftingar- hringur með upphafs- stöfum og áletrun inni í fannst í Vesturbergi. Uppl. í síma 78277. COSPER MÁ ég biðja þig að hætta að sprauta inn um gluggann. Farsi BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson Hindrunarsagnir eru allt- af erfiðar viðfangs, en NS hefðu þó átt að leysa vand- ann í spiii dagsins: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁK V ÁK984 ♦ DG762 ♦ 10 Suður 4 DG10984 4 106 ♦ 104 4 ÁKD Vestur Norður Austur Suður 3 lauf Dobl Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Allir pass Útspil: laufsjö. Þótt stökk suðurs í 5 spaða sé í harðara lagi, er þó úttektardobl norðurs verra. Þijú hjörtu er betri sögn, enda býður doblið heim þeirri hættu að makker segi 4 spaða með fjórlit. Suður myndi svara þremur hjörtum með þremur spöðum og þá gæti norður stungið upp á spaðaslemmu með 4 laufum. Með fyrirstöðusögnum ætti síðan að vera hægt að stansa í 5 spöðum. Hvað sem sögnum líður er vandamál suðurs að spila 6 spaða. Hann vinnur hálfan sigur þegar vestur kemur út með lauf. Hvemig er best að spila? Sagnhafi verður að gefa sér að vestur sé með einspil í spaða og háspil annað í hjarta. Hann tekur einu sinni tromp og leggur svo niður ÁK í hjarta. Norður 4 ÁK V ÁK984 ♦ DG762 ♦ 10 Vestur Austur 4 5 4 7632 4 G2 |||| * ?753 ♦ K3 111 1111 ♦ A985 4 G9765432 4 8 Suður 4 DG10984 4 106 ♦ 104 4 ÁKD Hjartaníunni er síðan spil- að og tígli hent heima ef austur fylgir með smáspili. Leggi austur drottninguna á, fer sagnhafi inn í borð á spaðakóng til að taka fríslag- inn á hjartaáttu. Víkveiji skrifar... EINHVERN veginn finnst Vík- veija sem kjarabarátta flug- freyja hjá Flugleiðum sé á skjön við flest sem gerst hefur á undan- förnum árum í íslensku þjóðfélagi. Það getur varla kallast mikið erfiðs- starf, að gegna starfi flugfreyja, hvort sem er I innanlands- eða milli- landaflugi, þótt vissulega geti það oft og tíðum verið erilssamt. En nú vilja flugfreyjur fá að setjast í helgan stein, við 63 ára aldur, rétt eins og þær séu útkeyrðar og rúnar öllum starfskrafti, til áframhald- andi flugs. Ekki vilja þær heldur þiggja starf á jörðu niðri, þar sem það sé svo erfitt fyrir 63 ára gaml- ar konur að setja sig inn í ný störf. xxx ETTA er fáránlegur málflutn- ingur hjá stétt sem hefur það víst alveg ljómandi gott kjaralega séð, a.m.k. í samanburði við fjöl- margar aðrar stéttir, eftir því sem næst verður komist. Auk þess telur Víkveiji að það sé ekki ýkja mikil sjálfsvirðing í því fólgin hjá flug- freyjum, að ákveða að afskrifa fullf- rískar 63 ára gamlar konur sem karlæg gamalmenni og elliær í þokkabót, sem hafi glatað hæfni til þess að sinna öðrum störfum, á jörðu niðri. AÐ verður ekki sagt að fá- mennir þrýstihópar, sem geta valdið geysilegu tjóni úti í þjóðfélag- inu, skapi sér mikla samúð meðal almennra launþega, þegar þeir grípa til aðgerða eins og verk- fallsaðgerða. Víkveiji er Þeirrar skoðunar að starfshópar eins og flugfreyjur, flugvirkjar, flugmenn og fleiri, sem með verkfallsaðgerð- um geta stöðvað samgöngur til og frá landinu, stórskaðað fyrirtækið sem þeir vinna hjá og haft miklar tekjur af þeim sem starfa við ferða- iðnað á íslandi, þyrftu að taka kjarabaráttuaðferðir sínar til gagn- gerrar endurskoðunar. Þessar stétt- ir hafa ítrekað sýnt það, að þær kunna lítt með ábyrgðina að fara, sem verkfallsréttinum fylgir, heldur hafa þær á verstu álagstímum, þeg- ar mest er í húfi fyrir ferðaþjón- ustuna, gripið til vopnsins til þess að knýja fram meiri kjarabætur, en samist hefur um á almennum vinnumarkaði. xxx AÐ þarf ekki mikið eða sterkt langtímaminni til þess að muna fáránleika síðasta verkfalls flugfreyja, sem nefnt var sokka- buxnaverkfallið, en það snerist m.a. um það hversu mörg pör af sokka- buxum vinnuveitandinn ætti að leggja flugfreyjunum til á mánuði. Flugfreyjur ættu að mati Víkveija að reyna að líta á kjaramál sín og vinnutíma í örlítið víðara sam- hengi, en þær gera í þeirri baráttu, sem nú stendur yfir. xxx IL dæmis gætu þær borið sig saman við fiskverkakonur, sem standa við færiböndin í fisk- vinnsluhúsum landsins, hreinsa fisk, snyrta og pakka, á vöktum, daginn inn og daginn út, allan árs- ins hring, ár eftir ár. Þær uppskera í samræmi við vinnuframlag sitt og .þeim mun þjálfaðri, sem þær eru við vinnsluna, þeim mun meira fá þær í bónusgreiðslur fyrir afköst, án þess að það hvarfli að Víkveija að halda því fram að þessar konur, sem vinna við frumvinnslu í undir- stöðuatvinnugreininni, hafi nándar nærri góð laun. xxx ÐULEGA eru færustu og hæst- launuðu konurnar í fískvinnsl- unni á aldrinum 55 til 70 ára, því þær eru orðnar svo þjálfaðar í starfi. Aldrei heyrist sú krafa frá þessum konum, að þær fái vegna áratuga erfiðsvinnu að setjast i helgan stein liðlega sextugar. Víkveija grunar að fiskverkakonur teldu slíkt beina móðgun væru þær afskrifaðar sem óstarfhæfar á þeim aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.