Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ykkur er óhætt að koma, þetta lítur út fyrir að vera alveg sauðmeinlaus þjóðflokkur . . .
Nýjar reglur um niðurgreiðslur hjá Dagvist barna
Heimgreiðslur falla
niður 1. júní
BORGARRÁÐSFULLTRÚAR
Reykjavlkurlistans sjá ekki ástæðu
til að fresta samþykkt nýrra reglna
um niðurgreiðslur á dagvistargjöld-
um þrátt fyrir tillögu sjálfstæðis-
manna um að gerð verði könnun á
nýtingu heimgreiðslu til foreldra.
í samþykkt stjórnar Dagvistar
bama, sem samþykkt var í borgar-
ráði, er gert ráð fýrir að greiðslur
til foreldra 2'A og 4'A árs bama
falli niður frá og með 1. júní 1995.
Á fundi borgarráðs í fyrri viku lögðu
sjálfstæðismenn fram tillögu um
að kannað yrði hvort foreldrar 500
bama hefðu nýtt sér heimgreiðslur
til að greiða dagmæðmm eins og
fulltrúar R-listans hafa haldið fram.
Nýjar reglur
Borgarráð samþykkti jafnframt
að komið yrði á niðurgreiðslu til
dagmæðra vegna barna 'A árs til 5
ára eða 6 þús. krónum fyrir börn
'A árs til 2 ára miðað við heilsdags-
vist og fyrir böm 3-5 ára greiðast
9 þús. krónur miðað við heilsdags-
vist. Gildistíminn er frá 1. septem-
ber 1995.
DÓMNEFND hefur valið sex verk-
efni í undanúrslit í Hugvísi, keppni
ungra vísindamanna. Alls bárust
35 verkefni, en höfundar verkefn-
anna sex þróa verkefni sín frekar
til 15. maí. Gera þeir grein fyrir
verkefnunum og verða valdir 2-3
sem taka þátt í Evrópukeppninni.
Verkefnin sex eru: Poseidon,
höfundur Soffía H. Bjömsdóttur í
MR. Frostmoli, höfundar Anna S.
Arnardóttir og Eðvarð S. Bjama-
son í MR. Súlfíð-Súlfat, höfundar
Þá var samþykkt að niðurgreiðsl-
ur á dagvistargjöldum hjá dag-
mæðrum og á einka- og foreldra-
reknum leikskólum fyrir börn náms-
manna, sem báðir eru í námi, verði
sambærilegar niðurgreiðslum til
einstæðra foreldra frá og með 1.
apríl 1995. Loks var samþykkt að
niðurgreiðsla og styrkur til einka-
eða foreldrarekins leikskóla fyrir
böm einstæðra foreldra nemi 30
þús. krónum fyrir heilsdagsvist, frá
1. apríl 1995.
Borgarráð samþykkti 1. lið með
3 atkvæðum gegn 2 og samhljóða
liði 2-4.
Mest til dagmæðra
Vegna tillögu Sjálfstæðisflokks
lögðu fulltrúar Reykjavíkurlistans
fram tillögu, þar sem fram kemur
að ekki sé ástæða til að fresta sam-
þykkt nýrra reglna varðandi niður-
greiðslu á dagvistargjöldum, þrátt
fyrir tillögu um að fram fari-könnun
á nýtingu heimgreiðslna til foreldra.
Slík könnun sé sjálfstætt athuguh-
arefni og telja fulltrúar Reykjavík-
urlistans að hún muni staðfesta það
Jón Þ. Einarsson, Jón Þ. Hallsson
og Pálmar I. Guðnason, Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. Þykkval-
úra, höfundar Aldís H. Egilsdóttir,
Ármann Höskuldsson, Bjöm Matt-
híasson, Emil Hadzic, Gunnar
Friðfinnsson, Jóhann Öm Frið-
steinsson, Margrét Þorsteinsdóttir.
Markús 0. Másson, Reynir Hjálm-
arsson og Sighvatur Bjarnason,
Framhaldsskólanum í Vestmanna-
eyjum. Sami hópur vinnur verkefn-
ið Atferli loðnu.
að niðurgreiðslur renni að mestu
leyti til dagmæðra að frádreginni
staðgreiðslu skatta.
Verksvið ríkisins
Þá segir: „Hins vegar er ljóst að
lítill hópur heimavinnandi foreldra
nýtur góðs af þessum greiðslum
sem em óverulegar og hafa ekki
úrslitaáhrif varðandi atvinnuþátt-
töku foreldra enda á verksviði ríkis-
ins að koma til móts við bamafjöl-
skyldur m.a. með barnabótum og
bamabótauka. Við leggjum því til
að tillögu um könnun á dagvistar-
úrræðum verði vísað til stjómar
Dagvistar bama og er því ekki fall-
ist á frestun á afgreiðslu málsins."
Tillagan var samþykkt með þremur
atkvæðum gegn tveimur.
Engar upplýsingar að baki
I bókun sjálfstæðismanna segir
að R-listinn hafi fullyrt að það fjár-
magn sem greitt hafi verið vegna
500 bama hafi nýst illa. Þá segir:
„Þær fullyrðingar R-listans áttu að
styðja ákvörðun um afnám heim-
greiðslna og því mikilvægt að svar
lægi fyrir áður en ákvörðun um
afnám yrði tekin. Þessari einföldu
athugun hefur nú R-listinn hafnað
þótt viðurkennt sé að engar upplýs-
ingar liggi að baki fullyrðingar
þeirra.“
Aukið valfrelsi
í bókun Reykjavíkurlistans segir
að tillaga meirihluta stjórnar Dag-
vistar bama um breyttar reglur
vegna niðurgreiðslu á dagvistar-
gjöldum séu til þess fallnar að bæta
stöðu dagmæðra og auka valfrelsli
foreldra um dagvistarúrræði í sam-
ræmi við lögboðin verkefni sveitar-
félaga. Jafnframt telji listinn að í
tillögunni felist markvissari nýting
fjármuna en hingað til. Því væri
ekki ástæða til að fresta gildistöku
tillagnanna.
Sex verkefni í undan-
úrslit Hugvísis
Rannsóknir Hjartaverndar
Góður árangur í
baráttunni gegn
hjartasjúkdómum
Uggi Þ. Agnarsson
Aðalfundur
Hjartaverndar er á
morgun, en þar
verða m.a flutt erindi um
þau rannsóknarverkefni,
sem unnið er að á vegum
félagsins. Nýjar rannsóknir
sýna, að dánartíðni af völd-
um kransæðasjúkdóma
hefur lækkað meira á ís-
landi undanfarin ár en hjá
nágrannaþjóðum. Uggi
Agnarsson læknir segir
skýringarinnar m.a. að
leita í góðu heilbrigðiskerfi
hér á landi.
Að hvaða rannsðknum
er nú unnið á vegum
Hjartaverndar?
„Við erum nú að vinna
að 6. áfanga í hópskoðun
Hjartaverndar, sem hefur
gengið vel. Björn Einarsson
öldrunarlæknir er í forsvari fyrir
þessum hluta rannsóknarinnar,
sem beinist að öldruðum. Við höf-
um miklar væntingar um að rann-
sóknin leiði í Ijós frekari upplýs-
ingar um elliglöp og alzheimer-
sjúkdóminn, svo dæmi séu tekin.
Þá vonumst við til að fá vísbend-
ingar um hvaða eiginleika það
fólk hefur, sem nær háum aldri.
Vonandi getum við birt einhveijar
niðurstöður þessarar rannsóknar
má næsta ári. Þá lauk fyrir nokkru
rannsókn á hjartasjúkdómum í
konum. Lilja S. Jónsdóttir læknir
er að vinna úr þeim gögnum og
niðurstöður ættu að liggja fyrir
fljótlega.
Hjartavernd tekur einnig þátt
I fjölþjóðlegri rannsókn, Monica-
verkefninu, sem fer fram á 38
stöðum víðs vegar um heim, en
þó aðallega í Evrópu. Við höfum
sérstaklega átt náið samstarf við
Dani, Svía, Finna og Litháa. Þessi
rannsókn gengur út á að fylgjast
með algengi kransæðasjúkdóma,
hvemig þeir hafi þróast undanfar-
in ár og hveijir áhættuþættir í
umhverfinu séu. Hér á landi get-
um við sýnt fram á góðan árang-
ur í meðferð við sjúkdómunum."
Hversu algegnir eru kransæða-
sjúkdómar hér og hver er sá
árangur sem náðst hefur í barátt-
unni við þá?
„Hér á landi veikjast 450 karlar
af hveijum 100 þúsund íbúum á
ári, en um 100 konur. Árið 1982
og 1983 voru 486 skráð tilfelli af
bráðri kransæðastíflu og konur
voru 20% af þeim hópi. Af þessum
hópi voru 26% látin við komu á
sjúkrahús. Af þeim sem lagðir
vom inn voru 12% látin
28 dögum síðar og að
ári liðnu vom 18% látin.
Við gerðum sams konar
könnun árin 1991 og
1992. Þá vom 549
sjúklingur í hópnum. Af þeim voru
21% látin við komu á sjúkrahús.
Af þeim sem lagðir vom inn vom
9% látin 28 dögum síðar og ári
síðar var sú tala komin í 12%, sem
er marktækur munur frá fyrra
tímabilinu. Þama sjáum við skýrt
árangur af lækningum. Við emm
betur í stakk búin nú til að kljást
við kransæðasjúkdóma, lyf eru
betri og frá því að fyrri könnunin
var gerð höfum við hafíð notkun
á blóðþynningarlyfjum við með-
ferð og þau hafa haft sitt að
segja.“
Hvaða áhættuþættir eru það
sem hafa áhrif á kransæðasjúk-
dóma?
„Sá stærsti, eins og fram kom
í báðum rannsóknunum, eru reyk-
► Uggi Þ. Agnarsson læknir
fæddist í Reykjavík 19. nóvem-
ber 1949. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR1969 og prófi frá
læknadeild HÍ 1976. Hann
stundaði framhaldsnám í lyf-
lækningum og hjartasjúkdóm-
um við háskólann í Connecticut
í Bandaríkjunum og lauk þaðan
sérfæðingaprófi bandarískra
hjartalækna. Uggi sneri heim
1986 og hóf þá störf við rann-
sóknarstofu Hjartaverndar,
auk þess sem hann hefur starf-
að á Landspítala og Sjúkrahúsi
Akraness og rekið eigin stofu.
ingarnar. Af yngri einstaklingum
sem veikjast, þ.e. á aldrinum
35-55 ára, reykja þrír af hveijum
fjórum. Umtalsverður hópur fólks
fær kransæðasjúkdóma á besta
aldri, þegar einstaklingurinn ætti
að vera í blóma lífsins og virðast
reykingar ráða miklu um þessa
þróun. Annar áhættuþáttur er
blóðfíta. íslendingar hafa tiltölu-
lega hátt hlutfall blóðfítu, en það
hefur lækkað jafnt og þétt með
breyttu mataræði. Aukin líkams-
þjálfun hefur einnig haft sitt að
segja. Þó eru ýmsir sem reka sig
á að hlutfall blóðfítu lækkar ekki
þótt þeir grennist. Þeir eru því
áfram I áhættuhópi og við þurfum
að taka afstöðu til þess hvemig á
að bregðast við, hvort við eigum
til dæmis að gefa þessum hópi dýr
lyf og þá sérstaklega karlmönnun-
um, en blóðfita er sérstaklega
áhættuþáttur hjá
þeim.“
Hvert verður næsta
rannsóknarverkefni?
„Næsta stórverkefni
erum við þegar farin að
ráðgera, en það er afkomenda-
rannsókn. Hún fer þannig fram,
að afkomendur þeirra, sem þegar
hafa tekið þátt í hóprannsóknum,
koma til okkar og við reynum að
gera okkur mynd af því hve ríkur
þáttur erfðir eru í kransæðasjúk-
dómum. Þessi rannsókn getur
hafíst í haust, en hún tekur líkega
1-2 ár. Það hefur staðið okkur
fyrir þrifum hvað við höfum getað
annað fáum þátttakendum í einu,
en við ætlum að reyna að auka
afköstin nú. Við vonumst til að
fá styrkveitingu, svo við getum
bætt Vilmundi Guðnasyni lækni í
hópinn, en hann er sérfræðingur
I læknisfræðilegri erfðafræði og
hefur unnið við mjög áhugaverðar
rannsóknir í London."
Stærsti
áhættuþáttur
eru reykingar