Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hvemig hafið
þið efni á svona
stórkostlegri
hljómsveit?
Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari
og þýski hljómsveitarstjórinn Stefan Sand-
erling verða í aðalhlutverkum á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands annað kvöld.
Orrí Páll Ormarsson brá sér á æfíngu
og hitti listafólkið að máli.
ETTA leggst ágætlega
í mig. Konsertinn er
yndislegur og auðvelt
að skilja vinsældir
verksins þegar haft er í huga
hvað það er gefandi sem tónsmíð
og býr yfír miklum töfrum," seg-
ir Steinunn Bima Ragnarsdóttir
píanóleikari sem leikur einleik
með Sinfóníuhljómsveit íslands
annað kvöld, fímmtudaginn 6.
apríl, kl. 20. Verkið sem hún lýk-
ur lofsorði á er píanókonsert eft-
ir Edward Grieg en önnur verk
á efnisskránni eru forleikur að
óperanni Russlan
& Ludmila eftir
rússneska tón-
skáldið Mikhail
Glinka og 10. sin-
fónía eftir landa
hans Dmitri
Shostakovitsj.
Hljómsveitarstjóri á tónleikunum
er Stefan Sanderling frá Þýska-
landi.
„Það hefur alltaf þýðingu fyrir
hljóðfæraleikara sem er að hasla
sér völl sem einleikari að spila
með sinfóníuhljómsveit og gaman
að fá að gera það í verki sem
höfðar mikið til manns," segir
Steinunn Bima. „Það má eigin-
lega segja að þetta sé eitt af
mínum uppáhaldsverkum enda
er það mjög vinsælt meðal píanó-
leikara og ekki síður meðal
áheyrenda."
Starfaði lengi
á Spáni
Steinunn Bima lauk einleik-
araprófí frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1981 en þar naut
hún leiðsagnar Ama Kristjáns-
sonar síðari árin. Hún fór til frek-
ara náms í Boston í Bandaríkjun-
um og lauk meistaragráðu sem
einleikari frá New England Cons-
ervatory árið 1987. Steinunn
starfaði um
árabil á Spáni
sem einleikari
og þátttakandi
í kammermúsik
og hlaut meðal
annars Grand
Podium verð-
laun „Juventus de Musicals" í
Barcelona.
Steinunn hefur komið fram á
tónleikum víða um lönd en starf-
ar nú við Tónlistarskólann í
Reykjavík auk þess að sinna tón-
leikahaldi og upptökum á tónlist.
Hljómsveitarstjórinn Stefan
Sanderling er sonur hins þekkta
hljómsveitarstjóra Kurt Sanderl-
ing. Hann segir að ísland sé
afar sérstakur staður. „Það hef-
Gaman að fá að
gera það í verki
sem höfðar mikið
til manns
STEFAN Sanderling og Steinunn Birna Ragnarsdóttir
leggja línurnar fyrir tónleikana annað kvöld.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ur komið mér í opna skjöldu að
hér í miðju Atlantshafi skuli
vera frábær Sinfóníuhljómsveit
sem stenst frægum hljómsveit-
um í Evrópu fullkomlega snún-
ing.“ Hann segir að hugsanlega
megi rekja þessa staðreynd til
þess að hljómsveitin sé starfrækt
á lítilli eyju norður í dumbshafí.
„Sinfóníuhljómsveit íslands er
augljóslega hluti af þeirri menn-
ingu sem íslendingar hafa þörf
fyrir.
Tengslin á milli hljómsveit-
arinnar og fólksins eru því mjög
sterk en slíkt er afar mikilvægt
við uppbyggingu hljómsveitar af
þessu tagi.“
Mikilvægt að fólk helgi sig
þessu listformi
Sanderling furðar sig einnig á
því að íslenska ríkið skuli hafa
efni á jafn stórkostlegri hljóm-
sveit og Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. „Mér er til efs að nokkurt
annað samfélag með 260.000
íbúa geti afrekað annað eins.
Þetta er því einstaklega ánægju-
legt enda mikilvægt að fólk helgi
sig þessu listformi."
Sanderling kveðst hafa átt
ánægjulegt samstarf við Sinfón-
íuhljómsveit íslands. Hljóðfæra-
leikaramir séu vænt og skilnings-
ríkt fólk sem leggi sig allt fram.
Sanderling er ungur að áram
og eftirsóttur í Evrópu nú um
stundir. Það er því mikill fengur
fyrir íslenska tónlistaráhuga-
menn að fá hann hingað til lands.
Hann naut tilsagnar Kurt Mazur
í Tónlistarháskólanum í Leipzig
en samhliða námi var hann að-
stoðarstjómandi í Halle og Kom-
ische Oper í Berlín. Framhalds-
nám stundaði Sanderling í
Bandaríkjunum þar sem hann
starfaði með mönnum á borð við
Bemstein, Osawa og Slatkin.
Sanderling
hefur undanfarin
fímm ár verið
tónlistarstjóri
sinfóníuhljóm-
sveitarinnar og
óperunnar í
Potsdam auk
þess að stjórna mörgum þekktum
hljómsveitum í Evrópu og Amer-
íku. Þá hefur hann hljóðritað
fyrir NAXOS og SONY Classical.
Mikið
sýningarstykki
Tónleikarnir hefjast á hinum
fjöruga forleik að óperunni
Russlan & Ludmilla eftir
Glinka. Hann reynir mjög á
strengjaleikarana og þykir því
mikið sýningarstykki fyrir góðar
sinfóníuhljómsveitir.
Eins og fram hefur komið er
einleiksverk tónleikanna - píanó-
konsert eftir Grieg - í hópi vin-
sælustu píanókonserta sem
samdir hafa verið. Konsertinn
var framfluttur í Kaupmanna-
höfn við geysilegan fögnuð
áheyrenda fyrir sléttum 126
áram og hefur það æ síðan verið
draumur flestra píanóleikara að
leika hann.
Tónleikunum lýkur síðan á 10.
sinfóníu eftir Shostakovitsj - tón-
skáldsins sem
eyddi dijúgum
tíma ævinnar
undir járnhæl
Stalíns. „Ég
gæti ekki sam-
ið lofgjörð um
Stalín...en ég
brá upp mynd af Stalín í næstu
sinfóníu minni, þeirri tíundu,“
ritar Shostakovitsj í æviminning-
um sínum. „Ég samdi hana fljót-
lega eftir dauða Stalíns og enn
hefur enginn getið sér til um það
hvað hún fjallar um. Hún fjallar
um Stalín og Stalínárin, í öðram
kaflanum er brugðið upp mynd
af Stalín í tónum. Að sjálfsögðu
kemur þar fleira til, en þetta er
grannurinn."
Ég gæti ekki samið
lofgjörð um Stalín,
en ég brá upp mynd
af honum
BETRA
ÍSLAND
nent vln niini við sigur
sjálíboðaliðum til margvíslegra starfa á kjördag, laugardagiim 8. apríl.
aují scnj ctu reiuuuuiiu au
hjálpa til eru hvattir til að
hafa samband við hverfa-
skrifstofumar eða skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins
ísíma 682900.
^ördag-geturþú^
-------- 'jó.