Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 27 AÐSEIMDAR GREINAR VÆLUKJÓAR þess að gera þær áþreifanlegri má nefna að þær jafngilda því að skatt- ar landsmanna hafi hækkað um 12 milljónir króna á hverjum einasta degi sem vinstri stjórnin var við völd, eða um hálfa milljón hvetja .einustu klukkustund. Skattar fjög- urra manna fjölskyldu hækkuðu þannig um 5.500 krónur á hveijum einasta mánuði í valdatíð vinstri stjórnarinnar. Sem dæmi um skattahækkanir vinstri stjómarinnar má nefna að tekjuskattshlutfallið hækkaði úr 28,5% árið 1988 þegar staðgreiðslan var tekin upp í 32,8% árið 1990, eða um 4,3%. Eignarskattar hækk- uðu einnig verulega. Sama máli gegndi um vörugjöld, bifreiðaskatta, tolla og virðisaukaskatt, allt hækk- aði. Ennfremur hækkaði vinstri stjórnin skatta á fyrirtækjum, en þó miklu minna en skatta á einstakl- inga. Lokaorð Þetta eru nú staðreyndirnar um skattastefnu núverandi ríkisstjórnar og vinstri stjórnarinnar sem sat á ámnum 1988 til 1991. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar stöðvaði skatta- hækkunarskriðuna og gott betur því að henni tókst að snúa þróuninni við og lækka skattaálögur á lands- menn um 2 milljarða króna sem fyrr segir. En hvað með þjónustu- gjöld? Þjónustugjöld eru greiðslur fyrir tiltekna þjónustu og flokkast ekki sem skattar. Jafnvel þótt hækkun þeirra sé reiknuð með, en hún nemur um 1,1 milljarði króna, verður niðurstaðan sú sama: Skatt- byrðin hefur lækkað. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að hlífa hinum lægst launuðu sem mest við þeim áföllum sem gengið hafa yfir íslenskt efnahagslíf og stöðva skattahækkunarskriðu vinstri stjórnarinnar þannig að skattar á meðalfjölskylduna héldust óbreyttir og lækkuðu fremur en hitt. Það hefur tekist hvort sem litið er á hefðbundna skatta eða þjónustu- gjöld. Raunar er það svo að menn þurfa ekki einu sinni að rýna í tölur skatt- yfirvalda til að sjá að skattar hafa lækkað. Það nægir að horfa á al- menna verðlagsþróun. Sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsing- um Hagstofu íslands hefur verð á matvælum einungis hækkað um 3,8% á kjörtímabili núverandi ríkis- stjórnar og hefur þannig lækkað hlutfallslega miðað við aðrar vörur. Þetta má í senn rekja til lækkunar matarskattsins, niðurfellingar að- stöðugjaldsins, lækkunar tolla og vörugjalda og aukinnar samkeppni, meðal annars vegna bættra rekstr- arskilyrða íslenskra fyrirtækja vegna skattalækkana og ýmissa annarra aðgerða ríkisstjórnarinnar. Til samanburðar má nefna að í tíð vinstri stjómarinnar hækkaði mat- vælaverð um 30%, eða um 1% á mánuði! Þessar staðreyndir ættu kjósendur að hafa í huga í kosning- . unum nk. laugardag. Höfundur er fjármálaráðherra. AÐ UNDANFÖRNU hefir grátkór íslands- banka hins nýja mjög látið til sín heyra á op- inberum vettvangi og þannig hækkað radd- svið sitt að mun, en á lágu nótunum hafa þeir að vísu lengi raulað. Forsöngvari í kómum er Ragnar, fyrrv. bankastjóri Iðnað- arbanka, Önundarson, fyrrv. Olís-forstjóra. Hefír hann hvergi spar- að sig og endaði söng- förina allar götur aust- ur í Brussel, þar sem kæra á keppinautinn var fram lögð. Annar forsöngvari er tekinn við, uppalinn og þjálfaður í Landsbank- anum, Tryggvi Pálsson, en hann lét sér nægja að fara austur að Kirkju- bæjarklaustri enda sýnu klofstyttri. Þar hljómaði hluti úr sápuóperu hans svona, skv. upplýsingum Mbl.: „Tryggvi vék einnig að framtíð núverandi lánastofnana og sagði að upptaka hlutafélagaformsins í ríkis- Grátkór Islandsbanka kveinar eins og ófrels- aðar herkerlingar und- an samkeppni við Landsbankann, segir Sverrir Hermannsson. bönkunum og síðar sala hlutabréfa ríkisins á hentugum tíma myndi hafa víðtæk áhrif á samkeppni og hugar- far á íslenskum fjármálamarkaði. „Mig grunar að andstaðan við slikar breytingar sé þrátt fyrir allt minni í Búnaðarbanka en Landsbanka. Stjórnmálamenn sem hafa lýst skoð- unum sínum hafa einnig horft frekar til Búnaðarbanka því auðveldara er að selja þann banka. En líta má á spurninguna um forgangsröðina allt öðrum augum. Búnaðarbankinn er vel rekinn og befur ávallt haldið sig við ábyrga lána- og verðlagsstefnu. Hegðun hans á markaðnum er nánast eins og einkabanka. Hið sama á ekki við um Landsbankann. Af stjórnunará- stæðum er því meiri ástæða til að einkavæða Landsbankann.““ (Leturbreyting undirr.) Einhver myndi nú kannski segja að hér væri sungið á fölsku nótunum. Og rógur og dylgjur myndu þetta heita ef mælt væri af einhverjum öðrum sem nýfermdum einkabanka- manni. Eða sannast kannski hér hið fornkveðna: Að svo er bam á afbæ sem á óbæ er alið? Áhyggjufullum velunnurum Landsbankans til huggunar skal upp- lýst að í bankanum er starfandi nefnd sem undirbýr að bankanum verði breytt í hlutafélag. Stef grátkórs ís- landsbanka hins nýja er ávallt hið sama: Þeir kveina eins og ófrelsað- ar herkerlingar undan samkeppninni við Landsbankann. Það er undirrót iðraþraut- anna, sem hljóðunum valda. En nú hefir Seðla- bankinn tekið saman álit um samkeppnis- stöðu bankanna og kemur þar í ljós, þegar alls er gætt, að plúsar og mínusar milli ríkis- banka og einkabanka vega mjög salt. Söngvarar íslandsbanka hins nýja kveða mjög upp úr með hversu miklu örðugar þeim gangi að fá hagstæð erlend lán en Landsbankanum. Þetta mun rétt vera og á sér eðlilegar skýr- ingar: Frá upphafi vega, á aðra öld, hefír Landsbankinn kappkostað að standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart erlendum lánardrottnum og á réttum tíma, svo erlend lán hafa aldrei komizt í eindaga hjá Lands- banka. Það er þessi skilvísi, sem Landsbankinn hefir frá öndverðu kostgæft, sem gefur honum ein beztu kjör ssem fáanleg eru á erlendri grund. í þessu efni hefir Landsbankinn gengið á undan og væri betur að eftirdæmin væru eins. Þá myndu fleiri njóta góðs af. Skilvísi og vönd- uð vinnubrögð gefa ávallt beztu kjör- in. Tryggvi forsöngvari setur sama- semmerki milli einkabanka og þess að banki sé vel rekinn og af ábyrgð. Hvað segja hluthafar í íslandsbanka hinum nýja um það? Einkabanki var Barings í London en þó fór sem fór. Islandsbanki hinn nýi vill vera einkabanki með öllum formerkjum. Það er því falskur tónn og andhælis- legt í mesta máta að höfuð hans skuli baðað í ríkissólinni. Að vísu er formaðurinn framúrskarandi ófalsk- ur í grátkómum. Þegar hann tekur til máls heyrast ekkasogin út á tún. Fiskveiðasjóður íslands er ekki einkavæddur. Hann er hinsvegar einkavinavæddasta fyrirbrigðið í ís- lenzku fjármálalífr. Eftir að hags- munaaðilum sjávarútvegsins var af- hent meirihlutavald í þeim sjóði hefir það á sannazt. Og nú síðast fagur- lega þegar Kristján Ragnarsson gerði sendli sínum í sjávarútvegs- málaráðuneytinu þann greiða að gera Harald í Andra góðan með einu stykki loðnuverksmiðju austur á Fá- skrúðsfirði, sem kosta mun álíka mikið og allar eigur Síldarverksmiðja ríkisins voru seldar á. Og ekkert verið að súta þótt afkastageta verk- smiðja í landinu sé um það bil tvö- föld miðað við þörf. Höfundur er bankastjóri Landsbankans. Sverrir Hermannsson Húsbúnaður og borðbúnaður frá Ancher Iversen í Danmörku fæst nú aðeíns í Magasín. Einungís vandaðar vörur á góðu verði. Hawaii matarstell úr postulini. Verðdæmi: matardiskur kr. 280,- Eldfast mót í mörgum stærðum Verðdæmi: 2ócm mót kr. 660,- Eldfast kringlótt mót 26cm kr. 750,- Emely Rose hnífaparasett 16stk, fyrir 4 manns kr. 3.700,- Eldfast lasagnefat 28x28 cm kr. 1.050,- Soufflé skál 16cm kr. 450,- 10cm skál kr. 190,- pr. stk. Sendum í póstkröfu um allt land. Langi þig í fallegan húsbúnað eða gjafavöru þá skaltu líta til okkar - því við höfum það allt saman. Mazasin Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 5871199 Konur íframboði- Jöfn íaun kvenna og karla m fyrir bjartari framtíð Fromsókn '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.