Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ •id Betra ísland með bættri menntun ÓHÆTT er að full- yrða að ríkisstjórnin hafi náð flestum þeim markmiðum sem hún stefndi að í upphafi kjörtímabils á sviði efnahagsmála, þrátt fyrir erfið ytri skilyrði. Avinningurinn af styrkri efnahagsstefnu ' J undanfarinna ára er nú farinn að skila sér í þjóðarbúið og brýnt að halda uppbyggingunni áfram á næstu árum. Nátengd þeim ár- angri sem þjóðir státa af á efnahagssviðinu eru menntamálin, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. Það er vel þekkt staðreynd að hagsæld þjóða og árangur þeirra á sviði vís- inda- og fræða fara saman. Undir stjóm Sjálfstæðisflokksins hefur á kjörtímabilinu verið unnið að alhliða umbótum á íslensku menntakerfi. Framfaraskrefin mörg Mig langar hér að draga saman í stuttu máli helstu atriðin sem áunn- ist hafa á sviði menntamála og vís- inda á undanförnum fjórum árum. Víst er að þau munu stuðla að bættri menntun og aukinni hagsæld þjóðar- innar á næstu árum og áratugum. Ný lög hafa verið samþykkt um tvö fyrstu skólastigin, - leikskóla og grunnskóla. í nýju skólastefnunni kemur fram áður óþekkt hugsun fyr- ir íslenskt skólakerfi. Áhersla er lögð á fagmennsku í skólastarfi, aukið - yiðhald í skólahaldi, og eftirlit með árangri þess, svo og aukna þátttöku foreldra í stjómun skólanna. Frumvarp til laga um-framhalds- skóla liggur fullbúið fyrir Alþingi. Mikilvægt er að það verði samþykkt sem fyrst, svo hægt verði að ganga af fullri einurð að uppbyggingu fram- haldsskólastigsins á grundvelli skýrr- ar opinberrar menntastefnu. Sam- kvæmt frumvarpinu munu fram- haldsskólamir gegna lykilhlutverki varðandi starfsnám og verkmenntun, sem augljós þörf er á í atvinnulífinu. Aldrei hefur jafnmiklu fé verið varið til rannsókna- og vísindastarfsemi og á þessu kjörtímabili. Mót- uð hefur verið heildar- stefna í vísinda- og tæknimálum, þar sem m.a. er lögð áhersla á þátt rannsókna í eflingu atvinnulífsins. Við Háskóla íslands hefur verið hafið rann- sóknatengt framhalds- nám. Fjármagn til þess er til viðbótar því fjár- magni sem þegar er varið til annars rann- sóknastarfs í landinu og rennur það í sér- stakan sjóð, Rann- sóknanámssjóð. Nýsköpunarsjóður námsmanna var settur á laggimar árið 1992. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum at- vinnulífs, háskóla og rannsókna- stofnana. Vísindasamstarf íslands og ESB hefur stóraukist á kjörtímabilinu. Aðildargjöld íslands að ijórðu rammaáætlun 1995 eru 120 milljónir króna. Þessi fjárhæð er hrein viðbót við það fé sem til ráðstöfunar er til vísinda- og tæknimála hér á landi. Með samningnum um evrópska efnahagssvæðið var ungú fólki tryggður aðgangur að vísindarann- sóknum og listsköpun í Evrópu. Fjáríframlög til háskólastigsins hafa veríð aukin á kjörtímabilinu. Hinn nýi háskóli á Akureýri er í þró- un og við aðra sköla hafa verið tekn- ar upp ýmsar nýjungar. Kennaramenntun hefur verið efld. Stofnuð hefur verið kennaramennt- unardeild á Akureyri og hafin er íjar- kennsla í kennaramenntun og mennt- un leikskólakennara með mikilli þátt- töku og góðum árangri. Við Kennara- háskóla Islands er nú boðið upp á nám til meistaragráðu og nefnd um rammalöggjöf fyrir kennaramenntun hefur nýverið skilað áliti. Þar sem m.a. er lagt til að Kennaraháskólinn, Iþróttakennaraskólinn, Þroskaþjálfa- skólinn og Fósturskólinn verði sam- einaðir í einn uppeldisháskóla. Unnið hefur verið að- alhliða endurbótum í menntamálum á kjör- tímabilinu, segir Ólafur G. Einarsson, sem minnir á að hagsæld þjóða og árangur á sviði mennta og vísinda fari saman. Lánasjóði íslenskra námsmanna var forðað frá greiðsluþroti sem blasti við árið 1991. Námsmönnum í lánshæfu námi hefur fjölgað um rúmlega 800 hér á landi síðan ný lög um LIN voru sett. Samþykkt hefur verið tímamóta- löggjöf um listnám á háskólastigi. Lögin fela í sér heimild til að gera samning um að sjálfseignarstofnun taki að sér rekstur listaháskóla, skv. tilteknum skilyrðum. I fjölmörg ár hefur verið unnið að því að koma hér á listnámi á háskólastigi, en allar tilraunir þessa efnis hafa mistekist. Ríkisstjórnin ákvað að endi skyldi bundinn á skammarlega langa bygg- ingarsögu Þjóðarbókhlöðu og jók verulega við fjármagn til að ljúka henni á kjörtímabilinu. Opnun Þjóð- arbókhlöðu markaði þáttaskil í þeirri aðstoðu sem íslenskum náms- og fræðimönnum er búin. Menntamálin á oddinn Hér hefur aðeins verið drepið á helstu atriðin sem áunnist hafa á sviði menntamála á undanförnum fjórum árum. Sjálfstæðsflokkurinn vill gera enn betur á næstu árum og setur menntamálin á oddinn í kosningabaráttunni. Með stefnu flokksins að leiðarljósi mun þjóðin svo sannarlega geta gengið vel menntuð og bjartsýn inn í 21. öldina. Höfundur er menntamálaráðherra. Ólafur G. Einarsson Æskunnar „örv- andi hönd“ ÉG RAKST nýlega á rabbgrein í Lesbók Mbl. eftir EB-áhugamann, sem vill að EB-botn- leysan verði rædd í kosningabaráttunni, og hugsar sér þá væntan- lega, að umræðunni sé haldið gangandi næstu fimm árin. Greinin „Fisklykt- andi Evrópuumræða" >sýnist sem innlegg fyrir Krata í kosningaslagn- um, auk þess, sem hún íjallar um lykt: í upp- hafi greinar af „skötu“ og þá væntanlega kæstri, því að „lyktina leggur langar leiðir“, en í lokin er lyktin af „slorugri grammófónplötu". Þetta gæti svo sem verið sama lykt- in, nema hljóðrituð í síðara tilvikinu, en höfundur sannar það ekki. Mér kemur ekkert við í greininni, nema það, sem nú verður vitnað til -og lagði mig í alvarlegar þjóðlífshug- leiðingar; verra er ekki hægt að gera gömlum manni í öldinni, sem iöngu er komin uppúr á honum, en þó ekki meira en svo, að hann hrekkur við af títupijónsstungu, ef hún hittir til- tekinn stað á honum. Lesbókarhöfundur fjallar á sinn máta um þær tilfinningar, sem EB- andstæðingar beri í brjósti til þessa þjóðasamfélags. Honum segist svo: „Þessi tilfinningalega afstaða er oftar en ekki byggð á rómantískri nítjándualdarþvæiu um þjóðemi, fullveldi og menningu, sem íslend- ingar eru uppfullir af - en það er efni í margar aðrar blaðagreinar. “ (Leturbr. hér.) Þar fengu þeir skotið í hnakkann, Jón Sig- urðsson & Co. Nú er það stóra þjóð- lífsspurningin fyrir mér: Er þessi piltur eindæma, fádæma, margdæma, eða kannski aldæma fyrir ungt fólk? Ef þessi hugsunarháttur er marg- dæma, þá yrði ekki einu sinni eftir nafnið á íslandi eftir stuttan tíma í EB. Jón Baldvin verður að fara að huga að því, hvaða fólk hann er að munstra á Krata-fleytuna, þessa gömlu áfallafleytu, sem hefur nú rétt einu sinni misst út af sér helm- ing skipshafnarinnar. Nú er að sjá, hvort honum tekst að manna hana jólasveinum, sem ofan koma af fjöll- unum og mæna á Brussel-klúbbinn. (Þetta Krata-áfall nú er öfugt við önnur þeirra að því leyti að þetta er leiðindasaga í íslenzkri pólitík. Maður skilur ekki mennina, að hlaupa af Ásgeir Jakobsson Svona einfalt er nú þetta, piltur minn, segir Ásgeir Jakobsson. Það er allt í uppgangi á ís- landi nema vitið. sínu gamla skipi uppá annað, sem er ekkert nema brúin. Þeir sigla ekki lengi á henni, mennirnir.) EB-drengurinn fyrrnefndur birtir spurningalista, einar þrjátíu spurn- ingar - og það er helzt að sjá hann sé að forrita tölvu. Ein spurningin höfðar til þjóðkenndar: „Höfum við forsendur til að byggja upp einhverskonar öðruvísiland?“ (Leturbr. hér.) Höfundur meinar, hvort við getum verið sérstæð þjóð. Nú verður að koma svar úr öðrum stað en tölvunni, þar sem svarið við þessu heyrir undir þjóðkennd, sem tölvan kann ekki enn skil á. Þjóðkennd er nefnilega dálítið meira en „rómantísk þvæla“. Hún er það, sem nítjándu aldar mennimir reistu á boðskap sinn til þjóðarinnar, þegar þeir börðust fyrir sjálfstæði hennar. Þeir sögðu þjóð sína búa í sérstæðu landi, hún ætti sérstæða tungu, sérstæða búskaparháttu, - og af þessu væri um sérstæða þjóð að ræða, sem ætti rétt á sjálfsforræði. Síðan hefur því verið haldið fram af okkar beztu þjóðarleiðtogum, að sérleiki þjóðarinnar sé lífsakkeri hennar í þjóðahafinu. Svona einfalt er nú þetta, piltur minn. Það er allt í uppgangi á ís- landi nema vitið. Höfundur er rithöfundur. Valdhroki sjálf- stæðismanna UNDANFARNA daga hafa sjálfstæðis- menn í borgarstjórn Reykjavíkur látið gamminn geisa á síð- um dagblaðanna og málflutningur þeirra verið hreint ótrúlegur, bæði villandi og rang- ur. í því sambandi vísa ég til greina þeirra Árna Sigfússonar og Ingu Jónu Þórðardótt- ur borgarfulltrúa í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þau fjalla þar um skipulags- breytingar í Ráðhúsinu og meintar „pólitískar ráðningar" síðan Reykjavíkurlist- inn tók við stjórn borgarinnar. Með málflutningi sínum og yfirlýsingum um það að þeir embættismenn sem koma til starfa hjá Reykjavíkur- borg og eru ráðnir af núverandi borgaryfirvöldum muni verða rekn- ir frá störfum um leið og Reykjavík- urlistinn tapar meirihluta í Reykja- vík brýtur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík blað í pólitískri umræðu og gerir sig sekan um ótrúlegan valdhroka. Embættismenn gerðir tortryggilegir Þetta lýsir best afstöðu þeirra til borgarkerfísins sem þeir líta á sem sína eign og í ljósi þess reyna þeir að gera þá embættismenn tor- tryggilega sem ráðnir eru í tíð Reykjavíkurlistans. En um leið gera þeir tortryggilega þá emb- ættismenn sem fyrir eru og með sömu rökum mætti áætla að allir embættismenn sem ráðnir voru í tíð sjálfstæðismanna hefðu verið ráðnir á pólitískum forsendum og ættu því að víkja með nýjum meiri- hluta. Það væri fróðlegt að fá fram álit embættismannanna sjálfra til þessa máls. Margir þeirra eru yfir- lýstir sjálfstæðismenn, en telja þeir sig pólitískt ráðna og hafa þar af leiðandi pólitískum skyldum að gegna við sinn flokk eins og sjálf- stæðismenn vilja meina að gildi um þá embættismenn sem nú er verið að ráða til starfa hjá Reykjavíkur- borg? Ráðning borgarritara Sjálfstæðismenn hafa fullyrt að ráðning nýs borgarritara sé pólitísk ráðning. Árni Sigfússon gengur svo langt að segja að með Reykjavíkur- listanum „streymi nú inn ný gerð af starfsmönnum" og allir þeir sem ráðnir séu í tíð Reykjavíkurlistans verði að búa sig undir það að verða að láta af störfum um leið og Reykjavíkurlistinn missir umboð sitt til þess að stjórna borginni. Þau viðhorf sem hér er að finna hafa á undanförnum dögum orðið mönn- um umhugsunarefni, reyndar ekki síður sjálfstæðismönnum en öðrum og eru flestir þeirrar skoðunar að þau Árni og Inga Jóna hafí málað sig út í horn með yfirlýsingum sín- um í borgarráði um þessi mál. Sá umsækjandi sem þar var ótvírætt talinn hæfastur, Helga Jónsdóttir, er með margháttaða reynslu á sviði stjórnsýslu og gegnir nú starfi að- stoðarbankastjóra Alþjóðabankans í Washington. Um leið og borgar- stjóri gerði það að tillögu sinni að hún yrði ráðin voru kynntar aðrar umsóknir um starfið. Sjálfstæðis- menn höfðu enga aðra tillögu í málinu. Pólitískur aðstoðarmaður Nokkur atriði sem minnst er á í ofangreindum blaðagreinum er rétt að skoða nánar. Sjálfstæðis- menn gagnrýna ráðningu borgar- stjóra á aðstoðarmanni. Borgar- stjóri hefur ekki farið dult með það að hér er um að ræða pólitískan aðstoðarmann sem hún hefur sér við hlið rétt eins og tíðkast í öllum ráðuneytum og þykir sjálfsagt, en eins og þar þá muni við- komandi aðstoð- armaður láta af störf- um um leið og borgar- stjóri. Markús Órn Antonsson fyrrverandi borgarstjóri réð sér einnig pólitískan að- stoðarmann en kaus að fara dult með það. Inga Jóna Þórðardóttir var aðstoðarmaður Markúsar Arnar um eins árs skeið þótt ekki færi hátt um það á þeim tíma. Hún gegndi starfinu sem verktaki og þáverandi borgarstjóri bar ráðn- ingu hennar ekki undir borgarráð eins og núverandi borgarstjóri gerði. Ingu Jónu voru greiddar tæpar tvær milljónir króna í laun fyrir þessa aðstoðarvinnu og þar á ofan greiddi borgarsjóður húsa- Það er markmið núver- andi borgaryfirvalda, segir Steinunn V. Oskarsdóttir, að jafna aðgengi manna að þeim gæðum sem borg- in ráðstafar. leigu vegna skrifstofuaðstöðu hennar úti í bæ. Það húsnæði var leigt af eiginkonu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnar- nesi sem þáverandi meirihluti í Reykjavík átti umtalsverð viðskipti við á síðasta kjörtímabili. Borgarfréttir Reykjavíkurborg hefur gefið út fréttabréf, Borgarfréttir, nú um nokkurra ára skeið. Um það hefur sami aðilinn séð frá upphafí, án þess að útboð hafi farið fram eða verðtilboða leitað frá öðrum. Það vill svo til að þar er um KOM að ræða, Kynningu og markað, hvers eigandi er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ákveðið var að endurskoða útgáfu fréttabréfsins og leita jafnframt eftir verðtilboðum frá nokkrum al- .mannatengslafyrirtækjum. Vegna þeirra dylgja sem fram hafa komið hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins um að óeðlilega hafí ver- ið að því staðið skal tekið fram að KOM var meðal þeirra aðila sem leitað var til og öll tilboðin opnuð samtímis. Lægsta tilboðinu var tek- ið en það átti HELST, fyrirtæki Einars Arnar Stefánssonar. Það mun leiða til töluverðs sparnaðar fyrir Reykjavíkurborg vegna fréttabréfsins. Ný vinnubrögð Sú breyting hefur orðið á stjórn- arháttum hér í Reykjavík síðan skipt var um stjórnendur að nú er unnið fyrir opnum tjöldum, lausar stöður eru auglýstar og verk boðin út. Þetta þjónar þeim tilgangi m.a. að auka sparnað og þagræðingu hjá Reykjavíkurborg. Ýmsir missa við þetta spón úr aski sínum eins og gefur að skilja og þykir súrt í broti. Það er mál manna að í Reykjavíkurborg hafi um of langt skeið setið sömu aðilarnir að kjöt- kötlunum. Það er markmið núver- andi borgaryfirvalda að jafna að- gengi manna að þeim gæðum sem borgin ráðstafar. Það starf er hafíð og á þeirri braut mun áfram verða unnið. Höfundur er borgarfulltrúi. Steinunn V. Oskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.